Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Hjörvar Steinn Grétarssoner í efsta sæti á Skák-þingi Reykjavíkur og áskákhátíð MótX í Kópa- vogi. Í fyrrnefnda mótinu hefur Hjörvar hlotið 5½ vinning af sex mögulegum en í 2.-3. sæti eru Sigurbjörn Björnsson og Guð- mundur Kjartansson, báðir með 5 vinninga. Sigurbjörn og Hjörvar tefla í 7. umferð en þá mætir Guð- mundur hinum unga Stephani Briem. Nokkuð var um að menn gleymdu hvað tímanum leið í þriðju umferð skákhátíðar MótX á þriðjudags- kvöld; Jón L. Árnason féll á tíma þegar hann var að leika afar slung- inn leik í flókinni stöðu gegn Hjörv- ari Steini og Karl Þorsteins féll líka, með unnið tafl gegn Baldri Krist- inssyni. Hjörvar Steinn komst einn í efsta sætið með 3 vinninga en í 2.-4. sæti eru Þröstur Þórhallsson, Guð- mundur Kjartansson og Baldur Kristinsson, allir með 2½ vinning. Jóhann Hjartarson tók yfirsetu í þessari umferð, en hann situr nú að tafli á opna mótinu á Gíbraltar í vik- unni og er með 2½ vinning af þrem- ur eftir sigur í fyrstu og þriðju um- ferð og jafntefli við rússneska stórmeistarann Vitiugov í 2. umferð. Viðureign Davíðs Kjartanssonar og Guðmundar Kjartanssonar í 6. umferð á miðvikudaginn var ein innhaldsríkasta viðureign Skák- þings Reykjavíkur. Eftir mikinn darraðardans hafði Guðmundur betur: Davíð Kjartansson – Guðmundur Kjartansson Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rc3 e6 5. g4 Bg6 6. Rge2 c5 7. Be3 h5!? Eitt hvassasta afbrigði Caro- Kann varnar er komið upp og þessi leikur er sjaldséður. Algengara er 7. … Rc6. 8. Rf4 Rc6 9. Rxg6 fxg6 10. Re2 hxg4 11. Rf4 cxd4 12. Bxd4 Rxd4 13. Dxd4 Kf7 14. Bd3?! Hér missir hvítur frumkvæðið. Eðlilegra er 14. 0-0-0 strax og síðan jafnvel c2-c4. 14. … Re7 15. 0-0-0 Rf5 16. Da4 a6 17. c4? b5! Guðmundur bregst hart við og hvítur hefur ratað í mikil vandræði. 18. cxb5 axb5 19. Dxb5 Dc7+ 20. Kb1 Da7 21. Bc4 Hb8 22. Dc6 - Sjá stöðumynd- 22. … Hxb2+? Algerlega óþörf hróksfórn þegar litið er til þess að svartur átti tvo góða kosti, 22. … Hb6! eða jafnvel 22. … Rd4 með hugmyndinni 23. Rxd4 Hxb2+! og vinnur, t.d. 24. Ka1 Hxa2+! o.s.frv. 23. Kxb2 Dxf2+ 24. Ka1 Og hér var 24. Kb1! rétti leikur- inn. 24. … Dxf4 25. Hxd5 25. … Bb4 !? 26. Hd7+ Kg8 27. Hd8+ Kh7 28. Hxh8+ Kxh8 29. Hd1 Rd4! 30. Dc8+ Kh7 31. Bxe6 Rxe6 32. Dxe6 Bc3+ 33. Kb1 De4+ 34. Kc1 Bxe5 35. Db3? Báðir voru í miklu tímahraki. Best var 35. Dd5 og hvítur á jafn- teflisvon. 35. … Bxh2 36. Dd3 Bf4+ 37. Kc2 Dg2+ 38. Kb3 g3 39. Df1 Dxf1 40. Hxf1 Be3! – og hvítur gafst upp. Magnús Carlsen efstur í Wijk aan Zee Magnús Carlsen er heldur betur kominn í gang í efsta flokki skák- mótsins í Wijk aan Zee. Í 10. um- ferð vann hann Indverjann Anand í 76 leikjum. Lengi vel virtust jafn- tefli líklegustu úrslitin en Norð- manninum tókst að vinna riddara- endatafl með þrjú peð gegn tveimur – öll á sama væng. Helsti keppi- nautur hans á lokasprettinum sem hófst í gær virðist ætla að verða heimamaðurinn Giri. Þeir tefla saman í lokaumferðinni á morgun. Staðan: 1. Magnús Carlsen 7 v. (af 10) 2. Giri 6½ v. 3.-5. Nepomni- achtchi, Liren Ding og Anand 6 v. 6.-7. Radjabov og Vidit 5 v. 8.-11. Fedoseev, Rapport, Duda og Shankland 4½ v. 12.-13. Van For- eest og Mamedyarov 4 v. 14. Kram- nik 2½ v. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Byrjar vel Jóhann Hjartarson teflir þessa dagana á Opna Gíbraltar-mótinu. Myndin er frá síðasta Reykjavíkurskákmóti. Hjörvar Steinn efstur á tveimur mótum samtímis Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Viltu stofna hótel? Löglegt Airbnb íbúðarhótel? Eða sameina fyrirtæki/stofnanir á einum besta stað í Reykjavík? Staðsetning lóðar án bygginga Ein af mörgum tillögum hvernig svæðið gæti litið út Þingvangur ehf. er að vinna að deiliskipulagi á Köllunarkletti. Óskað er eftir samstarfsaðilum til að móta fyrirhugaða uppbyggingu á Köllunarkletti. Mögulegir samstarfsaðilar eru t.d. stofnanir, hótelrekendur og almenn fyrirtæki. Einstakt tækifæri til að hanna hús eftir þörfum (eðli) rekstursins og eða að sameina reksturinn í eitt húsnæði. Fyrirhuguð starfsemi á lóðunum er: Hótel, íbúðarhótel, verslun og þjónusta, skrifstofur, geymslur og fleira. Möguleiki á að vera með umferðamiðstöð eða bílaleigur í bílakjallara. Áhugasamir geta haft samband í gegnum netfangið kristjan@thingvangur.is og í síma 6980088. Alþjóðlegi persónu- verndardagurinn verður haldinn hátíð- legur í 14. skipti mánudaginn 28. jan- úar næstkomandi. Við þetta tækifæri hafa persónuverndarstofn- anir í ríkjum Evrópu, og raunar víðar, stað- ið fyrir kynningu og vitundarvakningu um málefni persónuverndar. Fyrsti alþjóðlegi samningurinn á sviði persónuverndar var Evrópu- ráðssamningur um vernd einstak- linga vegna vélrænnar vinnslu per- sónuupplýsinga frá 28. janúar 1981. Þrátt fyrir að meginreglur samningsins hafi haldið vel gildi sínu í gegnum árin og samningur- inn hafi verið tæknilega hlutlaus þótti rétt að uppfæra hann og nú- tímavæða, í því skyni að mæta nýj- um áskorunum sem fylgja upplýs- ingasamfélagi nútímans. Ný og uppfærð útgáfa af samningnum var því fullunnin á árinu 2018 og er nú í fullgildingarferli, en samn- ingurinn var undirritaður fyrir Ís- lands hönd 21. nóvember síðast- liðinn. Nútímavæðing samnings Evrópuráðsins helst þannig að nokkru leyti í hendur við þær breytingar sem orðið hafa á per- sónuverndarlöggjöf Evrópusam- bandsins en ný íslensk persónu- verndarlög, byggð á þeirri löggjöf, tóku gildi um mitt síðasta ár. Hvernig eru upplýsingarnar unnar – hvað er hér undir? Persónuupplýsingar eru nær undantekningalaust skráðar inn í rafræn kerfi og í slíku umhverfi myndast nær óteljandi möguleikar á aukinni dreifingu, miðlun og vinnslu slíkra upplýsinga. Stað- reyndin er sú að nær allt sem við gerum á netinu er kortlagt. Úr þessum upplýsingum er unnið – oft gegn okkar eigin hagsmunum. Flestar tækninýjungar undanfarin ár hafa snertiflöt við persónu- vernd, þar sem hægt er að rekja notkun þeirra niður á hvern einstakling. Gervigreind stýrir því t.d. hvaða upplýsingar fólk sér á samfélags- miðlum, hvaða auglýs- ingar fólk sér á net- inu, hvaða vörur Amazon leggur til að fólk kaupi og hvaða efni Netflix telur að henti tilteknum not- anda. Erlendis er gervigreind notuð í þjónustu við við- skiptavini, t.d. bjóða bankar víða upp á netspjall við „ráðgjafa“ – sem er í raun tölva. Svo eru það Siri, Alexa og sambærilegir „að- stoðarmenn“ sem hægt er að ræða við – og ófá eru leyndarmálin sem slíkir aðstoðarmenn fá að heyra í netspjalli á síðkvöldum – og fólk áttar sig ekki á því að það deilir hér jafnvel mjög viðkvæmum per- sónuupplýsingum með bandarísk- um vélmennum sem skrá allt í gagnabanka! Við þá umfangsmiklu samfélags- miðlanotkun sem á sér stað á heimsvísu, og ekki síst á Íslandi, bætist sú tækni sem tengist inter- neti allra hluta. Hér er um að ræða sítengd snjalltæki sem ryðja sér til rúms í hverjum geira sam- félagsins á fætur öðrum og kort- leggja enn frekar athafnir okkar, hvort sem það felst í snjallborgum, fjarheilbrigðisþjónustu, fjar- menntun, snjallúrum eða nettengd- um leikföngum sem nema samtölin í svefnherbergjunum. Margar tækninýjungar eru af hinu góða, en við þurfum að halda vöku okkar svo að tæknin vinni ekki gegn mannlegri reisn. Mörg þessara nettengdu tækja eru t.d. nær ekk- ert varin fyrir aðgangi annarra og heimilið okkar er þannig orðið undir, ef við t.d. fjarstýrum því og hugum ekki að örygginu og verj- um tækin fyrir aðgangi óviðkom- andi, t.d. með því að breyta lykil- orðum. Hvaða þýðingu hafa ný lög fyrir daglegt líf okkar? Mikilvægt er að hafa í huga að með nýrri löggjöf skapast fjölmörg áhugaverð tækifæri, t.d. við hönn- un nýrra kerfa sem þjóna betur þörfum einstaklinga og fyrirtækja til persónuverndar. Þá er rétt meðferð persónuupplýsinga til þess fallin að auka traust neytenda og annarra í garð fyrirtækja og stofnana. Fyrirtæki sem axla ábyrgð og leggja metnað sinn í að tryggja öryggi og vernd persónu- upplýsinga geta þannig bætt sam- keppnisstöðu sína og orðspor. Sama á við um opinbera aðila. Ný löggjöf á umfram allt að styrkja réttarvernd allra einstaklinga því hér er um að ræða raunveruleg réttindi sem hægt er að sækja. Út- gangspunktur nýrrar löggjafar er að standa vörð um ein mikilvæg- ustu réttindin sem við eigum sem manneskjur – persónuréttindin okkar og persónuupplýsingarnar – það sem gerir okkur að því sem við erum. Ný persónuverndar- löggjöf er hér kynnt sem bjarg- vættur – og sem tækifæri til betri vinnslu persónuupplýsinga á heimsvísu. Er vernd persónuupplýsinga að breyta heiminum? Eftir Helgu Þórisdóttur »Ein mikilvægustu réttindin sem við eigum sem manneskjur eru persónuréttindin okkar og persónuupp- lýsingarnar – það sem gerir okkur að því sem við erum. Helga Þórisdóttir Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.