Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Mér varð á að lesa grein eftir Samfylk- ingar-hagfræðinginn Bolla Héðinsson sem birtist í Fréttablaðinu 9. janúar síðastliðinn. Þóttist Bolli þar hafa hitt „vin“ sinn á förn- um vegi, sem er víst útgerðarmaður. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér við lestur greinarinnar var gamall brandari um þrjá menn sem sóttu um sama starfið; bókari, viðskipta- fræðingur og hagfræðingur. Þeir fengu allir sömu spurninguna, hvað eru 2+2? Bókarinn og viðskipta- fræðingurinn svöruðu báðir, sem rétt er, 4. Hagfræðingurinn lyfti brúnum, reisti sig, dró fyrir glugga og sneri sér að þeim sem um ráðn- inguna sá og spurði: Hvaða svar viltu? Þekking þessa „vinar“ Bolla á rekstri hefur ekki verið ýkja yfir- gripsmikil eða traust, ef hann hefur haldið að kaup á einum jeppa hefðu dugað til þess að lækka veiði- gjaldið. Rétt er að benda hagfræð- ingnum á það, að veiðigjald er reiknað meðaltal af afkomu útgerð- arinnar í heild. Allir útgerðarmenn og allar þeirra fjölskyldur þurfa að kaupa sér nýjan bíl, og líklega rúm- lega það, til að það hafi áhrif á veiðigjald af aflaverðmæti flotans sem er yfir 200 millj- arðar króna. Það merkilega er að hag- fræðingurinn, seðla- bankaráðsmaðurinn og háskólakennarinn, skuli ekki í krafti menntunar og reynslu hafa leiðrétt þennan misskilning „vinar“ síns. Kannski var þetta gamall nemandi Bolla! En að öllu gamni slepptu, þá er það grafalvarlegt, ef ekki beinlínis vandræðalegt, að maður í stöðu Bolla Héðinssonar sem situr í stjórn Seðlabankans og kennir við virta háskóla skuli láta svona frá sér fara. Allir með lágmarksþekk- ingu á rekstri sjá í gegnum svona gamanmál og vita í hvaða pólitíska tilgangi þau eru skrifuð líkt og önn- ur skrif Bolla um sjávarútveg. Hvatirnar eru augljósar. Hafi þetta verið kaldhæðni, þá fer hún honum ekki sérlega vel. Starfsheitið hag- fræðingur virðist stórt við fyrstu sýn, en við lestur greina Bolla freistast maður til þess að efast um innihaldið. Í siðareglum HR kemur fram í 5. grein: „Við leitum þekkingar af heilindum og hlutlægni, og leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð, gagn- rýna hugsun og málefnalegan rök- stuðning.“ Í 7. grein segir svo: „Við virðum fræðilegt sjálfstæði, vinnum ávallt samkvæmt eigin sannfæringu og látum hagsmuna- tengsl ekki hafa áhrif á niðurstöðu okkar.“ Athyglisvert væri að fá svar við þeirri spurningu hvort það var há- skólakennarinn eða Samfylkingar- maðurinn sem sat við lyklaborðið og skrifaði greinarstúfinn um út- gerðarmanninn. Eftir Pál Steingrímsson »Hagfræðingurinn lyfti brúnum, reisti sig, dró fyrir glugga og sneri sér að þeim sem um ráðninguna sá og spurði: Hvaða svar viltu? Páll Steingrímsson Höfundur er sjómaður. pall.steingrimsson@gmail.com Hagfræðingur, hvaða svar viltu? Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Það er orðið sér- stakt áhugamál margra æðstu manna þjóðarinnar að breyta klukkunni hér á landi. Um þetta hafa enn og aftur spunnist heitar umræður og sitt sýnist hverjum. Sálfræðingar tala um að það sé auð- vitað miklu betra að vakna og sofna á rétt- um sólartíma. Ráðamenn, sem kannski eru úti í Evrópu mestan sinn vökutíma, tala um að hér sé svo dimmt á morgnana að þetta nái ekki nokkurri átt og þurfi að laga tímann til. Myrkur á veturna og birta á sumrin Við búum á Íslandi og þar, eins og allir ættu að vita, er myrkur á vet- urna og birta á sumrin. Þetta er ekki mikið flóknara en þetta. Í löndum sem eru sunnar á hnettinum en við er þessu á þann veg farið að það birtir á morgnana og dimmir á kvöldin. Svoleiðis er þetta ekki hér eins og ég gat um hér á undan og eru ferðamenn oft furðu lostnir yfir þessum ósköpum, sérstaklega þegar þeir ætla að fara í rúmið á sumar- kvöldum og klukkan segir þeim að það eigi að vera komin nótt. En lít- um aðeins á um hvað við erum að tala. Að breyta klukkunni Yrði klukkunni breytt á Íslandi, eins og stungið hefur verið upp á, þannig að hádegið yrði fært framar um klukkustund, má sjá það í Almanaki Háskóla Íslands fyrir 2019 að þeir sem vakna kl. 7 á morgnana munu síð- ast vakna í birtu hinn 26. október að hausti í stað 5. október nú og að vori munu þeir vakna fyrst í birtu hinn 26. febrúar í stað 15. mars, eins og því er háttað nú. Þarna munar tveimur til þremur vikum vor og haust. Þannig að allt tal um að laga verði tímann að líkamsklukkunni er hljóm eitt í þessu sam- hengi og á ekki við um Ísland, þó það eigi við um lönd sem sunnar eru á hnettinum. Hér skellur myrkrið ekki á eftir því sem fólk í Ítalíu eða Frakklandi á að venjast á hverju kvöldi, heldur fer það miklu fremur eftir árstíma og hraðinn á breyting- um að vori og hausti er svo ör að það að breyta klukkunni hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Sól eftir vinnu Hver kannast ekki við hversu þægilegt það er á okkar stutta sumri að geta notið sterkra sólargeisla eft- ir að vinnu lýkur því sólin er tiltölu- lega hátt á lofti síðdegis eftir gild- andi klukku á sumrin. Mörgum þykir það betra en að sitja þessa fáu sólargeisla af sér í námi eða vinnu. Eftir Karl Gauta Hjaltason Karl Gauti Hjaltason » Við búum á Íslandi og hér, eins og allir ættu að vita, er myrkur á veturna og birta á sumrin. Höfundur er alþingismaður utan flokka. Hvað er klukkan? Brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra er að hækka lífeyri þeirra sem eru með lægsta lífeyrinn frá almannatryggingum, hafa einungis tekjur frá almannatrygg- ingum („strípaðan líf- eyri“). Þessir eldri borgarar hafa engan lífeyrissjóð. Margar ástæður geta verið fyrir þessari stöðu eldri borgar- anna; veikindi, gjaldþrot lífeyris- sjóða, enginn lífeyrissjóður hjá húsmæðrum o.fl. Lífeyrir 2019 frá TR er 212 þús. kr. eftir skatt á mánuði hjá þeim sem búa með öðrum og 252 þús. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem búa einir. Þetta er hungurlús og engin leið að lifa af svo lágum tekjum. Þeir sem hafa svo lágar tekjur verða að neita sér um að fara til læknis og/eða að leysa út lyf sín. Dæmi eru um það, að þeir sem eru á þessum lægsta lífeyri hafi ekki átt nóg fyrir mat. Vegna alvöru málsins sendi ég Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra bréf 18. janúar í fyrra og skoraði á hana að leiðrétta þennan lága lífeyri. Um neyðarástand væri að ræða. Katrín svaraði ekki bréfinu. Og hún sinnti ekki erindinu allt árið sem liðið er frá því hún fékk bréf- ið. Ekki hefur orðið nein raun- hækkun lífeyris aldraðra og ör- yrkja að frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar frá því hún tók við völdum! Kostar 2,7 milljarða að hækka lífeyri þeirra verst stöddu Ég hef bent á að það kosti lítið að hækka lífeyri lægst launuðu aldraðra. Um tiltölulega lítinn hóp sé að ræða, eða 1.847 eldri borgara. Það kostar 2,7 milljarða kr. að hækka ellilífeyri þessa hóps í 420 þús. á mánuði. (Með- taldir þeir sem hafa 25 þús. kr. viðbótartekjur og minna á mánuði. Skerðir ekki lífeyri.) Fjárlögin fyrir árið 2019 eru upp á 803 milljarða, heildar- útgjöld. Ekki geta 2,7 milljarðar talist há upphæð í hlutfalli við þá háu upphæð. Að mínu mati þyrfti einnig að hækka líf- eyri öryrkja sam- bærilega. Þá er eðli- legt að hækka einnig lífeyri þeirra eldri borgara sem eru með lágar við- bótartekjur, t.d. 26-50 þús. kr. á mánuði. Afnema þarf allar tekjuskerðingar aldraðra En hvað með þá sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði? Jú, svo sannarlega þarf að huga að þeim einnig. Ég hef lægst launuðu eldri borgara og öryrkja í for- gangi vegna þess að þar er um líf eða dauða að tefla. Já, það er ótrúlegt að í þessu velmegunar- þjóðfélagi, þar sem eyðsla, óhóf og bruðl er í hámarki, skuli hóp eldri borgara og öryrkja vera haldið við sultarmörk. Sá hópur hefur að mínu áliti algeran for- gang en samtímis eða strax í kjölfar ráðstafana fyrir þá lægst launuðu þarf að gera aðgerðir til þess að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða og afnema aðrar skerðingar. Það var alveg skýrt, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, að þeir áttu að vera hrein viðbót við almanna- tryggingar. Þetta staðfesta margir verkalýðsleiðtogar og ASÍ gaf út yfirlýsingu 1969, þar sem þessi skilningur var stað- festur Þetta er svikið með grófri skerðingu á lífeyri almanna- trygginga hjá þeim sem fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þetta verður að leiðrétta sem allra fyrst. Einnig þarf að afnema allar aðr- ar tekjuskerðingar sem eldri borgarar sæta í kerfi almanna- trygginga. Afnám kostar 35 milljarða króna Það kostar 35 milljarða að af- nema allar tekjuskerðingar sem eldri borgarar sæta hjá TR. Það er ekki svo há upphæð þegar haft er í huga hvað ríkið hefur haft mikla fjármuni af eldri borgurum á undanförnum áratugum. Ís- lenska ríkið leggur í dag miklu lægri upphæð til eftirlauna eldri borgara en ríkisvaldið gerir í hin- um Norðurlandaríkjunum og inn- an OECD (miðað við hlutfall af þjóðartekjum). Íslenska ríkið þarf að hækka greiðslur sínar til eftirlauna aldraðra um 36 millj- arða til þess að jafna metin við OECD, þ.e. til þess að umræddar greiðslur verði jafnmiklar og hjá ríkjum OECD til jafnaðar. Afnema á tekjuskerðingar og hækka lægsta lífeyri strax Er það dýrt að afnema tekju- skerðingar aldraðra í kerfi TR? Er kostnaðarsamt að hækka lægsta lífeyri aldraðra? Svar mitt er nei. Ríkið hefur sparað stórfé á því undanfarna áratugi að skerða tryggingalífeyri. Þess vegna er það aðeins réttlátt gagnvart öldruðum og eðlilegt að skerðingar séu nú afnumdar. Ríkið á ekkert val þegar kemur að lægsta lífeyri aldraðra. Það er mannréttindabrot að halda lægsta lífeyri áfram við fátæktar- mörk (sultarmörk). Þess vegna verður ríkið að hækka þennan líf- eyri strax. Það þolir enga bið. Ódýrt að hækka lægsta lífeyrinn Eftir Björgvin Guðmundsson » Það kostar 35 millj- arða að afnema allar tekjuskerðingar sem eldri borgarar sæta hjá TR. Það er ekki svo há upphæð. Björgvin Guðmundsson Höfundur er fv. borgarfulltrúi. vennig@btnet.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.