Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 32
Ljósmynd/Snorri Zóphóníasson vorflóðum er lokið er afrennsli af svæðum ut- an jökuls lítið. Jökul- leysing hefst í júlí og varir fram í september. Sumarrennsli Þjórsár við Dynk byggir að stærstum hluta á jökul- leysingunni mánuðina júlí, ágúst og septem- ber. Hægt að veita vatni frá um fimmtungi Það virðist vera algeng ímynd meðal fólks að rennsli Þjórsár sé tæknilega að fullu miðlað fyrir ofan Búrfell. Vatn af vatnasviði þar fyr- ir ofan renni í miðlunarlón og rennsli úr þeim sé síðan stjórnað til raforkuframleiðslu. Svo er ein- ungis að hluta. Lónin ná alls ekki að miðla öllu vatninu sem til þeirra berst. Einnig heyrist því haldið fram að rennsli um fossinn Dynk sé oft- ast mikið skert vegna þess að búið sé að veita vatninu burt til orku- framleiðslu. Þetta er ekki alls- kostar rétt. Lítum nánar á málið, sjá meðfylgjandi kort. Á landakortinu er skyggt það landsvæði sem rann af til Þjórsár ofan fossins Dynks áður en menn höfðu áhrif á það hvert vatnið rynni. Með Kvíslaveitu hefur af- rennsli af svæðinu innan rauða rammans að stórum hluta verið veitt til Þórisvatns, sjá kort. Þetta eru hálendissvæði og oftast snjó- þung að vetri. Rennsli af vatnasviði Þjórsár ofan við Dynk er og var 20 til 40 m3/s að vetri nema vetrar- hlákur nái svo hátt og þá aðeins fáa daga í einu. Vetrarhlákur á svæðinu eru mun algengari nú en áður vegna breytinga á veðurfari. Mikil rennslisaukn- ing verður í maí og fram yfir miðjan júní þegar snjóa leysir. Þá er svæðið lokað vegna aurbleytu. Nú eru vor- flóðin í Þjórsá við Dynk skert m. a. vegna minna vatna- sviðs utan jökla (vatni veitt til Þórisvatns). Þrátt fyrir það verða þarna mikil flóð. Þegar af jökulvatnasviði Þjórsár úr Hofs- jökli í Þórisvatn. Jökulbráð frá Tungnafellsjökli hefur verið veitt i Þórisvatn en það vatn hefur minnkað með árunum vegna þess að sá jökull er orðinn rýr. Með hlýnandi veðri og aukinni jökul- bráð í Hofsjökli hefur þessi skerð- ing yfir sumarið vegist upp að nokkru leyti. Rennsli árinnar yfir sumarmánuðina er því mun minna skert en minnkun heildarárs- rennslis segir til um. Einungis um 10 til 15% er veitt burt á þeim tíma. Rennslið um Dynk yfir sumarmánuðina hefur að stærstum hluta alltaf byggst á vatnasviðinu Eftir Snorra Zóphóníasson »Rennsli árinnar yfir sumarmánuðina er því mun minna skert en minnkun heildarárs- rennslis segir til um. Snorri Zóphóníasson Höfundur er jarðfræðingur. Vatnasvið Þjórsár ofan Dynks. Heimild: Veðurstofa Íslands. Þjórsá – Náttúrulegt rennsli um Dynk ekki mikið skert á sumrin innan bláa rammans og þá aðallega frá jöklinum. Fyrir stuttu las undirritaður grein í dagblaði þar sem fullyrt var að ef Norðlingaölduveita hefði ver- ið framkvæmd hefðu klappar- brúnirnar undir fossinum Dynk verið skildar eftir þurrar. Það er alls ekki sannleikanum samkvæmt. Sjá nánar. www.vedur.is/vatnafar/frod- leikur/greinar/nr/2637 Fossinn Dynkur að hausti. Rennsli þarna 70 m3/s. Sumar- rennsli sveiflast 100-300 m3/s. 32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þvottavél 119.990 kr. Þurrkari 144.990 kr. Það er mismunandi hverju menn stefna að á ævinni. Þeir hafa mismunandi áhuga- mál. Hjá sumum eiga veraldleg auðæfi og völd hug allan á meðan aðrir safna frímerkj- um eða fjársjóðum á himni og eru sælir við þá iðju. Sumir virðast leggja allt kapp á að búa í sem veglegustum híbýlum, en aðrir hafa kosið að lifa einfaldara lífi og gegna færri skyldum. Einhverjir spekingar hafa sagt að jörðin geti auðveldlega fætt milljarða manna en þó aldrei fullnægt græðgi eins manns. Sumir eiga lítið en þrá meira. Svo eru aðrir ánægðir með sem minnst því þeir þekkja hvað raunverulega verðmætast er. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig mörgum nútímamanninum, sem kvartar yfir fátækt í velferðarríkjum Vesturlanda eða annars staðar, hefði þótt að búa við það sem kallað var hin sára fátækt á fyrri tímum en hitt veit ég fyrir víst að þeim mönnum sem þá lifðu í sárri neyð hefðu þótt það vellystingar sem alþýða manna kvartar yfir í dag svo ekki sé nú minnst á eigur auðmanna. Víst er fleira að borga í dag og margt fleira sem glepur hugann en helst er það vegna sjálfskaparvítis fólks sem vill lifa sem aðall þó að al- þýða sé í húð og hár. Ég tel það guðs gæfu að hafa efni á því að seðja hungrið, klæða af mér kuldann og eiga mér næturstað. Getum við sem manneskjur krafist meir? Þurfum við í rauninni nokkurs ann- ars, þegar allt kemur til alls? Sá sem aflar meira eyðir meiru. Ég þakka fyrir þann munað, minnugur þess að margir samferða- menn mínir um víða veröld eru ekki þess- arar gæfu aðnjótandi. Við ættum að þakka fyrir það sem við eigum í staðinn fyrir að gráta það sem við girnumst og fáum ekki. Mikill er sá gjörvileiki að tileinka sér lífsstíl spekinganna sem er á þá leið að sá sé auðugastur sem ánægðastur er með minnst og lætur vera að girn- ast í stöðugri vansæld. Meistarinn frá Nazaret sagði: „Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera, né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?“ (Matteus 6:26) En þannig gætu mennirnir einnig lifað á gnægtum jarðar og allir haft nóg ef enginn væri til að halda þeim í ánauð og krefja þá stöðugt um skatta og önnur gjöld. Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon »Mikill er sá gjörvi- leiki að tileinka sér lífsstíl spekinganna sem er á þá leið að sá sé auð- ugastur sem ánægð- astur er með minnst. Höfundur er áhugamaður um sam- félagsmál. einar_ingvi@hotmail.com Gömul fátækt og ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.