Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 36

Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 ✝ HildigunnurEyfjörð fædd- ist á Finnastöðum á Látraströnd 11. maí 1929 og ólst þar upp. Hún lést á Dvalarheimilinu Grenilundi Greni- vík 14. janúar 2019. Foreldrar hennar voru Jón Þor- steinsson frá Finnastöðum á Látraströnd, f. 20.7. 1892, d. 30.7. 1962, og Elísa Stef- ánsdóttir frá Miðgörðum á Grenivík, f. 12.12. 1893, d. 12.9. 1944. Systkini Hildigunnar voru Bára Eyfjörð, f. 20.7. 1915, d. 27.1. 2000, Þorsteinn Eyfjörð, f. 4.10. 1916, d. 23.8. 1997, Elín Eyfjörð, f. 9.8. 1918, d. 4.10. 1987, Stefán Eyfjörð, f. 16.1. 1921, d. 1.1. 2008, Þórgunnur Eyfjörð, f. 16.12. 1922, d. 7.2. 2015, Pétur Eyfjörð, f. 23.4. 1925, d. 25.3. 1990, Friðrik Ey- fjörð, f. 8.8. 1931, Jakob Ey- dór, f. 10.5. 2003, og Heiðrún Anna, f. 7.2. 2012. Fyrir átti Kristinn soninn Fannar Hólm, f. 18.3. 1990, dætur hans eru Ása Brynja, f. 14.9. 2009, og Katrín Rós, f. 27.9. 2013. 4) Kristján Þór, f. 7.6. 1973, kvæntur Hönnu Björgu Margrétardóttur, f. 23.10. 1977. Dóttir þeirra er Margrét Fanney Storm, f. 15.11. 2016. Fyrir átti Kristján dæt- urnar Ásdísi Marín, f. 19.3. 2000, og Hildi Ólöfu, f. 7.2. 2006. Hildigunnur vann ýmis störf um ævina tengd sjávarútvegi, fór ung að beita línu inni á Grenivík, síðar í síld á Raufar- höfn og Siglufirði, í mötuneyti Gjögurs í Grindavík. Síðustu starfsárin vann hún í frystihúsi Kaldbaks á Grenivík. Hildigunnur og Ásmundur bjuggu lengst af á Grenivík. Þar byggðu þau sér hús, Birkimel, sem var æskuheimili barnanna. Árið 2000 fluttu þau til Akur- eyrar og bjuggu þar til 2013. Þau fluttu aftur til Grenivíkur þar sem þau dvöldu á Hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Greni- lundi síðustu æviárin. Útför Hildigunnar fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, 26. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. fjörð, f. 25.7. 1934, d. 31.10. 2015. Hildigunnur gift- ist Karli Ásmundi Hólm Þorlákssyni, f. 5.1. 1935, d. 20.5. 2018, frá Siglufirði þann 31. desember 1967. Foreldrar hans voru Þorlákur Guðmundsson, f. 22.7. 1894, d. 5.6. 1994, og Guðrún Jóhannsdóttir, f. 6.6. 1897, d. 5.4. 1963. Hildigunnur og Ásmundur eignuðust fjögur börn. 1) Fann- ey Sólborg, f. 25.8. 1967. 2) Elísa Jóna, f. 12.11. 1968, gift Grétari Jóni Pálmasyni, f. 2.12. 1968. Synir þeirra eru Brynjar Hólm, f. 22.2. 1994, og Arnar Pálmi, f. 20.9. 1997. 3) Kristinn Hólm, f. 26.10. 1971, kvæntur Ernu Rún Friðfinnsdóttur, f. 15.1. 1973, börn þeirra eru Steinar Freyr, f. 21.5. 1994, Berglind Birta, f 28.12. 1999, Friðfinnur Stein- Mamma fæddist á Finnastöð- um á Látraströnd 1929 og ólst þar upp í stórum systkinahópi en hún var sú sjöunda í röðinni af níu systkinum. Af sögunum hennar að dæma, sem voru ófáar, var oft glatt á hjalla á heimilinu og alltaf nóg að gera. Hún fór ung inn á Grenivík að vinna við að beita línu og seinna tóku við mörg ár þegar hún vann í síld á Raufarhöfn og Siglufirði. Einnig sem ráðskona hjá Gjögri í Grindavík. En á Siglufirði kynntist hún pabba. Þann 31. desember 1967 genguð þið í hjónaband á Finnastöðum. En þar bjugguð þið um tíma með Fanneyju og Elísu. Seinna fluttuð þið inn á Grenivík og bjugguð á nokkrum stöðum eða þar til þið fluttuð í Birkimel sem þið byggðuð fyrir fjölskyld- una. Voru þá komnir synirnir Kristinn og Kristján. Þar bjuggu þið fram til ársins 2000. Þá fluttuð þið til Akureyrar þar sem þið bjugguð til 2013. Seinna meir fluttuð þið aftur til Greni- víkur. Vegna heilsubrests flutt- ist hún á dvalarheimilið Greni- lund en pabbi bjó fyrst um sinn að Lækjarvöllum 2. Pabbi kom á eftir henni á Grenilund 2015. Þar bjugguð þið síðustu æviárin við góða umönnun. „Hvað er í matinn?“ var al- gengasta spurningin sem hún hefur líklegast fengið en aldrei skorti mat á borðið hjá mömmu. Oft eftir góðan dag, eftir að vera búin að renna sér í Höfða- brekku eða eftir leik uppi á túni var gott að koma heim og beið þá stundum full ofnskúffa af ný- bökuðum kleinum og ísköld mjólk. Þegar við vorum heppin var til soðið brauð, vínarbrauð eða nýbakaðir kanilsnúðar. Og fyrir jólin gerði hún bestu smá- kökur í heimi og var oftar en ekki mikil rýrnun á þeim þrátt fyrir að búið væri að líma og fela baukana vel. Seinna þegar barnabörnin voru komin til sög- unnar, en þau eru tíu talsins og langömmubörnin tvö, var það sama. alltaf var nóg til af bakk- elsi og veitingum sem bornar voru fram þegar litið var inn í heimsókn. Barnabörnin voru ekki há í loftinu þegar þau voru búin að læra hvar amma geymdi góðgætið. Oft var gripið í spil með barnabörnunum og skipti þá ekki máli þó að þau svindl- uðu, hún brosti út í annað. Einnig var hún dugleg að segja barnabörnunum sögur af því þegar hún var ung, t.d. áður en rafmagnið kom á Finnastaði og fékk þá spurninguna: „Amma, áttir þú þá ekki tölvu?“ Á seinni árum fór heilsu hennar að hraka og síðustu mánuðina var hugurinn kominn heim á Finnastaði og spurði hún þá oft hvað væri að frétta þaðan. Ekki vantaði glæsileikann hjá henni á Grenilundi og alltaf var hún teinrétt er hún gekk um gólf með göngugrindina og átti það til að taka dansspor af minnsta tilefni. Á Grenilundi var Þórgunnur systir hennar einnig og áttu þær margar gæðastundir saman. Þrátt fyrir mikinn söknuð vegna fráfalls þíns er líka léttir að vita að þú ert komin á betri stað og sam- einuð pabba á ný. Við þökkum mömmu fyrir all- ar dýrmætu stundirnar sem við áttum með henni. Hún elskaði okkur og við elskuðum hana. Hvíldu í friði, elsku mamma, þín verður sárt saknað. Að lokum viljum við koma á framfæri kærum þökkum til starfsfólks Grenilundar fyrir hlýja og góða umönnun. Fyrir hönd barnanna, Kristinn Hólm Ásmundsson. Hildigunnur Eyfjörð Jónsdóttir Jónas í Blöndu- dalshólum er lát- inn. Þar er kvaddur mikill ágætismaður að loknum farsælum vinnudegi. Jónas átti til merkra foreldra að telja, sem saman og hvort í sínu lagi settu markverðan svip á umhverfi sitt. Faðir Jónasar var Bjarni Jónasson kennari og ættfræð- ingur, en móðir hans Anna Sig- urjónsdóttir húsfreyja og bóndi. Frá samdrætti þeirra segir í bók sem kom út fyrir fáum ár- um og heitir „Ástin á dögum afa og ömmu“. Bókin er gefin út af dótturdóttur þeirra og er byggð á sendibréfum Bjarna til Önnu, svo og dagbókum hans. Bókin gefur einstaka mynd af hug- sjónum og tilfinningum Bjarna. Jónas ólst upp á heimili sem á margan hátt var til fyrirmynd- ar. Bjarni var kennari og fræði- maður, en búreksturinn hvíldi fyrst og fremst á herðum Önnu, sem var óvenjulega verkséð og vinnusöm. Jónas gaf sig ekki sérstaklega að bústörfum sem unglingur en lagði fremur stund á smíðar og vélaviðgerðir. Síðan vann hann um árabil að jarð- rækt í héraðinu, bæði með jarð- ýtum og skurðgröfum og gat sér mjög gott orð ásamt með sam- starfsmönnum sínum. Þegar aldur færðist yfir foreldra Jón- asar tók hann við búrekstrinum í Blöndudalshólum ásamt konu sinni Ásdísi Friðgeirsdóttur. Jónas Benedikt Bjarnason ✝ Jónas BenediktBjarnason fæddist 4. mars 1932. Hann lést 20. desember 2018. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Höfðu þau ein- göngu kúabú en ekki blandaðan bú- skap sem þá var al- gengast hér um sveitir. Mikil snyrtimennska var ríkjandi bæði utan húss og innan og reglusemi um alla vinnu. Jónas vann mikið að smíðum og viðgerðum á vélum. Hann var einstaklega úr- ræðagóður, útsjónarsamur og hagkvæmur. Greiðasemi Jónas- ar var einstök við okkur ná- granna hans og var hann alltaf fús að liðsinna okkur ef við þurftum einhvers með. Tún var ræktað þar sem brattlendi hamlaði ekki. Anna móðir Jón- asar og Ingibjörg systir hans hófu talsverða skógrækt og sönnuðu að skilyrði til skóg- ræktar eru einstaklega góð í Blöndudal. Jónas réðst síðar í umfangsmikla skógrækt og er í Blöndudalshólum að vaxa upp um hlíðar fallegur skógur sem er sveitarprýði. Jónas og Ásdís tóku við myndarlegu býli og skildu við glæsilega bújörð. Hann var greindur maður, orð- snjall og eru mörg tilsvör hans minnisverð. Fyrir nokkrum árum fluttu þau hjón til Blönduóss og létu jörðina í hendur syni sínum Friðgeiri og sambýliskonu hans Andreu. Ásdís lést árið 2013 eft- ir skamma búsetu á Blönduósi. Jónas var greinilega bundinn jörð sinni traustum böndum og leitaði þangað flesta daga með- an heilsa leyfði. Ég votta að- standendum samúð mína og kveð þennan góða nágranna með þakklæti og söknuði. Páll Pétursson. Það er erfitt að setjast niður og finna réttu orðin. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Að ég sé þakklát að ég náði að kveðja þig? Að ég sé þakklát að þú sért kom- in aftur í faðm ástvina sem þú hafðir saknað lengi? Hversu glaðan ég sé afa fyrir mér taka á móti þér? Jú, þakklát fyrir þetta allt – en fyrst og fremst þakklát fyrir þig. Elsku amma mín. Þú varst svo góðhjörtuð og ljúf – líka hógvær, en alltaf stutt í hláturinn. Mér fannst gaman að sitja og hlusta á þig tala um allt og ekkert, prakkarastrik barnanna, eða þinna eigin – eða hvernig þú lærðir um litlu gulu hænuna á Esperantó. Þú varst líka með einsdæmum skapandi og hæfileikarík; þó að þér hefði nú aldrei þótt það neitt svo merkilegt, þá dáðust allir að handverki þínu. Ég minnist heimsóknanna vestur til ykkar afa sem sann- kallaðrar paradísar. Þar var allt- af nóg af kræsingum (þó kon- fektið hafi stundum verið orðið gamalt) og heimilið eins og ævin- týraveröld. Kóngabrauð og rús- ínubrauð, kjötsúpa og mjólk í gullglösum. Fullt af handverki, gömlum myndum og steinum sem safnað hafði verið hér og þar um landið. Hamingjusamur stað- ur fyrir barn að koma á og í Nanna Þrúður Júlíusdóttir ✝ Nanna ÞrúðurJúlíusdóttir fæddist 9. júní 1926. Hún lést 8. desember 2018. Útför Nönnu var gerð 14. desember 2018. Jarðsett var í Bíldudals- kirkjugarði. hvert skipti sem ég kem keyrandi inn Túngötuna, jafnvel enn í dag, finn ég gleðina koma yfir mig. Gleði sem þú skapaðir, amma mín. Ég er þakklát fyrir öll jólin sem þú eyddir hjá mér og mömmu í seinni tíð og minnist þess allt- af með bros á vör, þegar við gáf- um þér kodda í jólagjöf. Hann var „nú eiginlega alltof stór – hálfur koddi hefði verið nóg“! Amma í hnotskurn, veraldlegir hlutir skiptu ekki máli. Öryggi okkar og hamingja skipti mun meira máli, enda fylgdistu vel með hverjir voru erlendis eða úti á sjó og baðst fyrir því að við kæmum ávallt heil heim. Rétt áður en ég flutti til Par- ísar í byrjun árs keyrðum við mamma í gegnum Garðabæinn og hugurinn rann ósjálfrátt til þín. Mig langaði að fara og kíkja til þín á Hrafnistu, en ég áttaði mig svo á því að nú ertu í Draumalandinu, með bros á vör, og ég sendi því alla mína ást, vafða inn í þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið mér, hér í þessari minningarkveðju. Sólin speglar sjávarflötinn björt og tunglið lýsir hlíðina í kvöld þó að nóttin geti verið býsna svört get ég ávallt treyst á stjörnufjöld. Í faðmi bjartra fjalla nú ég er, í kotinu er best að kúra sér því ástin hún er allsráðandi hér og gleðin alltaf brosir móti mér. (Miriam) Takk fyrir allt, amma mín, Miriam Petra. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og svili, VILBERG ALEXANDERSSON, fyrrverandi skólastjóri Glerárskóla á Akureyri, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 1. febrúar klukkan 10.30. Þórunn Vilbergsdóttir og fjölskylda Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir og fjölskylda Stella Magnúsdóttir Jónína Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Matthíasson Jón Oddgeir Guðmundsson Guðbjörg Tómasdóttir Ástkær faðir okkar, afi, langafi og langalangafi, ÚLFAR GARÐAR RANDVERSSON, fyrrverandi vörubílstjóri í Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 22. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 1. febrúar klukkan 13. Þórir Úlfarsson Sigríður Einarsdóttir Guðlaugur Jón Úlfarsson María Pálsdóttir Gyða Úlfarsdóttir Erlingur Kristensson Jóna Sigríður Úlfarsdóttir Úlfar Randver Úlfarsson Berglind Þorleifsdóttir Matthildur Úlfarsdóttir Haraldur Sigurðsson Sæunn Magnúsdóttir Geir Sigurðsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÚLÍUS SIGURÐSSON, fv. skipstjóri, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 24. janúar. Jarðsett verður fimmtudaginn 31. janúar klukkan 15 frá Hafnarfjarðarkirkju. Ásta S. Magnúsdóttir Guðrún Júlíusdóttir Finnur Sigurðsson Geir Sigurðsson Magnús Már Júlíusson Hildur Sigurbjörnsdóttir Ólöf Helga Júlíusdóttir Bergmundur Elli Sigurðsson Hafrún Dóra Júlíusdóttir Þórður Sverrisson og afabörnin Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR INGIBERGSSON innanhússarkitekt, Unnarbraut 24, lést miðvikudaginn 16. janúar. Útförin fer fram í Neskirkju mánudaginn 28. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og vísindarsjóð RHLÖ. Eva Jóhannsdóttir Bjarki Gunnarsson Ólöf R. Sigurðardóttir Helena Gunnarsdóttir Benedikt Á. Guðmundsson Marta Gunnarsdóttir Sæmundur Sævarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.