Morgunblaðið - 26.01.2019, Síða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ættir að ganga úr skugga um heil-
indi fólks áður en þú trúir því fyrir málum
sem þú vilt ekki að fari lengra. Allt hefur sína
stund, vertu þolinmóð/ur.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekki einhver aukaatriði leiða þig
afvega frá þýðingarmestu hlutunum í áætlun
þinni. Miklar annir eru fram undan hjá þér,
mundu að gefa þér tíma fyrir þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú færð ýmislegt á tilfinninguna
sem vert er að gefa gaum. Einhleypir finna
ástina á óvæntum stað. Smá kvef gæti hrellt
ykkur fljótlega.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu það ekki draga úr þér allan
kjark þótt einhver athygli beinist að þér.
Haltu fast í bjartsýnina sem þú hefur alltaf
búið yfir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er svo auðvelt að fylgja straumnum
en erfiðara að standa á sínu. Efastu ekki um
hæfileika þína. Gættu þess að halda utan um
þína nánustu eins og þeir halda utan um þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ættir að staldra aðeins við og hug-
leiða þær viðtökur sem störf þín fá. Taktu á
vandamálunum strax, annars vaxa þau þér
yfir höfuð.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fyrir löngu skildurðu að það er vonlaust
að bíða eftir að tækifærin banki upp á. Vertu
þakklát/ur fyrir tækifærin sem þér hafa boð-
ist undanfarið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er nánast ekki hægt að
standast freistinguna að eyða peningum í
dag, en ekki tæma veskið alveg. Farðu þér
hægt og skoðaðu alla kosti vandlega áður en
þú velur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert næmur á líðan annarra og
veist hvað er viðeigandi að segja og hvað
ekki. Láttu athugasemdir annarra sem vind
um eyru þjóta.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Spáðu í það hvort það sé einhver í
kringum þig sem þú þarft að kynnast betur.
Þér finnst skorta á nánd í sambandi þínu við
maka, hvað getur þú gert til að breyta því?
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Rómantík, ástarævintýri, skemmt-
anir með börnum og listræn verkefni höfða til
þín þessa dagana. Sjóndeildarhringur þinn
mun stækka við vissa upplifun.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Kappsemi þín í vinnunni kemur í veg
fyrir að þú sjáir heildarmyndina. Varastu að
láta það stíga þér til höfuðs að þú færð
launahækkun.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Lamb, sem fjarska lítið er.
Löngum sagt um fiman mann.
Á jólum einhver í hann fer.
Af ánægju sá mala kann.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Lambið smáa kennt við kött.
Kattliðugur maður.
Öll við jóla- könnumst -kött.
Köttur malar glaður.
Sigmar Ingason leysir gátuna
þannig:
Kettling má nefna lamb sem lítið er,
líka ég þekki kattliðugan mann.
Í jólaköttinn fátæklingur fer
ef fæst ei einhver glæný flík á hann
og kisumalið kunnugt vel er mér.
Þessi er lausn Guðrúnar Bjarna-
dóttur:
Lambköttur kúrði smár.
Kattliðugt hófst nýtt ár.
Var jólaköttur klár?
Er kattarmal til fjár?
Helgi Seljan svarar:
Lambinu smáa líkt við kettling er,
liðugur yfir hestinn strákur fer.
Í jólaketti leyndist gaman grátt,
gott þykir kattarmal í eyrum hér.
Sigrún á Sjónarhóli leysir gátuna
þannig:
Kött má lambið kalla smátt.
Kattliðug ég var í „denn“.
Jólaköttur kemur brátt.
Kötturinn Brandur malar enn.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Lambið köttur lítill er.
Lipur köttur maðurinn.
Kveð um jólaköttinn hér.
Kött á bæjum víða finn.
Þá er limra.
Það var hér köttur eitt sinn útí mýri,
sem alltaf var að setja upp á sér stýri,
en stirt það stýri var
og stóðst ei væntingar,
svo hann fékk sér þetta flotta vökva-
stýri.
Síðan kemur ný gáta eftir Guð-
mund:
Ýmist rignir eða frýs,
aumt er þetta veðurfar,
innanhúss því una kýs
og yrki vísnagáturnar:
Veiðisvæði á Faxaflóa.
Fræðigrein það kalla má.
Fáum af þeim fylli nóga.
Fjölum þess er leikið á.
Vísa úr Njólu Björns Gunnlaugs-
sonar:
Lífið öllu langt af ber,
lífi duftið þjónar,
lífi birtan löguð er,
líf sér haminn prjónar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kalt er kattargamanið
Í klípu
„rannsóknarlögreglan telur aÐ
EINHVER Á SKRIFSTOFUNNI STUNDI
PENINGAÞVOTT.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„láttu mig vita þegar
klukkuhringjarinn mætir.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finna þann sem þú
vilt eyða ævinni með.
ÞAÐ ER
FÖSTUDAGUR!
HEFJUM FJÖRIÐ!
HVER VILL HEYRA
POLKA?!
ENDUM
FJÖRIÐ!
HVERNIG KOMIMST VIÐ UNDAN
SKYTTUM KONUNGSINS?
ENGAR
ÁHYGGJUR,
ÉG KOM
UNDIRBÚINN!
ÞEIR STANDAST
EKKI ÁSKORANIR!
Ný tækni til að mæla hraða bifreiðahefur vakið athygli Víkverja. Í
fréttum í vikunni kom fram að settar
hefðu verið upp hraðamyndavélar við
Norðfjarðargöng, sem reikna út
meðalhraða á tiltekinni vegalengd.
Ein myndavél skráir klukkan hvað bíl
er ekið inn um annan enda ganganna
og önnur klukkan hvað honum er ek-
ið út um hinn endann. Hafi ökumaður
verið fljótari í gegn en gerlegt ætti að
vera á löglegum hraða býður kerfið
upp á að upplýsingum um það verði
deilt með lögreglu, sem á þess þá kost
að sekta ökumann bifreiðarinnar.
Koma á slíkum vélum fyrir víðar og
hefur búnaður af þessu tagi þegar
verið settur upp á vegarspotta við
Bláa lónið. Formlegt samþykki mun
þó vanta fyrir því að þessar hraða-
myndavélar verði notaðar við lög-
gæslu.
x x x
Þessi aðferð er ekki ný af nálinni.Víkverji man eftir að því að Aust-
ur-Þjóðverjar notuðu sambærilegar
aðferðir til að nappa ökumenn sem
fóru milli Vestur-Berlínar og Vestur-
Þýskalands. Þá var tímasetning á
stimpli landamæravarðar þegar ekið
var inn í Austur-Þýskaland og gat
landamæravörður þá séð hversu
lengi ökumaður hafði verið á leiðinni
þegar hann ók út úr Austur-
Þýskalandi. Þeir sem óku hraðar í
gegn en hægt hefði verið á löglegum
hraða voru óhikað sektaðir.
x x x
Víkverji ók nokkrum sinnum þarnaá milli á sínum tíma og gætti þess
ávallt að aka ekki of hratt. Lögreglan
var með allar klær úti að sekta bíla á
vestur-þýskum númerum. Iðulega
var hámarkshraðinn snögglækkaður
á hraðbrautinni án þess að nokkur
merki væru um vegaframkvæmdir.
Var þá víst að verið væri að mæla. Oft
var reynt að dulbúa austur-þýska lög-
reglubíla, til dæmis með því að breiða
yfir þá trjágreinar. Eitt sinn ók Vík-
verji fram á lögreglubíl, sem var þak-
inn greinum. Laufin á greinunum
voru reyndar orðin brún og sölnuð,
þannig að hann stakk eiginlega meira
í stúf innan um iðjagrænan gróðurinn
en hefði ekki verið reynt að fela hann.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Leitið Drottins meðan hann er að
finna, ákallið hann meðan hann er
nálægur
(Jesaja 55.6)