Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
„Ég er alltaf að kanna tengslin á milli teikninga og mál-
verks. Og í raun má segja að þetta séu teiknuð málverk,“
segir myndlistarkonan Marta María Jónsdóttir um verk
sín á sýningunni Umrót sem verður opnuð í Sverrissal
Hafnarborgar í Hafnarfirði í dag, laugardag, kl. 15.
Myndheimur Mörtu Maríu þykir ljóðrænn og opinn,
heimur sem er á mörkum þess að myndast eða eyðast. Í
tilkynningu segir að pensilstrokur og flæði litarins virki
sem stoðir málverksins, liggi ekki ofan á myndfletinum
heldur byggi upp myndina. Hrár ómálaður striginn verð-
ur hluti af myndheiminum, eins og þögn í tónlist eða bil í
texta. Verkin fjalla um málverkið sjálft, tilurð þess og
merkingu og í þeim blandast ósjálfráð teikning við hið
vélræna og vísindalega.
„Minni verkin á sýningunni eru óhlutbundin en svo
eru líka á sýningunni stærri verk sem eru nær landslags-
málverkinu og ólíkari því sem ég hef verið að gera áður,“
segir Marta María. „Það tengir öll verkin að einhverju
leyti saman að þetta er einhverskonar heimur á mörkum
þess að myndast og eyðast – og titillinn vísar til þess.“
Hún segir verkin verða mikið til í vinnuflæðinu. „Ég
vinn verkin á gólfi og mála mjög þunnt. Verkin eru lag-
skipt og stór og mikilvægur hluti verkanna minna er oft
hinn ómálaði flötur, það sem er á milli þess málaða eða
teiknaða. Þessir ómáluðu fletir eru í raun grunnstoðir í
uppbyggingu verkanna. Mér hafa alltaf þótt þagnir, til
að mynda í tónlist, áhugaverðar, og hverskyns bil. Tómið
getur verið svo áhugavert.“
Marta María nam myndlist við MHÍ og lauk meistara-
gráðu í myndlist frá Goldsmiths College í London árið
2000. Hún hefur einnig lokið diplómanámi í hreyfi-
myndagerð frá London Animation Studio.
Að myndast og eyðast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umrót Myndlistarkonan Marta María Jónsdóttir við nokkur verka sinna í Sverrissal Hafnarborgar.
Kvikmyndin Tryggð, í leikstjórn Ásthildar Kjart-
ansdóttur, var forsýnd í gær í Háskólabíói að við-
stöddu fjölmenni en almennar sýningar hefjast á
föstudaginn, 1. febrúar. Handrit kvikmyndarinnar,
skrifað af Ásthildi, byggist á skáldsögu Auðar Jóns-
dóttur, Tryggðarpantur, og segir af Gísellu Dal sem
fær tvær konur til að leigja hjá sér til að ná endum
saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel en svo
fara menningarárekstrar að gera vart við sig. Aðal-
leikkonur kvikmyndarinnar eru Elma Lísa Gunnars-
dóttir, Enid Mbabazi, Raffaella Brizuela Sigurðar-
dóttir og Clair Harpa Kristinsdóttir.
Morgunblaðið/Hari
Kátar konur Enid Mbabazi, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Ásthildur Kjartansdóttir
og framleiðandinn Eva Sigurðardóttir með Clair Hörpu Kristinsdóttur fyrir framan sig.
Tryggð forsýnd í Háskólabíói
Schola cantorum, kammerkór Hall-
grímskirkju, flytur á tónleikum í
Hallgrímskirkju á morgun, sunnu-
dag, ásamt 11 manna óvenjulega
samsettri kammersveit, hið fræga
Requiem eftir Alfred Schnittke.
Einnig verða frumflutt tónverkin
Ave verum corpus og Diliges Dom-
inum eftir Sigurð Sævarsson. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 16, eru
hluti af Myrkum músíkdögum og
haldnir í samvinnu við Listvina-
félag Hallgrímskirkju.
Requiem frá 1975 eftir rússneska
tónskáldið Alfred Schnittke (1934-
1998) er seiðþrungin tónsmíð. Al-
vöruþrunginn hljómur sálumess-
unnar dvelur gjarnan í innhverfri
íhugun sem sækir í hið forna tón-
mál kirkjunnar en jafnframt gætir
rokkáhrifa með stuðningi rafgítars
og rafbassa, auk slagverks.
Verkið var skrifað sem leikhús-
tónlist fyrir Don Carlo eftir leik-
skáldið Schiller – en á þessum tíma
mátti ekki flytja trúarlega tónlist í
Sovétríkjunum. Þetta er fyrsti
heildarflutningur á Íslandi á þessu
heimsþekkta verki.
Sigurður Sævarsson hefur samið
mikið af tónlist fyrir kóra á und-
anförnum árum og hafa verk hans
verið flutt hér á landi og víðar í
Evrópu. Þar hefur a capella-tónlist
verið áberandi þar sem tær og hæg
framvinda er einkennandi. Tón-
skáldið leggur áherslu á að „hver
rödd heyrist og hvert hún er að
fara“. Ave verum corpus og Diliges
Dominum eru bæði samin í fyrra og
eru hluti af röð a capella-kórverka
sem Sigurður samdi á því ári við
latneska texta. Hörður Áskelsson
stjórnar flutningnum.
Tónskáld Frumflutt verða tvö ný
verk eftir Sigurð Sævarsson.
Flytja Requiem eftir Schnittke
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s Fös 15/2 kl. 20:00 201. s
Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s
Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s
Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 Lokas.
Sýningum lýkur 1. febrúar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s
Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s
Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Sun 27/1 kl. 20:00 7. s Mið 30/1 kl. 20:00 8. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Fös 15/2 kl. 20:00 10. s
Fim 31/1 kl. 20:00 7. s Fim 7/2 kl. 20:00 9. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Fös 22/2 kl. 19:30 Auka
Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Mán 28/1 kl. 15:00 Fors. Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka
Þri 29/1 kl. 11:00 Fors. Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka
Þri 29/1 kl. 15:00 Fors. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Mið 30/1 kl. 14:00 Fors. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Mið 30/1 kl. 20:18 Fors. Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 Frums Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka
Fös 1/2 kl. 18:00 2.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/2 kl. 19:30 7.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 6.sýn
Insomnia (Kassinn)
Sun 27/1 kl. 19:30 Lokas.
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00
Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 26/1 kl. 20:00 Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00
Lau 26/1 kl. 22:30 Fös 8/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30
Fim 31/1 kl. 20:00 Lau 9/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30
Fös 1/2 kl. 19:30 Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 22:00
Fös 1/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 19:30
Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 22:00 Mán 25/2 kl. 22:00
Lau 2/2 kl. 22:00 Lau 16/2 kl. 19:30
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 27/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200