Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Félag íslenskra söngkennara (FÍS)
stendur fyrir söngkeppninni Vox
Domini þriðja árið í röð á morgun í
Salnum kl. 19. „Vox Domini er
söngkeppni fyrir klassískt mennt-
aða söngvara sem stunda eða hafa
stundað nám á Íslandi. Keppnin
skiptist í þrjá flokka, framhalds-
flokk, háskólaflokk og opinn
flokk,“ segir í tilkynningu.
Dómnefnd keppninnar skipa
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Árni
Heimir Ingólfsson og Elmar Gil-
bertsson ásamt Katherine Johnson,
prófessor við Ryder University í
Princeton, og David L. Jones söng-
kennari frá New York, en hann
heldur meistaranámskeið fyrir
söngkennara í næstu viku. „For-
maður FÍS, Egill Árni Pálsson, sit-
ur svo í forsvari fyrir dómnefnd.“
Allar nánari upplýsingar um
keppnina, keppendur og meistara-
námið má finna á vefnum fisis.is.
Keppnin verður send út í beinni út-
sendingu á Facebook-síðu sinni.
Söngkennari David L. Jones.
Vox Domini í Salnum annað kvöld
Ég er líklega ekki sá einisem furðaði mig á því aðgera ætti framhald afhinni sígildu kvikmynd
Mary Poppins frá árinu 1964. „Ekk-
ert er nú Hollywood heilagt!“ hugs-
aði ég með mér, eða öllu heldur stór-
fyrirtækinu Disney, eins og sann-
aðist á stiklunum sem sýndar voru á
undan Mary Poppins Returns í Sam-
bíóinu í Kringlunni. Leiknar endur-
gerðir á Gosa og Dúmbó, hvaða rugl
er nú það?!
Við nánari umhugsun komst ég að
þeirri niðurstöðu að göldrótta barn-
fóstran og herpitúttan Mary Popp-
ins væri ekkert heilög og sjálfsagt
mál að gera fleiri kvikmyndir um
hana. Enda upphaflega myndin
byggð á þeim bókum rithöfundarins
Pamelu Lyndon Travers sem þá
höfðu verið skrifaðar en á endanum
urðu þær átta talsins.
Gamla myndin sló rækilega í
gegn, hlaut fjölda verðlauna og þyk-
ir í dag sígild. Ekki var það síst frá-
bærri tónlist Sherman-bræðra að
þakka, mörg laganna sem sungin
eru í myndinni eru enn þekkt meðal
almennings, t.d. „A Spoonful of
Sugar“, „Feed the Birds (Tuppence
a Bag)“, „Chim Chim Cheree“ og
„Supercalifragilisticexpialidocious“.
Ekki nær lagahöfundur framhalds-
myndarinnar, Mark Shaiman, sömu
hæðum en hann reynir sitt besta og
lögin bera keim af þeim sem eru í
þeirri gömlu.
Augljóst er frá fyrstu mínútum að
leikstjórinn Rob Marshall, sem einn-
ig lagði línurnar hvað söguna varðar
þó ekki hafi hann skrifað handritið,
ber virðingu fyrir gömlu myndinni
og er greinilega aðdáandi. Bæði er
það kostur og galli. Kostur að því
leyti að fólk veit að hverju það geng-
ur og aðdáendur fyrstu myndar-
innar fá nokkurn veginn það sem við
var að búast, eðlilegt framhald með
öðrum leikurum, þó nokkrir úr fyrri
myndinni komi við sögu í stutta
stund.
En tryggð Marshall við frum-
myndina er stundum fullmikil og
sum atriðin eru bein stæling á atrið-
um úr gömlu myndinni. Augljósast
er þetta í atriði þar sem Mary Popp-
ins, börnin sem hún gætir og vinur
hennar, lýrinn, fara inn í teikni-
myndatöfraheim postulínsvasa. Í
gömlu myndinni hoppaði Poppins
með börnum og sótara ofan í krít-
armynd á stétt. Annað atriði, mjög
vel gert og skemmtilegt, er mikil
stæling á hópdansatriðinu með sót-
urunum. Nema hvað að núna er sót-
arinn sem Dick Van Dyke lék í
gömlu myndinni orðinn lýri svokall-
aður, hefur þann starfa að kveikja
og slökkva á götulömpum. Hann
leikur söngleikjastjarnan Lin-
Manuel Miranda og er sá bandarísk-
ur, eins og Dyke og líka með all-
svakalegan Cockney-hreim. Mir-
anda öðlaðist frægð með söngleik
sínum Hamilton og er bæði lunkinn
dansari og söngvari en heldur er það
þó kjánalegt þegar hann fer að
rappa í miðju atriði og passar ekki
við þá gamaldags stemningu sem
leikstjórinn er augljóslega að sækj-
ast eftir.
Emily Blunt leikur Poppins að
þessu sinni og gerir það fullkomlega.
Ég get ekkert fundið að túlkun
hennar og frammistöðu. Vissi ég fyr-
ir að hún væri hæfileikarík leikkona
en nú kemur í ljós að hún kann líka
vel að dansa og syngja. Hún nær
auðvitað ekki sömu sönghæðum og
Julie Andrews enda ekki hægt að
ætlast til þess. Blunt er öllu strang-
ari Poppins en Andrews og hefur
greinilega tekið þann pól í hæðina að
vera ekki að líkja eftir henni, sem er
gott. Hún gerir hlutverkið að sínu og
er með þennan líka svakalega yfir-
stéttaframburð, engu líkara en að
Elísabet II. Englandsdrottning sé
mætt á svæðið. Og þegar hún byrjar
að galdra fyrir börnin er mikið fjör
og börnin ljómuðu í bíósalnum.
Sagan er nógu einföld, bæði til að
koma sem flestum söng- og dans-
atriðum fyrir og til þess að barn-
ungir bíógestir skilji það sem fram
fer. Börnin sem Poppins gætti í
fyrstu myndinni, Banks-systkinin
Jane og Michael, eru nú orðin full-
orðin og hefst sagan um 20 árum eft-
ir að þeirri fyrri lauk. Jane er barn-
laus en Michael á þrjú börn.
Eiginkona hans og móðir barnanna
er látin og eru þau enn í sárum.
Michael á varla fyrir mat ofan í
börnin og hefur ekki greitt af
húsnæðisláninu þrjá mánuði í röð.
Dag einn koma lögfræðingar frá lán-
veitandanum, bankanum sem jafn-
framt er vinnustaður Michael og til-
kynna honum að samkvæmt
skilmálum lánsins verði húsið hans
tekið eignarnámi greiði hann ekki
lánið að fullu innan fárra daga.
Banki þessi er sá hinn sami og faðir
Michael starfaði fyrir og nú stýrir
honum kaldrifjaður náungi sem
Colin Firth leikur með tilþrifum. En
þegar neyðin er stærst er hjálpin
næst og Poppins kemur fljúgandi af
himnum.
Nú er ég enginn sérstakur aðdá-
andi Mary Poppins, gömlu myndar-
innar, og finnst hún á köflum frekar
langdregin. En það verður ekki af
henni tekið að hún er heillandi og ég
skil vel að hún hafi slegið í gegn á
sínum tíma og síðar orðið að söng-
leik. Það sem heillaði við þá kvik-
mynd er það sama og heillar við
framhaldið en í öllu minni skömmt-
um. Matskeiðin af sykri er orðin að
teskeið, svo vitnað sé í eitt þekktasta
atriði gömlu myndarinnar. Mér þótti
lopinn teygður fullmikið í framhald-
inu fram undir miðja mynd en svo
gerðist hið óvænta, hún tók á flug
eftir hlé og varð miklu skemmtilegri.
Kemur þar m.a. til skondið atriði
með Meryl Streep og gömlu brýnin
og jafnaldrarnir Dick Van Dyke og
Angela Lansbury (93 ára, takk
fyrir!) eiga glæsilegar innkomur.
Atriðið með Lansbury speglar atriði
í gömlu myndinni þar sem öldruð
kona selur fuglafóður sem kostar
bara tvö pens. Andrews syngur um
leið fyrir börnin um mikilvægi þess
að hugsa um þá sem minna mega sín
og bendir börnunum á hversu lítið
þurfi til að gleðja aðra og vernda,
bara túkall. Ekki varð ég var við
slíkan boðskap í framhaldsmyndinni
og almennt fer minna í henni fyrir
fyrirmyndaruppeldi. Það er þá held-
ur að börnin ali föður sinn upp en
öfugt, sýni honum hvað sé mikilvæg-
ast í lífinu.
Dyke gerir sér lítið fyrir og dans-
ar uppi á skrifborði, enn í fjöri þrátt
fyrir háan aldur og Lansbury fer
með hlutverk blöðrusala í skemmti-
garði. Atriðið hennar óhemjukrútt-
legt og margir munu eflaust komast
við og svífa um á nostalgíu-skýi, líkt
og í fleiri atriðum. Þessi ágæta fram-
haldsmynd er enda til þess gerð að
endurvekja gamla tíma og gamlar
minningar og tilfinningar. Þeir sem
eldri eru, foreldrarnir í salnum og
ömmur og afar, munu minnast gam-
alla tíma þar sem allt virðist ein-
hvern veginn hafa verið miklu ein-
faldara, tíma gömlu og sakleysislegu
Disney-myndanna sem mín kynslóð
leigði á vídeóspólum en kynslóðirnar
á undan sáu í bíó.
Mary Poppins lifir enn góðu lífi og
hefur ekkert elst enda er hún ekki
þessa heims. Ég fór á þessa fram-
haldsmynd fullur tortryggni og átti,
satt best að segja, ekki von á góðu.
En bíósalinn yfirgaf ég sáttur og
börnin voru líka hæstánægð. Og þá
er markmiðinu náð, ekki satt?
Teskeið í stað matskeiðar
Gleði Lýrinn Jack með Poppins og Banks-börnin á reiðhjólinu sínu. Jane Banks og húshjálpin Ellin furðu lostnar.
Sambíóin Álfabakka, Egilshöll
og Kringlunni
Mary Poppins Returns bbbmn
Leikstjórn: Rob Marshall. Handrit: David
McGeigh. Aðalleikarar: Emily Blunt, Ben
Wishaw, Lin-Manuel Miranda, Emily
Mortimer, Julie Walters, Joel Dawson,
Nathanael Saleh, Pixie Davies og Colin
Firth. Bandaríkin, 2018. 130 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Kvikmyndin Bohemian Rhapsody
hefur verið fjarlægð úr flokki til-
nefndra kvikmynda á Glaad-hátíð-
inni. Glaad eru samtök samkyn-
hneigðra, tvíkynhneigðra og
transfólks og verðlauna þau árlega
einstaklinga, þætti og bíómyndir
sem þykja hafa fjallað um samkyn-
hneigð, tvíkynhneigð eða transfólk
á sanngjarnan og raunsannan hátt.
Ástæðan fyrir sviptingu tilnefn-
ingar eru nýtilkomnar ásakanir á
hendur leikstjóra myndarinnar,
Bryans Singer, sem reyndar klár-
aði ekki kvikmyndina þar sem hann
var rekinn vegna átaka við tökulið
og leikara. Hann er sakaður um að
hafa beitt fjóra unga karlmenn
kynferðisofbeldi
og segjast tveir
hafa verið undir
lögaldri þegar
brotin áttu sér
stað. Singer neit-
ar allri sök en
ásakanirnar eru
þó ekki þær
fyrstu á hendur
honum. Bohemi-
an Rhapsody hlaut Golden Globe-
verðlaunin á dögunum og er til-
nefnd til Óskarsverðlauna. Hún
fjallar um hljómsveitina Queen og
þá einkum söngvara hennar og for-
sprakka, Freddie Mercury heitinn,
sem var samkynhneigður.
Svipt tilnefningu vegna Singers
Bryan Singer
ICQC 2018-20
Útivist &
ferðalög
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir mánudaginn 28. janúar.
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Útivist og ferðalög
föstudaginn 1. febrúar
Meira fyrir lesendur