Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 1
Selir Mikil fjölgun á útsel hér við strendur.  Útselsstofninn við Ísland er á uppleið. Samkvæmt mati á stofn- stærð var stofninn 6.300 dýr árið 2017 og er það fjölgun um 2.100 dýr frá árinu 2012. Þetta gerist á sama tíma og fækkað hefur verulega í landselsstofninum. Útselurinn lækkar nú um flokk á válista spendýra og er metinn í nokkurri hættu en var áður metinn í hættu samkvæmt skilgreiningu Náttúrufræðistofnunar. Sandra M. Granquist hjá Selasetrinu á Hvammstanga segir að niðurstöð- urnar séu jákvæðar fyrir útselinn en hafi komið á óvart. »14 Fjölgar um 2.100 dýr í útselsstofni F Ö S T U D A G U R 1. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  27. tölublað  107. árgangur  S Ö N G L E I K U R I N N borgarleikhus.is VERK UM EINSEMD, EINANGRUN OG ÓTTA VIÐ HÖFNUN SPRIKLANDI SPRÆKAR SVERRE JAKOBSSON FRÁ AKUREYRI Í KA AKUREYRI UKULELLUR 12 ÍÞRÓTTIR HANDBOLTIBÍÓ OG LEIKHÚS 30  Lífeyrissjóðurinn Gildi hefur ákveðið að hverfa úr hópi eigenda Bláa lónsins. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Brotthvarf sjóðs- ins úr hópnum kann að hafa áhrif á afstöðu annarra stofnanafjárfesta til aðkomu sinnar að fyrirtækinu. Ágreiningur milli eigenda mun hafa valdið því að sjóðurinn nýtti ekki forkaupsrétt að 18,2% hlut í fé- laginu Horn II, sem á 49,45% hlut í eignarhaldsfélaginu Hvatningu hf. sem aftur á tæplega 40% hlut í Bláa lóninu. Landsbankinn neitar að gefa upp hvort hann hyggist eiga í fyrirtækinu áfram. »16 Hverfur úr eigenda- hópi Bláa lónsins  „Þetta tjón er okkur afar þung- bært og við erum nú að athuga hvað skuli gera,“ segir Einar Svein- björnsson, formaður safn- aðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði. Ummerki um veggjatítlur hafa greinst í þaksperrum safn- aðarheimilis kirkjunnar. Ákveða þarf hvort ráðist verði í kostn- aðarsamar viðgerðir eða húsið verði rifið. »9 Veggjatítlur í safn- aðarheimilinu Meistaradeildin í hestaíþróttum hófst í Samskipahöllinni í Kópavogi í gær- kvöldi. Meistaradeildin er ein af mörgum mótaröðum hestamanna yfir vetrartímann. Í henni taka þátt margir af öflugustu knöpum landsins og eru með rjómann af hestakosti landsmanna. Bergur Jónsson á Glampa frá Ketilsstöðum er í braut á myndinni. Árni Björn Pálsson, margfaldur meist- ari, sigraði nokkuð örugglega á Flaumi frá Sólvangi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Keppni meistara hafin í öflugustu mótaröð hestamanna Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Reykjavík ætla að heimila 1.730 íbúðir í þremur grónum hverfum; Ártúnsholti, Árbæ og Selási. Þar af yrðu heimilaðar rúmlega þús- und aukaíbúðir í núverandi sérbýli. Það yrði veruleg þétting byggðar. Sambærilegar heimildir verða svo veittar í öðrum borgarhlutum en þær verða misjafnar eftir hverfum. Ævar Harðarson, verkefnisstjóri hverfisskipulags hjá Reykjavíkurborg, segir að með breytingunum verði hægt að bjóða ódýrari íbúðir en á dýr- um lóðum miðsvæðis. „Það er verið að setja íbúðir á svæði sem eru þegar byggð. Sumar auka- íbúðirnar þarf ekki að byggja heldur þarf aðeins að setja upp létta inn- veggi,“ segir Ævar. Áformað í öllum borgarhlutum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir að á næstu miss- erum verði slíkar breytingar kynnt- ar í níu öðrum borgarhlutum. Með þeim gæti smáíbúðum fjölgað mikið í Reykjavík, ekki síst í grónum hverfum með bílskúrum og stórum lóðum. „Við erum líka að gefa íbúunum færi á að hafa leiguíbúðir innan síns hús- næðis sem geta þá verið tekjuaukandi og aukið verðmæti eignarinnar. Það er til dæmis íbúðarhúsnæði í mörgum bíl- skúrum í dag, þótt slíkt sé ekki löglegt. Þetta snýst því líka um að stíga skrefið í átt að raunveruleikanum. Þessar breytingar verða gerðar í öllum hverf- um borgarinnar. Það er verið að halda í byggðamynstrið en auka nýtingar- möguleika,“ segir hún. »10 Leyfa aukaíbúðir í húsum  Reykjavíkurborg hyggst heimila húseigendum að gera þúsundir aukaíbúða Byggt ofan á blokkir » Til greina kemur að heimila aukahæðir ofan á fjölbýlishús sem eru án lyftu. » Slíkt er til skoðunar í Hraun- bænum en rætt er um fjölda mögulegra íbúða á aukahæð. » Þá skoðar borgin að heimila að byggt sé á lóðum við fjöl- býlishús, t.d. við Birkimel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.