Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 31.1., kl. 18.00 Reykjavík -3 léttskýjað Hólar í Dýrafirði -4 skýjað Akureyri -4 snjókoma Egilsstaðir -4 snjókoma Vatnsskarðshólar -1 léttskýjað Nuuk -9 skýjað Þórshöfn 0 heiðskírt Ósló -5 snjókoma Kaupmannahöfn 1 skúrir Stokkhólmur -3 skýjað Helsinki -3 skýjað Lúxemborg -1 léttskýjað Brussel 0 þoka Dublin 2 rigning Glasgow 0 þoka London 2 skýjað París 1 skýjað Amsterdam 0 þoka Hamborg 2 léttskýjað Berlín 2 léttskýjað Vín -1 þoka Moskva 0 þoka Algarve 16 skýjað Madríd 11 alskýjað Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 9 rigning Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -27 skýjað Montreal -16 skúrir New York -12 snjókoma Chicago -25 skýjað Orlando 14 alskýjað  1. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:09 17:15 ÍSAFJÖRÐUR 10:30 17:03 SIGLUFJÖRÐUR 10:14 16:45 DJÚPIVOGUR 9:42 16:40 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él við sjávarsíðuna. Frost víða 10 til 22 stig, kaldast í innsveitum nyrðra. Þykknar upp með lítils- háttar snjókomu og dregur úr frosti við suðurströnd. Yfirleitt 5-13 m/s en 10-15 við austurströndina. Dregur víða úr vindi og minnkandi ofankoma um landið norðanvert síðdegis. Frost 2 til 16 stig, kaldast í innsveitum en kólnar enn frekar í kvöld. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Meirihluti starfshóps um úthlutun tollkvóta leggur til að fallið verði frá núverandi útboðskerfi um út- hlutun tollkvóta þar sem tollkvót- um er úthlutað til hæstbjóðanda. Þess í stað leggur hópurinn til að úthlutun tollkvóta fari fram með svokallaðari hollenskri útboðsleið. „Meginviðfangsefni okkar var að finna aðferð til þess að úthluta toll- kvótum, sem eru takmörkuð gæði, þannig að aukningin sem er að verða hér á tollkvótum á næstu ár- um komi neytendum sem best til góða,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður og formaður starfs- hópsins. „Okkar niðurstaða var sú að það sé skynsamleg- ast að fara þá leið sem kallast á ensku „Dutch auction“ eða hol- lenskt útboð. Það felur í sér að þeir sem vilja flytja inn við- komandi vöru á þessum tollkvót- um, þeir bjóða fyrirfram í hverja einingu fyrir sig. Niðurstaða útboðsins miðast við að verðið sem er lægst á síðustu ein- ingunni sé það verð sem gildir fyrir alla í heild sinni. Þannig að ólíkt öðrum útboðum er þetta aðferð sem tryggir að það sé lægsta verð en ekki hæsta verð sem ræður nið- urstöðu útboðsins,“ segir Óli Björn. Með þessari aðferð sé talið að útboðsverð tollkvóta yrði að öllum líkindum talsvert lægra en nú er. Breytingar á regluverki í ár „Meginmarkmið þessarar vinnu var að finna leiðir til að koma ávinningnum sem skapast með þessum tollkvótum í ríkara mæli til neytenda í formi lægra vöruverðs. Mér virðist sem sú tillaga sem hóp- urinn leggur til sé í góðu samræmi við þetta markmið og líst því heilt yfir vel á hana. Næsta skref er að vinna áfram með þessar niðurstöð- ur hér í ráðuneytinu og vonandi kynna mögulegar breytingar á nú- gildandi regluverki síðar á þessu ári,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, um tillögur starfshópsins. Þá telur starfshópurinn forgangs- mál að umsýsla og úthlutun toll- kvóta verði færð sem mest á raf- rænt form og að upplýsingar um verð og magn verði gerðar að- gengilegar. Jafnframt er lagt til að heimildir fyrir innflutning á svo- kölluðum opnum tollkvótum verði afnumdar í núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lögð niður. Þess í stað yrði byggt á sögulegri reynslu um opna toll- kvóta en algengt er að veittir séu tímabundnir tollkvótar, t.d. vegna árstíðabundinna landbúnaðarvara. Eftirlit með framkvæmdinni Spurður segir Óli Björn að breytingar eigi að skila sér til neytenda í formi lækkunar á vöru- verði en bendir jafnframt á að nauðsynlegt sé að fylgjast með framkvæmdinni. Telur starfshópurinn nauðsyn- legt að hafa sérstakt eftirlit með markaðinum þegar breytingar sem þessar eiga sér stað. „Stjórnvöld tryggðu t.d. fjár- muni í eftirlit til að fylgjast með að lækkun virðisaukaskatts árið 2007 skilaði sér til neytenda. Verðlags- eftirlit ASÍ, Neytendastofu og Neytendasamtökunum var þá falið slíkt eftirlit. Nauðsynlegt er að fylgst sé með þróun á markaði á komandi árum og beinir starfshóp- urinn því til ráðherra að beita sér fyrir því að fylgst verði sérstaklega með samkeppni og verðþróun á dagvörumarkaði til að tryggja hag almennings,“ segir í skýrslunni. Vilja breytingar á útboðskerfi tollkvóta  Skýrsla starfshóps um úthlutun tollkvóta skilað til ráðherra  Markmiðið að tryggja neytendum lægra verð, segir formaður hópsins  Hollenskt útboð hentugasta leiðin þar sem lægsta verðið er valið Óli Björn Kárason Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er dálítið misjafnt á milli ára, en stundum sjást þessir fuglar í byggð, svo sem í stærri húsagörð- um og á landi Skógræktarinnar, en þetta er alls ekki algengt,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, í sam- tali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til með- fylgjandi ljósmyndar sem Hrönn Hjartardóttir, íbúi við Vesturgötu í Reykjavík, tók af branduglu þar sem hún sat í garðinum og gæddi sér á nýveiddum starra, en það eru einkum smáfuglar og mýs sem laða uglur að höfuðborgarsvæðinu. „Þetta þekkist alveg. Ég man eft- ir uglu sem hélt til í Seljahverfinu í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Hún sást oft á kvöldin og settist þá í ákveðið tré þar. Þessir fuglar eru yfirleitt í músum en geta auðvitað tekið fugla eins og starra líka, þeir eru yfirleitt í hópum og þá á uglan oft auðvelt með að læðast að þeim,“ segir Jóhann Óli og bendir á að ugl- ur séu afar fim og hljóðlát rándýr. „Þessir fuglar eru eldsnöggir og ótrúlega hljóðlátir, það er í raun al- veg merkilegt hversu hljóðlátir þeir eru á flugi. Ég man eftir því að hafa verið staddur í hlöðu einni austur í Grafningi og þar inni var eyrugla sem flaug um og maður heyrði engan vængjaþyt í henni. Þetta eru því algjörlega hljóðlaus dýr, sem notfæra sér þennan eig- inleika sinn við veiðarnar,“ segir Jóhann Óli. Þrjár tegundir hér á landi Að sögn Jóhanns Óla má hér á landi finna þrjár uglutegundir; branduglu, snæuglu og eyruglu. Þá hefur einnig sést til skopuglu en það er afar sjaldgæfur flækingur hér á landi. „Snæuglan er sjaldgæfust en frá því um aldamót hefur eyruglan ver- ið að festa sig í sessi sem varpfugl.“ Brandugla á Vesturgötu  Íbúi við Vesturgötu í Reykjavík sá branduglu gæða sér á starra í garðinum  Ekki algengt, segir fuglasérfræðingur Ljósmynd/Hrönn Hjartardóttir Rándýr Hér á landi má finna þrjár tegundir ugla og eru fuglar þessir miklar veiðiklær, fimir og hljóðlátir. Þessi var að gæða sér á starra í Reykjavík. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN HRESSIR UPPÁ PLASTIÐ ÁHRIF MYNDAR STERKT HLÍFÐARLAG SKILUR EKKI EFTIR RÁKIR OG BLETTI MÆLABORÐS HREINSIEFNI FYRIR BÍLA Baldur Arnarson baldura@mbl.is Embætti ríkislögreglustjóra leitar að framtíðarhúsnæði fyrir embættið. Leigusamningur Ríkislögreglu- stjóra á Skúlagötu 21 rennur út 1. febrúar 2020 að öllu óbreyttu. Fasteignafélagið Reginn á hús- næðið. Helgi S. Gunnarsson, for- stjóri Regins, kveðst telja að Ríkis- lögreglustjóri verði nokkur ár til viðbótar á Skúlagötu. Það verkefni að flytja slíka stofnun taki tíma. Spurður um framtíðarmöguleika Skúlagötu 21 segir Helgi að hús- næðið hafi upp á margt að bjóða. Staðsetningin sé mjög góð og ekki sé áhvílandi virðisskattskvöð á eign- inni. Því henti húsnæðið meðal ann- ars undir opinberar stofnanir. Hann segir aðspurður að rætt hafi verið um möguleika á að leigja hús- næðið undir hótelrekstur. Þær hug- myndir séu á frumstigi og engar ákvarðanir verið teknar í þessu efni. Þær upplýsingar fengust frá Rík- islögreglustjóra að fyrir fjórum ár- um hefði það farið þess á leit við þá- verandi dómsmálaráðherra að hafinn yrði undirbúningur að fram- tíðarhúsnæði Ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu. Til þess yrði skipuð nefnd af hálfu dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Mikil vinna hefði farið fram á vegum Fram- kvæmdasýslu ríkisins vegna þessa verkefnis sem stýrihópur ráðuneyt- anna leiddi. Formaður stýrihópsins er Sig- urður Helgason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ekki hefur náðst í Sigurð vegna málsins. Morgunblaðið/Eggert Skúlagata 21 Ríkislögreglustjóri á förum og leitar nýs húsnæðis. Ríkislögreglustjóri leitar nýs húsnæðis  Skoða flutning af Skúlagötunni  Reginn skoðar leigu undir hótel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.