Morgunblaðið - 01.02.2019, Page 6

Morgunblaðið - 01.02.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Epicurean skurðarbretti Verð frá 2.690 kr. Ný sending Hallur Már Hallsson Jón Pétur Jónsson Kristján H. Johannessen „Við erum líka að skoða fleiri að- gerðir, en það sem mér finnst rosa- lega brýnt er að þetta er fyrsta að- gerðin og í fyrsta sinn sem ráðherra kemur með frumvarp af þessu tagi, að styðja við einkarekna fjölmiðla. Og ég lít á það sem fagnaðarefni,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra. Tilefni ummælanna eru drög að frumvarpi um breytingar á fjöl- miðlalögum sem kynntar voru á blaðamannafundi í gær. Fela þær í sér heimildir til að veita styrki í formi endurgreiðslu á hluta rit- stjórnarkostnaðar einkarekinna fjöl- miðla. Getur hlutfall endurgreiðslu að hámarki orðið 25% af kostnaði, en þó ekki hærra en 50 milljónir króna til hvers fjölmiðils. Er gert ráð fyrir að endurgreiðsluhæfur kostnaður verði bundinn við beinan launa- kostnað blaða- og fréttamanna, rit- stjóra og aðstoðarritstjóra, mynda- tökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktaka- greiðslna fyrir sömu störf. Frumvarpið er unnið á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar og fjármálaáætlunar 2019-2023 þar sem gerð var grein fyrir því að unnið yrði að því að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á áðurnefndu tímabili, en í því segir að meginmarkmið með að- gerðunum sé að tryggja lýðræð- islega umræðu og samræður í sam- félaginu. Í takt við Norðurlöndin Lilja Dögg segir að verið sé að skoða aðgerðir til að nota auglýs- ingamarkað til að jafna stöðu einka- rekinna fjölmiðla gagnvart Ríkis- útvarpinu. Til stendur að kynna þær aðgerðir á þessu ári. „Það sem ég vil sjá er að við séum að bæta starfsumhverfi einkarek- inna fjölmiðla. Ég vænti þess að við séum að stuðla að aukinni fag- mennsku og að þeir geti lifað og dafnað í íslenskum nútíma. Við vit- um að rekstrarmódel þeirra hefur átt í miklum erfiðleikum, meðal ann- ars út af þróun auglýsinga, sam- félagsmiðlum og tæknibreytingum. Á hinum Norðurlöndunum eru ríki að fara í þessar aðgerðir, Svíþjóð á seinasta ári og Noregur þar á undan og nú erum við með framtíðar- stefnumótun í takt við það sem er að gerast á Norðurlöndunum,“ sagði Lilja Dögg. Hefði mátt gerast fyrr „Ég fagna því að loksins sé verið að grípa til aðgerða, en það hefði mátt gera það miklu fyrr,“ segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í samtali við Morgun- blaðið spurður út í frumvarpsdrögin. „Þetta er í megindráttum eins og við var búist. Ég held að þetta frum- varp sé til bóta, það mun veita einka- reknum fjölmiðlum nær öllum eitt- hvert aukið svigrúm í sínum rekstri,“ segir Þórður Snær og bæt- ir við að sett skilyrði fyrir greiðslum séu „af hinu góða“. „Það er gerð krafa um gagnsæi, rekstrarsögu, lágmarksstærð á rit- stjórn og að opinber gjöld séu í skil- um. Allt er þetta gott og heilbrigt og því líst mér ágætlega á þetta sem fyrsta skref í viðbrögðum stjórn- valda við þeim aðstæðum sem fjöl- miðlum á Íslandi hafa verið sniðn- ar,“ segir Þórður Snær. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýn- ar, sem rekur m.a. Stöð 2 og Vísi, segir félagið munu kynna sér tillög- urnar ítarlega og senda inn umsögn. „Sýn fagnar undirliggjandi mark- miðum frumvarpsins, sem er að koma á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostn- aðar sem fellur einkum til við miðlun frétta og fréttatengds efnis. Frum- varpið kom fram [í gær] og er óskað eftir umsögnum fyrir miðjan febr- úar. Sýn mun nota þann tíma til að kynna sér útfærsluna ítarlega og senda inn formlega umsögn að því loknu,“ segir hann. Verið að skoða fleiri aðgerðir  Menntamálaráðherra kynnir drög að frumvarpi um stuðning við fjölmiðla  Heimilt að endur- greiða hluta af ritstjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla  Reglurnar mælast misjafnlega fyrir Morgunblaðið/Hari Styrkir Lilja Dögg Alfreðsdóttir kynnti fyrirkomulag fyrirhugaðs stuðnings ríkisins við einkarekna fjölmiðla. Meginefni frumvarpsins » Styrkir til fjölmiðla í formi endurgreiðslu á allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórn- arkostnaðar » Skilyrði um að viðtakendur styrkja uppfylli ýmis skilyrði fjölmiðlalaga, efni þeirra sé fjölbreytt og fyrir allan almenning og byggist á frétt- um, fréttatengdu efni og sam- félagsumræðu í víðum skiln- ingi. » Þak á hámarksfjárhæð styrkja og heimild til að veita staðbundnum miðlum álag. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs sem gefur út Morg- unblaðið, mbl.is og rekur útvarpsstöðina K100, segist hafa orðið fyrir von- brigðum með frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við fjölmiðla. Hann gagnrýnir 50 milljóna króna hámark sem sett er á stuðning við ein- staka fjölmiðla. Það verði til þess að stuðningurinn megni lítið til að styðja við þá sem eru með alvöru ritstjórnir í samkeppni við Ríkisútvarpið. Nefnir hann sem dæmi að þrjú stærstu fyrirtækin, Sýn, Morgunblaðið og Frétta- blaðið muni skipta á milli sín 150 milljónum en margir smærri miðlar skipti á milli sín 250 milljónum. Miðar hann þá við 400 milljóna króna heildar- stuðning, eins og áður hefur komið fram að verði í boði. Á sama tíma sé ekkert dregið úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Tekjur þess af útvarpsgjaldi, skv. fjárlögum þessa árs, nema 4,7 milljörðum kr. og auglýsingasala og aðr- ar tekjur af samkeppnisrekstri skila RÚV 2,3 milljónum á ári til viðbótar. Munar lítið um stuðninginn STJÓRNARFORMAÐUR ÁRVAKURS Mikið álag hefur verið á Landspítala, einkum bráðamóttöku, vegna fjölda sjúklinga sem leitað hefur til spítalans síðustu daga, að því er fram kemur í tilkynningu á vef spítalans. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika. Segir þar ennfremur að við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum megi gera ráð fyrir að þeir sem séu í ekki bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina í Austurveri. „Landspítali hvetur fólk með minni háttar veikindi eða smávægileg líkamstjón til að leita til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þeir aðilar munu sinna fólki og vísa til Landspítala, ef þörf krefur,“ segir í tilkynningu Landspítala. Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er ekkert vit í öðru en að bregðast við aðstæðum í nátt- úrunni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, um mikinn samdrátt í ráðgjöf fyrir humarvertíðina í ár. Lagt er til að leyft verði að veiða 235 tonn eða aðeins rúmlega 20% af veiðiráðgjöf síðasta fiskveiðiárs. Á nýliðnu ári voru veidd 728 tonn af humri, sem er minnsti afli frá upphafi veiða árið 1957. Bátar frá Hornafirði, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum hafa mestar heimildir í humri og segir Sigurgeir að eðlilega muni þessi niðurskurður hafa neikvæð áhrif á þessum stöð- um. „Ég fagna því samt að ekki hafi verið sett á algert bann því það er skynsamlegra að draga úr veiðum en halda samt áfram að vakta svæðin. Á þann hátt er hægt að átta sig á því hvað er að gerast,“ segir Sigurgeir. Nýliðun í sögulegu lágmarki Í frétt frá Hafrannsóknastofnun segir: „Fyrirliggjandi gögn benda til að nýliðun sé í sögulegu lágmarki og að árgangar frá 2005 séu mjög litlir. Verði ekki breyting þar á má búast við áframhaldandi minnkun stofns- ins.“ Stofnmatið í ár er byggt á stofn- mælingu þar sem humarholur eru taldar með neðansjávarmyndavélum og er það í þriðja sinn sem slík stofn- mæling er framkvæmd. Stofnmæl- ingin er talin ná utan um öll þau svæði þar sem humar finnst í veið- anlegu magni, segir í frétt Hafrann- sóknastofnunar. Meðalþyngd humra (130 g) er mjög mikil í sögulegu samhengi og skýrist að mestu af lítilli nýliðun og þar af leiðandi er hlutdeild eldri humars há. Þéttleiki humarholna við Ísland mælist nú með því lægsta sem þekkist meðal þeirra humar- stofna sem Alþjóðahafrannsókna- ráðið veitir ráðgjöf fyrir. Takmarkanir á svæðum Hafrannsóknastofnun ráðleggur að afli ársins 2019 verði ekki meiri en 235 tonn, eins og áður sagði, svo fylgjast megi með stærðarsamsetn- ingu og dreifingu stofnsins. Jafn- framt leggur stofnunin til að allar humarveiðar verði bannaðar í Jök- uldjúpi og Lónsdjúpi til verndar uppvaxandi humri. Til að minnka álag á humarslóð leggur Hafrannsóknastofnun einnig til að veiðar með fiskibotnvörpu verði bannaðar á afmörkuðum svæð- um í Breiðamerkurdjúpi, Horna- fjarðardjúpi og Lónsdjúpi. Humarafli tvöfaldaðist frá árinu 2004 til ársins 2010 þegar hann náði 2500 tonnum. Síðan hefur aflinn minnkað. Sókn í stofninn hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2009 en afli á sókn- areiningu er nú í sögulegu lágmarki. Útgefið aflamark hefur ekki náðst síðustu tvö fiskveiðiár. Ráðleggja mikinn niður- skurð í veiðum á humri  Neikvæð áhrif hjá þeim sem veiða og vinna mest af humri Humar Verulegar takmarkanir verða á veiðum á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.