Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
JEREMY Model 2987
L 241 cm Leður ct. 30 Verð 739.000,-
L 241 cm Áklæði ct. 70 Verð 479.000,-
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Aðeins 4 verð
2.000-5.000 kr.
á laugardaginn
ÚTSÖLU-
LOK
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Ég myndi segja að þetta hefði verið
döpur reynsla, þetta var nú kannski
ekki besti staðurinn fyrir þetta.
Birtuna vantaði, það vantaði sólina
og vökvunin ekki nógu góð,“ segir
Bjarni Ingvar Árnason um pálmatré
sem komið var fyrir í Perlunni 1991
og drápust innan þriggja ára. Bjarni
rak veitingastað Perlunnar í um tvo
áratugi.
„Þetta kostaði milljónatugi, ég
man ekki hve marga. En okkur tókst
að komast hjá því að eiga þessi tré,
það var í raun stór varnarsigur þar
sem við höfðum ekki áhuga á að eiga
þetta og Hitaveitan þurfti að punga
út fyrir þessu, þetta voru rosalegir
peningar. Svo endaði það með því að
frekar en rífa uppsetninguna niður,
það kostaði svo mikið að koma þessu
fyrir, var komið fyrir gervi-
pálmatrjám sem skorpnuðu upp og
misstu litinn á fáum árum og héngu
þarna sem einhverjir draugar,“ seg-
ir Bjarni.
Frekar Pálmar Ólason
Hann segist ekki mæla með
áformum um að koma fyrir pálmum í
Vogahverfi að fenginni reynslu. „Ég
myndi halda að þessu fylgdu um tíu
vandamál og lítil gleði. Þú getur
ímyndað þér muninn á hita og kulda
þarna inni, bara það. Hiti, kuldi,
raki. Það verða öll elementin á móti
þeim. Þetta er fíaskó, eins róm-
antískt og þetta er, þá er þetta fí-
askó.
Það væri miklu frekar að taka
Pálmar Ólason vin minn og láta
hann spila þarna á flygilinn í gler-
búri. Hann er svo skemmtilegur að
það myndi vera miklu betra að setja
hann þarna inn í búr og það væri
örugglega ódýrara að hafa hann
þarna klukkutíma á dag,“ svarar
Bjarni og hlær þegar hann er spurð-
ur hvað honum finnist eiga að koma í
staðinn fyrir pálmatré í nýju Voga-
hverfi. „Ég held að pálmatré eigi
bara að vera þar sem þau vaxa og
ætlað að vera í upphafi, það er ein-
hver ástæða fyrir því að pálmatré
eru ekki á Íslandi.“
Fólk hrifið af pálmum
„Ég hef ekki tekið eftir því en við
eigum pálma,“ svarar Berglind
Bjarnardóttir, rekstrarstjóri Blóma-
vals, spurð hvort eftirspurn eftir
pálmum hafi aukist. Hún segir pálm-
ana í versluninni seljast vel og þeir
séu mikil stofuprýði. „Ég veit ekki
hvort við ættum að byggja í kringum
þetta einhverja glerhjúpa, en það er
kannski góð hugmynd. Þetta selst
alltaf jafnt og þétt og fólk er hrifið af
þeim, fólk verður örugglega jafn
hrifið af þeim í listaverkinu.“ Berg-
lind tekur þó sérstaklega fram að
„okkar pálmar eru allir mun viðráð-
anlegri en þessir sem þeir eru að spá
í“.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gróður Pálmarnir í Perlunni lifðu ekki lengi og var þeim skipt út fyrir
gervitré og nú standa þar pálmar úr plasti, en myndin er af nýrri tegund.
Pálmarnir sagðir
rómantískt fíaskó
Arðgreiðslur Landsvirkjunar í
fyrirhugaðan Þjóðarsjóð gætu á
nokkrum árum náð upp í 10-20
milljarða króna á ári, að því er
kemur fram í umsögn fyrirtæk-
isins um frumvarp um sjóðinn á
Alþingi. Til greina kemur að arð-
greiðslurnar verði í bandaríkja-
dölum en ekki krónum.
Í umsögninni kemur fram að
Landsvirkjun hafi um nokkurt
skeið bent á að arðgreiðslugeta
fyrirtækisins muni aukast á næstu
árum. Síðastliðin ár hafi fyr-
irtækið greitt eiganda sínum 1,5
milljarða króna árlega í arð-
greiðslur. „Með sterkari efnahag,
minni framkvæmdum og tryggu
sjóðstreymi eru nú forsendur til
að auka arðgreiðslur. Miðað við
núverandi áætlanir er stefnt að
því að arðgreiðslur geti hækkað í
skrefum og náð á nokkrum árum
upp í 10-20 milljarða króna á ári,“
segir í umsögninni.
Þá kemur þar fram að í frum-
varpinu sé gert ráð fyrir að eignir
Þjóðarsjóðsins verði varðveittar
og ávaxtaðar í erlendum gjald-
miðlum og að skoða megi þann
möguleika við arðgreiðslur að
þær verði að hluta til í erlendri
mynt.
„Uppgjörsmynt Landsvirkjunar
er bandaríkjadalur og eru tekjur
fyrirtækisins að stærstum hluta í
þeirri mynt. Það gæti því farið vel
að arðgreiðslur Landsvirkjunar
verði í bandaríkjadal en ekki í ís-
lenskum krónum eins og verið
hefur hingað til,“ segir síðan í
umsögn Landsvirkjunar.
Arðgreiðslurnar í dölum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Virkjun Hornsteinn var lagður að Þeistareykjavirkjun árið 2016.
Hagur Landsvirkjunar fer hratt batnandi
Nýskipaður sendimaður Grænlands
á Íslandi, Jacob Isbosethsen, verður
heiðursgestur Hróksins og Kalak í
Pakkhúsi Hróksins í Geirsgötu 11,
nk. laugardag kl. 13. Hann mun
kynna sér starfsemi félaganna og
leika fyrsta leikinn á Grænlands-
skákmótinu sem haldið er af þessu
tilefni. Fyrsti leiðangur félaganna á
nýju ári verður til Kulusuk í lok febr-
úar og síðan rekur hver hátíðin aðra.
Í haust er von á 14. hópi barna frá
austurströndinni til að læra sund.
Kynna verkefni
Hróksins og Kalak
Gestir Ane Lone Bagger ráðherra,
Vigdís Finnbogadóttir, Jacob
Isbosethsen og Hrafn Jökulsson