Morgunblaðið - 01.02.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019
HD-4.50BTNC
Noisecancelling
Verð: 24.900 kr.
PXC-550
Noisecancelling
Verð: 47.900 kr.
Momentum TRUE
Verð: 39.800 kr.
CX-6.00BT
Verð: 13.980 kr.
Sennheiser
– þráðlaus heyrnartól
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Heldur hefur rofað til hjá útsel við
Ísland síðustu ár. Samkvæmt mati
á stofnstærð var stofninn 6.300 dýr
árið 2017, sem er fjölgun frá 2012
þegar fjöldi útsela var metinn
4.200 dýr. Þetta
gerist á sama
tíma og fækkað
hefur verulega í
stofni landsels.
Landselurinn
er metinn í
bráðri hættu á
válista íslenskra
spendýra, sem er
mesti hættu-
flokkurinn. Út-
selurinn lækkar
nú um flokk á válistanum og er
metinn í nokkurri hættu, en var
áður metinn í hættu samkvæmt
skilgreiningu Náttúrufræði-
stofnunar.
Sandra M. Granquist, deildar-
stjóri líffræðirannsóknadeildar hjá
Selasetrinu á Hvammstanga og
sérfræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, segir þessa þróun jákvæða
fyrir útselinn, en niðurstöðurnar
hafi komið nokkuð á óvart. Ástand
stofnsins sé betra en það var fyrir
sjö árum og minni hætta sé á út-
rýmingu.
Kópar taldir í látrum
Viðmiðunarmörk stjórnvalda
fyrir útsel séu að fjöldinn fari ekki
niður fyrir 4.100 dýr þannig að
stofninn er fyrir ofan þau viðmið-
unarmörk. Nýtt mat og lækkun um
flokk á válista breyti því þó ekki að
útselur sé enn á þessum lista.
Við mat á stofnstærð eru kópar
taldir úr lofti í látrum, en útselur
kæpir yfirleitt í október. Kóparnir
fæðast með hvítt fæðingarhár og
áður en þeir fara úr þeim á þriðju
til fjórðu viku og fá gráleitan lit
foreldranna er tiltölulega auðvelt
að telja útselskópana. Sandra segir
að það sé tæpast tilviljun af náttúr-
unnar hendi að þessi norðlæga teg-
und fæðist með hvít fósturhár. Á
þann hátt séu kóparnir aðlagaðir
til að þeir sjáist síður á ís eða snjó.
Fullorðnir útselir eru ekki tald-
ir, en hins vegar liggja fyrir upp-
lýsingar um hversu margir full-
orðnir eru á bak við hvern kóp og
á þennan hátt er stofnstærðin
reiknuð.
Stofninn stöðugur
yfir lengri tíma
„Hafa verður í huga að þegar
stofnmat er gert eins sjaldan og
við Ísland er eðlilegt að skoða þró-
un yfir lengra tímabil. Ef bornar
eru saman niðurstöður á tíma-
bilinu 2005 til 2017 þá er ekki
marktækur munur. Það bendir til
þess að stofninn haldist nokkuð
stöðugur yfir lengri tíma, en sveifl-
ur geta verið á milli ára,“ segir
Sandra.
Hún segir að ýmislegt geti haft
áhrif á stofnmat. Hún nefnir að
ekki sé víst að kópar lifi af slæm
haustveður. Eins geti ungar urtur
átt erfitt með að koma kópum á
legg í erfiðu tíðarfari og það geti
valdið tímabundnum sveiflum.
Samkeppni við landsel?
Aðspurð hvað hafi helst valdið
því að útselsstofninn hafi haldist
nokkuð stöðugur á sama tíma og
landsel hefur fækkað verulega
segir Sandra ýmsar kenningar
uppi en minna sé um bein svör.
Vísbendingar séu þekktar frá út-
löndum um að komi til samkeppni
milli útsels og landsels, til dæmis
um fæðu, þá hafi útselur betur.
Á fyrrnefndu tímabili hafi ekki
verið stundaðar miklar beinar
veiðar á útsel og þær hafi reyndar
ekki verið stundaðar í stórum stíl í
lengri tíma. Töluvert sé um að út-
selur drukkni í netum, en ekki séu
vísbendingar um að breytingar
hafi orðið á hjáveiðum. Þá sé
spurning um hvort umhverfis-
aðstæður hafi verið hliðhollari út-
sel heldur en landsel.
Samkvæmt upplýsingum Söndru
eru helstu látur útsels við Breiða-
fjörð, eða um 58% af heildinni.
Stór látur eru einnig á Ströndum, í
Skagafirði, Öræfum og Surtsey og
með látrunum í Breiðafirði eru
92% látra útsels á þessum slóðum.
Útselur virðist vera á uppleið
Mat á stærð útselsstofnsins við landið Hefur tekið við sér á síðustu árum á sama tíma og landsel
hefur fækkað Hvít fósturhár útselskópa ekki tilviljun Stærstu látrin eru við Breiðafjörð
Ljósmynd/Selasetur Íslands
Við Breiðafjörð Innan við viku gamall útselskópur í sellátri. Nokkurra vikna gamlir fara kóparnir úr hvítum fósturhárunum og fá þá gráleitan lit.
Stofnstærð útsels við Ísland 1982-2017
’82 ’85-’86 ’90 ’92 ’95 ’98 ’02 ’05 ’08-’09 ’12 ’17
10
8
6
4
2
0
6.300
4.200
Mat á stofnstærð, þúsundir dýra
Viðmiðunarmörk stjórnvalda
Sandra M.
Granquist
Heimkynni útsels eru á tempruðum
hafsvæðum í Eystrasalti og Norður-
Atlantshafi. Að austanverðu ná þau
frá Biscayaflóa í suðri, norður til
Bretlands, Íslands, Færeyja, norður
með Noregi og til Hvítahafs en vest-
anmegin frá Maine í Bandaríkjunum,
norður með austurströnd Kanada, til
Nýfundnalands og St. Lawrenceflóa.
Við Grænland er útselur aðeins
flækingur. Árið 2010 voru alls um
300 þúsund dýr í stofnum útsels.
Alls um 300 þúsund dýr
ÚTSELUR FINNST VÍÐA UM HEIM