Morgunblaðið - 01.02.2019, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019
1. febrúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.54 120.12 119.83
Sterlingspund 156.74 157.5 157.12
Kanadadalur 90.29 90.81 90.55
Dönsk króna 18.301 18.409 18.355
Norsk króna 14.063 14.145 14.104
Sænsk króna 13.15 13.228 13.189
Svissn. franki 119.99 120.67 120.33
Japanskt jen 1.0922 1.0986 1.0954
SDR 166.98 167.98 167.48
Evra 136.62 137.38 137.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.509
Hrávöruverð
Gull 1312.95 ($/únsa)
Ál 1870.5 ($/tonn) LME
Hráolía 61.26 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Guðbrandur Sig-
urðsson mun láta
af störfum sem
framkvæmdastjóri
Heimavalla í lok
mars. Í tilkynningu
kemur fram að
Guðbandur hafi
sjálfur óskað eftir
því við stjórn að
hætta. Heimavellir
voru skráðir á
markað í maí á síðasta ári á genginu 1,39
en gengið lækkaði strax í 1,24 á fyrsta
degi. Í september var gengi félagsins 1,11
og frá þeim tíma hefur illa gengið að
hækka markaðsvirði félagsins en við lok-
un markaða í gær stóð það í 1,15. „Félag-
ið býr í dag yfir verðmætu eignasafni og
hefur styrkt rekstur sinn verulega að
undanförnu. Framundan eru annars kon-
ar verkefni en áður. Þau fela í sér enn
frekari endurskipulagningu á eignasafni
félagsins og endurfjármögnun á lánum,“
segir í tilkynningu frá félaginu.
Guðbrandur hættir
hjá Heimavöllum
Guðbrandur
Sigurðsson
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í kjölfar þess að Grímur Sæmund-
sen, í gegnum félagið Kólf ehf., náði
samningum við framtakssjóðinn
Horn II, um kaup á hlut sjóðsins í fé-
laginu Hvatningu hf., sem aftur held-
ur á tæplega 40% hlut í Bláa lóninu,
hafa allmiklar þreifingar átt sér stað
um með hvaða hætti eignarhaldi á
Bláa lóninu verði háttað í kjölfar
kaupanna. Kaup Kólfs á hlutnum
miðuðu að því að losa um eignarhald
Horns II í Hvatningu hf. enda líftími
fjárfestingarsjóðsins að renna sitt
skeið á enda. Hvatning hefur fram til
þessa verið í meirihlutaeigu Kólfs hf.
en hluthafar Horns II hafa átt
49,45% hlut í ferðaþjónustufyrirtæk-
inu á móti Kólfi.
Vildu tryggingu ef eignarhald á
Kólfi ehf. breyttist
Þreifingarnar sem um ræðir hafa
komið upp í kjölfar þess að margir
hluthafar í Horni II lýstu yfir vilja til
að ganga inn í kaup Kólfs ehf. og
halda með því í hlut sinn í Bláa lón-
inu, sem malað hefur gull síðustu ár-
in.
Vegna þessa áhuga hefur um
nokkurt skeið verið unnið að nýju
hluthafasamkomulagi milli Kólfs ehf.
og þeirra sem hyggjast halda í eign-
arhluti sína utan Horns II.
Í þeirri vinnu hefur m.a. verið kall-
að eftir því að ákvæði um „samhliða
sölu“ eins og það er kallað, væru sett
inn, sem tryggt gætu stöðu annarra
hluthafa ef eignarhald á Kólfi ehf.
tæki verulegum breytingum. Fæli
slíkt ákvæði m.a. í sér að þeim aðila
sem hygðist taka Kólf ehf. yfir yrði
einnig uppálagt að kaupa hlut ann-
arra meðfjárfesta í Bláa lóninu á
sama gengi, stæði vilji hluthafa til
þess. Þá var einnig kallað eftir því að
svokallað lykilmannaákvæði yrði sett
inn í hluthafasamkomulagið sem
kvæði á um að Grímur Sæmundsen
hefði áfram aðkomu að félaginu. Eru
þessar kröfur hluthafanna sagðar til
marks um hversu mjög þeir tengja
rekstur Bláa lónsins við nafn og
stöðu Gríms sem hefur frá upphafi
stýrt uppbyggingu félagsins.
Í gær varð ljóst að lífeyrissjóður-
inn Gildi, sem haldið hefur á 18,2%
hlut í Horni II, myndi ekki ganga inn
í samninginn milli Kólfs ehf. og sjóðs-
ins. Heimildir Morgunblaðsins
herma að ástæðan að baki þeirri
ákvörðun tengist „verulegum ann-
mörkum á skjalagerð sem tengist
fjárfestingunni“ eins og það er orðað.
Viðmælendur Morgunblaðsins
sem þekkja til málsins vildu hins veg-
ar ekki skýra nánar í hverju hinir
verulegu annmarkar fælust. Ákvörð-
un sjóðsins leiðir til þess að hann los-
ar um tæplega 1.800 milljóna hlut í
Bláa lóninu og mun Kólfur ehf. að
öllu óbreyttu leysa hann til sín.
Flókið endaspil
Ekki liggur ljóst fyrir á þessari
stundu hversu stór hópur hluthafa
Horns II hyggst halda aðkomu sinni
að Bláa lóninu áfram. Þó hefur Morg-
unblaðið heimildir fyrir því að til-
teknir hluthafar hafi bundið áfram-
haldandi aðkomu sína ákveðnum
skilyrðum, m.a. um lágmarksþátt-
töku þeirra sem hingað til hafa átt
aðkomu að Horni II. Kann ákvörðun
Gildis, sem var stærsti hluthafinn í
Horni II, ásamt Lífeyrissjóði versl-
unarmanna, að setja þar strik í reikn-
inginn.
Morgunblaðið leitaði sérstaklega
eftir upplýsingum um hvort Lands-
bankinn, sem átt hefur 7,66% hlut í
Horni II, hygðist halda í eign sína í
Bláa lóninu. Sem fyrr fást engin svör
frá bankanum um það atriði.
Vildi ekki ganga að
kröfum lífeyrissjóða
Uppbygging Nýjasta krúnudjásnið í starfsemi Bláa lónsins er fimm stjörnu hótel sem nefnist The Retreat. Á hót-
elinu er veitingastaðurinn Moss. Þar er einnig að finna nýtt upplifunarsvæði sem nýtur mikilla vinsælda.
Gildi dregur sig úr eigendahópi Bláa lónsins Landsbankinn gefur ekkert upp
Þrír hafa boðið sig fram til stjórnar
Iceland Seafood International og
einn til varastjórnar, en framboðs-
frestur rann út í gær. Því er sjálf-
kjörið í stjórnina, að því er fram
kemur í tilkynningu frá félaginu, en
samþykktir félagsins kveða á um að
kosið sé í 3-5 manna stjórn á hlut-
hafafundi félagsins. Boðað hefur ver-
ið til hluthafafundar þriðjudaginn 5.
febrúar nk.
Stjórnarformaður WOW air
meðal frambjóðenda
Þeir þrír aðilar sem boðið hafa sig
fram til aðalstjórnar eru þau
Liv Bergþórsdóttir, stjórnarfor-
maður Wow air og Aur app, og fyrr-
verandi forstjóri Nova,
Magnús Bjarnason, stofnandi og
framkvæmdastjóri MAR Advisors,
og fyrrverandi forstjóri Icelandic
Group, og að síðustu Jakob Valgeir
Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs
Valgeirs ehf, en í tilkynningunni er
hann sagður með áratuga reynslu í
sjávarútvegi.
Frambjóðandi til varastjórnar fé-
lagsins er Ingunn Agnes Kro, en hún
er lögfræðingur og framkvæmda-
stjóri rekstrar og samskipta hjá
Skeljungi.
Benedikt Sveinsson, sem hefur
setið í stjórn ISI í níu ár og starfað
hjá félaginu í yfir 40 ár í margvísleg-
um stjórnendastöðum, gefur ekki
kost á sér í nýja stjórn. Þá mun
Mark Holyoake, sem verið hefur
einn stærsti hluthafi ISI undanfarin
ár, ekki gefa kost á sér í áframhald-
andi stjórnarsetu. tobj@mbl.is
Stjórn Bjarni Ármannsson tók við
sem forstjóri félagsins á dögunum.
Sjálfkjörið reynd-
ist í stjórn ISI
Þrír buðu sig fram
Liv Bergþórsdóttir
tekur sæti í stjórninni