Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Húðslípun Sléttir og frískar upp h úðina –dregur úr línumog h rukkum! Láttu fagfólkið á Húðfegrun sjá um þína húð á nýju ári! Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökum vel ámóti ykkur hudfegrun.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti átta dauðsföll hafa verið rakin til fimbulfrosts í mið- vesturríkjum Bandaríkjanna og íbú- um á köldustu svæðunum hefur verið ráðið frá því að vera úti við vegna hættu á kali og ofkælingu. Yfirvöld vöruðu við því að hætta væri á kali ef fólk væri lengur en í tíu mínútur úti við í brunagaddinum. Frostið mældist mest í Grand Forks í Norður-Dakóta þar sem það var 54 gráður á Celsíus að morgni miðvikudagsins var. Um 20 milljónir manna búa á svæðum þar sem frostið hefur verið yfir 28 gráðum eða verður það á næstu dögum. Um 90 milljónir manna búa á svæðum þar sem frostið hefur verið meira en 17 gráður. Frostið var t.a.m. um 30 gráður á Celsíus í Chicago, þriðju fjölmenn- ustu borg Bandaríkjanna, og spáð var metkulda í borginni í gær. Kuldinn í Chicago var meiri en í höfuðstað Alaska, Juneau, og á svæðum á Suðurskautslandinu. Rúmlega 1.800 flugferðum var aflýst á tveimur stærstu flugvöllum Chicago og lesta- fyrirtækið Amtrak aflýsti ferðum frá aðallestarstöð borgarinnar vegna vetrarveðursins. Gripið var til neyðaraðgerða í þremur ríkjum, Illinois, Michigan og Wisconsin. Lögð var áhersla á að tryggja að aldrað og heimilislaust fólk kæmist í hlýtt húsnæði, m.a. um 16.000 heimilislausir íbúar Chicago. Hundruðum barnaskóla var lokað, auk margra framhaldsskóla og há- skóla. Yfirvöld í Iowa ráðlögðu fólki að „tala sem minnst og forðast að anda djúpt“ þegar það væri úti við. Dæmi eru um að glæpamenn í Chi- cago hafi ógnað fólki með byssum til að ræna yfirhöfnum. Kalt loft frá norðurskautinu Kuldakastið er rakið til þess að hvelkjarninn, eða kuldakjarninn, yfir heimsskautasvæðinu hefur bugðast, þannig að kalt loft hefur leitað suður á bóginn yfir miðvesturríki Banda- ríkjanna og nálæg svæði. Hvelkjarn- inn (e. polar vortex) „er mjög kaldur loftmassi sem er yfirleitt yfir norður- skautinu og hneigist til að haldast þar fyrir tilstuðlan háloftavindrastar- innar“, hefur fréttaveitan AFP eftir Ben Kirtman, prófessor í loftslagsvís- indum við Miami-háskóla. Hann segir að háloftaröstin, vindstrengur sem blæs að jafnaði úr vestri, haldi yfir- leitt kalda loftinu yfir norðurskauts- svæðinu en þegar röstin veikist geti kaldi loftmassinn færst sunnar. „Stundum bugðast hvelkjarninn og það hefur gerst núna. Og ef hann bugðast mjög mikið getur stór tunga af brunaköldu lofti komist mjög langt í suður.“ Prófessorinn segir að styrkur há- loftarastarinnar tengist andstæðunni milli hlýja loftsins í hitabeltinu og kalda loftmassans á norðurskauts- svæðinu. Því meiri sem munurinn sé því sterkari sé háloftaröstin og því líklegra sé að kaldi loftmassinn hald- ist yfir norðurskautssvæðinu. Kirtman segir að háloftaröstin geti þó stundum orðið svo sterk að hún verði óstöðug, þannig að bugður myndist í henni. Ennfremur hafi komið fram vísbendingar um að þeg- ar norðurskautssvæðið hlýni minnki hitamunurinn milli þess og hitabeltis- ins og það geti einnig orðið til þess að háloftaröstin veikist, þannig að kalt loft taki að leita suður á bóginn. Kom- ið hefur fram að hlýnunin á norður- skautssvæðinu hefur verið tvöfalt meiri en annars staðar á jörðinni. Tengt hlýnun jarðar? Kirtman segir að fram hafi komið vísbendingar um að hlýnun jarðar geti orðið til þess að slíkar kuldagus- ur frá pólsvæðinu verði algengari og skæðari en hann leggur áherslu á að það hefur ekki verið sannað og því sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Breska blaðið The Guardian hefur eftir Jennifer Francis, sérfræðingi í loftslagsbreytingum á norðurskauts- svæðinu, að hugsanlega geti hlýnun jarðar orðið til þess að hvelkjarninn veikist og kalt heimskautaloft leiti oftar suður á bóginn. Hlýnunin hefur orðið til þess að hafísinn þynnist og hopar, þannig að sjórinn getur gleypt í sig meiri hita á sumrin. Hitinn fer síðan út í andrúmsloftið á veturna og hugsanlegt er að það geti valdið vind- um sem raski hvelkjarnanum, þannig að kuldagusurnar frá pólnum verði algengari. Francis tekur þó fram að þetta hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Varað við mannskæðum brunagaddi  Helkalt heimskautaloft herjar á miðvesturríki Bandaríkjanna Brunagaddur í Bandaríkjunum Heimild: NOAA Sterkur hvelkjarni og sterk háloftavindröst halda köldu lofti yfir norðurskautssvæðinu og hlýju lofti sunnar Norðurskautssvæðið hlýnar hraðar en hitabeltið Minni munur á loftþrýstingi Hvelkjarninn og röstin veikjast Sterkur hvelkjarni (kuldakjarni) Hvelkjarninn veikistSterk hálofta- vindröst Eðlilegar aðstæður Pólsvæðið hlýnar hraðar en syðra svæðið Möguleg áhrif loftslagsbreytinga Hvelkjarninn og háloftaröstin veikjast, þannig að kalda loftið fer sunnar og hlýja loftið norðar Röstin veikist og bugðast Kalt loft Hlýtt loft Norðurskautssvæðið Hitabeltið A B C Kuldaspá í gær, í gráðum á Celsíus Fimbulfrost í Norður-Ameríku KANADA BANDARÍKIN - 20- 30 - 10 0 10 20 30- 40 Heimild: Umhverfisráðuneyti Kanada Chicago -26 Minneapolis - 19 Detroit -18 Toronto -16 Winnipeg -23 Montreal -14 Tónlistarmaður leikur á kontra- bassa úr ís á tónleikum í Íshvelfing- unni, snjóhúsi í vetraríþrótta- miðstöð í Passo Paradiso á Ítalíu. Bandaríski listamaðurinn Tim Lin- hart hefur staðið fyrir tónleikum í snjóhúsinu þar sem leikið er á hljóðfæri sem hann hefur gert úr ís og snjó, þ.e. fiðlu, víólu, selló, ketil- trumbur, sílófón og mandólín, auk kontrabassa og hljóðfæris sem hann hefur fundið upp sjálfur og nefnir rolandófón, stórt ásláttar- hljóðfæri sem líkist panflautu. Hann segist hafa byrjað að búa til hljóðfæri úr ís og snjó fyrir sextán árum. Íshvelfingin er á 2.600 metra hæð á jökli í Alpafjöllum. Þegar tónleik- arnir hefjast er 12 stiga frost í snjó- húsinu en kuldinn minnkar smám saman. Leikið á hljóðfæri úr snjó og ís á tónleikum á jökli AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.