Morgunblaðið - 01.02.2019, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ein af þessummjög svosérstöku
umræðum á Alþingi
fór fram í fyrradag
og að þessu sinni
fjallaði hún um svo-
kallaða borgarlínu.
Reykjavíkurborg
varð alræmd fyrir Línu.net fyr-
ir allmörgum árum svo að þetta
er ekki fyrsta línan sem vinstri
menn í borginni taka ástfóstri
við og eru tilbúnir að eyða stór-
fé í. En það er að vísu ósann-
gjarnt að bera þetta saman, því
að fyrri línan útheimti aðeins
brot af þeim fjáraustri sem
borgarlínan býður upp á.
Síðan hefur borgarstjórn
undir óöruggri forystu vinstri
manna afrekað ýmislegt í fjár-
austri og er nærtækast að nefna
braggann og dönsku hönnunar-
stráin. Nú síðast eru það
pálmatrén tvö fyrir um 150
milljónir króna samkvæmt
áætlun, sem þýðir, ef marka má
fyrri afrek borgarstjórnar-
meirihlutans, um hálfan millj-
arð þegar á hólminn verður
komið.
Það er óneitanlega mjög sér-
stakt að borgarstjórnarmeiri-
hluta sem hefur afsannað sig
mjög rækilega þegar kemur að
áætlanagerð og fjármálastjórn
skuli hafa tekist að sannfæra
marga þingmenn og heila rík-
isstjórn um það, að það sé góð
hugmynd að ausa tugum millj-
arða, jafnvel á annað hundrað
milljörðum, í að byggja upp
risavaxið ofurstrætisvagnakerfi
á höfuðborgar-
svæðinu.
Borgarlínan svo-
kallaða er fjarri því
að vera einhver
töfralausn í um-
ferðarmálum eins
og talsmenn henn-
ar virðast halda, en
hljóta að vita betur. Borgar-
línan verður ekki til þess að
fleiri vilji taka strætó en áður.
Þetta eru bara strætisvagnar,
farartæki til að flytja fólk á
milli staða eftir ákveðnum leið-
um. Það mundi ekki heldur
breyta neinu þó að vagnarnir
væru lestir á teinum, fólk
mundi ekkert flykkjast í lestir
frekar en okkar hefðbundnu og
ágætu strætisvagna.
Leiðin til að auka notkun á
strætó væri frekar að fjölga
ferðum, auka tíðni og þétta net-
ið, en borgarlína er fjarri því
nauðsynleg til að ná þessu
fram, og er aðeins yfirgengilega
dýr leið að markmiði um að efla
samgöngur – og ólíkleg til að ná
því markmiði.
Það sem gera þarf í sam-
göngumálum á höfuðborg-
arsvæðinu er að auðvelda þeim
farartækjum sem langflestir
nota að komast leiðar sinnar.
Þess vegna þarf að bæta gatna-
kerfið og greiða leið fjölskyldu-
bílsins. Samhliða er hægt að
fjölga strætisvögnum, en til
þess þarf ekki borgarlínu fyrir
óheyrilegar fjárhæðir. Og er þá
aðeins gengið út frá fjárhags-
áætlun, sem afar hæpið er að
gangi eftir.
Lína.net, braggi og
strá, pálmatré í sí-
valningum, borg-
arlína – allt frá
sama meirihluta}
Mjög sérstök umræða
um borgarlínu
Nýjar hagtölurfyrir Ítalíu
birtust í vikunni, og
kom þar í ljós að
stöðugur sam-
dráttur var í hagkerfi landsins
seinni hluta ársins 2018. Jafnvel
þó að samdrátturinn sé ekki
mikill í prósentum talinn, eða
einungis um 0,1-0,2%, þýðir
hann þó að skuldavandi ítalska
ríkisins er nú talinn meiri en áð-
ur, þar sem minna mun inn-
heimtast af sköttum en áætlanir
gerðu ráð fyrir.
Þetta þykja ekki góð tíðindi
fyrir núverandi ríkisstjórn Ítal-
íu, sem hafði fengið skammir
frá Evrópusambandinu og verið
rekin til baka með fjárlög. Vakti
sú deila athygli, ekki síst fyrir
þær sakir að þegar ríkisstjórn
Frakklands fór einnig yfir við-
mið Evrópusambandsins heyrð-
ist hvorki hósti né stuna frá
embættismönnunum í Brussel.
Hvað sem því líður er staða
Ítalíu ekki öfundsverð. Ítalska
ríkið er stórskuldugt, hið fjórða
skuldugasta í heimi, og eru
skuldirnar sagðar
nema 132% af þjóð-
arframleiðslu. Ein-
ungis Grikkir
standa verr að því
leyti. Þá bendir flest til að sam-
dráttarskeiðið á Ítalíu haldi
áfram frameftir þessu ári.
Helsta áhyggjuefnið fyrir
forvígismenn Evrópusam-
bandsins er þó ekki hver staða
Ítalíu er ein og sér, heldur
fremur það, að evrusvæðið í
heild sinni náði sér ekki á strik
seinni hluta ársins 2018. Með-
alhagvöxtur svæðisins á síðasta
ársfjórðungi 2018 var einungis
0,2% samkvæmt Eurostat og
0,3% innan Evrópusambandsins
sem heildar.
Í slíku umhverfi væri ekki
gott fyrir Evrópusambandið ef
Ítalía yrði fyrir enn frekari
skakkaföllum í efnahagslífinu,
enda dansar sambandið sjálft á
línu þess að enda í djúpstæðri
kreppu. Það er því ólíklegt að
skuldavanda Ítala verði mætt af
miklum skilningi af stjórnvöld-
um í Berlín, París og Brussel.
Samdráttur reynist
meiri en óttast var}Afturför á Ítalíu
Í
sland er í fremstu röð þegar kemur
að greiningu og meðferð krabba-
meina. Þann árangur getum við
meðal annars þakkað vel menntuðu
og hæfu fagfólki og öflugum sjúk-
lingasamtökum. Engu að síður má sökum
fjölgunar íbúa og hækkandi aldurs þjóð-
arinnar búast við mikilli fjölgun einstaklinga
sem greinast með krabbamein á næstu ár-
um. Í ljósi þessarar þróunar hafa mörg
vestræn ríki, þ.m.t. allar hinar Norður-
landaþjóðirnar, sett fram krabbameinsáætl-
anir og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin gefið út leiðbeiningar um gerð slíkra
áætlana sem ætlað er að skerpa sýn, móta
markmið og aðgerðir og stilla saman
strengi allra hlutaðeigandi í baráttunni við
krabbamein. Segja má að fyrstu skrefin í
gerð íslenskrar krabbameinsáætlunar hafi verið tekin
hinn 4. febrúar 2011, á alþjóðadegi krabbameins, í til-
efni af 60 ára afmæli Krabbameinsfélags Íslands. En
þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi velferð-
arráðherra, að stefnt yrði að gerð íslenskrar krabba-
meinsáætlunar. Í kjölfarið fór fram undirbúningsvinna
af hálfu Krabbameinsfélags Íslands og í ársbyrjun 2013
skipaði velferðarráðherra ráðgjafahóp sem falið var
það hlutverk að móta stefnu og meginmarkmið á sviði
forvarna og meðferðar vegna krabbameina til ársins
2020.
Fjöldi manns kom að gerð krabbameins-
áætlunar, bæði beint og sem ráðgefandi að-
ilar, en hópurinn var skipaður fulltrúum frá
Landspítalanum, Heilsugæslunni, háskóla-
samfélaginu og frá sjúklinga- og aðstand-
endasamtökum auk þess sem hann leitaði
ráðgjafar hjá fjölmörgum aðilum sem hafa
aðkomu að málaflokknum.
Ráðgjafahópurinn skilaði skýrslu með til-
lögu að íslenskri krabbameinsáætlun í júlí
2017. Lögð er rík áhersla á notendur heil-
brigðisþjónustunnar í áætluninni og er und-
irtitill hennar Notendamiðuð þjónusta í önd-
vegi. Ekki hafði verið tekin formleg afstaða
til innleiðingar þeirra verkefna sem sett eru
fram í áætluninni fyrr en nú, en ég hef nú
ákveðið að unnið verði að framkvæmd verk-
efna í samræmi við tillögur ráðgjafahóps.
Gildistími áætlunarinnar verður til ársins 2030, til sam-
ræmis við tillögu til þingsályktunar um heilbrigðis-
stefnu sem nú liggur fyrir Alþingi.
Þó að við höfum ekki enn náð að sigrast á krabba-
meini þá hefur mikið áunnist á undanförnum áratugum.
Forvörnum, greiningu og meðferð hefur fleygt fram og
batahorfur þeirra sem greinast hafa batnað verulega.
Það er mín sannfæring að krabbameinsáætlunin muni
stuðla að enn betri árangri á komandi árum.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Innleiðing krabbameinsáætlunar hafin
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Juan Guaidó, leiðtogi stjórn-arandstöðunnar í Vene-súela, vakti heimsathygli ísíðustu viku þegar hann
lýsti því yfir á miðvikudeginum að
hann væri starfandi forseti lands-
ins, þar sem síðustu forsetakosn-
ingar hefðu ekki verið gildar.
Fékk Guaidó samdægurs stuðning
frá ríkisstjórnum Bandaríkjanna
og Brasilíu, og hafa fleiri ríki
sagst styðja við hann eða tekið
undir kröfu hans um að nýjar for-
setakosningar verði haldnar sem
fyrst í Venesúela. Guaidó náði
þannig að setja ástandið í Vene-
súela í brennidepil heimsmálanna,
en fáir höfðu heyrt á hann minnst
utan heimalandsins áður.
Úr stórri fjölskyldu
Juan Gerardo Guaidó Márquez
fæddist í hafnarborginni La
Guaira 28. júlí 1983. Faðir hans
var flugmaður og móðirin var
kennari, en Guaidó er einn af sjö
systkinum. Árið 1999, sama ár og
Hugo Chavez náði völdum í Vene-
súela, varð heimaborg Guaidó illa
úti í aurskriðum, og segja þeir
sem eru nákunnugir honum að
Guaidó hafi mislíkað hversu slæ-
leg viðbrögð yfirvalda voru við
aurskriðunum, og í raun hafi
stjórnmálaáhugi hans kviknað þá.
Guaidó er menntaður iðn-
aðarverkfræðingur, og er hann
með framhaldsgráðu frá háskólum
í bæði Bandaríkjunum og í Vene-
súela. Guaido er giftur Fabiönu
Rosales, blaðamanni, og eiga þau
saman eina dóttur.
Guaidó tók þátt á námsárum
sínum í mótmælum gegn rík-
isstjórn Chavez og árið 2009 tók
hann þátt ásamt Leopoldo López
og fleiri þekktum stjórnarand-
stæðingum í stofnun sósíal-
demókrataflokksins Almannavilj-
inn.
López, sem nú er í stofufang-
elsi, var lengi vel helsti leiðtogi
flokksins, og tók hann Guaidó
undir verndarvæng sinn. Sem lær-
lingur López náði Guaidó nokkr-
um vinsældum innan Almannavilj-
ans, en var ekki mjög þekktur
utan flokksins. Guaidó var fyrst
kjörinn sem varaþingmaður á
þjóðþingi Venesúela árið 2011, og
varð þingmaður eftir þingkosn-
ingar árið 2015, en stjórnarand-
stöðuflokkar landsins náðu þar
meirihluta á þinginu í fyrsta sinn í
meira en sextán ár. Þau úrslit
mældust hins vegar ekki vel fyrir
hjá núverandi forseta, Nicolas
Maduro eða nánustu samstarfs-
mönnum hans, og sagði Maduro
að hann myndi ekki leyfa „hægri-
sinnuðu gagnbyltingunni“ að ná
völdum.
Sneitt að þinginu
Fljótlega eftir að þeir þingmenn
sem náðu kjöri árið 2015 tóku til
starfa fór Maduro að leita leiða til
að draga úr völdum þingsins. Lét
hann til dæmis skipa „samfélags-
þing“, sem átti að taka til sín völd
þjóðþingsins. Árið 2017 lét Mad-
uro skipa stjórnlagaþing, sem átti
að endurskrifa stjórnarskrá lands-
ins, en lét það verða sitt fyrsta
verk að svipta þjóðþingið völdum,
en hæstiréttur Venesúela, sem
skipaður er bandamönnum Mad-
uro, hefur einnig fellt úr gildi þau
lög sem þingið hefur samþykkt.
Þingið hefur á móti neitað að við-
urkenna stjórnlagaþingið eða
dóma hæstaréttar.
Þingmenn kusu síðan Juan
Guaidó sem forseta þingsins í des-
ember síðastliðnum og tók hann
við því embætti 5. janúar þessa
árs. Það var á grunni þess emb-
ættis og gildandi stjórnarskrá
Venesúela sem Guaidó ákvað að
láta lýsa sig sem starfandi forseta.
Valdaræningi eða
vonarneisti?
AFP
Valdatafl Juan Guaidó, forseti þjóðþings Venesúela veifar hér til stuðnings-
manna sinna, en hann hefur lýst sjálfan sig sem starfandi forseta landsins.
Guaidó tók sér völd starfandi
forseta Venesúela á grundvelli
233. greinar stjórnarskrár
landsins, sem kveður á um að ef
sá sem kjörinn hefur verið for-
seti sé ekki til staðar, eða emb-
ættið sé tómt, skuli halda aðrar
forsetakosningar. Í millitíðinni
fari forseti þingsins með völd
forseta landsins. Segir stjórn-
arandstaðan að forsetakosn-
ingar sem haldnar voru á síð-
asta ári séu ógildar, og því hafi
forsetatíð Maduro í raun lokið
10. janúar síðastliðinn þegar
hann sór embættiseið sinn að
nýju. Stuðningsmenn Maduro
segja hins vegar að með þessu
sé stjórnarandstaðan að ræna
völdum, þar sem kosningarnar
2018 hafi farið löglega fram.
Tekist á um
lögmætið
STJÓRNARSKRÁIN