Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 01.02.2019, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Grýlukerti Snjórinn tekur á sig ýmsar myndir, jafnvel tveggja metra strýtu. Ómar Óskarsson Allir menn og konur eiga að vera frjáls inn- an vissra vébanda, en það þarf mikla víðsýni og andlegan þroska til þess að skilja frelsið og rugla því ekki sam- an við allskonar duttl- unga og heimskulega fyrirtekt í ein- staklingum, eða bara vanþakklæti og ósvíf- inn hugsunarhátt. Þessi lýsing er mjög í ætt við það frelsi sem John Stuart Mill var að hugsa og setti fram í riti sínu um Frelsið. Frelsið er vandmeðfarið, en eins og útgerðarmaðurinn sagði: „ég er með frelsi en á móti frelsi sem skaðar!“ Hvenær skaðar frelsi eins einstaklings einhvurn annan? Þessi hugsun um frelsið kann að vera barnaleg. Hugsjónin um frels- ið er ekkert sérstaklega merkileg hugsjón en hún er hin æðsta hug- sjón! Hin æðsta hugsjón Fyrir mörgum er verkfall hin æðsta hugsjón. Verkfall er ímynd hins fullkomna frelsis. Svo vill til að löggjafinn hefur sett hömlur á verkfallsrétt í lögum um stétt- arfélög og vinnudeilur. Þannig seg- ir í vinnulöggjöf: „Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: 1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Fé- lagsdómur á úr- skurðarvald um, nema til fullnæg- ingar úrskurðum dómsins. 2. Ef tilgangur vinnu- stöðvunarinnar er að þvinga stjórnar- völdin til að fram- kvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki at- hafnir, sem þeim lögum sam- kvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafn- ir, þar sem stjórnarvöldin eru að- ili sem atvinnurekandi. Öll löggjöf setur hugsjónum tak- mörk, jafnvel hinum æðstu hug- sjónum. Skyldur Frelsinu fylgja skyldur. Þannig er launafólki gert skylt að tryggja sér lífeyri eftir að starfsævi lýkur. Því miður er það svo að í löggjöf um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er hvergi að finna yrðingu um markmið lífeyrissjóða. Af lestri laganna má þó leiða að lífeyrissjóðir hafa aðeins eitt markmið og það er að tryggja launamönnum og þeim er reka sjálfstæða starfsemi trygg- ingavernd vegna elli til æviloka, ör- orku eða andláts. Það er ekki markmið eða skylda lífeyrissjóða að tryggja hagvöxt í landinu og þaðan af síður að tryggja fulla atvinnu. Það er því hættulegt þegar verkalýðsleiðtogar telja að meðal verkfæra þeirra í kjarabaráttu sé að þeir geti beitt lífeyrissjóðum fyrir sig til að knýja fram kjarabætur! Og kjarabætur hverra? Þeir sem hafa með lífeyr- issjóði að gera eiga aðeins að tryggja kjör núverandi lífeyrisþega og þeirra sem eru byrjaðir að greiða sig undir tryggingavernd í trausti þess að gagn sé að lífeyr- issjóðnum þegar lífeyrisaldri er náð. Lýðsleikjur Þær lýðsleikjur eru til sem telja að það sé siðferðilega ljótt að festa fé til framtíðar. Þannig sé 36. gr. laga um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og lífeyrissjóði „brask- grein“. Sú grein laganna tekur frelsi af stjórnarmönnum til að gera hvað sem er eða það sem duttlungar og fyrirtektir þrá. Lýð- sleikjurnar eru svo heilagar að telja „gegnumstreymi“ hentugast í líf- eyrisheimi. Önnur útgáfa er sú að allir lífeyrissjóðir eigi að ávaxta eignir sínar á „bundnum reikningi í Seðlabankanum“. Þá er kaleikurinn um brask færður seðlabanka! Nóg er á seðlabanka lagt að stunda hag- stjórn og ávaxta og varðveita gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar! Skyldur og ábyrgð að viðhalda frelsi Það fylgja því skyldur og ábyrgð að viðhalda frelsi. Fjárhagslegt frelsi eftir að starfsaldri lýkur verður ekki leyst með skattlagn- ingu á vinnandi fólk. Nú um stund- ir eru sennilega sex á vinnumarkaði fyrir hvern lífeyrisþega. Þeir sem ekki hafa náð að tryggja sér lífeyr- isréttindi fá greidda „tekjutrygg- ingu“, sem er fjármögnuð að hluta til með tryggingagjaldi, en það er nú 6,6% af launum. Þetta hlutfall kann að þurfa að hækka í um 30% í fullkomnu gegnumstreymiskerfi þegar aðeins verða fjórir starfandi á móti einum lífeyrisþega en sá tími er ekki langt undan. Þegar svo er komið verða útborguð laun starfsmanns aðeins um 35% af launakostnaði atvinnurekanda. Lífeyrissjóðir eru ekki peð í skák um kaupgjald í landinu. Lífeyris- sjóðir eru ekki of stórir og þurfa enn að stækka til að standa undir fyrirsjáanlegri lífeyrisbyrði í land- inu. Efnahagslegt frelsi eftir að starfsævi lýkur er ekki ómerkara en frelsi vinnandi manns. Að þekkja mun á nafn- og raunvöxtum Það er því miður svo að valdhaf- ar og sitjandi þingmenn, jafnvel há- lærðir hagfræðingar í þingliði, tala þannig að ætla mætti að þeir þekki ekki mun á nafnvöxtum og raun- vöxtum. Því miður er það svo að verðbætur eru ekki tekjur hjá þeim er við þeim tekur. Verðbætur eru aðeins aðlögun að raunveruleika, enda heita verðbætur á ensku „inflation adjustment“. Verkalýðs- leiðtogar sem telja að það sé samn- ingsatriði að „banna verðtrygg- ingu“ eru á hinum mestu villigötum. Sama er að segja um heilan stjórnmálaflokk sem kvarn- ast hefur úr og hefur að markmiði að afnema fátækt. Hann telur að fátækt muni minnka með því að „afnema verðtryggingu“. Slíkt er fásinna því sennilega eiga 80% af „verðtryggðum“ fjármála- gerningum sér endastað í lífeyris- sjóðum, en þeim er ætlað að koma í veg fyrir fátækt eftir að starfsævi lýkur! Skáld um frelsi „Frelsið er kóróna lífsins og verðmætast verðmæta, frelsið til að skoða himininn, frelsið til að liggja í grænum hvammi í læk, frelsið til að sjá stúlku álengdar, frelsið til að sýngja, frelsið til að biðjast bein- inga.“ Verkalýðsleiðtogar eiga að hafa frelsi að leiðarljósi og ekki að skipta sér af því sem er á forræði þingræðis. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Verkalýðsleiðtogar eiga að hafa frelsi að leiðarljósi og ekki að skipta sér af því sem er á forræði þingræðis. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Um frelsi og lífeyrissjóði Fréttamönnum og dagskrárgerð- armönnum Rík- isútvarpsins er margt betur gefið en að kannast við mistök í starfi eða reyna að bæta fyrir brot sín og biðjast velvirðingar. Þeim er falið vald sem greinilega er ekki öllum gefið að kunna með að fara gagnvart fólki og fyrirtækjum. Stjórnendur Kastljóss sökuðu Samherja og Vinnslustöðina hik- laust um lögbrot vorið 2012 og standa enn við þær ásakanir þrátt fyrir að þær hafi verið hraktar eða dæmdar dauðar og ómerkar ann- ars staðar, innan og utan rétt- arsala dómskerfisins. Ég fer ekki fram á annað en Kastljós dragi undanbragðalaust til baka þessar ásakanir, viðurkenni mistök sín og biðjist afsökunar þótt seint sé. Í ljósi reynslunnar kemur mér ekki á óvart að í furðulegri Morg- unblaðsgrein 29. janúar skuli ábyrgðarmenn Kastljóss 2012, Sig- mar Guðmundsson og Helgi Seljan, skauta fram hjá kjarna máls. Þeir sjá ekkert athugavert við fram- göngu sína gagnvart Samherja og VSV, hvað þá að þeir iðrist gjörða sinna. Í staðinn veitast þeir með lágkúrulegum hætti að Elínu Björgu Ragnarsdóttur, sem kærði þá til siðanefndar RÚV á dög- unum, og fullyrða að hún hafi haft samráð við mig um blaðaskrif sín um afglöp Kastljóss. Elín Björg á að hafa „gefið sér tíma til að setj- ast niður með forstjóra Vinnslu- stöðvarinnar“ til að reyna að „end- urskrifa sjö ára gamalt viðtal Kastljóss við hana“. Svo láta herramennirnir sér sæma að blanda núverandi vinnu- stað hennar, Fiskistofu, í málið! Þar með hafa þeir í raun óskað eftir mál- efnalegum gjald- þrotaskiptum í um- ræðunni. Nú er það svo að ég hef aldrei hitt El- ínu Björgu og hvorki haft samskipti við hana í síma, tölvu- póstum né á nokkurn annan veg. Fullyrð- ingin um samráð er einfaldlega alröng en sver sig því miður í ætt við vinnubrögðin í Kastljósinu forðum. Seint á síðasta ári var athygli mín vakin á tölvu- pósti sem Elín Björg sendi Kast- ljósi og þáverandi útvarpsstjóra og birti á fésbókarsíðu sinni daginn eftir að Kastljós misnotaði gróflega viðtal við hana. Ég vísaði óbeint til þessa tölvupósts í viðtali núna í janúar. Elín Björg kaus svo sjálf að fjalla um málið opinberlega og benti á að RÚV hefði aldrei virt hana svars. Helgi og Sigmar skrifa sem þá- verandi ábyrgðarmenn Kastljóss og eru enn á launaskrá hjá RÚV. Þeir brutu af sér árið 2012, vilja ekkert við það kannast og kjósa sér hrokafullt viðmót götustráka í viðbrögðum sínum. Þeir reyna að afvegaleiða umræðuna en komast ekki upp með það. Sigmar sagði þannig í inngangsorðum Kastljóss: „Dótturfélag Samherja í Þýska- landi hefur keypt afla af Samherja á allt að þriðjungi lægra verði en gengur og gerist í sambærilegum viðskiptum samkvæmt upplýs- ingum sem Kastljós hefur aflað sér. Fyrirspurn Kastljóss um málið varð tilefni viðamikillar rannsóknar og húsleitar hjá Samherja í morg- un. Grunur leikur á að Samherji hafi brotið lög um gjaldeyr- isviðskipti en allur útflutningur fé- lagsins á síðustu misserum er nú til skoðunar.“ Saman dregið segir áfram í inn- gangi að afleiðing þessa sé sú að sjómenn fái lægri laun og rík- issjóður minni skatttekjur, hafnir minni tekjur og ríkissjóður sömu- leiðis af auðlindagjöldum. Það fyr- irkomulag, að nokkur sjávarútvegs- fyrirtæki reki sölufyrirtæki erlendis, leiði til þess að unnt sé að selja til erlendra dótturfyrirtækja á mun lægra verði en almennt tíðkist og taka þannig arð af auð- lindinni út erlendis. Í kynningu þáttar um Vinnslu- stöðina var vitnað til Kastljósþátt- arins daginn áður og sagt að for- ystumenn sjómanna og fiskvinnsla án útgerða kölluðu eftir því að stjórnvöld létu kanna viðskipti sjávarútvegsfyrirtækja við erlend dótturfélög sín. Sú tilvitnun vísar til þeirra fullyrðinga Kastljóss, sem sagt var að byggðust á eigin rannsóknum þess, að nokkur sjávarútvegsfyrirtæki tækju út arð af auðlindinni gegnum lágt verð til þeirra. Þær ásakanir standa enn í Efstaleiti 1. Ég hef áður lýst því að rannsaka þurfi aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og samspil RÚV, rík- isstjórnar þess tíma og Seðlabanka Íslands. Sú krafa er enn jafn knýj- andi og fyrir sjö árum. Óhaggaðar standa fullyrðingar um að starfs- og siðareglur hafi verið þverbrotnar. Sigmari og Helga væri hollt að lesa þær yfir minnst vikulega. Hugsanlega lán- ast þeim þá að viðurkenna að þeir brutu á nafngreindum fyrirtækjum og tröðkuðu á réttindum viðmæl- enda sinna. Götustrákar okkar allra í Efstaleiti Eftir Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson » Óhaggaðar standa fullyrðingar um að starfs- og siðareglur hafi verið þverbrotnar. Sigmari og Helga væri hollt að lesa þær yfir minnst vikulega. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. binni@vsv.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.