Morgunblaðið - 01.02.2019, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019
✝ Vilberg Alex-andersson
fæddist í Stykkis-
hólmi 30. septem-
ber 1937. Hann
lést á Landspít-
alanum 23. janúar
2019.
Foreldrar hans
voru Gróa Elín-
björg Jóhannes-
dóttir húsfreyja, f.
11.10. 1901, d.
12.7. 1963, og Alexander Stef-
ánsson leigubílstjóri, f. 26.6.
1913, d. 22.7. 1999. Sammæðra
systkini hans eru: Sigrún Elív-
arðsdóttir, f. 14.7. 1922, d.
23.12. 2011, Vilhjálmur Hákon
Elívarðsson, f. 18.12. 1925, d.
17.5. 1972, Klara E. Hansen
(Elívarðsdóttir), f. 24.6. 1928,
d. 11.10. 2004, Elín Elívarðs-
Vilberg lauk kennaraprófi
árið 1959 og stundaði einnig
1964-65 framhaldsnám í upp-
eldisfræði og dönsku við
Kennaraháskólann í Kaup-
mannahöfn. Hann kenndi við
Skóla Ísaks Jónssonar til árs-
ins 1966 þegar hann leysti af
sem skólastjóri í Ólafsfirði
einn vetur. Eftir vetrardvöl á
Ólafsfirði lá leið þeirra hjóna
til Akureyrar þar sem Vilberg
tók við stöðu skólastjóra og
Sigurbjörg sem kennari í
Glerárskóla. Vilberg gegndi
þeirri stöðu fram til ársins
2002 þegar þau hjónin fóru
bæði á eftirlaun.
Vilberg bætti við sig ýmsu
námi, meðal annars í sér-
kennslu. Auk þess fékk hann
námsorlof frá Glerárskóla árið
1979 og fóru þau hjónin til
Emdrup í Danmörku. Árin
1992-1993 fóru þau aftur í
námsorlof og þá til Glasgow.
Útför Vilbergs fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 1. febrúar
2019, og hefst athöfnin klukk-
an 10.30.
dóttir, f. 6.9. 1930,
d. 13.9. 2015, og
Stella Breiðfjörð
Magnúsdóttir, f.
17.3. 1940, búsett í
Reykjavík. Sam-
feðra systir hans
er Esther Alexand-
ersdóttir, f. 3.10.
1938, d. 12.7. 1999.
Vilberg giftist
Sigurbjörgu Guð-
mundsdóttur, f.
28.3. 1938, d. 15.7. 2018 árið
1968 og eiga þau tvær dætur,
Þórunni og Sigurbjörgu Gróu.
Þórunn, f. 1965, er sjúkraliði
og býr ásamt eiginmanni sín-
um og þremur börnum í Nor-
egi. Sigurbjörg Gróa, f. 1981,
er tölvunarfræðingur og býr
með tveimur börnum sínum í
Kópavogi.
„Ég hef átt gott líf,“ sagði
mágur minn þegar honum var
tilkynnt að loknum rannsókn-
um að stutt yrði í lífslok.
Það er dýrmætt að geta sýnt
slíkt æðruleysi. Fyrir það ber
að þakka.
Þau kynntust fyrst í Kenn-
araskólanum fyrir hartnær 60
árum, systir mín Sigurbjörg
Guðmundsdóttir og mágur
minn Vilberg Alexandersson
frá Stykkishólmi.
Nánari kynni urðu síðar er
þau voru við frekara nám í
Kaupmannahöfn. Þau giftu sig
fyrir um 50 árum og stofnuð
sitt heimili á Akureyri, fæðing-
arbæ okkar systra.
Hann varð skólastjóri í Gler-
árskóla, hún sérkennari lengst
af. Eldri dóttir þeirra er
sjúkraliði og nuddari í Noregi á
mann og þrjú börn, sú yngri er
búsett í Kópavogi, tölvunar-
fræðingur M.S. og á tvö börn.
Á árum áður meðan foreldr-
ar okkar lifðu var það fastur
siður að fara norður til Akur-
eyrar í sumarfrí með piltana
okkar tvo og halda austur í
Vaglaskóg, heiðin keyrð upp og
niður með öllum sínum hlykkj-
um að maður tali nú ekki um
vegina, holóttir og rykmökkur-
inn inni í bíl og úti. Fjölskyld-
an, systkinin og barnabörn
settust að snæðingi og dregnar
voru fram SS pylsur frá
Reykjavík sem við komum með,
en þær voru ekki til sölu á Ak-
ureyri. Þar fengust bara KEA
pylsur sem ekki voru sambæri-
legar að gæðum. Aðalgrill-
meistararnir voru Axel bróðir,
sem dó fyrir tveimur árum, og
Vilberg. Síðan var farið í fót-
bolta á stóra balanum við ána.
Þar voru allir með jafnt ungir
sem aldnir, þeir voru ekki síðri,
sýndu mikil tilþrif og mikið
hlegið.
Svenni minn kvikmyndaði
þetta og er feikigaman að horfa
á og bregða sér aftur í tímann.
Vilberg, systir mín og dætur
fóru til Glasgow til frekara
náms og dvöldu þar í eitt ár,
við heimsóttum þau þangað,
enn fremur fórum við systkinin
ásamt mökum til Búdapest í til-
efni stórafmælis. Margs er að
minnast. Þau hjónin voru sam-
stíga og samstillt, studdu hvort
annað í blíðu og stríðu.
Frá dauðastríði systur minn-
ar og andláti hafa verið erfiðir
tímar hjá Vilberg og í kjölfar
höfuðáverka sem hann hlaut
eftir fall, en hann hafði jafn-
vægistruflanir, hrakaði heilsu
hans.
Hann hlakkaði til að fara
suður og aðstoða yngri dóttur
sína með börnin en ferðin suð-
ur í haust varð önnur en ætlað
var, enda ráðum við litlu, það
er bara einn sem ákveður upp-
haf lífs og endi.
Elsku frænkur mínar, Sigur-
björg Gróa, Þórunn og fjöl-
skyldur, aðrir ættingjar og
vinir.
Samúðarkveðjur til ykkar
allra frá okkur Svenna og fjöl-
skyldu. Vertu kært kvaddur
kæri Vilberg og takk fyrir sam-
fylgdina.
Þín mágkona,
Jónína Guðmundsdóttir
(Jonna).
Vilberg
Alexandersson
✝ Jóhanna Gunn-arsdóttir fædd-
ist á Ísafirði 11.
ágúst 1922. Hún
lést á sambýlinu í
Roðasölum í Kópa-
vogi 18. janúar
2019.
Foreldrar Jó-
hönnu voru Gunnar
Halldórsson, f.
1898, d. 1964, og
Sigrún Benedikts-
dóttir, f. 1891, d. 1982.
Systkini Jóhönnu eru Halldór
Á., f. 1921, d. 1997; Elí, f. 1923,
d. 1997; Steinþór M., f. 1925;
Veturliði, f. 1926, d. 2004; Guð-
bjartur, f. 1928; Benedikt G.V.
Gunnarsson, f. 1929, d. 2018;
Gunnar Kr., f. 1933. Hálfsyst-
kini, sammæðra: Anna S. Vetur-
liðadóttir, f. 1911, d. 1980;
Helga Veturliðadóttir, f. 1912,
d. 1915; Jón Veturliðason, f.
1914, d. 1999; Helga Jóhannes-
dóttir, f. 1915, d. 1941.
Jóhanna giftist 1947 Torfa
Ólafssyni, f. 1919, d. 2014, þau
skildu.
Jóhanna giftist 1967 Þorgeiri
Guðmundssyni, f. 1924, d. 1976.
Börn Jóhönnu eru 1) Baldur
Hermannsson, f. 1942, faðir sr.
Hermann Gunnarsson, f. 1920,
d. 1951. Maki Baldurs var Björg
Karlsdóttir, f. 1944. Þau skildu.
Maki Baldurs er Jóna I. Guð-
mundsdóttir, f. 1948. Sonur
Baldurs og Bjargar: Hermann
hannsson, f. 1949; þau skildu.
Börn Önnu og Kristjáns: Jó-
hanna Sara, f. 1976, maki Jón
Gunnar Guðjónsson, f. 1973, þau
skildu. Maki er Björn R. Guð-
mundsson, f. 1980. Börn Jó-
hönnu og Jóns Gunnars: Elísa-
bet Lea, f. 1996, og Aron Bjarni,
f. 1999. Dóttir Jóhönnu og
Björns: Anna Viktoría, f. 2013.
Helga Rakel, f. 1977, maki Jó-
hann Þ. Jóhannsson, f. 1967.
Sonur þeirra: Magnús Torfi, f.
2011. Alma Rut, f. 1979, maki
Arnar Dór Hannesson, f. 1982.
Börn þeirra: Arna Rut, f. 2006,
og Helgi Snær, f. 2008. 5) Sonur
Jóhönnu og Þorgeirs, Flosi, f.
1968, maki Helga L. Bergmann,
f. 1967, þau skildu. Börn Flosa
og Helgu eru Hörður Gabríel, f.
1992, og Una Geirdís, f. 1994.
Jóhanna fæddist á Ísafirði,
fluttist á öðru ári til Suðureyrar
og árið 1936 flutti fjölskyldan til
Akraness og síðan til Reykja-
víkur. Jóhanna var nemi í Hús-
mæðraskólanum að Staðarfelli
1943-1944, lærði vefnaðarfræði
1948-1949 í Handíða- og mynd-
listaskólanum og aftur nokkra
vetur um 1964 á kvöldnám-
skeiðum. Hún vann við heim-
ilisstörf og var jafnframt dag-
mamma í áratugi. Sumrin
1954-1962 vann hún á Sjúkra-
húsinu í Stykkishómi, vann á
Sóheimum í Grímsnesi í nokkur
sumur, vann við fatagæslu Þjóð-
leikhússins á tíunda áratugnum
og bar út Morgunblaðið í Kópa-
vogi sér til heilsubótar í ára-
raðir.
Sálumessa verður sungin í
Dómkirkju Krists konungs
Landakoti í dag, 1. febrúar
2019, klukkan 13.
Baldursson, f. 1973,
maki Meralda Jara-
millo, f. 1977. Börn
þeirra: Gloría
Björg, f. 2005,
María Ósk, f. 2009,
og Baldur Elías, f.
2013.
Börn Jóhönnu og
Torfa: 2) Ólafur
Hermann, f. 1947,
d. 2017, maki Signý
Pálsdóttir, f. 1950,
þau skildu. Maki Ólafs var Þor-
gerður Sigurðardóttir, f. 1945,
d. 2003. Maki Ólafs var Sigríður
Dóra Jóhannsdóttir, f. 1948.
Börn Ólafs og Signýjar: Mel-
korka Tekla, f. 1970, maki
Kristján Þórður Hrafnsson, f.
1968. Dóttir þeirra: Thea Snæ-
fríður, f. 2005. Torfi Frans, f.
1975, maki Bryndís Í. Hlöðvers-
dóttir, f. 1977, þau skildu. Börn
þeirra: Konráð Bjartur, f. 2006,
og Árni Ólafur, f. 2010. Guðrún
Jóhanna, f. 1977, maki Franc-
isco Javier Jáuregui, f. 1974.
Börn þeirra: Eva, f. 2008, og
Leó, f. 2012. 3) Helgi, f. 1949,
maki Ella B. Bjarnarson, f.
1947. Dóttir þeirra: Sunna
Birna Helgadóttir, f. 1978, maki
Ásmundur Einar Daðason, f.
1982. Börn þeirra: Aðalheiður
Ella, f. 2006, Júlía Hlín, f. 2008,
og Auður Helga, f. 2015. 4)
Anna Guðrún, f. 1954. Maki
Gunnar Straumland, f. 1961.
Maki Önnu var Kristján Jó-
„Mikið afskaplega er nú
gaman að hitta fólkið sitt,“
sagði öldruð tengdamóðir mín
er við ösluðum nýfallinn jóla-
snjóinn og skýldum vitum fyrir
skafrenningnum. „Svo er þetta
svo vel gert fólk. Það er svo fal-
legt fólk að vestan. Þú ert frá
Húsavík, er það ekki?“
Þau voru ófá skiptin sem við
Jóhanna, tengdamóðir mín,
spjölluðum um heima og geima
á meðan við fórum í ökuferð.
Þá var viðbúið að hún hrósaði
og dásamaði allt sem hún sá.
Fjöllin, veðrið, vegirnir og
meira að segja litirnir í umferð-
arljósunum voru alveg dásam-
lega fallegir. Hún gaf frá sér
endalausa jákvæðni og þakk-
læti fyrir gjafir lífsins.
Og það sem gladdi hana
mest voru yngstu afkomend-
urnir. Þegar hún hitti þá ljóm-
aði hún.
Það var heiðríkja í svip
hennar og glettnisblik í augum
og hún var jákvæðasta mann-
eskja sem ég hef haft þá gæfu
að kynnast.
Jóhanna var alin upp í
myndlistarumhverfi, bræður
hennar gengu þá braut og urðu
afburða myndlistarmenn. Hún
hafði lifandi áhuga á öllu því
sem auðgar og örvar hugann og
fyllir lífið; myndlist og hand-
verki, ljóðum, söng og dansi.
Ekki síst dansi.
Síðustu æviárin átti hún
heima á dvalarheimilinu Roða-
sölum í Kópavogi. Þar leið
henni vel og þar var hún ham-
ingjusöm. Þar dansaði hún
vikulega fram á síðasta dag.
Minnið hafði sáldrast burtu
smám saman en það var alltaf
hægt að spjalla um það sem
fyrir augu bar og gleðjast með
ættingjum og vinum.
Starfsfólk Roðasala hefur
einstakt lag á að búa heim-
ilisfólki þar hlýlega umgjörð,
ekki síst með alúðlegri og
elskulegri framkomu við roskna
íbúana. Þar var Jóhanna hvers
manns hugljúfi, sökum já-
kvæðni sinnar og þægilegrar
nærveru.
Sumt fólk heldur áfram að
vera hluti af lífi okkar alla tíð,
vegna þeirra minninga sem það
hefur gefið okkur og þeirra já-
kvæðu og uppbyggjandi áhrifa
sem það hefur haft á okkur.
Slíkt örlæti einkenndi Jó-
hönnu Gunnarsdóttur.
Gunnar J. Straumland.
Jóhanna, tengdamóðir mín,
fæddist árið 1922 á Ísafirði, en
ólst upp á Suðureyri við Súg-
andafjörð og síðan á Akranesi.
Hún var sjötta í röðinni af 12
systkinum og var þröngt í búi
hjá stórri fjölskyldu eins og al-
gengt var á þeim tímum. Þótt
Jóhanna hafi byrjað snemma að
vinna fyrir sér auðnaðist henni
samt að sækja Húsmæðraskól-
ann á Staðarfelli veturinn 1943-
44 og það var henni dýrmætt
enda minntist hún þess oft hve
góðan tíma hún átti þar.
Frumburðinn eignaðist hún
1942, þá tvítug að aldri. Á þeim
árum var ekki vel séð að vera
einstæð móðir og lífið hefur
áreiðanlega ekki verið henni
auðvelt. Þrátt fyrir ýmis áföll í
lífinu guggnaði hún aldrei held-
ur tók því sem á bjátaði með
þrautseigju og ekki kvartaði
hún yfir hlutskipti sínu.
Alls eignaðist Jóhanna fimm
börn, 10 barnabörn og 16 lang-
ömmubörn og voru þau öll
henni mjög hugstæð og hún var
mjög stolt af afkomendum sín-
um.
Hún var mjög listræn í sér,
en hún var stelpa og fékk því
ekki tækifæri til að mennta sig
á listasviðinu. Það var greini-
legt af vefnaði hennar að hún
hafði mjög næmt form- og lita-
skyn. Óhætt er að segja að
þessi listræni hæfileiki hafi ver-
ið sterkur því öll börn hennar
hafa erft góða myndlistarhæfi-
leika.
Ég kynntist Jóhönnu sem af-
skaplega vinnusamri og hjálp-
samri manneskju, sem var ætíð
tilbúin að gauka einhverju að
fólki og þá oftast af prjónlesinu
sínu.
Hún sá fjölskyldunni og
fleirum fyrir ullarsokkum, vett-
lingum og húfum. Einnig bak-
aði hún hveitikökur og flatkök-
ur sem voru óviðjafnanlegar og
ég held að fjölskyldan sé mér
sammála um það. Er við hjónin
bjuggum í Liverpool kom Jó-
hanna ásamt Flosa, yngsta syni
sínum, í heimsókn. Það var
mjög ánægjulegt því Jóhanna
hafði svo mikinn áhuga á öllu
því sem fyrir augun bar.
Vinnusemi Jóhönnu var við
brugðið og dæmi þess er eitt
haustið er hún kom með okkur
í sumarhús okkar í Skógskoti.
Einn morguninn er við komum
á fætur sat hún með kaffibolla
við eldhúsborðið og var að
hressa sig eftir að hafa tekið
upp kartöflur. Hún hafði farið
eldsnemma á fætur „því veðrið
var svo fallegt“. Við urðum
nokkuð hissa þegar í ljós kom
að hún var búin að taka upp all-
ar kartöflurnar, dágóða upp-
skeru. Það var vel af sér vikið.
Jóhanna vann í nokkur sum-
ur á Sólheimum í Grímsnesi og
var mjög gaman að heimsækja
hana og finna hve henni leið vel
að starfa þar. Auk þess vann
hún í mörg ár sem dagmamma
og þar að auki vaknaði hún eld-
snemma á morgnana og bar út
Morgunblaðið sér til heilsubót-
ar. Hún vann í mörg ár við
fatagæslu í Þjóðleikhúsinu og
naut þess að fá tækifæri til að
horfa á leiksýningarnar.
Jóhanna hafði yndi af að
dansa og var svo heppin að á
sambýlinu Roðasölum, þar sem
hún dvaldist síðustu æviárin,
var dansiball vikulega og það
var ætíð tilhlökkun að komast í
dansinn.
Hún var afar þakklát fyrir
lífið, fyrir börnin sín, barna-
börnin og langömmubörnin sín
og einkar þakklát fyrir að hafa
eigið herbergi.
Með þakklæti og virðingu
kveð ég Jóhönnu tengdamóður
mína. Blessuð sé minning henn-
ar.
Ella B. Bjarnarson.
Amma Jóhanna var um
margt sérstök kona, lifði lífinu
og sá heiminn með sínum hætti.
Í augum margra var eitthvað
dulúðugt við hana. Segja má að
hún hafi haft listræna lund eða
listamannssál. Bræður hennar
voru margir þekktir fyrir list-
fengi sitt, og þótt amma hafi
ekki lagt listir fyrir sig fengu
listrænir þættir í persónuleika
hennar meðal annars útrás í
hannyrðum, prjónlesi og hekli
með óvenjulegum litasamsetn-
ingum. Myndlistarhæfileikarnir
í ættinni komu fram í börnum
hennar, og margir afkomendur
hennar eru listafólk sem hefur
fengist við ólíkar listgreinar.
Amma var jafnframt þekkt spá-
kona sem fjöldi fólks leitaði til,
og ýmsir höfðu mikla trú á hug-
arafli hennar og töldu hana
gædda óvenjulegum andlegum
eiginleikum. Hún var næm fyr-
ir fólki og hafði til að bera sér-
stakt mannlegt innsæi.
Amma Jóhanna gekk í gegn-
um ýmsa erfiðleika og þurfti að
þola áföll á ævi sinni. Það segir
sig sjálft að það hefur ekki ver-
ið einfalt fyrir konu af hennar
kynslóð að eignast ung barn ut-
an hjónabands, eða skilja svo
síðar við eiginmann sinn og
enda þannig hjónaband sem
hafði getið af sér þrjú börn.
Amma varð svo fyrir þeirri
sorg að heittelskaður seinni
eiginmaður hennar dó af slys-
förum frá ungum syni þeirra.
Hún glímdi lengi við erfiðan
meltingarsjúkdóm. Þrátt fyrir
þetta var sú amma Jóhanna
sem við barnabörnin þekktum
glaðlynd og fjörug, góðviljuð,
og alltaf stutt í einhvern grall-
araskap.
Örlæti ömmu Jóhönnu var
einstakt. Hún hafði aldrei háar
tekjur, en því sem hún vann sér
inn var hún fljót að miðla til
annarra. Hún var einstaklega
höfðingleg við barnabörnin sín,
og sýndi þeim alltaf mikla
hlýju. Enda hafði hún ákaflega
gaman af börnum.
Amma hafði heilmikinn húm-
or og það var stutt í hláturinn.
Hún tjáði sig stundum í hálf-
kveðnum vísum, óræðum setn-
ingum, og átti það til að vera
ögrandi á sinn kankvísa hátt.
Svo hafði hún líka til að bera
Jóhanna
Gunnarsdóttir
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr
að andlátum og útförum. Þar eru birtar
andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
sem eru aðgengilegar öllum en auk þess
geta áskrifendur lesið minningargreinar
á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum og aðrar gagnlegar
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát