Morgunblaðið - 01.02.2019, Side 27
Björn var virkur í starfi skáta-
hreyfingarinnar á yngri árum og
starfaði líka með Hjálparsveit skáta.
Hann starfaði enn fremur um skeið
á vegum Amerísku skátahreyfing-
arinnar í New Mexico og á vegum
Alþjóðahreyfingar skáta í svissnesku
Ölpunum. Hann æfði frjálsar íþrótt-
ir með meistaraflokki ÍR um árabil.
„Það fór lítið fyrir afrekum mínum á
því sviði en ég náði þó eitt sinn að
verða Reykjavíkurmeistari í 400 m
hlaupi en þann daginn hittist svo á
að bestu hlaupararnir voru fjarri
góðu gamni!“
Spurður um áhugamál segist
Björn Jón lesa mikið: „Ég hef mesta
ánægju af lestri íslenskra fræðibóka
og ævisagna. Ég reyni líka að lesa
alltaf bækur á öðrum málum og hef
mikinn áhuga á tungumálum. Mér
þótti ómögulegt að hafa ekki lært
frönsku í menntaskóla svo ég ákvað
að bæta úr því og er núna í frönsku-
námi.“
Björn Jón sat á námsárum í
stjórn Félags sagnfræðinema og var
virkur í starfi Heimdallar og SUS.
Hann sat í stjórn Sjálfstæðisfélags
Langholtshverfis, Sjálfstæðisfélags-
ins í Grafarvogi og miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins. Hann starfaði
einnig mikið með Verkalýðsráði
Sjálfstæðisflokksins og Verði og
stýrði ýmsum námskeiðum á þeirra
vegum. Björn var varaborgarfulltrúi
um hríð og sat í ýmsum nefndum á
vegum Reykjavíkurborgar 2014-
2018. Hann var formaður Frjáls-
hyggjufélagsins 2009-2012 og hefur
frá árinu 2018 setið í stjórn Stúd-
entafélags Reykjavíkur. Björn er
enn fremur formaður minjanefndar
skáta frá árinu 2009 og vinnur að
ritun sögu skátahreyfingarinnar á
Íslandi.
Björn Jón er framkvæmdastjóri
Félags hópferðaleyfishafa frá árinu
2013, en hans aðalstarf frá árinu
2006 hafa verið ritstörf og árin 2015-
2016 ritstýrði hann Reykjavík viku-
blaði. Þá kennir hann lögfræði við
Verzlunarskóla Íslands og er einn af
stjórnendum sjónvarpsþáttarins 21 á
Hringbraut.
Eftir Björn Jón liggja bækurnar
Hafskip í skotlínu (2008), Bylting og
hvað svo? (2015), Gjaldeyriseftirlitið.
Vald án eftirlits? (2016), The Capital
Controls Surveillance Unit. Out of
Control? (2017), Maður nýrra tíma.
Æviminningar Guðmundar H. Garð-
arssonar (2017), Í liði forsætisráð-
herrans eða ekki? (2017), og Lög-
fræði fyrir verzlunarskólanema
(2018). Þá hefur hann ritað fjölda
fræðigreina, auk greina í blöð og
tímarit.
Okkur lék forvitni á því hvort von
væri á nýrri bók frá Birni: „Það vill
svo skemmtilega til að ég er með
bók í prentsmiðjunni sem kemur út
síðar í þessum mánuði, en ég hef
unnið að henni allt síðasta ár. Ég er
stoltur af því að hún er prentuð hér
á landi. Því miður má ég ekki segja
frá því strax um hvað bókin er, en
hún er 544 blaðsíður og nokkuð
óvenjuleg.“
Björn hefur verið sæmdur gull-
merki Bandalags íslenskra skáta og
gullmerki Heimdallar, félags ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Fjölskylda
Systkini Björns Jóns eru Magnús
Daníel, f. 8.5. 1973, bifreiðarstjóri,
Margrét Hanna, f. 25.11. 1980,
hjúkrunarfræðingur, og Arna Björt,
f. 6.5. 1993, læknakandídat. Öll bú-
sett í Reykjavík.
Foreldrar Björns Jóns eru Bragi
Björnsson, f. 2.2. 1952, bifreið-
arstjóri og bókavörður í Reykjavík,
og k.h., Katrín Magnúsdóttir, f. 7.7.
1954, bókari í Reykjavík.
Úr frændgarði Björns Jóns Bragasonar
Björn Jón
Bragason
Katrín Magnúsdóttir
bókari í Rvík
Magnús Daníelsson
húsgagnasmíðameistari í Rvík, starfaði
við sína iðn í Skólastræti í 65 ár
Jóhann Daníel Daníelsson
verkamaður í Rvík
Arnbjörg Sigmundsdóttir
húsfreyja í Rvík
Guðjóna
Guðjóns-
dóttir Olsen
húsfreyja í
Khöfn
Rudolph
Olsen
fjármálastjóri
í Venesúela,
síðar Khöfn
Ólöf Magnúsdóttir
tækniteiknari í
Rvík
Brynja Örlygsdóttir dósent
í hjúkrunarfræði við HÍ
Þórður Örlygsson reglu-
vörður Landsbanka Íslands
Katrín Guðnadóttir
húsfreyja í Rvík
Kristinn Eyjólfsson
símamaður í Rvík
Margrét Kristinsdóttir
húsfreyja í Rvík
Sjöfn Björg Kristinsdóttir skrifstofum. í Rvík
Kristinn Grétarsson
múrarameistari
Lárus Grétarsson
knattspyrnuþjálfari
Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli
Péturssynir Álftagerðisbræður
Arnfríður Ingibjörg
Halldórsdóttir húsfr.
í Álftagerði, Skagaf.
Sigrún Ólafsdóttir
húsfreyja í Álftagerði
jarni Halldórsson á Uppsölum, Skagaf.Bgill Bjarnason frkvstj.
Búnaðarsambands
Skagafjarðar
EVilhjálmur
Egilsson rektor
og fyrrv. alþm. Sigríður Halldórsdóttir
húsfreyja á Mannskaðahóli
Jóhannes Bjarnason
kaupmaður í
Rammagerðinni
Svanhildur Jóhannes-
dóttir kaupmaður í
Rammagerðinni
Einar Leif
Nielsen
rithöfundur
Gróa Guðnadóttir
húsfreyja á Sleggjulæk, síðar
á Beitistöðum, Leirársv.
Bjarni Guðlaugsson
bóndi á Sleggjulæk,
Stafholtstungnahr., Mýr.
Jóhanna Bjarnadóttir
hjúkrunarkona í Rvík
Bjarni Björnsson
bifreiðarstjóri og
bókavörður í Rvík
Jóhanna Fríður
Bjarnadóttir útibússtjóri
hjá Íslandspósti
Sólveig Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík
Sigríður Egilsdóttir
húsfreyja í Keflavík
Egill Ingvason
frkvstj. Rafha
Jón Björnsson 1942-1963, stúdent Björn Jónssonverkamaður í Rvík
Jón Jónsson
bóndi á Mannskaðahóli,
Höfðahr., Skagafirði
Bragi Björnsson
bókavörður og bifreiðarstjóri í Rvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019
Ármúla 24 • S. 585 2800
VIENDA
borðlampi
Valborg Sigurðardóttir fæddist1. febrúar 1922 í Ráðagerði áSeltjarnarnesi en ólst upp á
Ásvallagötu 28 í Reykjavík. For-
eldrar hennar voru hjónin Ásdís
Margrét Þorgrímsdóttir húsfreyja, f.
1883, d. 1969, og Sigurður Þórólfsson
skólastjóri, f. 1869, d. 1929.
Valborg lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1941.
Hún hlaut styrk Menntamálaráðs og
stundaði nám í sálfræði við Háskólann
í Minnesota 1942-1943 og lauk BA-
prófi í uppeldis- og sálarfræði frá
Smith College, Massachusetts 1944
og MA-prófi þaðan 1946.
Valborg var skólastjóri Fósturskóla
Íslands frá stofnun árið 1946 og þar til
hún lét af störfum 1985. Þar vann hún
sannkallað brautryðjandastarf. Fáar
fagmenntaðar fóstrur voru á Íslandi
og ekki til nein skilgreining á fóstr-
unáminu sjálfu, starfi þeirra né hlut-
verki á íslenskum barnaheimilum.
Valborg í samstarfi við fleiri lagði
mikilvægan skerf í mótun og þróun á
faglegu hlutverki fóstrunnar, eða rétt-
ara sagt leikskólakennarans, en það
starfsheiti er frá Valborgu komið, í
nútíma leikskólauppeldi.
Valborg var kjörin heiðursdoktor
við Kennaraháskóla Íslands 2002 og
var heiðursfélagi í Fósturfélagi Ís-
lands og Sálfræðingafélagi Íslands.
Hún var sæmd riddarakrossi fálka-
orðunnar 1972 og stórriddarakrossi
1986.
Valborg skrifaði fjölda greina og
bóka um uppeldis- og kennslumál.
Meðal útgefinna ritverka má nefna
Myndsköpun ungra barna, 1989,
Leikur og leikuppeldi, 1991. Árið
2005 kom út bók hennar Íslenska
menntakonan verður til.
Eiginmaður Valborgar var Ár-
mann Snævarr, háskólarektor og
hæstaréttardómari, f. 18.9. 1919, d.
15.2. 2012. Börn þeirra eru Sigríður
sendiherra, Stefán, prófessor í Lille-
hammer í Noregi, Sigurður hag-
fræðingur, Valborg hæstaréttar-
lögmaður og Árni Þorvaldur,
upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Valborg lést 25. nóvember 2012.
Merkir Íslendingar
Valborg Sigurðardóttir
90 ára
Jónína Nielsen
85 ára
Gústaf Þór Tryggvason
Margrét Þorvaldsdóttir
Sæberg Þórðarson
80 ára
Bernharð Sigursteinn
Haraldsson
75 ára
Birgir Vilhjálmsson
Guðfinna Björnsdóttir
Hjörtur Jóhann Hinriksson
Jónas Guðmundsson
70 ára
Anna María Jónsdóttir
Guðbjörg K. Hjörleifsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir
Helgi Skúli Kjartansson
John Pauli Joensen
Vilberg Guðmundsson
60 ára
Einar Jónsson
Einar Þórketill Einarsson
Gunnar Pétur Gunnarsson
Hallfreður Óttar
Símonarson
Janusz Cholewinski
Lárus Ragnar Einarsson
Marta Jónsdóttir
Ómar Torfason
Sigurdór Már Stefánsson
Sigurður Kristinn Pálsson
Viðar Benediktsson
50 ára
Auður Ásgrímsdóttir
Birgir Hrafnkelsson
Hersteinn Kristjánsson
Hildur Þórsdóttir
Inese Jansone
Jacek Piotr Szpin
Jón Arnar Árnason
Józef Szarek
Kristín Huld
Gunnlaugsdóttir
Sigríður Gylfadóttir
40 ára
Andrea Karabin
Berglind Hallgrímsdóttir
Björn Jón Bragason
Helga Sigurðardóttir
Helgi Már Isaksen
Hulda Signý
Jóhannesdóttir
Ingvar Ingvarsson
Íris Dröfn Árnadóttir
Kristinn Kristjánsson
Nikolay Zhelyazkov Zhivkov
Olesya Anna Baldvinsson
Ólafur Árni Másson
Steinberg Reynisson
Sæmundur Þór Hauksson
Tómas Rúnarsson
Vivien Leigh Antonio
Örvar Konráðsson
30 ára
Abod György
Antonio Arana Lopez
Birgir Björn Birgisson
Bjarni Benedikt
Kristjánsson
Daniel Ben-Yehoshua
Edyta Anna Ufa
Hartmann Bragi
Stefánsson
Hákon Logi Sigurðarson
Höskuldur Bjarnason
Ivan Marinov Kalinov
Melkorka Rut Bjarnadóttir
Mubashar Nazar
Sunna María Einarsdóttir
Tereza Kocianova
Vlatko Gocevski
Zoran Plazonic
Til hamingju með daginn
40 ára Ólafur er frá
Dalbæ í Flóa en býr í
Brandshúsum 3. Hann er
vélvirki og annar eigenda
Vélsmiðju Suðurlands.
Maki: Jónína Ósk Ingólfs-
dóttir, f. 1979, nemi í op-
inberri stjórnsýslu við HÍ.
Börn: Árni Már, f. 2000,
og stjúpdóttir er Hjördís,
f. 1997.
Foreldrar: Már Ólafsson,
f. 1953, og Jóhanna Sig-
ríður Harðardóttir, f. 1955,
fv. bændur á Dalbæ.
Ólafur Árni
Másson
30 ára Birgir er Fá-
skrúðsfirðingur og er
kranamaður hjá Loðnu-
vinnslunni og Krönum
ehf.
Maki: Eydís Lilja Ólafs-
dóttir, f. 1990, skólaliði.
Börn: Kristófer Húni, f.
2011, og Sóley Birna, f.
2015.
Foreldrar: Birgir Krist-
mundsson, f. 1957, krana-
maður, og Áslaug Guðný
Jóhannsdóttir, f. 1958,
bús. á Fáskrúðsfirði.
Birgir Björn
Birgisson
30 ára Sunna er Reykvík-
ingur en býr í Hafnarfirði.
Hún er tannlæknir hjá
Tannheilsu.
Maki: Friðrik Árni Frið-
riksson, f. 1989, fjármála-
hagfræðingur í Seðla-
bankanum.
Börn: Elísabet Tanja, f.
2014, og Andrea Röfn, f.
2018.
Foreldrar: Einar Sveins-
son, f. 1965, og Guðný
Elísabet Óladóttir, f. 1968,
bús. í Reykjavík.
Sunna María
Einarsdóttir