Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
FATNAÐUR Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr lífrænni ull og silki
Kíktu á
netverslun okkar
bambus.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Smíði á fjórum togskipum sem Vard-
skipasmíðastöðin er að smíða fyrir Gjögur
hf. og Skinney-Þinganes í Víetnam hefur
gengið vel. Skipin verða sjósett í þessum
mánuði og í framhaldinu verða þau sett um
borð í flutningaskip og flutt frá Vung Tau,
skammt frá Ho Chi Minh-borg, áður Saigon,
til Noregs þar sem smíði skipanna verður
lokið.
Skipin fjögur eru hluti af sjö skipa rað-
smíðaverkefni sem íslensk útgerðarfyr-
irtæki sömdu um við Vard, sem rekur m.a.
skipasmíðastöðvar í Noregi, Rúmeníu og
Brasilíu, auk Víetnams. Auk Gjögurs og
Skinneyjar-Þinganess er verið að smíða tvö
skip fyrir Berg-Hugin, dótturfélag Síld-
arvinnslunnar, og eitt fyrir Útgerðarfélag
Akureyringa. Síðarnefndu skipin þrjú verða
að öllu leyti smíðuð í Noregi, en öll á að af-
henda skipin á þessu ári. aij@mbl.is
Ljósmynd/Freyr Njálsson
Gjögurbræður í Víetnam Skip Gjögurs hf. í skipasmíðastöð Vard skammt frá Ho Chi Minh-borg. Skipin fá nöfnin Vörður og Áskell og hefur FISK Seafood keypt eldri skip með sömu nöfnum.
Fjögur skip í flutningaskipi frá Víetnam til Noregs
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stefnt er að því að auka varmafram-
leiðslu Hellisheiðarvirkjunar úr rúm-
lega 130 megavöttum (MW) af
varmaorku í 200 MW næsta haust.
Varmastöðin verður stækkuð og
gerðar ákveðnar breytingar á
vinnsluferlum þar. Ekki er útlit fyrir,
að svo stöddu, að grípa þurfi til tak-
markana á notkun heits vatns á höf-
uðborgarsvæðinu næstu daga, að
sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur,
upplýsingafulltrúa Veitna.
Til eru holur á Hellisheiði sem eru
vökvamiklar og henta því síður til raf-
orkuframleiðslu þar sem sóst er eftir
gufuafli. Hægt er að tengja þessar
holur inn á varmaskiptana sem fram-
leiða hitaveituvatnið. Vatnið sem sent
er upphitað til neytenda frá Hellis-
heiðarvirkjun er sótt í Engidal vestan
undir Henglinum. Varmaframleiðsla
Hellisheiðarvirkjunar hófst árið 2010.
Samkvæmt upphaflegum ráðagerð-
um var gert ráð fyrir því að varma-
framleiðslugeta Hellisheiðarvirkjun-
ar gæti orðið allt að 400 MW.
Ekki stækkað á Nesjavöllum
Nesjavallavirkjun var tekin í notk-
un 1990. Þar er raforkuframleiðsla
auk þess sem ferskt vatn úr Þing-
vallavatni er hitað upp og sent til höf-
uðborgarsvæðisins. Framleiðslugeta
Nesjavallavirkjunar á heitu vatni
jafngildir 300 MW í varmaorku. Ekki
eru áform um stækkun hennar.
Framleiðslugeta Hellisheiðarvirkjun-
ar og Nesjavallavirkjunar er saman-
lagt ríflega helmingur af framleiðslu-
getu hitaveitunnar á
höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt
upplýsingum frá Veitum.
Heita vatnið frá Hellisheiðarvirkj-
un og Nesjavallavirkjun er upphitað
grunnvatn og inniheldur ekki jafn
mikið af efnum og hitaveituvatnið
sem kemur frá lághitasvæðum í Mos-
fellsbæ og í Reykjavík. Mest er af
kísli í heita vatninu sem kemur úr
borholum Veitna á Laugarnesi sem
er heitasta lághitasvæðið.
Morgunblaðið/Hari
Hellisheiðarvirkjun Varmastöðin verður stækkuð og gerðar ákveðnar breytingar á vinnsluferlum þar næsta haust.
Meira heitt vatn af
Hellisheiði í haust
Varmaframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar aukin í 200 MW
Arnarlax og Arctic Fish hafa kynnt
viðbót við frummatsskýrslu vegna
umhverfisáhrifa aukningar laxeldis í
sjókvíum í Patreksfirði og Tálkna-
firði. Skýrslunni er ætlað að bæta úr
þeim annmörkum sem úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auðlindamála
taldi vera á umhverfismati fram-
kvæmdarinnar. Varð það til þess að
rekstrar- og starfsleyfi fyrirtækj-
anna voru felld úr gildi.
Fyrirtækin fengu rekstrar- og
starfsleyfi til bráðabirgða hjá við-
komandi ráðuneytum í vetur, eftir að
lögum var breytt í kjölfar úrskurðar.
Úrskurðarnefndin taldi að ekki
hefði verið gerð nægilega góð grein
fyrir öðrum kostum en þeim sem fyr-
irtækin völdu. Í viðbótarskýrslunni
er staðsetningu kvía breytt, með til-
liti til nýrrar tækni og þekkingar og
til að draga úr neikvæðum áhrifum
laxeldisins. Þeir kostir sem úrskurð-
arnefndin nefndi sérstaklega, svo
sem eldi á ófrjóum laxi og notkun
lokaðra kvía, eru ekki taldir tækni-
lega mögulegir og samrýmast ekki
markmiðum framkvæmdarinnar.
Loks er gerð grein fyrir svokölluð-
um núllkosti, það er að segja hvaða
áhrif það hefði ef ekki yrði framhald
á eldi í þessum fjörðum.
Umhverfisvænasta aðferðin
„Það er engin umhverfisvænni að-
ferð til fiskeldis en eldi í hefðbundn-
um sjókvíum. Þar er laxinn næst
sínu náttúrulega umhverfi, þéttleiki
minnstur og ekkert rafmagn notað
til dælingar,“ segir Sigurður Péturs-
son, framkvæmdastjóri hjá Arctic
Fish. „Engin önnur aðferð fullnægir
þeim ströngu umhverfisstöðlum sem
við vinnum eftir.“ Hægt er að gera
athugasemdir við skýrsluna til 19.
mars nk. helgi@mbl.is
Bæta úr ágöllum
á umhverfismati
Nýtt mat á laxeldi í Patreksfirði