Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og
skoðið úrvalið
Stólar
Erum á
facebook
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Ami
Grace
Manning
Elton
Cato
Highrock
Sierra
Kelsey
Veður víða um heim 4.2., kl. 18.00
Reykjavík -1 skýjað
Hólar í Dýrafirði -2 skýjað
Akureyri -6 léttskýjað
Egilsstaðir -6 alskýjað
Vatnsskarðshólar 2 skýjað
Nuuk -10 léttskýjað
Þórshöfn 3 heiðskírt
Ósló -6 alskýjað
Kaupmannahöfn 1 alskýjað
Stokkhólmur -7 léttskýjað
Helsinki -4 léttskýjað
Lúxemborg 0 skýjað
Brussel 2 rigning
Dublin 8 heiðskírt
Glasgow 4 léttskýjað
London 7 rigning
París 2 rigning
Amsterdam 1 rigning
Hamborg 2 skýjað
Berlín 2 léttskýjað
Vín 1 léttskýjað
Moskva 1 rigning
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 9 heiðskírt
Barcelona 10 heiðskírt
Mallorca 12 heiðskírt
Róm 10 léttskýjað
Aþena 15 alskýjað
Winnipeg -21 alskýjað
Montreal -5 alskýjað
New York 3 heiðskírt
Chicago 4 rigning
5. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:56 17:28
ÍSAFJÖRÐUR 10:16 17:18
SIGLUFJÖRÐUR 9:59 17:01
DJÚPIVOGUR 9:30 16:54
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Norðaustan 13-20 m/s. Snjókoma
og síðar él norðan- og austanlands, en úrkomulítið á
SV- og V-landi. Hiti 0 til 4 stig syðst, annars 0 til 5
stiga frost.
Hvessir enn frekar þegar kemur fram á daginn, 18-28 m/s seinnipartinn og hvassast við fjöll S-
til. Slydda eða rigning allra syðst á landinu en dálítil slydda eða snjókoma A-lands.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Herkastalinn er aftur til sölu eftir að
hafa verið keyptur af Hjálpræðis-
hernum fyrir nokkrum árum. Hús-
eignin, Kirkjustræti 2, er nú í eigu
sjóðs sem er í rekstri hjá Gamma.
Valdimar Ármann, forstjóri
Gamma, segir eignina bjóða upp á
margvíslega möguleika. Herkastal-
inn sé án efa eitt helsta kennileiti
borgarinnar og sé mjög vel staðsett-
ur m.t.t. samgangna og auðvelt að
sjá fyrir sér að hann geti hýst ýmiss
konar starfsemi.
„Þetta er fallegt hús á frábærum
stað sem hentar undir margvíslega
starfsemi. Í húsinu hefur verið rekin
gisting í yfir 100 ár og því liggur
beinast við að húsið hýsi einhvers
konar gistirekstur. Jafnframt væri
mögulegt að nota húsið undir skrif-
stofur og til dæmis setja upp skrif-
stofuhótel,“ segir Valdimar.
Valdimar kveðst aðspurður frem-
ur sjá fyrir sér atvinnurekstur í hús-
inu en að því verði breytt í íbúðar-
húsnæði. Húsið sé við hlið fyrir-
hugaðrar skrifstofubyggingar
Alþingis og geti hentað undir opin-
berar stofnanir.
Kaflaskil skapa tækifæri
Spurður um tímasetningu sölunn-
ar bendir Valdimar á fjárfestingar-
markmið sjóðsins. Málið snúist
fremur um þau en ytri aðstæður í
hagkerfinu.
„Hins vegar eru tækifæri að skap-
ast fyrir kaupendur. Hægt hefur á
ferðaþjónustu. Við erum í vissum
kaflaskilum varðandi framhaldið í
greininni. Ég hygg að flestir séu
sammála um að áfram sé bjart yfir
ferðaþjónustunni. Slakinn sem er að
myndast gefur mönnum tækifæri til
að horfa til framtíðar, taka stöðuna
og endurmeta hvernig sumir hlutir
eru gerðir,“ segir Valdimar.
Nú sé tækifæri til að vinna hlutina
vel og vandlega og undirbúa til
langrar framtíðar. „Þá út frá hóg-
værum væntingum um fjölgun ferða-
manna,“ segir Valdimar.
Fram kom í Morgunblaðinu í
febrúar 2016 að Pálmar Harðarson,
fjárfestir hjá Þingvangi, hefði keypt
húsið í félagi við ísraelska fjárfestinn
Orit Feldman-Dahlgren, sem seldi
lúxusferðir til Norðurlanda. Kaup-
verðið væri 630 milljónir.
Pálmar kvaðst aðspurður hafa selt
sig út úr verkefninu. Margt hefði
breyst á hótelmarkaði síðan verkefn-
ið var í undirbúningi. Húsið var
byggt 1916 og er 1.405 fermetrar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hús Hjálpræðishersins Húsið Kirkjustræti 2 var byggt 1916. Það er skráð
sem gistiheimili í þjóðskrá. Leyfi er fyrir 133 gesti í húsinu.
Selja Herkastalann
Sögufrægt hús aftur til sölu Fjárfestar hættu við hótel
Fulltrúi seljanda segir mörg tækifæri bíða kaupenda
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ríkisstjórnin þarf að stíga þarna
inn af alvöru og þunga og skapa
rými fyrir fyrirtækin til að gera
þetta. Það þarf að skapa ákveðinn
grunn,“ segir Guðrún Hafsteins-
dóttir, formaður Samtaka iðnaðar-
ins. Fern heildarsamtök í atvinnulíf-
inu, aðallega samtök
matvælaframleiðenda, hafa samein-
ast um áherslur í matvælastefnu
fyrir Ísland og kynntu forsætisráð-
herra og þremur öðrum ráðherrum
ríkisstjórnarinnar hugmyndir sínar
í gær.
Samtök iðnaðarins, Samtök fyr-
irtækja í sjávarútvegi, Samtök
ferðaþjónustunnar og Bændasam-
tök Íslands hafa unnið saman að
þessu verkefni. Vekja þau athygli á
því að mikil tækifæri blasa við ís-
lenskri matvælaframleiðslu á næstu
árum og áratugum. Stefnumótun
stjórnvalda þurfi að endurspegla
þessi tækifæri og gera fyrirtækjum
í matvælaframleiðslu kleift að nýta
þau þjóðinni til heilla, stendur þar.
Undirstrika mikilvægið
„Við ákváðum að athuga hvort við
gætum sameinast um áherslur á
þessi sviði. Það tókst. Við viljum
lyfta undir og undirstrika að okkur
finnst þetta þýðingarmikið,“ segir
Sigurður Eyþórsson, framkvæmda-
stjóri Bændasamtaka Íslands. Hann
vekur athygli á því að matvælafram-
leiðslan sé á starfssviði margra
ráðuneyta. Nefnir að nú sé starfandi
verkefnisstjórn á vegum sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra um
þetta efni.
Guðrún Hafsteinsdóttir segir að
samtökin eigi sameiginlega snerti-
fleti; sjálfbærni, öryggi og heilnæmi
og verðmætasköpun. Þeir þurfi að
rýma hver við annan. Hún segir að
verkefnið hafi verið kynnt Samtök-
um verslunar og þjónustu og telur
hugsanlegt að þau komi síðar að
þessari vinnu eða fulltrúar neyt-
enda.
Áhersla á gæði
„Íslenskir matvælaframleiðendur
stefna að því að verða framúrskar-
andi á heimsvísu með sérstakri
áherslu á sjálfbærni, umhverfis-
vernd, hreinleika, rekjanleika og ör-
yggi,“ segir í sameiginlegri stefnu
samtakanna.
Gæðakerfi og innra eftirlit mat-
vælafyrirtækja, jafnt innlendra
framleiðenda sem innflutningsfyrir-
tækja, þurfa að sýna fram á að þau
starfi í samræmi við þessar
áherslur. Lögð er áhersla á að inn-
flutt matvæli þurfi að uppfylla sömu
kröfur og gerðar eru til innlendra
matvælaframleiðslufyrirtækja.
„Íslensk stjórnvöld munu styðja
við framgang þessara stefnumiða og
sjá til þess að íslenskir neytendur og
gestir sem sækja landið heim hafi
ávallt aðgang að fjölbreyttum og
heilnæmum úrvalsmatvælum,“ segir
einnig í tillögum samtakanna að
matvælastefnu. Telja samtökin að
þessi stefna geti mætt þeim áskor-
unum sem íslensk matvælafram-
leiðsla hefur búið við að undanförnu.
Vilja lyfta undir matvælaframleiðslu
Samtök á ýmsum sviðum matvælaframleiðslu kynna forsætisráðherra sjónarmið sín við mótun mat-
vælastefnu fyrir Ísland Stefnumótun stjórnvalda þurfi að gera fyrirtækjunum kleift að nýta tækifærin
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Sigurður
Eyþórsson
Dýrafjarðargöng lengdust um 111
metra í síðustu viku. Það er það
lengsta sem gangamenn hafa komist
á einni viku. Vegalengdin er með því
besta sem gerist, jafnvel Íslandsmet
að mati framkvæmdaeftirlits Dýra-
fjarðarganga.
Verktakarnir Metrostav a.s. og
Suðurverk hf. grafa þessa mánuðina
úr Dýrafirði. Í lok síðustu viku var
lengd ganganna þeim megin orðin
tæpir 797 metrar og samanlögð
lengd ganganna 4.454 metrar. Eru
þá aðeins eftir 847 metrar sem eru
16% af heildarlengd ganganna.
Framundan er næstsíðasta út-
skotið og verður því ekki slegið neitt
met í þessari viku. Framkvæmdaeft-
irlitið útilokar þó ekki að ný met
verði sett á komandi vikum, eftir að
útskotsvinnu lýkur.
Stytting um 27 kílómetra
Dýrafjarðargöng liggja á milli
Dýrafjarðar og Arnarfjarðar á Vest-
fjörðum, frá Mjólkárvirkjun í Arnar-
firði að Dýrafjarðarbrú. Göngin eru
um 5,6 km löng en auk þess þarf að
leggja um 8 kílómetra af nýjum vegi.
Þegar göngin verða tekin í notkun
styttist Vestfjarðavegur, á milli suð-
ur- og norðurhluta Vestfjarða um 27
kílómetra. Þá þarf ekki lengur að
fara yfir gamlan og brattan veg um
Hrafnseyrarheiði sem er lokaður yf-
ir háveturinn. helgi@mbl.is
Met sett við
gröft í Dýrafirði
Aðeins 847 metrar að gegnumslætti
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dýrafjarðargöng Vel gengur hjá gangamönnum þessar vikurnar.