Morgunblaðið - 05.02.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 05.02.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Fjölskyldufyrirtæki frá 1953 Þú kemur með fjórar flíkur en greiðir fyrir þrjár (ódýrasta flíkin frítt) 4 3fyrir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áfram eru merki um innstreymi kviku og þenslu á nokkurra kíló- metra dýpi undir Öræfajökli. Fjallið heldur áfram að tútna út um nokkra sentímetra ári. Við fylgjumst því áfram grannt með fjallinu og teljum brýna ástæðu til. Almennt sagt er þó heldur rórra við jökulinn en verið hefur lengi, segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri nátt- úruvárvöktunar á Veðurstofu Ís- lands. Áfram mælist óróleiki í Öræfajökli og reglulega koma skjálftar sem ná allt að þremur stigum að styrk. Jarð- skjálftavirknin er sambærileg núna og hún var áður en hún fór að aukast verulega árið 2017. Raunar hefur síðastliðna þrjá mánuði dregið veru- lega úr bæði fjölda og stærð skjálfta. Aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku kom þó skjálfti sem átti upptök sín rétt norðan við Hvannadalshnjúk og mældist hann 2,6 að styrk. Síðasti skjálfti 2,6 að styrk Veðurstofan er í rannsóknarsam- vinnu við vísindamenn við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð, varðandi innri gerð Öræfajökuls. Fyrstu nið- urstöður í rannsóknum gefa til kynna að frávik í jarðskjálftabylgju- hraða sé í berginu á um 4 til 8 km dýpi undir miðju eldfjallinu. „Þetta frávik getur verið vísbending um kvikuhólf á þessum stað. Þá sýnir greining á vatnssýnum úr þremur jökulám umhverfis eldfjallið, það er Kvíá, Virkisá og Kotá, engar breyt- ingar í efnasamsetningu síðastliðna mánuði, sem staðfestir að ekkert jarðhitavatn mælist í ánum. Þetta svo helst í hendur við að sigketillinn í miðri öskjunni hefur grynnkað síðan snemma í byrjun 2018 sem er til marks um að dregið hafi úr afli jarð- hita undir honum,“ segir Kristín. Áfram á óvissustigi „Við höfum Öræfajökul áfram á óvissustigi og fylgjumst með fram- vindunni,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Fundað var á dögunum um stöðu mála með sveitarstjórnarmönnum á Hornafirði svo og vettvangsstjórn almannavarna en hana skipa fulltrú- ar þeirra sem bjargir veita til dæmis í náttúruhamförum. Ljósmynd/Ingimar Eydal Flugsýn Öræfajökull í allri sinni dýrð blasti við farþegum sem komu með Icelandair frá Stokkhólmi á dögunum. Á sléttum fleti á hábungu jökulsins sést móta fyrir sigkötlunum. Áfram mælist óróleiki í Öræfajökli  Kvikuinnstreymi og fjallið heldur áfram að tútna út  Verulega dregur úr fjölda og stærð skjálfta Kristín Jónsdóttir Björn Ingi Jónsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það er vaxandi óróleiki í verkalýðs- hreyfingunni vegna þess hversu hægt miðar í kjaraviðræðunum á almenna markaðinum. Þrátt fyrir tíð fundar- höld um afmörkuð mál er enn ekki farið að takast að ráði á um stærstu úrlausnarefnin. Ágreiningur er að koma upp á yfir- borðið innan verkalýðshreyfingarinn- ar um þær ólíku hugmyndir sem ræddar hafa verið um styttingu vinnuvikunnar og tillögur Samtaka atvinnulífsins um meiri sveigjanleika vinnutímans. Stéttarfélögin fjögur sem hafa vísað kjaradeilunni til ríkis- sáttasemjara og Framsýn á Húsavík hafa með öllu hafnað hugmyndum SA um breytingar á vinnutíma og að lækka yfirvinnuálag úr 80% í 66%. Gagnrýna þau félaga sína í Starfs- greinasambandinu og iðnaðarmanna- félögin fyrir að ljá máls á að skoða þær hugmyndir áfram. Einn reyndur samningamaður sagði í gær að það myndi valda mikilli ólgu ef hluti verkalýðshreyfingarinnar semdi um svo róttækar breytingar fyrir sína fé- lagsmenn og ólíkar reglur giltu fram- vegis um vinnutímann eftir félögum. Félögin þrjú í SGS sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara og eru algerlega andvíg þessum hug- myndum eru með meirihluta launa- fólks í SGS að baki sér. Þau 16 félög í SGS sem ekki hafa vísað deilunni til sáttasemjara koma saman á fimmtu- daginn til að fara yfir stöðuna. Búið að gefa SA of mikið rými Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að stór hluti af viðræðunum hafi farið í að ræða hugmyndir SA sem lúta að breytingum á vinnustundafjölda o.fl. ,,Það má segja að það sé búið að gefa Samtökum atvinnulífsins allt of mikið rými í að ræða sínar hugmyndir. Þar af leiðandi held ég að sé komið að því að ræða núna okkar hugmyndir og kröfugerð,“ segir Vilhjálmur. Hann staðfestir að hugmyndir SA gangi m.a. út á lækkun yfirvinnuálagspró- sentunnar í 66% auk þess að fela í sér lengingu dagvinnutímabilsins og að kaupa kaffitímana af launafólki. ,,Við erum búin að hafna öllum þessum til- lögum,“ segir hann. Spurður hvort hluti verkalýðshreyfingarinnar sé að stefna í aðra átt en önnur félög í þessu máli segir hann margt benda til þess að það séu skiptar skoðanir. Yfirmarkmið að stytta vinnuvik- una og semja um góð laun Í umfjöllun á vefsíðu Samiðnar kemur fram að það verkefni að stytta vinnuvikuna án skerðingar á launum og gera samhliða ráðstafnir til að tekjur fyrir dagvinnu dugi til góðrar afkomu kalli á mikla yfirlegu og vand- aðar útfærslur. ,,Við erum að vinna með það yfirmarkmið að stytta vinnu- vikuna og semja um góð laun. Til að dregið verði úr yfirvinnu verður fólk að vera sæmilega sátt við það sem það ber úr býtum fyrir dagvinnuna. Það er löng hefð á íslenskum vinnumark- aði að vinna yfirvinnu og því þarf að breyta. Það er hins vegar ljóst að við breytum ekki gömlum hefðum á ein- um degi en það er sameiginlegur vilji til að hefja vegferðina að þessu mark- miði,“ segir þar. Í dag eru ráðgerðir samningafund- ir m.a. á milli SGS og SA vegna starfs- fólks í ferðaþjónustu og á morgun er boðað til sáttafundar í Karphúsinu. Leiðir skilur í viðræð- um um vinnutímann  Segjast hafna lækkun yfirvinnuálags úr 80% í 66% Morgunblaðið/Hari Kjaramál Samningamenn á fundi. Tvö íslensk uppsjávarskip, Jón Kjartansson SU 111 frá Eskifirði og Hoffell SU 80 frá Fáskrúðsfirði leita nú fyrir sér á kolmunnaslóð á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Ír- landi. Aðalsteinn Jónsson SU 11, er á leið á miðin og fjórða skip Eskju, Jón Kjartansson SU 311, leggur væntanlega úr höfn um miðja vik- una. Fleiri munu vera að íhuga kol- munnaveiðar meðan frétta er beðið af loðnuleit fyrir norðan land. Leita að kolmunna meðan loðnu er beðið Gera á listaverkaeign Listasafns Reykjavíkur sýnilegri í skólum borgarinnar í þeim tilgangi að efla áhuga nemenda á menningu og list- um, samkvæmt tillögu Mörtu Guð- jónsdóttur borgarfulltrúa sem lögð verður fram í borgarstjórn í dag. Eins leggur Marta til að verk Lista- safns Reykjavíkur verði sýnilegri í öðrum stofnunum borgarinnar í þeim tilgangi að sem flestir geti notið þeirra fjölda verka sem eru í eigu borgarinnar. Listaverkaeign verði gerð sýnilegri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.