Morgunblaðið - 05.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
SAMSTARFSAÐILI
Hringdu í 580 7000
eða farðu á
heimavorn.is
HVAR SEM ÞÚ ERT
Ekki er langt síðan fróðleiks-maður um fjármál og hagvís-
indi sagði shitcoin vera réttnefnið
á frægri rafmynt. Sumir móðg-
uðust, en aðrir sögðu uppnefni í
grófari kantinum ekki gagnast um-
ræðunni. En rit-
stjórn Viðskipta-
blaðsins segir
þessa smásögu úr
veröld rafmyntar:
Kanadísk raf-myntakauphöll, sem skuldar
viðskiptavinum sínum 190 milljón
Bandaríkjadali, tæpa 23 milljarða
króna, hefur ekki aðgang að meiri-
hluta fjárins – sem geymdur er í
formi rafmyntar sem ekki er hægt
að nálgast gegnum netið (e. cold
storage) – eftir að stofnandinn og
framkvæmdastjórinn lést í desem-
ber.
Ekkja stofnanda QuadrigaCX,Jennifer Robertson, hefur í
kjölfarið sótt um greiðslustöðvun,
og unnið er að því að endurheimta
aðgang að fjármununum, en að
minnsta kosti hluti þeirra var
geymdur á dulkóðaðri fartölvu
stofnandans, Geralds Cotten. Ro-
bertson segir Cotten hafa séð al-
farið um meðferð fjármunanna –
sem samanstanda af Bandaríkja-
dölum, fjórum tegundum bitcoin og
rafmyntunum litecoin og ether-
eum.
Virði rafmyntanna sem ekkinæst í er tæpar 150 milljónir
dala, eða tæpir 18 milljarðar ís-
lenskra króna.
Robertson sagði einnig frá því að
hún hefði engin skjöl tengd rekstr-
inum í höndunum.“
Á Íslandi er stundum deilt umtilveru álfa. Um hana þarf
ekki að deila. Álfar eru til svo lengi
sem einn eða fleiri trúa því. Það
segir bitcoin-lögmálið.
Álfar eru til og
þeir trúa á bitcoin
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Súlan er byrjuð að hreiðra um sig í
Eldey en á klettadranginum undan
Reykjanesi er stórt súluvarp.
Myndavélar eru í eyjunni og er hægt
að fylgjast með á eldey.is.
Sigurður Harðarson sem sér um
búnaðinn segir að atburðarásin hafi
verið hröð í fyrradag, á sunnudag.
Um klukkan tíu um morguninn hafi
verið farinn að sjást fjöldi fugla á
flugi umhverfis eyjuna. Hann var
með stöðuga upptöku fram yfir miðj-
an dag. Um klukkan 11 var kominn
fjöldi fugla fremst á brúnina. Í há-
deginu fjölgaði fuglinum hratt innar
á eyjunni, fyrir framan myndavélina.
Fljótlega hafi nokkrar súlur farið að
slást um yfirráð yfir þúfum fyrir
hreiður og þannig hafi það einnig
verið í gærmorgun.
Hreiðrin standa þétt og súluparið
ver hreiður sitt af hörku svo ná-
grannarnir nái ekki að ræna hreið-
urefni. Súlubyggðin er langt frá því
að vera kyrrlátur staður og allan
daginn hljómar urr og krunk.
Sigurður segir að lifandi mynd sé
á heimasíðunni á milli kl. 14.40 og
15.40 þessa dagana og svo sé upp-
takan spiluð fram að næstu upptöku,
á sama tíma daginn eftir. Á varptím-
anum er enn meira um að vera og þá
verður beina útsendingin lengd um
miðjan daginn. helgi@mbl.is
Hröð atburðarás hjá súlunni í Eldey
Fuglinn þyrptist að á einum degi
Hægt að fylgjast með baráttunni
Ljósmynd/Eldey.is
Eldey Súlan er að setjast upp á
klettadranginn þessa dagana.
Kærunefnd útboðsmála hefur stöðv-
að um stundarsakir útboð Garða-
bæjar á uppbyggingu og rekstri,
fjármögnun og byggingu aðstöðu til
líkamsræktar í og við íþrótta-
miðstöðina í Ásgarði í Garðabæ.
Sporthöllin ehf. kærði útboðið og
krafðist þess að kæruefndin felldi úr
gildi ákvörðun Garðabæjar um að
meta tilboð Sporthallarinnar ógilt og
ganga til samninga við Laugar ehf.
Að loknu forvali vegna verkefn-
isins voru þrír umsækjendur metnir
hæfir til þess að taka þátt í hug-
myndavinnu vegna þess, þ.á m.
Sporthöllin og Laugar, sem var síð-
an að því loknu gefinn kostur á að
taka þátt í næsta þrepi útboðsins og
setja fram endanlegt tilboð. Í októ-
ber tilkynnti Garðabær Sporthöll-
inni að tilboð hennar teldist ógilt og
var ákveðið að leita samninga við
Laugar.
Var ekki auglýst á EES
Sporthöllin taldi ákvörðunina að
meta tilboð þess ógilt ólögmæta.
Í niðurstöðu kærunefndarinnar
kemur fram að bæjarfélagið hafi
stefnt að gerð sérleyfissamnings um
rekstur og byggingu stöðvarinnar
og um hann gildi ákvæði laga um op-
inber innkaup og reglur um viðmið-
unarfjárhæðir Evrópska efnahags-
svæðisins. Leggja verði til
grundvallar að verðmæti þessa fyr-
irhugaða sérleyfis sé yfir tilgreindri
viðmiðunarfjárhæð og því hafi borið
skylda til að tilkynna um veitingu
þess með opinberum hætti á EES.
Útboðið hafi ekki verið auglýst á
EES og því séu komnar fram veru-
legar líkur á að reglur um opinber
innkaup hafi verið brotin. Hefur út-
boðið því verið stöðvað um stund-
arsakir eins og áður segir.
Kærunefnd stöðvar
útboð í Garðabæ
Sporthöllin kærði
útboð íþróttamið-
stöðvar við Ásgarð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Garðabær Auglýst var eftir um-
sóknum í opnu útboðsferli 2017.