Morgunblaðið - 05.02.2019, Side 9

Morgunblaðið - 05.02.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 Heimasíða var opnuð í gær þar sem sagðar eru 23 sögur af meintum kyn- ferðisbrotum og áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráð- herra, í garð kvenna og barna. Elsta sagan er frá árinu 1962 og sú yngsta frá árinu 2018. Sögunum var safnað saman á Facebook-síðu og er að finna á síðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Sögurnar eru nafnlausar en í yfir- lýsingu á heimasíðunni segir að nöfn þeirra sem sögurnar segja skipti ekki máli heldur Jón Baldvin sem gerandi. „Umræðan á að snúast um hann, brot hans og afleiðingar þeirra. Það er kominn tími til að Jón Baldvin taki af- leiðingum gerða sinna.“ Nokkrar af sögunum hafa verið sagðar í fjölmiðlum að undanförnu en Jón Baldvin hefur vísað þeim á bug. Fram kemur á heimasíðunni að þær sem segja frá eru meðal annars mág- kona Jóns, elsta dóttir hans, tvær systurdætur eiginkonu hans sem segja frá atvikum þegar þær voru 10 ára, fyrrverandi nemendur Jóns í Hagaskóla og Menntaskólanum á Ísa- firði, fyrrverandi samstarfskona hans í Alþýðuflokknum, starfskonur á bör- um og hótelum og dóttir fyrrverandi sendiherra Íslands í London, sem var 14 ára árið 1991 þegar þeir atburðir gerðust sem hún segir frá. Mbl.is ræddi í gær við konuna um frásögn hennar sem hún staðfesti að væri hennar. Í yfirlýsingu á heimasíðunni segjast konurnar, sem þar segja sögur sínar, vera stoltar af því að stíga þetta skref sem þær vissu að yrði hvorki auð- velt né sársauka- laust en það sé styrkur að gera það sem hópur. „Við viljum gera þær opinberar í anda þeirrar bylgju sem farið hefur yfir heiminn og sameinar konur þegar þær segja: Ég líka – Me too! Við viljum að það samfélag sem hefur litið undan þrátt fyrir að kynferðis- brot hans hafi verið gerð opinber geti nú lesið þær reynslusögur sem eru okkar sannleikur. Þannig viljum við frelsa okkur frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafa valdið okkur í áratugi. Við erum frelsinu fegnar.“ Ingibjörg fundaði með Jóni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi formaður Samfylkingarinn- ar, greindi frá því í áðurnefndum Fa- cebookhóp í gær að hún hafi árið 2007 heyrt af bréfaskriftum Jóns Baldvins við systurdóttur eiginkonu hans. Hún kveðst hafa boðað Jón Baldvin á sinn fund þegar hún hafði spurnir af því að honum hafi verið boðið sæti á lista Samfylkingarinnar síðar sama ár. Hafi Ingibjörg greint Jóni Baldvin frá vitneskju sinni og óskað eftir því að hann drægi sig af framboðslistanum. Samkvæmt frásögninni brást Jón Baldvin ókvæða við en lét taka sig af lista Samfylkingarinnar. Deila sögum af Jóni Baldvini  Ingibjörg Sólrún vissi af bréfum 2007 Jón Baldvin Hannibalsson fólk afgreiðir sig sjálft. Hefðbundnir afgreiðslukassar, þar sem starfs- maður stendur vaktina, verða aðeins tveir. Slíkar afgreiðslulausnir eru komnar nú þegar í nokkrar búðir Krónunnar og víðar. Stefna á opnun fleiri nýrra verslana „Sjálfsafgreiðsla er framtíðin og það sem viðskiptavinir kalla eftir Ný verslun Krónunnar í Skeifunni 11d í Reykjavík, sú 20. sem fyrir- tækið starfrækir, verður opnuð á fimmtudaginn. Hún er í rými þar sem áður var verslun Víðis, en starf- semi þeirrar keðju var hætt síðasta sumar. Eftirtekt vekur að nú verða keppinautar undir sama þaki, en í Skeifunni 11a er verslun Bónuss í nýju húsi sem var reist á reitnum þar sem voru þvottahúsið Fönn og verslun Griffils; hús sem eyðilögðust í eldsvoða sumarið 2014. Lágverðs- verslanirnar snúa hvor á móti ann- arri; framhlið Krónubúðarinnar veit til austurs en Bónus til vesturs. Frá þessum stað er svo ekki langt í Hag- kaup í Skeifunni og Iceland í Glæsibæ. Ferskvaran fær mikið rými „Við höfum haft áhuga á að vera með búð í eða við Skeifuna og loks- ins fengum við húsnæði sem hentaði. Stundum getur líka verið öllum til hagsbóta þegar fyrirtæki sem eru í samkeppni eru á svipuðum slóðum,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, í samtali við Morgunblaðið. Verslunin nýja verður 580 fermetrar að flat- armáli. Í framboði verður lögð áhersla á ferskmeti, svo sem kjöt, grænmeti og ávexti. „Ferskvaran fær hlutfallslega meira pláss í Skeif- unni en í öðrum verslunum okkar hingað til,“ segir Gréta. Í Skeifubúðinni nýju verða alls sex sjálfsafgreiðslukassar, þar sem enda geta þeir með þessu verið fljót- ari í gegnum verslunina og snöggir að ljúka sínum innkaupum þar,“ seg- ir Gréta María. Krónan stefnir á opnun þriggja nýrra verslana í næstu framtíð. Í fyrsta lagi búð í Norðlingaholti í Reykjavík og í undirbúningi er að opna verslanir Krónunnar við Norð- urhellu í Hafnarfirði og svo norður á Akureyri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Krónufólk Gunnar Þór Einarsson verslunarstjóri og Gréta María Grét- arsdóttir framkvæmdastjóri voru að standsetja nýju búðina í gærdag. 20. Krónuverslunin opn- uð í Skeifu á fimmtudag  Ferskvaran í öndvegi  Bónus er í sömu byggingu HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.