Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 10

Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg hyggst auðvelda húseigendum að fá samþykktar aukaíbúðir í húsnæði sínu. Með því gæti samþykktum leiguíbúðum fjölgað. Meðal annars er rætt um aukaíbúðir og bílskúra í þessu efni. Um leið fjölgar leigusölum. Því vaknar spurning- in hvernig leigu- tekjurnar eru skattlagðar. Fyrirkomulag skattlagningar er einfalt ef íbúðirn- ar eru ein eða tvær. Séu þær fleiri en tvær eykst flækju- stigið. Á vef ríkis- skattstjóra segir að frá og með 1. janúar 2016 sé ekki greiddur fjár- magnstekjuskattur af 50% af tekjum af útleigu íbúðarhúsnæðis til búsetu leigjanda. Fjármagnstekju- skattur er nú 22%. Af þessu leiðir að greiddur er 11% skattur af heildar- tekjum af húsaleigu. Hafi húseig- andi til dæmis 100 þúsund í leigu- tekjur á mánuði, eða 1.200 þúsund á ári, greiðir hann 11%, eða 132 þús- und, í skatt vegna leigunnar. Með því heldur hann eftir 1.068 þúsund krónum af ársleigunni. Ekki er heimilaður frádráttur á móti leigu- tekjum. Greiddar árið eftir Alexander G. Eðvardsson, sér- fræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG, segir aðspurður að þetta fyrirkomulag sé einfalt í fram- kvæmd. Leigutekjurnar séu taldar fram í skattframtali og skattur greiddur við álagningu fyrir viðkom- andi skattaár. Greiðslan fari fram á tímabilinu frá júní til des. árið eftir. Á vef ríkisskattstjóra segir jafn- framt að frá 1. janúar 2018 sé al- menna reglan sú að tekjur manna af útleigu íbúðarhúsnæðis, frístunda- húsnæðis eða annars húsnæðis, m.a. þar sem gisting er boðin gegn endurgjaldi, teljist stafa af atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Frá því séu þrjár undantekningar og ef þær séu uppfylltar teljist tekjurnar til fjármagnstekna utan rekstrar. Veittar eru undantekningar ef leigusali er sjálfur að leigja og getur dregið leigugjöld frá leigutekjum og ef útleigan telst til heimagistingar, samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sé um að ræða útleigu á íbúðar- húsnæði sem fellur undir húsaleigu- lög, enda séu hinar sérgreindu út- leigðu fasteignir ekki fleiri en tvær, telst það líka til undantekninga. Séu þær fleiri en tvær fellur það úr gildi. Alexander segir aðspurður að ef viðkomandi aðili er með þrjár eignir eða fleiri í útleigu teljist útleigan vera orðin atvinnustarfsemi. „Þá þarf að gera rekstrarreikning. Allt viðhald, fasteignagjöld, vaxtagjöld og annað sem tengist rekstrinum er þá frádráttarbært á móti leigu- tekjum. Hagnaður er þá skattlagður eins og launatekjur. Skatturinn get- ur verið annaðhvort 37% eða 46%, eftir því hvað viðkomandi hefur miklar aðrar launatekjur,“ segir Alexander sem reiknaði að beiðni Morgunblaðsins út hversu miklir slíkir skattar geta verið. Gjöldin frádráttarbær Miðað er við að leigusali eigi þrjár eignir og leigi hverja út á 220 þús- und á mánuði. Leigutekjur eru því 660 þúsund á mánuði eða 7,92 milljónir á ári. Þar sem um rekstur er að ræða eru gjöld frádráttarbær frá tekjum. Þetta er sýnt hér á grafi en til frá- dráttar eru fasteignagjöld, viðhald, afskriftir og fjármagnskostnaður. Að sögn Alexanders er hér miðað við að hver leigueining kosti 40 milljónir og þær þrjár samtals 120 milljónir. Áætlaður hagnaður af útleigunni er 984 þúsund. Skattlagningin er því 363 þúsund eða 455 þúsund eftir því hvort greiddur er 37% eða 46% tekjuskattur. Þar með er hins vegar ekki öll sagan sögð. Þannig mynda afskriftir frestaðan skattstofn. Hann er í þessu ímyndaða dæmi 2,4 milljónir á ári. Þessi skattstofn safnast upp og greiðist skatturinn þegar rekstri er hætt, eða eignirnar seldar. Uppsafn- aður skattstofn er því samanlagðar afskriftir á rekstrartímanum. Á einu ári væru greiddar 887 þús- und og 1.110 þúsund af 2,4 milljóna króna skattstofni. Þ.e.a.s. 37% eða 46% tekjuskattur. Afskriftirnar eru reiknaðar sem hlutfall af upphaflegu matsvirði eignarinnar. Hækki markaðsverð hækkar skattstofninn og skatt- greiðslur við sölu aukast. Í dæminu hér er matsverð eignanna 120 millj- ónir. Hækki markaðsverðið í 150 milljónir verður mismunurinn, 30 milljónir, því líka skattskyldur. Þessar 30 milljónir væru í flestum tilvikum ekki skattskyldar ef hús- eigandinn væri ekki í atvinnurekstri. Tekjuskatturinn bætist við Hins vegar þyrfti að greiða tekju- skatt af þessum 30 milljónum við sölu eignanna umfram þann skatt- stofn sem hefur myndast vegna ár- legra afskrifta. „Það hangir því yfir mönnum skattgreiðsla þegar þeir hætta útleigu sem telst til atvinnu- rekstrar,“ segir Alexander. Hann bendir á að tæknilega eigi afskriftir að bæta upp virðisrýrnun sem verð- ur við notkun. Hins vegar hafi fast- eignaverð almennt farið hækkandi. Misjafnir skattar á leiguíbúðir  Séu einstaklingar með fleiri en tvær eignir í útleigu greiða þeir 37% eða 46% tekjuskatt af tekjum  Annars borga þeir 11% skatt  Reykjavíkurborg hyggst greiða fyrir því að fólk leigi út aukaíbúðir Tekjur* Húsaleiga 7.920.000 Gjöld** Fasteignagjöld 240.000 Viðhald húsnæðis 396.000 Afskriftir 2.400.000 Fjármagnskostnaður 3.900.000 6.936.000 Hagnaður af útleigu 984.000 Skattlagning í lægra skattþrepi*** 363.490 Skattlagning í hærra skattþrepi 455.002 Frestaður tekjuskattur Matsverð fasteignar 120.000.000 Bókfært verð í árslok 117.600.000 Skattstofn 2.400.000 Skattur þegar hann kemur til greiðslu Skattlagning í lægra skattþrepi*** 886.560 Skattlagning í hærra skattþrepi 1.109.760 Skattur af útleigu á íbúðarhúsnæði Skattskylda af útleigu íbúðarhúsnæðis sem telst atvinnurekstur *M.v. 3 x 220.000 kr. mánaðar- leigu, alls 660.000 kr./mán. **Fasteignagjöld: 0,2% af matsverði (120.000.000). Viðhald; áætlað 5% af tekjum. Afskriftir: 2% af matsverði (heimilt að afskrifa 1-3% á ári). Fjármagnskostnaður: m.v. 50% lán með 6,5% vöxtum, óverðtryggt. ***Lægra skattþrep: 36,94%. Hærra skattþrep: 46,24%. Morgunblaðið/Baldur Miðborgin Einstaklingar sem leigja út íbúðir þurfa að greiða misjafnlega háa skatta eftir því hvort útleigan telst til atvinnurekstrar eður ei. Alexander G. Eðvardsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 HUSQVARNA Brilliance 75Q Verð: 214.900 kr. HUSQVARNA Opal 690Q Verð: 134.900 kr. PFAFF Expression 720 Verð 199.900,- HUSQVARNA Brilliance 80 Verð: 549.900 kr. Nýjar saumavélar „Orsök strandsins var óvarleg sigl- ing á viðsjárverðu svæði og örugg siglingaleið ekki tryggð,“ segir í skýrslu siglingasviðs Rannsóknar- nefndar samgönguslysa um strand farþegabátsins Austra við Skorey, austan Stykkishólms 27. desember 2017. Nefndin átelur að haffæris- skírteini hafi verið útrunnið og lög- skráning í ólagi. Í sérstakri ábend- ingu vegna strandsins ítrekar nefndin að ekki eru öll rafræn sigl- ingakort viðurkennd sem öruggur siglingabúnaður, en í skýrslunni er m.a. fjallað um rafræna kortagrunna og sjókort. Austri lét úr höfn í Stykkishólmi um kl. 13.10 í skoðunarferð með sjö farþega og ungbarn. Á siglingunni til baka var siglt meðfram og austur fyrir Skorey, austur af Stykkishólmi, þar sem Austri strandaði um kl. 14.15 Við strandið slasaðist einn far- þeginn lítillega en sauma þurfti nokkur spor á höfði hans. Mikill viðbúnaður var vegna strandsins og voru björgunarsveitir á Snæfellsnesi ræstar út ásamt fjölda skipa á svæðinu og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar fyrstu aðilar komu á vettvang var leki kom- inn að bátnum en farþegarnir voru þá komnir í gúmmíbjörgunarbát ásamt skipstjóra. Farþegaskipið Særún kom fyrst á vettvang og var ákveðið að draga gúmmíbjörgunarbátinn að Arnari SH sem kominn var á vettvang. Sök- um þess hversu hátt var upp í það skip var gúmmíbjörgunarbáturinn dregin að Særúnu og fólkið tekið þar um borð. Ekki reyndist þörf fyrir að- stoð þyrlu. Um kl. 15 var allt fólkið, sem var orðið kalt, komið um borð í farþegaskipið Særúnu sem sigldi með það til Stykkishólms þar sem það fékk aðhlynningu og læknis- hjálp. Um kl. 15.15 dró Sjöfn SH 707 Austra á flot. „Óvarleg sigling á viðsjárverðu svæði“  Rafræn siglingakort eru ekki öll við- urkennd sem öruggur siglingabúnaður Strandaði Sjöfn SH 707 dró far- þegabátinn Austra af strandstað og síðan til hafnar í Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.