Morgunblaðið - 05.02.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
Vatnsheldir
Kuldaskór
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Innbyggðir
broddar
í sóla
Verð 16.995
Stærðir 37 - 41
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
„Það er ekki spurning hvort þetta
gerist, heldur hvenær,“ segir Bjarni
Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðs-
stjóri í Borgarbyggð, um ummæli
Trausta Jónssonar, sérfræðings í
veðurfarsrannsóknum, í Sunnudags-
blaði Morgunblaðsins um liðna helgi.
Trausti sagði þá aðeins tímaspursmál
hvenær mjög slæmir gróðureldar
myndu brjótast út í þétt grónum
sumarhúsabyggðum hér á landi.
Bjarni tekur undir það.
„Þetta eru orð í tíma töluð hjá
Trausta. Ég held að slökkviliðin al-
mennt séu illa búin að takast á við
svona. Það þarf að verða hugarfars-
breyting varðandi búnað og annað
fyrir slökkviliðið. Þetta flokkast ekki
undir neitt annað en almannavarna-
ástand ef svona gerist. Til dæmis á
mínu svæði, í Munaðarnesi og í
Skorradalnum; þetta yrðu hamfarir.
Heilu sumarhúsahverfin gætu hrein-
lega horfið,“ segir Bjarni.
Trausti sagði að hættan væri fyrst
og fremst fólgin í ræktun sumar-
bústaðaeigenda í þéttri byggð og
aukinni grósku vegna hlýnunar jarð-
ar. Bjarni segir þetta hárrétt og er
minnugur Mýraeldanna árið 2006,
sem nefndir voru mestu sinueldar Ís-
landssögunnar.
„Ég kem aldrei til með að gleyma
þeim. En það virðist ósköp lítið hafa
gerst síðan þá í sambandi við þessi
mál. Því miður finnst mér gæta sof-
andaháttar gagnvart þessu hjá
stjórnvöldum. Mér finnst fólk hafa
sofið mjög á verðinum. Það er ekki
nóg að tala um hlutina heldur þarf að
gera eitthvað róttækt.“
Ekki meðvitaðir um alvarleika
Bjarni segir að margir sumarhúsa-
eigendur séu heldur ekki meðvitaðir
um alvarleika málsins. Tré séu
gróðursett alveg heima við hús, sem
auki enn frekar hættuna á því að eld-
ur læsist í húsin ef hann breiðist út í
gróðrinum. Þá sé oft mikill eldsmatur
í geymslum undir veröndum. Fólk sé
hreinlega að bjóða hættunni heim.
„Ef eitthvað gerist þá reynum við
allt sem við getum til að hefta út-
breiðsluna, en við getum lent í alveg
hreint rosalegum hremmingum. Við
höfum bara stóra, þunga bíla og þurf-
um að geta sent menn í þjálfun til
þess að kynna sér hvernig aðrir haga
þessu. Við höfum bara ekki peninga í
það,“ segir Bjarni.
Geta breiðst út á gönguhraða
Sverrir Haukur Grönli, vara-
slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum
Árnessýslu, segir að þar á bæ hafi
menn einnig áhyggjur af stöðunni
enda séu skógi vaxnar sumar-
húsabyggðir víða í umdæmi þeirra.
„Skógareldar geta breiðst út á
gönguhraða. Það var engin hugsun
að búa til brunavarnarlínur þegar
byrjað var að reisa sumarhúsabyggð-
ir. Þær hafa þess vegna sprottið upp á
samfelldu svæði,“ segir Haukur, en
nefnir til að mynda að Brunavarnir
Árnessýslu hafi kerrur með dælubún-
aði til taks við sumarhúsabyggðir þar
sem erfitt er að koma að stórum dælu-
bílum.
Tíðarfarið er að breytast
„Við erum ekki á sama stað og er-
lendis þar sem hægt er að kalla til
margar þyrlur og meiri búnaður er til
umráða. Auðvitað höfum við áhyggjur
af þessu. Við sjáum að tíðarfarið er að
breytast. Við fengum miklar rign-
ingar í fyrra en í ár geta alveg orðið
miklir þurrkar. Við viljum ekki vera
með hræðsluáróður, en þurfum að
hafa hugann við þetta,“ segir Haukur.
Gætu orðið svakalegar hamfarir
Slökkvilið eru almennt illa í stakk búin til að takast á við mikla gróðurelda Heilu sumarhúsa-
hverfin gætu hreinlega horfið, segir slökkviliðsstjóri Hugarfarsbreyting og fræðsla er nauðsynleg
Morgunblaðið/Júlíus
Gróðureldar Aukin hætta er talin á því að miklir gróðureldar brjótist út hér á landi, sérstaklega í þétt grónum sumarhúsabyggðum. Slökkvilið hafa hér
víða þurft að berjast við erfiða gróðurelda, meðal annars í Heiðmörk þar sem þessi mynd var tekin 2012 þegar á fimmta tug manna tók þátt í aðgerðum.
„Forvarnir eru númer eitt, tvö og þrjú sem slökkviliðið
getur gert. Alveg eins og þegar við byrjuðum með bíl-
belti eða að flokka rusl. Það tekur tíma að fá fólk til að
hugsa,“ segir Sverrir Haukur Grönli, varaslökkvi-
liðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu. Hann sat í stýri-
hópi um þessi mál fyrir Mannvirkjastofnun og ríkis-
stjórnina síðasta vetur. Úr því starfi kom meðal annars
heimasíðan grodureldar.is sem geymir mikið fræðslu-
efni um málið.
„Við getum sett alls konar reglugerðir og keypt fullt
af búnaði, en fyrst og fremst þurfum við að fá almenning til þess að vita
hvað þarf að varast. Það sem er aðalmálið í dag er fræðslan.“
Mikilvægt að fræða almenning
SUMARHÚSAEIGENDUM BENT Á GRODURELDAR.IS
Sverrir Haukur
Grönli
Búist er við því að vegir á Suðurlandi
lokist eða verði ófærir í dag vegna
veðurs. Veðurstofan hefur gefið út
appelsínugula viðvörun vegna hvass-
viðris eða storms í Austur-Landeyj-
um og þar austur af eftir klukkan 15
í dag.
Vegagerðin reiknar með að loka
þurfi vegum á Suðvestur- og Suður-
landi. Fyrst verður Hellisheiði og
Þrengslum lokað, um klukkan 6 að
morgni og síðan veginum um Kjal-
arnes og Mosfellsheiði kl. 7. Líklegt
er talið að Kjalarnesi verði opnað
aftur um klukkan 12 en Hellisheiði,
Þrengsli og Mosfellsheiði verði lokuð
þar til í fyrrramálið.
Búist er við að veginum á milli
Hvolsvallar og Víkur verði lokað um
klukkan 12 og Skeiðarársandi og
Öræfasveit um klukkan 15. Öll þessi
leið verður væntanlega lokuð fram
undir morgun og suðurströndin
heldur lengur.
Appelsínugul viðvörun
Veðurstofa Íslands segir að það
gangi í austanstorm eða rok og jafn-
vel staðbundið ofsaveður í Austur-
Landeyjum og undir Eyjafjöllum
síðdegis í dag og fram á kvöld. Hvið-
ur geta náð allt að 45 metrum á sek-
úndu. Hætta er talin á foktjóni og
ekkert ferðaveður, segir á vef Veð-
urstofunnar.
Stormur og slæmt ferðaveður
Vegagerðin bendir vegfarendum
einnig á að víða séu vegir hálir, þar
sem kalt veður með stífri norðanátt
valdi því að hálkuvörn bindist illa við
yfirborð vega.
„Hluti hálkuvarnarefnis fýkur af
við dreifingu og öðrum hluta feykir
umferð burt. Yfirborð vegar getur
því orðið hált áfram þrátt fyrir
hálkuvarnir,“ segir í tilkynningu frá
Vegagerðinni.
Morgunblaðið/RAX
Ófærð Hringveginum austan við
Hvolsvöll verður lokað í dag.
Vegum lokað á Suð-
vestur- og Suðurlandi
Ekkert ferðaveður vegna storms