Morgunblaðið - 05.02.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.02.2019, Qupperneq 16
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Lífeyrissjóður starfs- manna ríksins, eru á meðal þeirra stofnanafjárfesta sem lagt hafa fé í sjö milljarða fjárfestingarsjóð Alfa framtak ehf., sem sagt var frá fyrir helgi að myndi ásamt Siglu ehf. fjármagna valfrjálst tilboð í hluta- bréf leigufélagsins Heimavalla hf. á tilboðsgenginu 1,3 á hlut. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Umrætt tilboð var lagt fram samhliða ósk þriggja hluthafa fé- lagsins, Snæbóls ehf. (7,54%), Gana ehf. (7,54%) og Klasa ehf. (3,85%), þar sem farið er fram á að stjórn Heimavalla boði til hluthafafundar þar sem tillaga um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NAS- DAQ Iceland hf. verði sett á dag- skrá, eða slík tillaga sett á dagskrá aðalfundar. Samtals eiga þessir þrír hluthafar 18,93% í Heimavöll- um. Ástæða þess að félögin þrjú vilja afskrá Heimavelli er sú samkvæmt tilkynningu að skráning félagsins á markað hafi ekki skilað væntum ávinningi fyrir hluthafa og félagið. Áberandi annars staðar Það sem vekur athygli við þátt- töku lífeyrissjóðanna í fjárfesting- arsjóðnum er að hvorki þessir sjóð- ir né aðrir af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa hingað til fjárfest að neinu ráði í Heima- völlum, hvorki í hlutabréfum fé- lagsins né í skuldabréfum, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sjóðirnir eru þrátt fyrir það áber- andi á hluthafalistum flestra ann- arra félaga í Kauphöllinni. Verðþróun Heimavalla hefur að mati þeirra aðila sem Morgunblað- ið ræddi við í gær valdið vonbrigð- um frá því félagið var tekið til við- skipta í Kauphöllinni 24. maí sl. á útboðsgenginu 1,39 krónur á hlut. Á útboðsdegi lækkaði gengið strax og hefur aldrei aftur náð útboðs- gengi sínu. Í gær hækkaði félagið um 4,62% og endaði gengið í 1,25 sem er hæsta gengi bréfanna síðan í júní á síðasta ári. Aðilar sem Morgunblaðið ræddi við sögðu að ákveðin óvissa hefði ríkt með bréf Heimavalla á mark- aði í gær vegna skorts á upplýs- ingum í fyrrnefndu tilboði hluthaf- anna. Ekki væri þar greint frá hverjar hugmyndir fjárfestanna væru fyrir félagið til framtíðar. Stærsta félagið Heimavellir eru stærsta almenna leigufélag landsins og skilgreinir sig sem íbúðaleigufélag að nor- rænni fyrirmynd. Félaginu var komið á fót árið 2014 og hefur fyrst og fremst vaxið með kaupum á eignasöfnum og sameiningum við leigufélög eins og Leiguliða ehf., Álftaver ehf. og V Laugaveg ehf., en sum hver höfðu þessi félög starf- að allt frá árinu 2001. Með samein- ingunni var eignasafnið með 191 íbúð í rekstri. Jafnt og þétt hefur bæst við eignasafnið síðan þá, sem einnig hefur verið endurskipulagt, og óhentungar einingar seldar og hagkvæmari íbúðir keyptar í stað- inn. Í lok 2018 var eignasafn félags- ins 1.900 íbúðir, samkvæmt upplýs- ingum á heimasíðu Heimavalla. Einstaklingar fá lægri vexti Magnús Árni Skúlason hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Reykjavik Economics segir að erfitt sé að segja nákvæmlega hvað valdi því að Heimavellir hafi ekki náð að fóta sig betur á hlutabréfamarkaðnum. Hann bendir á að það sé ákveðin skekkja fólgin í því að einstaklingar fái ódýrari lán til húsnæðiskaupa en fyrirtæki hér á landi. „Einstak- lingar geta fengið verðtryggt lán með 2,5% vöxtum, en til saman- burðar fengu Heimavellir 3,6% vexti í skuldabréfaútboði sínu í des- ember. Með þessu er verið að ýta einstaklingum út í að kaupa íbúð- ir.“ Spurður almennt um þátttöku líf- eyrissjóða í fjármögnun félaga eins og Heimavalla bendir Magnús á að í Bandaríkjunum og í Bretlandi sé algengt að lífeyrissjóðir fjárfesti í slíkum félögum. „Til langs tíma hefði maður haldið að það væri góð fjárfesting fyrir lífeyrissjóði að fjárfesta í svona félögum. En ís- lensku sjóðirnir hafa hingað til lík- lega litið svo á að það væri betri kostur að lána beint til sjóðfélaga.“ Stóru lífeyrissjóðirnir eru með í Heimavallatilboði 1,39 útboðsgengi 1,25 lokagengi í kauphöll í gær 1,30 tilboðsgengi í valfrjálsutilboði til hluthafa Virði eignasafns 55,6 milljarðar kr.* Stálskip ehf. 8,6% Snæból ehf. 7,5% Gani ehf. 7,5% Landsbankinn hf. 7,4% Birta lífeyrissjóður 5,6% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 4,8% Vátryggingafélag Íslands hf. 3,9% Klasi ehf. 3,9% M75 ehf. 3,8% Kvika banki hf. 3,7% 10 stærstu hluthafar** *Úr 9 mánaða uppgjöri. **Skv. heimavellir.is. Fjárfestingar » Fjárfestar í fjárfestingar- sjóði Alfa framtak ehf. eru lífeyrissjóðir að einum þriðja hluta, tæp 44% af því sem eft- ir stendur eru stofnanafjár- festar, tryggingafélög og eignastýringar, og 56% einka- fjármagn sem dreifist á hátt í 30 einstaklinga. » Sigla ehf. er fjárfestinga- félag í eigu Snæbóls ehf. og Gana ehf. sem aftur eru í eigu Finns R. Stefánssonar og Tóm- asar Kristjánssonar. Klasi ehf. er í eigu Siglu ehf.  Gengi Heimavalla ekki hærra síðan í júní 2018  Hluthafar vilja afskrá félagið 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is SIF íslenskt lambaskinn 50.400 GOLA skinnkragi 16.800 Velkomin í hlýjuna EIR úlpa 158.000 EIR úlpa m/refaskinni 158.000 DRÍFA skinnkragi 31.900 BÁRA leðurhanskar 5.900 ÞYTUR prjónahúfa 9.200 5. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.7 120.28 119.99 Sterlingspund 156.28 157.04 156.66 Kanadadalur 91.0 91.54 91.27 Dönsk króna 18.377 18.485 18.431 Norsk króna 14.19 14.274 14.232 Sænsk króna 13.235 13.313 13.274 Svissn. franki 120.57 121.25 120.91 Japanskt jen 1.0985 1.1049 1.1017 SDR 167.31 168.31 167.81 Evra 137.22 137.98 137.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.1673 Hrávöruverð Gull 1320.75 ($/únsa) Ál 1871.5 ($/tonn) LME Hráolía 61.97 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Írska lággjaldaflugfélagið skilaði 20 milljóna evra tapi á síðustu þremur mánuðum ársins 2018. Það jafngildir ríflega 2,7 milljarða króna tapi. Er það viðsnúningur frá fyrra ári þegar hagn- aðurinn nam 106 milljónum evra. Tekjur félagsins jukust hins vegar um 9% milli ára og farþegafjöldinn jókst um 8%. Sætanýting félagsins var 96% og breyttist ekki milli ára. Samhliða afkomutilkynningu sem fé- lagið sendi frá sér í gær var tilkynnt um talsverðar skipulagsbreytingar á vett- vangi félagsins. Þannig mun Michael O’leary, forstjóri félagsins setjast í stól forstjóra samstæðunnar, sem fjögur flugfélög heyra undir, Ryanair DAC, Laudamotin, Ryanair Sun og Ryanair UK. Þá hefur hann gert samning um að starfa hjá félaginu til næstu fimm ára eða til ársins 2024. Þá tilkynnti stjórn- arformaður félagsins til síðustu tveggja áratuga, David Bonderman, að hann hygðist hverfa úr stjórn á næsta ári. Hann hefur verið undir miklum þrýst- ingi frá því í fyrra um að segja af sér. Ryan air skilar talsverðu tapi á síðasta fjórðungi STUTT Landsbankinn var í hópi þeirra hlut- hafa í fjárfestingarsjóðnum Horn II, sem gekk inn í kaup Kólfs ehf. á hlut sjóðsins í Hvatningu. Síðastnefnda félagið á tæplega 40% hlut í Bláa lón- inu. Skv. nýjasta ársreikningi Horns II er eignarhlutur Landsbankans í sjóðnum 7,66%. Því má gera ráð fyr- ir því að óbeinn hlutur bankans í Bláa lóninu sé 740 milljóna króna virði. Heimildir Morgunblaðsins herma að langflestir hluthafar Horns II hafi ákveðið að ganga inn í kaup Kólfs ehf. á hlut Horns II í Hvatningu. Hins vegar upplýsti Morgunblaðið um það í liðinni viku að lífeyrissjóð- urinn Gildi hefði ákveðið að hverfa úr hlutahafahópnum. Sjóðurinn var ásamt Lífeyrissjóði verslunarmanna langstærsti hluthafinn í Horni II með ríflega 18% hlut. Þeir hluthafar í Horni II sem ákváðu að halda í eign- arhlut sinn, munu gera það í gegnum nýtt félag sem myndað verður um hlut þeirra og Kólfs ehf. í Hvatningu. Þá var þeim hluthöfum sem ekki vildu selja sig niður, boðið að skrá sig fyrir auknum hlut í Hvatningu. Síðdegis í gær höfðu svör ekki borist við því hver hlutdeild hvers og eins yrði, en viðmælendur Morgun- blaðsins gerðu ráð fyrir að hlut Gild- is yrði skipt í hlutfalli milli þeirra hluthafa sem lýst höfðu áhuga á að stækka við sig. Meðal annarra fyr- irtækja sem haldið hafa á óbeinum hlut í Bláa lóninu gegnum Horn II er tryggingafélagið VÍS. Skv. upplýs- ingum þaðan mun félagið áfram vera í hópi hluthafa fyrirtækisins. ses@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsulind Litlar breytingar verða á eignarhaldi Bláa lónsins. Landsbankinn heldur í hlutinn  Litlar breyt- ingar á eignarhaldi Bláa lónsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.