Morgunblaðið - 05.02.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.02.2019, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Milljónir hindúa böðuðu sig á mótum helgra fljóta á Indlandi í gær á fjöl- mennustu trúarhátíð heimsins. Þeir telja að baðið veiti þeim aflausn frá syndum og leysi þá undan hringrás endurfæðinga. Hefð er fyrir því að þúsundir helgra manna, sem nefnast Naga Sadhus, fari fyrir hindúunum, hlaupi naktir í kalt vatnið og veifi lurkum og sverðum. Hindúarnir böðuðu sig þar sem þrjú fljót, Ganges, Yamuna og Sa- raswati, renna saman, og baðið er álitið helgasta athöfnin á 48 daga trúarhátíð, Kumbh Mela, sem lýkur 4. mars. Rúmlega 30.000 lögreglu- menn voru á staðnum til að hafa stjórn á mannfjöldanum og koma í veg fyrir mannskæðan troðning. Indversk yfirvöld hafa einnig varið jafnvirði tæpra fimm milljarða króna til að loka holræsum, hreinsa sorp og gera ráðstafanir til þess að hindúarnir geti þvegið sér eftir at- höfnina svo þeim verði ekki meint af baðinu í menguðu vatni fljótanna. AFP Syndahreinsun Helgir hindúar baða sig á mótum helgra fljóta á Indlandi. Milljónir hindúa þvo af sér syndir í helgum fljótum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bretland, Frakkland, Spánn, Þýska- land og fleiri aðildarríki Evrópusam- bandsins sögðust í gær hafa ákveðið að viðurkenna Juan Guaidó, forseta þingsins í Venesúela, sem lögmætan forseta landsins þar til kosningar fara fram. Áður hafði Nicolás Mad- uro, leiðtogi sósíalistastjórnarinnar, hafnað kröfu ESB-ríkja um að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosn- inga. Stjórnvöld í Rússlandi gagnrýndu ákvörðun ESB-ríkjanna, lýstu henni sem ólögmætri íhlutun í innanríkis- mál Venesúela og sögðu þau reyna að „réttlæta tilraun til valdaráns“. Rússar eru á meðal helstu banda- manna sósíalistastjórnar Venesúela og hafa mikilla fjárhagslegra hags- muna að gæta í landinu. Rússnesk stjórnvöld voru í nánum tengslum við forvera Maduros, Hugo Chávez, og hafa aukið samstarfið við sósíal- istastjórnina á síðustu árum, m.a. með því að auka vopnasöluna til Venesúela, og framlengt lán. Stjórn- málaskýrendur telja að Rússar hafi veitt Venesúela lán að andvirði 17 milljarða bandaríkjadala, sem svar- ar rúmum 2.000 milljörðum króna, frá því að Maduro komst til valda ár- ið 2013, eftir að Chavez lést. Rússar óttast að þeir glati þessu fé ef Mad- uro hrökklast frá völdum. Vilja aðgang að olíulindum Eftir miklu er að slægjast því að Venesúela býr yfir meiri ónýttum olíuforða en nokkurt annað land í heiminum. „Þegar við sendum vopn þangað hugsaði enginn um hvernig við ættum að fá skuldina greidda. Ég tel að það sem menn hafi í reynd haft í huga sé aðgangur að olíulindum til vinnslu,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir rússneska hag- fræðingnum Andrej Movtsjan. Rússneska ríkisfyrirtækið Rosneft hefur fjárfest í mörgum olíuvinnslu- verkefnum í Venesúela og veitt ríkis- reknu olíu- og gasvinnslufyrirtæki landsins, PDVSA, há lán. Þótt rússneskir ríkisfjölmiðlar hamri á því að stjórnvöld á Vestur- löndum hafi gerst sek um ólögmæta íhlutun í málefni fullvalda ríkis hafa nokkrir stjórnmálaskýrendur í Rússlandi gagnrýnt fjárausturinn í sósíalistastjórnina. „Venesúela er svarthol sem hefur gleypt í sig millj- arða dollara frá Rússlandi … og ávinningurinn er enginn,“ hefur rússneska blaðið Kommersant eftir Míkhaíl Krútíkín, sérfræðingi í fjár- festingum Rússlands í olíuvinnslu. Utanríkisráðuneytið í Moskvu segir að rússneska stjórnin sé tilbúin að gera „allt“ til að styðja Maduro í deilunni en stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að Rússar gangi svo langt að beita hernaði til að verja sósíalistastjórnina. „Það væri brjál- æði af hálfu Rússa að reyna hern- aðaríhlutun,“ hefur BBC eftir Movt- sjan. „Venesúela er ekki Sýrland. Kínverjar eru þar og Bandaríkin eru miklu nær Venesúela.“ Bandaríkjastjórn hefur gripið til efnahagslegra refsiaðgerða gegn PDVSA sem á meirihluta í olíu- hreinsunarstöðvum í Texas í gegn- um dótturfélagið Citko. Rosneft á nú þegar 49% hlut í Citko og á veð í dótturfélaginu, þannig að rússneska fyrirtækið gæti eignast meirihluta í olíuhreinsunarstöðvunum í Texas. Mikið í veði fyrir Rússa í deilunni  ESB-ríki viðurkenna Guaidó sem forseta Venesúela AFP Boðar kosningar Juan Guaidó með stuðningsmönnum sínum í Karakas eft- ir að hann lýsti sig þjóðhöfðingja Venesúela þar til kosningar færu fram. ESB-ríkin ekki samstiga » Minnst 15 ESB-ríki hafa viðurkennt Juan Guaidó sem þjóðhöfðingja Venesúela: Austurríki, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Portúgal, Pólland, Spánn, Sví- þjóð, Tékkland og Þýskaland. » Önnur ESB-ríki, þ.á m. Grikkland, hafa hafa ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Guaidó. Abú Dabí. AFP. | Frans páfi tók í gær þátt í ráðstefnu forystumanna ólíkra trúarhópa í Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæm- anna, í sögulegri heimsókn sem mið- ar að því að stuðla að bættum sam- skiptum múslíma og kristinna manna. Þetta er í fyrsta skipti í sög- unni sem páfi heimsækir land á Ar- abíuskaganum. Heimsóknin til Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna stendur í tvo daga. Páfi hyggst halda messu á íþróttaleikvangi í höfuðborginni í dag áður en hann heldur til Rómar. Gert er ráð fyrir að um 135.000 manns sæki messuna og að hún verði fjölmennasta opinbera sam- koman í sögu Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Fyrr í gær fór páfi í forsetahöllina í Abú Dabí þar sem tekið var á móti honum með hersýningu. Hermenn skutu 21 byssuskoti upp í loftið á meðan herþotur flugu yfir og mynd- uðu flugslóða í fánalitum Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hvítu og gulu. Páfi ræddi síðan við Mohamm- ed bin Zayed, krónprins Sádi- Arabíu, og talið var að hann hefði meðal annars vakið máls á þátttöku Sameinuðu arabísku furstadæm- anna í hernaðinum í Jemen undir forystu Sádi-Arabíu. Páfi hvatti til þess í gær að endi yrði bundinn á stríðið í Jemen og Sýrlandi til að hægt yrði að bjarga nauðstöddum íbúum landanna, þeirra á meðal sveltandi börnum. Talið er að hungursneyð vofi yfir allt að tíu milljónum manna í Jemen. Ráðamenn Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa nefnt árið 2019 „ár umburðarlyndis“ en mannrétt- indahreyfingar hafa gagnrýnt þá fyrir mannréttindabrot gegn and- ófsmönnum, auk þátttöku landsins í hernaðinum í Jemen. Nær fjórir af hverjum fimm íbú- um Sameinuðu arabísku furstadæm- anna eru íslamskrar trúar en þar býr einnig tæp milljón kaþólskra manna. Farandmenn frá Asíulönd- um eru um 65% íbúanna. AFP Hvatt til friðar Frans páfi heilsar Ahmed al-Tayeb, æðsta ímam al-Azhar, helsta menntaseturs súnní-múslíma í Egyptalandi, á ráðstefnu í Abú Dabí. Páfi boðar frið í sögulegri ferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.