Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 18

Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsvarsmennfernrahelstu lyk- ilsamtaka í íslensku atvinnulífi gengu í gær á fund Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra með tillögur undir yf- irskriftinni „Matvælastefna fyrir Ísland“. Í bréfi forsvarsmanna samtakanna fernra, Samtaka iðnaðarins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka ferða- þjónustunnar og Bændasamtaka Íslands, segir að mikil tækifæri blasi við í íslenskri matvæla- framleiðslu og það þurfi að end- urspeglast í stefnumörkun stjórnvalda til að fyrirtæki í matvælaiðnaði geti nýtt þau. Samhljómur er með þessum áherslum og leiðaraskrifum Morgunblaðsins bæði hvað snertir sjávarútveg og land- búnað og er full ástæða til styðja tillögurnar samtakanna. Í greinargerð með þeim er áhersla lögð á þrennt, sjálf- bærni, öryggi og heilnæmi og verðmætasköpun. „Íslensk matvæli, jafnt sjáv- arafurðir sem landbúnaðar- afurðir, eru þekkt fyrir hrein- leika og sjálfbærni,“ segir þar. „Lega landsins og veðurfar valda því að notkun varnarefna í landbúnaði er lítil sem engin. Einangrun búfjárstofna hefur í för með sér að búfjárheilsa er hér með því besta sem þekkist og sýklalyfjanotkun hverfandi miðað við það sem víðast er. Nytjastofnar sjávar eru nýttir á sjálfbæran hátt og íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með hafinu umhverfis landið. Enn- fremur er mengun af völdum ör- vera, lyfjaleifa og þungmálma í matvælum og fóðri vöktuð og niðurstöður birtar.“ Síðan segir að íslenskir mat- vælaframleiðendur sameinist um að „stefna að því að verða fram- úrskarandi á heimsvísu með sér- stakri áherslu á sjálfbærni, um- hverfisvernd, hreinleika, rekjanleika og öryggi“. Þá þurfi gæðakerfi og innra eftirlit mat- vælafyrirtækja, jafnt innlendra framleiðenda sem innflutnings- fyrirtækja, að sýna fram á að þau starfi í samræmi við þessar áherslur. Að auki þurfi innflutt matvæli að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til innlendra mat- vælaframleiðenda. Að lokum er skorað á íslensk stjórnvöld að styðja við „framgang þessara stefnumiða og sjá til þess að ís- lenskir neytendur og gestir sem sækja landið heim hafi ávallt að- gang að fjölbreyttum og heil- næmum úrvals matvælum“. Undanfarið hefur sérstaða Ís- lands í matvælaframleiðslu verið að koma betur og betur í ljós. Yfirgengileg notkun sýklalyfja í landbúnaði hefur leitt til þess að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, eru orðnar mjög út- breiddar. Sýklalyfjaónæmar bakteríur gætu valdið miklum skaða. Þegar sýkla- lyfin komu til sög- unnar varð bylting í heilbrigðismálum í heiminum. Það þarf vart að tíunda hví- líkt bakslag það yrði ef ekki yrði lengur hægt að nota sýklalyf gegn algengum sýk- ingum. Undanfarið hefur verið sagt frá aðgerðum til að hefta út- breiðslu svínaflensu í Evrópu. Á landamærum Danmerkur er til dæmis verið að reisa girðingu til að koma í veg fyrir að villisvín komist inn í landið frá Þýska- landi. Svínaflensan mun þó ekki vera hættuleg mönnum. Sýkla- lyfjaónæmu bakteríurnar eru það hins vegar og það er aug- ljóst að leggja verður höfuð- áherslu á að verjast þeim hér á landi. Þær tillögur, sem samtökin leggja fram, krefjast í raun ekki mikilla aðgerða. Ísland nýtur nú þegar sérstöðu í matvælafram- leiðslu, hvort sem það er í land- búnaði eða sjávarútvegi. Eins og segir í greinargerð þeirra upp- fylla íslensk matvælafyrirtæki allar kröfur Evrópusambandsins um hollustuhætti, dýravernd og matvælaeftirlit. Matvælastofnun sinnir víðtæku eftirliti og birtir reglulega skýrslur um allt frá skimunum vegna smitsjúkdóma í dýrum til hitastigs í lönduðum afla og eftirlits með aflameðferð og löndunaraðstæðum. Oft vill gleymast þegar borin er saman innlend vara og inn- flutt að framleiðendur sitja ekki við sama borð. Varnir geta hins vegar kostað sitt. Í greinargerð samtakanna fernra er sérstak- lega fjallað um þá heimild sem íslensk stjórnvöld hafa nú fengið til að setja sérstakar viðbótar- tryggingar vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti vegna forvarna. Gagnrýnendur hafa sagt að þetta sé ekkert annað en vernd- artollur. Það er öðru nær. Ís- lendingar feta hér í fótspor Svía og Finna og eru samferða Dön- um. Spurningin er mun frekar hvort ekki eigi að fara sömu leið til að koma í veg fyrir að afurðir mengaðar kampýlóbakter berist til landsins. Það vekur athygli hversu víð- tækra hagsmuna þau félög, sem standa að tillögunum, hafa að gæta. Þarna eru ekki aðeins Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Bændasamtök Íslands, held- ur Samtök iðnaðarins og Samtök ferðaþjónustunnar. Það þarf hins vegar ekki að vekja furðu. Umhverfissjónarmið valda því að kröfur um að flytja þurfi mat sem skemmstan veg til neytand- ans fara vaxandi. Í ferðaþjón- ustu sjá menn sér hag í því að geta boðið upp á innlenda fram- leiðslu. Þá eykur gróskumikil framleiðsla innanlands jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Það má gera sér mat úr þessum tillögum. Margt mælir með tillögum fernra lyk- ilsamtaka um mat- vælastefnu fyrir Ísland} Tækifæri í framleiðslu matvæla L andsmenn hafa margir beðið eftir nauðsynlegum samgöngubótum eða hreinlega að halda við þeim vegum sem fyrir eru. Verkefnin eru næg en fjármunir sem settir eru í þau litlir. Um alltof langan tíma hafa skattar og gjöld sem innheimt eru vegna akst- urs og ökutækja ekki ratað á þann stað sem þeim er ætlað, þ.e. til viðhalds og nýfram- kvæmda. Vegna þessa hafa mörg verkefni beð- ið og bíða enn þrátt fyrir stóraukna umferð, tjón og alvarleg slys sem ekki verða metin til fjár. Ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var innihaldslítil en líklega var fátt jafn rýrt og það sem sneri að samgöngu- málum. Síðastliðið haust var svartnættið slíkt hjá samgönguráðherra að hann varaði fólk við óraunhæf- um væntingum um samgöngubætur. Það er skiljanlegt þar sem hann var nýbúinn að samþykkja áður nefnda ríkisfjár- málaáætlun. Áætlun ráðherra gekk síðan meira og minna út á það að framkvæma eftir kjörtímabilið þótt bætt væri lítillega í á nokkrum stöðum. Það er eðlilegt að við lítum okkur næst þegar við veltum samgöngum fyrir okkur og hvað við teljum brýnast. Sveit- arfélögin í suðvesturkjördæmi hafa barist fyrir auknu um- ferðaröryggi. Nægir þar að nefna Reykjanesbraut, Reykjavíkurveg og Sundabraut svo nokkur verkefni séu nefnd. Þolinmæði þessara aðila er eðlilega á þrotum og nú er svo komið að margir sveitarstjórnarmenn á suðvest- urhorninu eru hlynntir veggjöldum verði það til þess að flýta framkvæmdum og auka öryggi. Í útvarps- viðtali kom fram hjá bæjarstjóra Hafnarfjarðar að hún teldi veggjöld eingöngu koma til greina ef fjármunirnir rötuðu beint í verkefnin á svæð- inu. Þetta er skiljanleg afstaða og fyrirmynd- irnar til en eins og flestir muna þá fóru gjöld sem greidd voru fyrir notkun á Hvalfjarð- argöngum í að greiða niður kostnað við þau. Kostnaður bifreiðaeigenda eykst að sjálfsögðu við notkun á gjaldskyldum vegum. Það verður því að vera markmið okkar, verði einhvers kon- ar veggjöld að veruleika, að annar kostnaður þeirra lækki á móti, t.d. kolefnisskatturinn, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert að sér- stöku áhugamáli sínu, eða bensíngjöld. Það er vel þess virði að reyna að finna leiðir til að fjármagna framkvæmdir með nýjum hætti. Það breytir því þó ekki að skattar sem innheimtir eru í dag vegna aksturs og ökutækja fara langt með að fjár- magna núverandi þörf. Því er eðlilegt, eins og áður hefur verið nefnt, að þeir lækki til móts við gjaldheimtu. Í um- ræðu um veggjöld má ekki gleyma að víða um land eru veg- ir sem algerlega eru óboðlegir, sama á hvaða tíma sólar- hrings ekið er um þá, og verða ekki lagaðir með gjaldheimtu á notkun. Sum okkar búa varla við samgöngur og annars staðar þurfa íbúar að leggja sig í hættu við að ferðast milli byggðarlaga, þeim má ekki gleyma. gunnarbragi@althingi.is Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Samgöngur Höfundur er alþingismaður suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það gæti bæði verið heppilegtog hagkvæmt ef verðandiÞjóðarsjóður yrði hýstur íSeðlabanka Íslands fremur en að heyra beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, eins og frum- varp efnahags- og fjármálaráðherra um stofnun sjóðsins gerir ráð fyrir. Þetta er mat yfirstjórnenda í Seðla- bankanum sem kemur fram í ít- arlegri umsögn Seðlabankans við stjórnarfrumvarpið um Þjóðarsjóð. Sjóðurinn á eins og fram hefur komið að vera vörn fyrir þjóðina ef stórfelld áföll ríða yfir og til hans eiga að renna tekjur ríkisins af arð- greiðslum og auðlindaafnotagjöldum frá orkuvinnslufyrirtækjum. Reikn- að er með að sjóðurinn verði feiki- lega stór í framtíðinni eða 250 til 300 milljarðar króna, sem jafngildir um 10% af landsframleiðslu. Viðskiptaráð, sem einnig telur hentugra að Þjóðarsjóðurinn verði hluti af efnahagsreikningi Seðla- bankans, bendir í umsögn á að fram- tíðarstærð sjóðsins samsvari útflutn- ingi sjávarafurða síðustu 13-15 mánuði. Rök byggð á misskilningi Mismunandi skoðanir á stofnun og fyrirkomulaginu í kringum vænt- anlegan Þjóðarsjóð koma fram í um- sögnum við frumvarpið sem sendar hafa verið til efnahags- og viðskipta- nefndar. Í umsögn Seðlabankans er lýst stuðningi við „þá hugmynd að nýta tímabundnar arðgreiðslur, svo sem af orkufyrirtækjum, í því skyni að auka viðnámsþrótt þjóðarbúsins gagnvart áföllum“. En með ítarleg- um rökstuðningi er m.a. á það bent að sjónarmið um vörslu Þjóðarsjóðs- ins séu þau sömu og sum þeirra markmiða sem liggja að baki vörslu gjaldeyrisforða Seðlabankans. ,,Vegna samlegðar við önnur verk- efni sem Seðlabankinn hefur, svo sem eins og varðveisla gjaldeyr- isvarasjóðs og lánamál ríkissjóðs, gæti verið hagkvæmt að Seðlabanki Íslands sæi einnig um daglegan rekstur og umsýslu Þjóðarsjóðs. Hann telur sig geta það með hag- kvæmum hætti og án þess að breyt- ingar yrðu gerðar á hlutverki stjórn- ar og annarra stjórnvalda við mótun fjárfestingarstefnu skv. frumvarp- inu,“ segir þar. Þá telja stjórnendur bankans að rök sem reifuð eru í greinargerð frumvarpsins gegn því að Seðla- bankanum verði falin umsýsla sjóðs- ins byggist á misskilningi. Góð reynsla sé af umsýslu um lánamál ríkissjóðs hjá Seðlabankanum. Ef farin yrði sú leið sem Seðlabankinn mælir með færi hann með umsýslu og framkvæmd en stefnumótunin og forsvar Þjóðarsjóðsins yrði hjá ráð- herra og stjórn sjóðsins. Viðskiptaráð leggur til annars konar fyrirkomulag en frumvarpið gerir ráð fyrir. Ekki sé ástæða til að arðgreiðslur Landsvirkjunar renni í sjóðinn heldur byggist hann upp hægt og bítandi í samhengi við þjóð- hagslega þróun t.d. ef útflutnings- tekjur vaxa óvenju hratt með til- heyrandi gjaldeyrisinnstreymi, gætu þær tekjur runnið í sjóðinn með gjaldeyrisinngripum Seðlabankans. Sjóðurinn yrði í vörslu Seðlabankans sem hluti af gjaldeyrisforðanum. Stærri gjaldeyrisforða verði með tímanum skipt í tvennt; hefðbundinn gjaldeyrisforða og Þjóðarsjóð og að- eins megi ráðstafa fjármunum í Þjóðarsjóðinn ef gjaldeyrisforðinn er yfir ákveðnu hlutfalli af landsfram- leiðslu. Vilja að Seðlabank- inn hýsi Þjóðarsjóð Morgunblaðið/Júlíus Framkvæmt Arðgreiðsla Landsvirkjunar á að fara í Þjóðarsjóð. Á sl. 5 ár- um lauk byggingu Þeistareykja- og Búðarhálsstöðva og Búrfellsstöðvar II. Viðskiptaráð ber saman stærð fyrirhugaðs Þjóðarsjóðs við nokkrar hagstærðir og sjóði í öðrum löndum í umsögn sinni. Ef heildareign sjóðsins yrði 300 milljarðar kr. jafngildir það 840 þúsundum kr. á hvern íbúa. Til samanburðar eru eignir lífeyris- sjóða rúmlega 12,2 milljónir á íbúa, erlendar eignir lífeyris- sjóða tæplega 3,3 milljónir á hvern íbúa og gjaldeyrisforði Seðlabankans rúmar tvær millj- ónir á íbúa. Erlendar skuldir rík- isins eru til samanburðar 361 þús. kr. á hvern íbúa og ófjár- magnaðar lífeyrisskuldbind- ingar eru 1.734 þús. kr. á íbúa. Ef litið er til annarra landa má sjá að norski olíusjóðurinn er metinn á 22,5 milljónir á hvern íbúa, írski fjárfesting- arsjóðurinn 576 þúsund kr. á íbúa og ástralski framtíðarsjóð- urinn 506 þús. kr. á hvern íbúa. 840 þúsund kr. á íbúa ÞJÓÐARSJÓÐURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.