Morgunblaðið - 05.02.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.02.2019, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 Íslendingum vegna yfirleitt vel hér í Noregi. Aðstæður að minnstakosti hér við vesturströndina eru um margt líkar því sem geristheima á Íslandi, takturinn í mannlífinu svipaður og tungumálin svipuð. Í norskunni sem er töluð hér um slóðir eru mörg orð sem einn- ig bregður fyrir í íslenskum enda er ekki langt héðan á þær slóðir sem íslensku landnámsmennirnir komu frá,“ segir Erlingur Níelsson sem er 57 ára í dag. Hann býr með sínu fólki í þorpinu Seimsfoss sem er við Harðangursfjörðinn í Noregi og þar unir fjölskyldan sér vel. Erlingur er Akureyringur að uppruna og fór um tvítugt til náms í liðsforingjaskóla hjálpræðishersins í Noregi og þar sköruðust leiðir þeirra Ann Marete Jakobsen. „Við fórum heim til Íslands og bjuggum þar í mörg ár. Þar starfaði ég lengi við fullorðinsfræðslu fatlaðra og á sumrin var ég fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Svo ákváðum við Ann að halda á heimaslóðir hennar, flytja til Noregs og taka nokkur ár þar. En við festum fljótt rætur í Noregi og erum ekkert á heimleið,“ segir Erlingur sem fyrstu árin ytra rak verslun, seldi harðfisk og stóð fyrir Íslandsferðum með Norðmenn. Fyrir nokkrum árum gerðist hann framkvæmdastjóri safnaða norsku kirkjunnar í Kvinnherad, á víðfeðmu svæði þar sem eru alls 13.000 íbúar og kirkjurnar alls tólf. „Þetta er fjölbreytt starf og áhugavert og mér hefur líka alltaf fundist gefandi að taka þátt í kirkjustarfi,“ segir Erlingur. Þau Ann Marete eiga fjögur börn, þrjú tengdabörn og jafnmörg barnabörn – þrennt af hvoru. Svo stór hópur þarf líka pláss og þessa dagana er fjölskyldan að koma í stand einbýlishúsi sem þau keyptu á dögunum. „Afmælisdagurinn fer í málningarvinnu og ég hlakka til,“ segir Íslendingurinn í Seimsfoss. sbs@mbl.is Lífsgleði Erlingur hér með afastelpunni Klöru Elea Jansdóttur. Vegnar vel í Noregi Erlingur Níelsson er 57 ára í dag J ón Sigurður Helgason fæddist 5. febrúar 1969 í Fossvogi í Reykjavík þar sem hann ólst upp og þar búa foreldrar hans ennþá. Jónsi, eins og hann er alltaf kall- aður, varð strax upptekinn af íþrótt- um. „Sérstaklega fótbolta og var fyrstu árin í KR-búningi en pabbi spilaði með gullaldarliði KR. Gegn- um æskuvini endaði ég samt á minni fyrstu æfingu hjá Val og hef verið Valsari síðan. Lífið gekk mikið út á fótbolta allt þar til ég hætti að spila með meistaraflokki 1997,“ en Jónsi varð bikarmeistari með Val 1991 og 1992. Jónsi gekk í Fossvogsskóla, Rétt- arholtsskóla, varð stúdent frá Verzl- unarskóla Íslands 1989 og cand.- oecon. frá Háskóla Íslands 1993. Hann varð löggiltur endurskoðandi 1998. Jón Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KPMG – 50 ára Fjölskyldan Stödd í París á Evrópukeppninni í fótbolta 2016, en Jónsi lék sjálfur fótbolta í meistaraflokki með Val. Stýrir fyrirtæki sem foreldrar hans stofnuðu Hjónin Jónsi og Erla á hrísgrjónaakri í Balí í fyrra. Garðabær Emma Júlía Davíðsdóttir fæddist í Reykja- vík 16. júní 2018. Foreldrar hennar eru Davíð Páll Jónsson og Klaudia Ewa Gargas. Hún vó 4.526 g og var 54 cm löng. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.