Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 29

Morgunblaðið - 05.02.2019, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019 www.gilbert.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hættu að vorkenna sjálfum þér því það eru margir sem hafa það verra en þú. Þú ætlaðir að taka heilsuna föstum tökum, var það ekki? 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kannt að meta fegurð í listum. Þú ert listamaður af guðs náð og gætir náð langt ef þú leggur þig eftir því. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú eignast nýja vini því þú átt auðvelt með að kynnast fólki. Hlutirnir eru sjaldnast eins einfaldir og við viljum hafa þá. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur hugsanlega til eirðarleysis í dag. Vitur leiðbeinandi mun vísa þér leið til drauma þinna. Hlustaðu á hann og lærðu sem mest. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það skiptir öllu máli að þú getir haft stjórn á skapi þínu í dag. Þér er boðið á list- sýningu og þar muntu upplifa ýmislegt sem á eftir að kæta þig í framtíðinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fylgdu engum að málum fyrr en þú ert viss um að þínum hag sé borgið. Það að eiga trúnaðarvin er lífsnauðsyn. Sinntu þeim sem þú átt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fullkomnunaráráttan í þér fer í taug- arnar á fólki. Geturðu ekki slakað aðeins á? Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn svona einu sinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einvera og næði er það sem þú þarfnast og þráir heitt. Þinn tími kemur og þú færð óskir þínar uppfylltar. Ástvinur þarf á þér að halda. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst lítið gerast í kringum þig og saknar gamla lífsins. Skynsamlegast væri að segja fátt en taka þeim mun betur eftir því sem aðrir segja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú leggur þig alla/n fram er ekki við þig að sakast þótt hlutirnir gangi ekki upp. Taktu neikvæðum viðbrögðum ekki illa, fólk þarf mislangan tíma til að átta sig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Bjartsýni þín leiðir þig langt og þegar sá gállinn er á þér njóta samstarfs- menn þínir einnig góðs af. Öllu gamni fylgir einhver alvara. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hóaðu saman gömlu vinunum og eigðu með þeim kvöldstund og rifjaðu upp gamlar minningar. Leyfðu þér að njóta lífs- ins. Áföstudag skrifaði Sigurlín Her-mannsdóttir í Leirinn: „Þótt veður hafi verið fallegt og stillt hér sunnan heiða er víst von á umhleyp- ingum. Þetta er líka árstíð allra veðra“: Okkur nærri nú er þorri nætur styttast sólin lætur. Býður allmörg, hátt með hvelli, hríðarveðrin, þessi tíðin. Fornar dyggðir fólkið gjarnan finnur sér í matarkynning. Vinsælt þema þjappar saman; þorra að blóta á slíkum mótum. Ólafur Stefánsson er garðyrkju- bóndi svo að eðlilegt er að nýjustu tíðindi úr borginni veki áhuga hans og því segir hann á Leir: „Það verð- ur ekki vandi að lifa af slappa hita- veitu í Reykjavík þegar pálmarnir eru komnir“: Í kælunni krassar og bítur, er kominn með hósta og snýtur, þá svíf ég í anda til suðrænna stranda, með sólskin og senjorítur. Við þessu brást Ármann Þor- grímsson: Freistingar Óla þó ögri og undir þeim líkaminn skjögri, ekkert er falt allstaðar kalt andinn er bara á flögri. Kristján Eiríksson skrifaði: „Pálminn er afskaplega fagurt tré og full ástæða til að skreyta með honum garða borgarinnar og torg enda hafa menn lengi látið heita eftir honum bæði menn og daga á landi voru saman ber þessa gömlu vísu: Víst pálminn læknar pínu og sorg, pálminn hár og fagur, svo pálmum okkar prýðir borg, Pálmasunnu-Dagur. Magnús frá Sveinsstöðum orti: Ofurmenni ýmis sé, á þá benda má. Þeim passa betur pálmatré, en pínulítil strá Ingólfur Ómar botnaði: Óráðsíu ekkert tálmar ennþá bruðlað er með fé. Ætla mætti að hann Hjálmar hengdur verði upp í tré. Sigmundur Magnússon sendi „Yl- boð“ með hlýrri kveðju á föstudag: Lama þanka vetrar völd, vorsins sílar þráin. Nístir úti nóttin köld norpa héluð stráin. Frýs nú víða foldarból, fjötur sárra kennda. Þeim, sem ekkert eiga skjól ylhjúp vil nú senda. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Froststillur, pálmatré og strá „fleiri uppsagnir hjá blaÐinu. jafnvel ég get ekki bjargaÐ starfinu hans Clark.” „ég ætla aÐ gefa þér eitthvaÐ sem slær á verkina.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta henni líða extra vel. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÚ ERT AÐ HORFA Á ÞÁTTINN MÁLNING ÞORNAR JÆJA, PRÓFUM AÐ SNERTA ÞETTA … ENN SVOLÍTIÐ BLAUT Æ, NEI! EF ÞÚ MYNDIR GIFTAST MÉR YRÐI LÍF ÞITT AUÐVELT! Í ALVÖRU? JÁ! ÉG MYNDI ÁKVEÐA ALLT FYRIR ÞIG! HLAUPTU! Hönd í bolta! Bolti í hönd! Hversuoft hrópa menn þetta upp yfir sig í miðjum knattspyrnuleik? Inni á vellinum, uppi í stúkunni, á knæp- unum og heima í stofu. Og deila svo um þetta dögum saman á eftir. Eitt af nýjustu dæmunum er þriðja mark argentínska stormsent- ersins Sergios Agüeros fyrir Man- chester City gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Bernd Leno, markvörður Arsenal, sló þá knöttinn í olnbogann á framherj- anum og þaðan hrökk hann í netið. Mark, sögðu sumir. Ómark, sögðu aðrir. Víkverji er á því að markið hafi átt að standa, eins og það gerði. Agüero fékk boltann bara í sig og gerði enga tilraun til að stýra hon- um með hendinni. Þess vegna hefði verið strangt að refsa honum. All- tént hefði allt orðið vitlaust hefði varnarmaður fengið knöttinn með þessum hætti í olnbogann og víti verið dæmt. x x x Sjálfur spilar Víkverji innanhúss-fótbolta með tveimur hópum og þar er ekki síður deilt um hendi og ekki-hendi en á leikjum í Englandi. Í öðrum hópnum er hendi dæmd ef menn eru að stækka sig, hreyfa sumsé hönd eða hendur frá líkam- anum. Séu þeir ekki að „stækka sig“ er látið kyrrt liggja. Ekki svo að skilja að þetta leysi alltaf málið enda líta menn ekki allt- af sama atvikið sömu augum. Þá er deilt. Og sumir verða reiðari en aðr- ir. Enda réttlætiskenndin misjöfn. Og sjónin, ef út í það er farið. x x x Þess vegna getur verið best aðhafa þetta eins og í hinum hópnum hans Víkverja, þá er alltaf dæmd hendi fari boltinn í hönd leik- manns. Alveg sama hvort hann er að „stækka sig“ eður ei. Án þess að vita það fyrir víst stafar þessi ein- falda en á köflum ósanngjarna regla ugglaust af því að meirihluti leik- manna í hópnum er lögmenn. Það þýðir að verði skrúfað frá málflutn- ingi, rökum með og á móti, í tilefni af því að boltinn fór (hugsanlega) í hönd leikmanns þá yrði ekki meira spyrnt þann daginn. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn.“ (Lúkasarguðspjall 14.27)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.