Morgunblaðið - 05.02.2019, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2019
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar
Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell
Listráð Hafnarborgar hefur valið
sýninguna Allt á sama tíma sem
haustsýningu Hafnarborgar 2019, í
sýningarstjórn Andreu Arnars-
dóttur og Starkaðar Sigurðar-
sonar. „Hugmyndin með sýning-
unni er að kanna hvernig listamenn
takast á við það frelsi sem finnst í
myndlist í dag. Hvernig hægt er að
búa til merkingu úr list sem getur
verið hvað sem er – málverk,
barnaleikfang, pappamassi, hreyf-
ing, hugmynd, ópera, gifs. Sýnd
verða verk í ólíkum miðlum, frá ol-
íumálverki til gjörninga, og gerð
tilraun til að sameina þær dreifðu
hugmyndir sem finnast í myndlist í
dag,“ segir um sýninguna í tilkynn-
ingu og að hún reyni ekki að búa til
sneiðmynd eða yfirlit yfir það
hvernig list sé í dag heldur verði
kannað hvernig listamennirnir,
sem standa frammi fyrir þessu
frelsi, móti merkingu úr því.
Allt á sama tíma í haust í Hafnarborg
Sýningarstjórar Andrea og Starkaður.
Reglugerð sem
heimilar greiðslu
sýningarstyrkja
til framleiðenda
kvikmynda á ís-
lensku hefur ver-
ið samþykkt og
undirrituð af
mennta- og
menningar-
málaráðherra, að
því er fram kemur á vef stjórnarráðs
Íslands. Þar segir að heimilt verði að
að veita sérstaka sýningarstyrki
vegna sýninga á kvikmyndum á ís-
lensku í kvikmyndahúsum hér á
landi í hlutfalli við heildarandvirði
seldra aðgöngumiða að sýningum á
viðkomandi kvikmynd.
„Íslenskar kvikmyndir skipa mik-
ilvægan sess í menningu okkar og
þessi nýja reglugerð fylgir eftir
þörfum breytingum á kvikmynda-
lögum sem samþykktar voru síðasta
vor,“ er haft eftir Lilju Alfreðs-
dóttur mennta- og menningar-
málaráðherra, og að heimilt sé að
styrkirnir nemi allt að 20% af heild-
arsölutekjum kvikmynda á íslensku
eftir því sem fjárveitingar leyfi.
Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir
umsóknum um sýningarstyrki.
Ráðherra heimilar sýningarstyrki
Lilja Alfreðsdóttir
FRÁ LOS ANGELES
Gunnar Valgeirsson
gvalgeir@gmail.com
Ólafur Arnalds og hljómsveit hans
hafa verið á tónleikareisu um
heiminn undanfarið eitt og hálft
ár, en það er við hæfi hjá þessum
tónlistarmanni sem hefur verið af-
kastamikill í að semja og flytja
tónlist undanfarin fimmtán ár – oft
í samvinnu við annað listafólk.
Hljómsveitin staldraði við hér í
Orpheum-leikhúsinu nálægt miðbæ
Los Angeles á föstudagskvöld.
Eins og mörgum lesendum
Morgunlaðsins er eflaust kunnugt
er erfitt að setja tónlist Ólafs í ein-
hvern ákveðinn flokk. Á nýjustu
útgáfu hans frá síðasta sumri –
Re:member – tók hann sig til og
notaði tónlistarhugbúnað til að
tengja píanóleik sinn við tvö önnur
píanó. Þessi tækniuppfinning er
hluti af sviðsetningu hljómsveitar
Ólafs, en hún er vel útsett fyrir
áhorfendur sem geta vel séð spilun
hljómsveitarmeðlima.
Uppselt var á þessa tónleika
og meðan salurinn smám saman
fylltist var hægt að hlusta á róleg
píanóverk sem sköpuðu viðeigandi
Stundum gerast töfrar
Morgunblaðið/Gunnar Valgeirsson
Tónleikastaðurinn Nafn Ólafs Arnalds upplýst á skilti Orpheum-leikhússins í Los Angeles.
stemningu. Það var nauðsynlegt
þar sem tónlist Ólafs krefst ákveð-
innar þagnar í salnum svo hægt sé
að njóta hennar en það getur oft
reynst erfitt fyrir yngri tónlistar-
unnendur hér í bæ. Lunginn af
tónleikagestum var í yngri kant-
inum – frá sjónarhorni sextugs
manns – en eftir að Ólafur og
hljómsveit hófu leik var alger
þögn í salnum.
Hljómlist Ólafs hafði sýnilega
áhrif á fólk því það hlustaði af
nærgætni og án venjulegrar
farsímaáráttu. Að loknu upphafs-
laginu, „Árbakkinn“, urðu góð
fagnaðarlæti, enda hafði fólkið
haldið vel aftur af sér.
Ólafur notaði pásuna fyrir
næsta lag til að tala við áhorf-
endur. Hann gerði góðlátlegt grín
að Los Angeles-borg, enda bjó
hann hér á tímabili þegar hann
samdi kvikmyndatónlist. Spaug
Ólafs féll í góðan jarðveg enda
eiga margir borgarar Los Angeles
auðvelt með að gera grín að
skemmtanabransanum í Hollywood
– sérstaklega þar sem svo margir
sem hér búa eru aðfluttir. Tal
Ólafs skapaði góðan anda í saln-
um.
Margir Íslendingar þekkja vel
til verka Ólafs, sem sveiflast á milli
hægláts píanóleiks sem stundum
þróast yfir í fallega hrynjandi þeg-
ar hljómsveitin kemur inn í verkið.
Blandan af klassískum hljóðfærum
og raftónlist virkar mjög vel og
augljóst er að hann hefur náð góð-
um tökum á því sem hann er að
gera.
Ólafur lék í tæpar tvær
klukkustundir og var honum og
hljómsveitinni fagnað geysivel í
lokin.
Undirritaður hefur verið við-
staddur marga tónleika íslensks
hljómlistarfólks hér í Kaliforníu
undanfarna þrjá áratugi og ekki er
laust við – þegar maður fer á jafn
marga tónleika ár hvert og raun
ber vitni – að tekið sé eftir sér-
stökum íslenskum þræði í tónlist
íslensks tónlistarfólks. Það er erf-
itt að lýsa því í orðum, en tónlist
Ólafs fellur vel inn í þennan þráð.
»Hljómlist Ólafshafði sýnilega áhrif á
fólk því það hlustaði af
nærgætni og án venju-
legrar farsímaáráttu.
Tíðindamaður Morgunblaðsins í
Los Angeles hafði samband við
Ólaf daginn sem hann hélt tónleika
í Warfield-leikhúsinu í San Fran-
cisco og innti eftir því hvernig tón-
leikahaldið félli inn í starf lista-
mannsins.
– Þú hefur verið á löngu tón-
leikaferðalagi frá því á síðasta ári
og það mun halda áfram í ár fram á
mitt sumar. Hver er hugmyndin að
baki svo löngum tónleikaferðum?
„Þetta er í raun enn lengra tíma-
bil en það sem þú nefnir. Við spil-
um á ýmsum tónleikahátíðum í
sumar en svo tökum við smá-
skorpu næsta haust og vetur. Sam-
tals er þetta rúmlega eitt og hálft
ár af tónleikaferðalögum. Heim-
urinn er mjög stór og maður reynir
að ná yfir flest helstu svæðin svo
þetta tekur bara sinn tíma. En
þetta er ákveðin lotuvinna og eftir
svona ferðalag tekur maður sér al-
gera pásu og nýtir tímann í að
vinna nýjar hugmyndir og nýja
músík,“ svarar Ólafur.
– Hvernig gengur með listahlið-
ina á tónlistinni á svo löngum
ferðalögum þegar svo mikill tími
fer í langar rútuferðir viku eftir
viku?
„Það gengur mjög takmarkað
satt best að segja. Þetta er nátt-
úrlega ansi þreytandi til lengdar
og flestar aukastundir nýttar í að
reyna að hvíla sig. En einstaka
sinnum gerast einhverjir töfrar, til
dæmis í hljóðprufum, og músíkin
flæðir.“
– Hefurðu tekið eftir einhverjum
mun á því hvernig áhorfendur
bregðast við tónleikunum í Evrópu
og hér í Norður-Ameríku?
„Áhorfendahópar hafa alltaf
sinn persónuleika. Í Ameríku er
fólk meira „vocal“; ef því finnst
eitthvað frábært finnur það sig
knúið til að kalla það yfir salinn, en
Evrópubúar eru hógværari. Hvort
tveggja er frábært á sinn hátt en
mér finnst skemmtilegt þegar and-
rúmsloftið er lifandi og frjálslegt.“
– Flestir tónleikanna á þessum
hluta ferðarinnar hér í Bandaríkj-
unum fara fram í eldri leikhúsum
og tónleikahöllum. Eru þessir sam-
komustaðir eitthvað sem þú hefur
lagt áherslu á varðandi andrúms-
loftið eða þróast þetta einfaldlega
af því hvað bókunarfyrirtækin hafa
að bjóða?
„Þetta á líka við um Evrópu. Ég
spila yfirleitt í svona sölum, göml-
um eða glænýjum. Þeir eru yfirleitt
af þeirri stærð sem hentar tónlist-
inni minni vel og eru sitjandi salir.
Þetta hefur mikið með andrúms-
loft að gera en einnig bara lógík –
ég er að reyna að skapa ákveðna
leikhússtemningu og þessir salir
hafa það sem við þurfum til þess,“
svarar Ólafur.
– Ertu að vinna að nýrri
tónlistarsmíð á þessu ferðalagi
eða er dagskráin of annasöm fyrir
svoleiðis vinnu?
„Ég er bara að einbeita mér að
tónleikaferðalaginu. Stundum
koma hugmyndir, en ég get ekki
unnið skipulega að neinu öðru
meðan á þessu stendur.“
– Eitthvað annað sem ég hef
gleymt að spyrja sem lesendur
Morgunblaðsins hefðu gaman af
að vita varðandi þessa tónleika-
ferð?
„Margir tónleikar eru fram und-
an, um allan heim, og hægt að
skoða þá á olafurarnalds.com.
Nýtt tónlistarmyndband við lagið
„Ekki hugsa“ kemur svo út 8.
febrúar.“
Tónleikaferðalög
í eitt og hálft ár
ÓLAFUR TEKINN TALI Í SAN FRANCISCO
Afkastamikill Ólafur Arnalds.