Morgunblaðið - 05.02.2019, Síða 36
Kvartett bandaríska saxófónleik-
arans Phils Doyles leikur í kvöld á
vikulegu djasskvöldi Kex hostels og
hefjast tónleikarnir kl. 20.30 að
vanda. Auk Doyles skipa kvartett-
inn Tómas Jónsson sem leikur á
hljómborð, Pálmi Gunnarsson sem
leikur á bassa og Einar Scheving
sem leikur á trommur. Aðgangur er
ókeypis. Kex hostel er á Skúlagötu
28.
Kvartett Doyles leikur
á djasskvöldi Kex
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Selfoss tryggði sér tvö mikilvæg
stig í toppbaráttu Olís-deildar karla
í handknattleik í gærkvöldi þegar
liðið vann Aftureldingu, 29:28, í há-
spennuleik að Varmá í Mosfellsbæ.
Pawel Kiepulski var hetja Selfoss
þegar hann varði skot Afturelding-
armanns á síðustu sekúndu leiks-
ins. ÍR-ingar sýndu baráttu og dug
og náðu í stig í Eyjum. »3
Selfoss vann í há-
spennuleik að Varmá
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Njarðvíkingar léku Íslandsmeist-
ara KR í körfuknattleik karla
grátt á þeirra eigin heimavelli í
gærkvöld þegar liðin mættust í
Dominos-deildinni. KR-ingar skor-
uðu aðeins 55 stig í
leiknum, gegn 71 stigi
Njarðvíkinga sem þar
með eru á ný með
tveggja stiga forystu á
toppi deildarinnar.
KR-ingar sitja hins-
vegar áfram í fjórða
sætinu og
eru nú
sex
stig-
um á
eftir
Njarðvíkingum.
»2-3
Njarðvík hélt KR í 55
stigum í Vesturbænum
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Kristín Gunnarsdóttir er sjónfræð-
ingur sem unnið hefur lengstan
hluta starfsævinnar í Þjónustu- og
þekkingarmiðstöð fyrir blinda og
sjónskerta. Hún ferðast um heiminn
sem sjálfboðaliði, mælir sjón og út-
vegar gleraugu handa þeim sem
ekki hafa tök á að því sjálfir.
„Þetta byrjaði allt í skemmtiferð
til Kúbu 2005. Mér var sagt að vöru-
úrval væri lítið á Kúbu svo ég tók
með mér slatta af lesgleraugum.
Þar sem ég sat á veitingastað sá ég
að gítarleikarinn á staðnum var með
rammskökk gleraugu. Þegar hann
var búinn að spila kom hann að
borðinu til mín að selja disk og ég
vildi fá að laga gleraugun hans, sem
ég og gerði. Flautuleikari
hljómsveitarinnar sagði mér að
hann sæi varla orðið á nóturnar svo
ég dró upp úr veskinu mínu lesgler-
augu og lét hann máta,“ segir Krist-
ín og bætir við að flautuleikarinn
hafi æpt upp yfir sig: „Ég sé, ég
sé!“
Kristín segir að á þeim tíma hafi
verið hægt að fara í sjónmælingu á
Kúbu, en mikill skortur hafi verið á
sjónglerjum og efni í umgjarðir.
Að sögn Kristínar heillaðist hún
af Kúbu. Hún fór í samstarf við
Lions sem safnaði fyrir hana nokk-
ur hundruð gleraugum sem hún fór
með til Kúbu ári seinna, veifaði
þeim á torgum og gaf.
„Ég lenti í smá vandræðum í toll-
inum og það tók nokkra daga að
leysa öll gleraugun út. Ég ákvað í
kjölfarið að ganga til liðs við rúm-
lega 1.000 manna sænsk samtök, Vi-
sion for all, sem fara sjö til níu sinn-
um á ári til Suður-Ameríku og
Afríku að mæla sjón og útbýta not-
uðum gleraugum,“ segir Kristín
sem bendir á að mikið starf liggi í
því að hreinsa, mæla upp og merkja
gleraugu áður en þau eru afhent.
Kristín hefur farið með gleraugu
til Kúbu, Nepal, Síle og Páskaeyju.
Á Páskaeyju sem er 164 ferkíló-
metrar búa fimm til sjö þúsund
manns. Eyjarskeggjar eru frekar
einangraðir, þar sem einu sam-
göngur þangað eru fimm klst. flug
frá Santíagó einu sinni í viku.
Kristín sem er nýhætt að vinna
ætlar að verja tíma sínum í áfram-
haldandi hjálparstörf og stefnir
næst á Perú. Hún segist standa
sjálf straum af öllum ferðunum en
hafi fengið stuðning og velvilja hjá
vinnuveitendum, Blindrafélaginu,
Echo heildsölu sem gefið hafi les-
og sólgleraugu, Lions sem hafi stað-
ið fyrir söfnun á gleraugunum og
Icelandair afhendi henni gleraugu
sem gleymast í vélum félagsins og
ekki hafi verið vitjað í lengri tíma.
Gjafmildi Kristín Gunnarsdóttir sjónfræðingur ásamt þakklátum Tiroabúa sem öðlast hefur nýja sýn.
Ferðast um og gefur
bágstöddum gleraugu
Byrjaði á gleraugnagjöfum í skemmtiferð á Kúbu
Picasso
rmúla 24 • S. 585 2800