Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 4

Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Veður víða um heim 7.2., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Hólar í Dýrafirði -2 alskýjað Akureyri -2 snjókoma Egilsstaðir -1 snjóél Vatnsskarðshólar 0 heiðskírt Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 3 heiðskírt Ósló -2 alskýjað Kaupmannahöfn 3 rigning Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 6 skýjað Brussel 8 skúrir Dublin 6 skýjað Glasgow 7 skúrir London 8 skúrir París 9 heiðskírt Amsterdam 7 súld Hamborg 8 léttskýjað Berlín 4 rigning Vín 2 heiðskírt Moskva -1 alskýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Aþena 9 skýjað Winnipeg -23 snjókoma Montreal -5 þoka New York 5 þoka Chicago 3 rigning Orlando 23 heiðskírt  8. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:47 17:38 ÍSAFJÖRÐUR 10:05 17:30 SIGLUFJÖRÐUR 9:48 17:12 DJÚPIVOGUR 9:20 17:04 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Norðaustan 10-18 m/s og él, en þurrt og bjart sunnan- og vestantil. Dregur úr vindi um kvöldið. Frost 0 til 8 stig. Á sunnudag Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil. Snjókoma eða él, en þurrt og bjart veður sunnan- og suðvestantil. Frost 0 til 10 stig, kaldast norðanlands. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Við náttúrlega stefnum að því að klára samninga sem fyrst en hins vegar eru ákveðin flækjustig. Ég er ekkert rosalega bjartsýnn á að það verði skrifað undir í febrúar en við reynum áfram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðn- aðarsambands Ís- lands, um stöð- una í kjaraviðræðun- um og framgang viðræðna iðnaðar- manna og SA. Kristján segir ganginn í viðræð- unum svipaðan og verið hefur en þó sé kannski heldur rólegra yfir núna en áður. ,,Við erum að ræða sérkröf- ur í undirhópum og síðan skiptir að sjálfsögðu máli hvað kemur fram frá ríkinu í þessari samningalotu. Það er vinna þar í gangi sem er aðeins að hægja á okkur finnst mér,“ segir hann. Aðspurður segir Kristján að umræðan um aðgerðir stjórnvalda sem ekki liggur fyrir hverjar verða, flæki vissulega stöðuna. ,,Það samtal getur verið frekar hægfara vegna þess að þau sitja ekki við borðið hjá okkur.“ Í viðræðum iðnaðarmanna og SA er m.a. verið að máta ýmsar leiðir til styttingar vinnutíma en ná- kvæmar útfærslur liggja ekki fyrir. ,,Við erum ekki bara að taka við upp- lýsingum frá viðsemjendum okkar heldur erum við að leggja fram hug- myndir í samræmi við okkar stefnu,“ segir Kristján, spurður um þetta, en verkalýðsfélögin sem hafa vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara hafa með öllu hafnað hugmyndum SA um vinnutímabreytingar. Kristján segir yfirstandandi við- ræður ekki komnar á það stig að menn séu farnir að ræða um að vísa deilunni til sáttasemjara. ,,Hins veg- ar þurfa málin að fara að þokast áfram. Eftir því sem hver dagur líð- ur þá styttist í að menn fari að meta hvort gangur viðræðnanna sé nægi- lega góður eða hvort ástæða sé til þess að taka næsta skref en það er ekki komið að því enn sem komið er,“ segir hann. Viðsemjendurnir eru lítið farnir að ræða beinar launahækkanir við samningaborðið. ,,Við erum aðeins búin að snerta á því en ekki mikið. Verkefnið núna er vinna í undir- hópum en þegar því er lokið, þá þurf- um við að fara að taka dýpri umræðu um launaliðinn.“ Morgunblaðið/Hari Óvissa Enn sér ekki til sólar í kjaraviðræðunum þegar tæpir 40 dagar eru liðnir frá því samningar runnu út. Ekki mjög bjartsýnn á að semjist í febrúar  Frekar hægfara samtal við stjórnvöld, segir formaður RSÍ Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kom saman í gær til að leggja mat á stöðuna sem uppi er í kjaraviðræðunum við Samtök at- vinnulífsins. Að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns SGS, var eingöngu farið yfir málin á fundinum en engin ákvörðun var tekin um hvort vísa ætti kjaraviðræðunum til Ríkissáttasemjara eða taka önnur skref til að ýta við gangi viðræðnanna. Menn sammæltust um að halda áfram að reyna að þoka málum áfram í átt til samkomulags og ætlar samninga- nefndin að koma aftur saman á fimmtudag í næstu viku til að fara yfir stöðuna á nýjan leik. Reyna að þoka málum SGS-FÉLÖGIN Lagðar eru til róttækar breytingar á tekjuskattskerfinu og fjármögnun þeirra í skýrslunni Sanngjörn dreif- ing skattbyrðar sem Stefán Ólafs- son, prófessor og starfsmaður Efl- ingar - stéttarfélags, og Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskatt- stjóri, skrifuðu að beiðni Eflingar og kynnt var í gær. Ítarlega er rakið hvernig skatt- byrði launafólks hafi þyngst og er meginmarkmiðið með tillögunum sagt vera að koma á fót sanngjarnari dreifingu skattbyrðinnar. Segja þeir tillögurnar þýða að allir sem eru með tekjur upp að 900 þús. kr. á mánuði eða um 90% framteljenda myndu fá skattalækkun, lítil breyt- ing yrði á skattbyrði næstu 5 pró- sentanna, en skattbyrði tekjuhæstu 5 prósentanna myndi þyngjast. Hærri skattleysismörk og dreg- ið úr jaðarsköttum tekjulágra Útfæra höfundarnir m.a. fjögurra þrepa tekjuskattskerfi í samræmi við nýlegar tillögur ASÍ með sér- stöku ofurtekjuþrepi, sem yrði t.d. miðað við fjórfaldar meðaltekjur launþega. Lægsta skattþrepið verði hins vegar lækkað til þess að hækka skattleysismörk. Með nýju fyrsta skattþrepi, lægra en nú er, næðist bæði að hækka skattleysismörkin og að draga úr jaðarsköttum tekjulágra sem fá barnabætur eða lífeyri frá al- mannatryggingum, að mati höfunda. Jafnframt leggja þeir til að fjár- magnstekjuskattur verði hækkaður til samræmis við önnur norræn lönd. Þá verði tekjuskattur fyrirtækja miðaður við það að sameinaður skattur af hagnaði fyrirtækja og fjármagnstekjuskattur verði hlið- stæður tekjuskatti og útsvari sjálf- stætt starfandi af rekstrarhagnaði og miðist við fjórða skattþrepið að viðbættu útsvari. Ennfremur leggja þeir til að lokað verði þeim leiðum til skattahagræð- ingar sem fjárfestar og athafna- menn hafa getað nýtt sér þegar þeir reikna sér laun vegna fjármála- starfsemi. Setja þeir fram nokkrar tillögur um að tekjuskattar verði lagðir á tekjur þeirra. Eignarskattur á stóreignir ,,Lagður verði á sérstakur eignar- skattur á stóreignir (auðlegðar- skattur). Gjaldstofninn verði verð- mæti eigna umfram fríeignamark sem miðist við eðlilegt verðmæti íbúðarhúsnæðis, sumarhúsa og einkabifreiða til eigin afnota. Gjald- hlutfallið verði hóflegt, til dæmis 1-1,5%,“ segir í skýrslunni. Höfundar fjalla ítarlega um ýmsar leiðir sem ræddar hafa verið um hækkun persónuafsláttar, og rekja kosti þeirra og galla, sem m.a. koma til vegna jaðaráhrifa. ,,Þar eð leiðum þeim sem einkum byggjast á hækk- un persónuafsláttar (hvort sem er skerðanlegur með hækkun tekna eð- ur ei) fylgja of miklir ókostir vegna mikilla jaðarskattaáhrifa eða mikils kostnaðar, þá er það niðurstaða skýrsluhöfunda að fara frekar leið fjölþrepakerfis í tekjuskattskerfinu. Með því er átt við að fjölga skatt- þrepum frá því sem nú er, í átt til þess sem algengast er á Vestur- löndum […].“ Kostnaðurinn við mismunandi út- færslur yrði að lágmarki 30 millj- arðar og er bent á ýmsar aðgerðir til að mæta honum, m.a. að nýta 14 milljarða sem ríkið hefur eyrna- merkt til skattalækkana og taka 16 milljarða af núverandi tekjuafgangi á fjárlögum, hækka auðlindagjöld, innleiða auðlegðarskatt auk þess að herða skatteftirlit. Í frétt um útkomu skýrslunnar á vefsíðu Eflingar segir að ef tillög- unum yrði hrint í framkvæmd gæti láglaunafólk og lífeyrisþegar fengið að minnsta kosti um 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mán- uði. omfr@mbl.is Ofurtekjuþrep og skattur á fjárfesta  Mæla frekar með fjölgun skattþrepa en þeirri leið að hækka persónuafslátt Tillögur í skýrslu » Innleitt verði nýtt lægra álagningarþrep á lægstu tekjur og nýtt hátekjuþrep. » Allir með tekjur að um 900 þúsund kr. á mánuði fá skatta- lækkun. » Lítil breyting verði á skatt- byrði þeirra sem eru með tekjur á bilinu 900 til um 1.300 þúsund. » 70 þús. kr. persónuafsláttur og 215 þús. kr. skattleysismörk myndu kosta 48 milljarða nettó samkvæmt dæmi. Indriði H. Þorláksson Stefán Ólafsson Kristján Þórður Snæbjarnarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.