Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 10
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vegna mikillar fjölgunar ráðstefnu-
gesta er að skapast skortur á ráð-
stefnusölum á höfuðborgarsvæðinu.
Hefur slíkum gestum jafnvel fjölgað
um tugi prósenta í vissum flokkum
milli ára 2017 og 2018.
Þetta segir Þorsteinn Örn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Meet
in Reykjavík. Það er samstarfsvett-
vangur um markaðsetningu á Ís-
landi og Reykjavík sem afangastað-
ar fyrir ráðstefnur, hvataferðir,
fundi og viðburði.
Félagið var
stofnað árið 2012.
„Við höfum
lagt gróft mat á
vöxtinn á mark-
aðnum síðustu ár-
in. Það hefur ver-
ið að meðaltali
14-15% vöxtur í
ráðstefnum,
fundum, hvata-
ferðum og alþjóð-
legum viðburðum á ári frá 2011. Til
samanburðar hefur verið allt að 39%
vöxtur í ferðaþjónustunni á Íslandi.
Fyrir vikið hefur hlutdeild ráð-
stefnugesta minnkað. Fjölgun þeirra
er hins vegar mikil í alþjóðlegu sam-
hengi. Rætt er um 5% vöxt þessa
markaðar í heiminum. Vöxturinn á
Íslandi hefur því verið ótrúlega
hraður,“ segir Þorsteinn Örn um
fjölgunina síðustu ár.
45% vöxtur milli ára
Hann vísar jafnframt í tölur frá
stærstu samtökum heims á ráð-
stefnumarkaði (ICCA). Þær haldi
utan um fjölda alþjóðlegra ráðstefna
sem uppfylla tiltekin skilyrði. Til
dæmis þurfi gestir að vera fleiri en
50, þær hafa verið haldnar á fleiri en
þremur stöðum í heiminum og flytj-
ast milli landa. Vöxturinn á Íslandi
samkvæmt þessum mælikvarða sé
45% milli ára 2017 og 2018.
Þorsteinn Örn segir ekki koma á
óvart að vöxturinn sé hraður. Mark-
visst hafi verið unnið að markaðs-
setningu Íslands sem ráðstefnu-
lands. Ráðstefnur séu gjarnan
skipulagðar langt fram í tímann.
Fyrirtækið sé nú til dæmis að vinna í
ráðstefnum sem eiga að fara fram
eftir sex til sjö ár.
„Það má líkja þessu við snjóbolta.
Það tekur tíma að hlaða á hann,“
segir Þorsteinn og bendir á að ráð-
stefnugestir verji að jafnaði tvöfalt
meiri fjármunum en almennir ferða-
menn. Komur þeirra dreifist jafnt
yfir árið og þeir verji takmörkuðum
tíma í náttúrunni, þar sem þeir eru
jafnan í fylgd fagaðila.
Áætlað sé að árið 2017 hafi 120-
130 þúsund ráðstefnugestir heimsótt
Ísland. Ætla megi að fjöldinn hafi
verið 130-140 þúsund í fyrra. Gert sé
ráð fyrir að þeim muni fjölga um-
fram meðalfjölgun ferðamanna.
Veiking krónu hafði áhrif
Þorsteinn Örn segir styrkingu
krónu hafa haft áhrif á neysluna.
Ferðamenn hafi varið 225 þúsund
krónum að meðaltali árið 2013 en 175
þúsund árið 2017. Upphæðin hafi síð-
an eitthvað hækkað með veikingu
krónunnar. Til samanburðar verji
ráðstefnugestir að jafnaði um 400
þúsund krónum hver.
Með sama áframhaldi verða því
yfir 150 þúsund ráðstefnugestir í ár.
Miðað við áðurnefnt hlutfall munu
þeir kosta jafn miklu til ferðarinnar
og 300 þúsund almennir ferðamenn.
„Það er ljóst að sérmarkaður eins
og ráðstefnumarkaðurinn er lykil-
atriði í að verja arðsemina í ferða-
þjónustu. Það munar enda hlutfalls-
lega mikið um hvert prósent,“ segir
Þorsteinn Örn sem telur aðspurður
það munu styrkja ráðstefnumarkað-
inn að Marriott Edition-hótelið verð-
ur opnað við Hörpu, sem og fyrir-
hugað Icelandair-hótel við
Austurvöll. Til dæmis geri sumir
ráðstefnuhaldarar kröfu um mikil
gæði og að innangengt sé frá hóteli
að ráðstefnusal, líkt og boðið verði
upp á við Hörpu.
Bíða eftir Hörpu-hótelinu
„Við vitum um ráðstefnuhaldara
sem bíða og segjast ekki ætla að
koma fyrr en hótelið er komið. Sam-
hliða fjölgun ráðstefnugesta hefur
lítið af nýjum innviðum bæst við
síðan Harpan var opnuð 2011,“ segir
Þorsteinn Örn um þróunina.
Vegna ofangreinds vaxtar á
markaðnum þurfi að bæta við
ráðstefnuhúsi í Reykjavík.
„Það þarf nýtt ráðstefnuhús. Það
þarf hvorki að vera miðlægt né al-
þjóðlegt kennileiti eins og Harpa.
Við höfum það fallega listaverk sem
Harpa er. Nú þyrftum við að byggja
upp sveigjanlegt ráðstefnuhús sem
getur stutt við áframhaldandi vöxt
fyrir þennan mjög arðbæra vöxt
markaðarins,“ segir Þorsteinn Örn.
Gufunes eða svæði í kringum
Smáralind eða Fífuna komi til greina
í þessu efni.
Haft var eftir Magneu Þóreyju
Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra
Icelandair-hótelanna, í Morgun-
blaðinu í gær að ráðstefnugestum
þeirra hefði fjölgað um 20% milli ára.
Samtök ferðaþjónustunnar spá 3-5%
fjölgun ferðamanna í ár.
Borgin þarf fleiri ráðstefnusali
Útlit fyrir 150 þúsund ráðstefnugesti í ár Ráðstefnugestum hefur fjölgað um 15% á ári síðustu ár
Framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík segir þörf fyrir nýtt ráðstefnuhús á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vaxandi markaður Fyrirhugað Marriott Edition-lúxushótel við Hörpu er sagt styrkja ráðstefnumarkaðinn.
Þorsteinn Örn
Guðmundsson
Fimmföldun
» Hinn 12. janúar 2007 hófust
framkvæmdir við Hörpu.
» Það ár komu 485 þúsund
ferðamenn til landsins.
» Þegar Harpa var opnuð 2011
komu 566 þúsund ferðamenn
en þeir voru rúmlega 2,3 millj-
ónir í fyrra, eða um fimmfalt
fleiri en árið 2007.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Baldvin Ómar Magnússon
Lögg. Fasteignasali
Sími: 585 0101 – Gsm: 898 1177
baldvin@huseign.is
Suðurlandsbraut 20, 2 hæð, Reykjavík | Sími: 585 0100 | www.huseign.is
Við getum boðið margar gerðir stálgrindarhúsa
með fullmáluðum einangruðum samlokueining-
um, gluggum, glerveggjum og fleira en þetta er
líklegasti ódýrasti byggingarmátinn í dag.
Nú getum við boðið stálgrindarhús frá ýmsum
fyrirtækjum í Evrópu og Asíu á mjög hagstæðu
verði sem uppfylla öll
evrópsk skilyrði.
Við vinnum með kaupanda/arkitekti eða yfir-
verktaka frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig
verður ódýrasti byggingarmátinn staðreynd.
Hugmyndir af stálgrindarhúsum:
Íþróttahús, verslunarmiðstöðvar, knattspyrnuhús,
skrifstofubyggingar, verksmiðjuhús, gripahús,
íþróttastúkur, brýr og ýmislegt fleira.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Snorrason
í síma 615 2426.
Stálgrindarhús
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Íslandsstofu, segir uppbygg-
ingu innviða í ferðaþjónustu í
Reykjavík styrkja stöðu borg-
arinnar og Íslands á alþjóðlegum
ráðstefnumark-
aði.
Með þessum
innviðum opnist
nýir og verðmæt-
ir markaðir í
ferðaþjónustunni.
Til dæmis hafi
Harpa gert kleift
að laða hingað
stærri alþjóð-
legar ráðstefnur
en hægt var áður.
Meðal þeirra er Hringborð norð-
ursins sem Ólafur Ragnar Gríms-
son, fv. forseti Íslands, á frum-
kvæðið að.
Hefur vakið athygli á Hörpu
Pétur telur þá ráðstefnu hafa vak-
ið alþjóðlega athygli á Hörpu sem
ráðstefnuhúsi og ekki síst Íslandi í
samhengi við norðurslóðirnar og
þannig styrkt ímynd landsins. Ráð-
stefnuna sæki enda áhrifafólk víða
að úr heiminum úr ýmsum geirum.
Til upprifjunar var fyrst efnt til
Hringborðs norðursins árið 2013 og
hefur það farið fram árlega. Á vef-
síðu ráðstefnunnar segir að á þriðja
þúsund gesta sæki ráðstefnuna.
Miðað við að 2 þúsund gestir verji
hver 400 þúsundum í heimsókninni
skapar það um 800 milljónir í tekjur.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að áformað væri að opna 145 her-
bergja hágæðahótel við Austurvöll
haustið 2020. Þá er áformað að opna
250 herbergja Marriott Edition--
lúxushótel við Hörpu í lok árs.
Framboðið margfaldast
Það eru alls 400 hágæðaherbergi.
Pétur segir hótelin tvö skapa nýtt
aðdráttarafl fyrir borgina. Þá ekki
síst Hörpuhótelið, enda sé gjarnan
gerð krafa um að innangengt sé frá
hóteli í ráðstefnuhöll.
Skv. nýrri farþegaspá Isavia mun
erlendum ferðamönnum með flugi
fækka um 2,4% eða um 56 þúsund
milli ára. Pétur segir aðspurður að
þrátt fyrir þessa þróun kunni tekjur
ferðaþjónustunnar að aukast milli
ára með breyttri samsetningu ferða-
manna. Einn þáttur í því sé að fjölga
ráðstefnugestum og ferðamönnum í
svokölluðum hvataferðum en úti á
landi séu þar ýmis tækifæri.
Eitt mikilvægasta verkefni ferða-
þjónustunnar sé að stýra samsetn-
ingu ferðamanna til Íslands. Ráð-
stefnuhaldið falli vel að því.
Lúxushótel opna
á nýja markaði
Pétur Þ.
Óskarsson