Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 12
er ágætt að láta duga að skoða þar.
Ég fór til dæmis ekki til Norður-
Kóreu, enda eflaust ekkert sniðugt
að fíflast mikið þar.“
Fyrir fólk með athyglisbrest
Þegar Steindi er spurður að því
hvað sé eftirminnilegast af því sem
hann sjálfur hefur prófað af því sem
hann leggur til í bókinni, segir hann
að vafalítið standi upp úr sú reynsla
að glíma við hinar illskeyttu Cholita-
glímukonur í Bólivíu.
„Þær voru svakalegar, ég hef
aldrei fundið fyrir öðrum eins lík-
amlegum styrkleika hjá neinum og í
þeim fangbrögðum. Þetta gerði ég
fyrir Suðurameríska drauminn í
sjónvarpsþáttunum, við Auddi
glímdum báðir og þessum konum
hafði verið sagt að þær mættu taka
almennilega á okkur og ég var mjög
spenntur að taka þátt. En þetta var
svakalegt, ég var í alvörunni að
reyna að lifa þetta af. Þessar konur
slepptu ekkert takinu, þær svæfðu
mig næstum tvisvar, spörkuðu í mig
og ég var skíthræddur. Ég þurfti í al-
vörunni að berjast fyrir lífi mínu. En
það var samt ógeðslega gaman að
taka þátt í þessu,“ segir Steindi og
hlær.
Hann segir einnig standa upp úr
að hafa verið innlimaður í Maroon-
ættbálkinn í Jamaíka. „Það var mikið
ævintýri þegar við Auddi vorum
vígðir inn í hann. Bæjarbyttan mætti
í miðri vígslu og öskraði upp í eyrun
á okkur, eins og hann væri að reyna
að hræða okkur. Þetta var allt saman
eitthvað vafasamt,“ segir Steindi
sem öðlaðist ýmsa aðra viðurkennda
skrýtna titla í Draumaseríunni. „Nú
er ég til dæmis líka viðurkennd
norn,“ segir Steindi og hlær.
Bókina segist Steindi hugsa fyr-
ir unglinga og ungt fólk, þó vissulega
geti allt fólk notið hennar. „Mér
fannst vanta bók fyrir unglinga og
ungt fólk, svo þau nenni að lesa.
Þetta er einföld skemmtibók sem
hægt er að glugga í, hana þarf ekki
að lesa í beit. Það er gott fyrir fólk
með athyglisbrest, eins og mig, en ég
les miklu minna en ég ætti að gera,
ég játa það. Það getur meira en verið
að ég gefi út aðra bók, mér fannst
þetta mjög skemmtilegt.“
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Hugmynd mín að þessaribók kviknaði þegar égvar í ferðalögum um víðaveröld að taka upp
Draumaseríuþættina. Þá komst ég
að því að ég vissi ekkert um heiminn
eða staðina sem við fórum til. Þegar
við vorum á leið til Bólivíu þá hafði
ég ekki hug-
mynd um hvar
það land væri
eða hvað væri
þar að finna.
Þegar ég mætti
þangað á stutt-
buxunum til La
Paz, borgar sem
stendur mjög
hátt yfir sjávar-
máli, komst ég að því að þar var
skítakuldi og tekið var á móti okkur
með gasgrímur svo við fengjum ekki
fjallaveiki,“ segir Steinþór Hróar
Steinþórsson, betur þekktur sem
Steindi jr., en hann sendi nýlega frá
sér bókina Steindi í orlofi, þar sem
hann segir frá skrýtnum og
skemmtilegum hlutum sem hægt er
að gera eða skoða í 13 löndum, þar á
meðal Íslandi.
„Fólk er alltaf að spyrja mig
hvort það sem við erum að gera í
Draumnum, þar sem við erum að
prófa skrýtna hluti úti í heimi, sé í al-
vörunni, og svarið er já, þetta er allt í
boði. Mig langaði því með þessari
bók að búa til minn eigin leiðarvísi
fyrir þá sem nenna kannski ekki að
fara til Spánar og liggja á strönd,
sem er gott og blessað, ég geri það
sjálfur og er algjör ferðapakkakall.
En fyrir þá sem vilja gera eitthvað
allt annað og allskonar rugl á ferða-
lögum um heiminn, þá er alveg fá-
ránlega mikið fyndið, asnalegt,
skrýtið og skemmtilegt í boði. Sumt
af því sem ég gróf upp og er í bókinni
Minn eigin leiðarvísir um heiminn
Steindi jr. vissi lítið um
heiminn þegar hann
lagði af stað. Hann gaf út
bók um það skemmtilega.
Í loftköstum Steindi mundar sig við brasilískt jiu-jitsu, gólfglímu sem Brasilíumenn eru mjög góðir í.
Jamaíka Auddi og Steindi hálfóttaslegnir með bæjar-
byttunni þegar þeir voru vígðir inn í Maroon-ættbálk.
Glímukvendi Cholita-glímukonurnar í Bólivíu eru eng-
in lömb að leika sér við, Steindi fékk að reyna það.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Full búð af nýjungum
búðin | 1. hæð Kringlunni
Við Íslendingar þekkjum það vel að
borða hráan lax eða túnfisk en Jap-
önum finnst ekkert meira lostæti en
Fugu-fiskurinn, sem er baneitraður
kúlufiskur. Það þarf að læra í minnst
þrjú ár til að fá leyfi til þess að mat-
reiða þennan fisk þannig að eitrið
skili sér ekki til neytandans en samt
deyja árlega nokkrir gráðugir mat-
gæðingar sökum eitursins, sem er
tólf hundruð sinnum sterkara en blá-
sýra. Ég veit ekki með ykkur en ég
verð að smakka þennan fisk, þetta
hlýtur að vera besti fiskur í heimi
fyrst þú þarft að leggja þig í lífs-
hættu við að borða hann. Annars legg
ég til að við Íslendingar framleiðum
eitrað skyr, það mun trekkja að ferða-
menn.
Ég meina: þetta virkaði allavega á
mig, ég keypti flugmiða til Japans á
meðan ég skrifaði þetta.
Um Fugu-fiskinn sem finna má í bókinni Steindi í orlofi
Steindi leggur til að Íslendingar
framleiði eitrað skyr
Furðurskepna Þessi baneitraði fiskur finnst í Japan og heitir Fugu-fiskur.