Morgunblaðið - 08.02.2019, Qupperneq 16
M
B
-0
8-
02
-2
01
9-
1-
1-
V
ID
-1
-b
th
or
s-
C
M
Y
K
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinna
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
„Leikvöllurinn er allt öðruvísi í hinu
stafræna landslagi því birtingar-
myndinar eru miklu fleiri og fjöl-
breyttari,“ segir Tryggvi Freyr El-
ínarson, fram-
kvæmdastjóri
stafræna ráðgjaf-
ar- og birtinga-
fyrirtækisins
Datera. Tryggvi á
fyrirtækið ásamt
eigendum auglýs-
ingastofunnar
Brandenburgar.
Fyrirtækið sér-
hæfir sig meðal
annars í markaðs-
setningu á netinu og samfélagsmiðl-
um, með öllum þeim tækjum og tól-
um sem fylgja til að ná á sem bestan
og hagkvæmastan hátt til neytenda.
Að sögn Tryggva þarf framleiðsla
auglýsinga fyrir stafræna miðla að
taka mun meira tillit til hvers mark-
hóps fyrir sig, í gegnum hvaða miðla
náð er til hans, með hvaða hætti og
hvert sé markmiðið. Tryggvi segir
stofnun Datera vera tímabæra í ljósi
þess að auglýsingageirinn hefur tek-
ið miklum stakkaskiptum með til-
komu snjallvæðingar samfélagsins
og að birtingaáætlanir þurfi að
hugsa upp á nýtt.
Með á hugmyndastigi
„Það hefur vantað þessa hugsun
og umræðu fyrir framan fram-
leiðsluferlið og því hefur fólk ekki
verið að ná þeim árangri sem það
gæti náð í gegnum tíðina. Það er ekki
það sama að setja auglýsingu í sjón-
varp og á Facebook eða YouTube,
það gilda ólíkar leikreglur á þessum
miðlum enda notkunin afar ólík.
Þess vegna sjá auglýsendur oft ekki
þann árangur sem þeir ættu að vera
að ná. Við leggjum því mikla áherslu
á okkar aðkomu fyrr í ferlinu. Við
sitjum með á hugmyndastigi en tök-
um ekki bara við fyrir aftan í fram-
leiðsluna,“ segir Tryggvi.
Samanburður á sjónvarpsauglýs-
ingum og auglýsingum á Facebook
skýrir myndina nokkuð vel. Að sögn
Tryggva sýna mælingar að auglýs-
endur hafi um 1,7 sekúndur til þess
að fá notandann til þess að staldra
við auglýsingu á Facebook. Því þurfi
eitthvað að fanga athygli notandans
innan þess tímaramma.
„Ef það gerist ekkert á fyrstu sek-
úndunni er ég farinn framhjá og veit
jafnvel ekki hver er að auglýsa.
Þetta er gjörólíkt því sem gerist við
sjónvarpsáhorf. Þar geta auglýsing-
ar verið með löngum inngangi þar
sem það sitja allir fastir í sófanum.
Þar er einfaldlega verið að mata okk-
ur og við erum passíf. Á Facebook
erum við hinsvegar aktíf við að
skrolla í gegnum efnið og flettum því
framhjá auglýsingum mjög auðveld-
lega,“ segir Tryggvi.
Hann segir einnig mikil vannýtt
tækifæri liggja í snjallbirtingum,
meðal annars gegnum auglýsinga-
kerfi Google og Facebook. Snjall-
birtingar eru til dæmis auglýsingar
sem birtast með sjálfvirkum hætti,
t.d. eftir veðri eða af því þú áttir af-
mæli.
Prentið áfram stærst
Samkvæmt skýrslu Nordicom frá
því í desember 2018 sem vísar í
heimildir Hagstofunnar segir að
velta á íslenskum auglýsingamark-
aði hafi numið rúmum 14 milljörðum
króna árið 2017 og sker markaður-
inn sig úr að því leyti að auglýsingar
á prenti eru enn langstærsti hlutinn
á auglýsingamarkaði og nema um 5,5
milljörðum.
Sjónvarpsauglýsingar koma næst-
ar með 3 milljarða en auglýsingar á
vefnum nema um 1,9 milljörðum
króna.
„Það er vissulega þannig. Við er-
um fá og það er ennþá auðvelt að ná
til stórs hóps í gegnum fáa prent-
miðla og það á alltaf að vera mark-
mið auglýsenda að ná sem mestum
árangri með sem hagkvæmustum
hætti, óháð miðli,“ segir Tryggvi.
Leikvöllurinn annar á vefnum
Auglýsingar Það getur verið snúið að fanga athygli fólks á Facebook.
Datera sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum þar sem leikreglur eru aðrar
Auglýsingar
» Datera sérhæfir sig í mark-
aðssetningu á netinu.
» Tíminn til þess að fanga at-
hygli fólks á Facebook nemur
1,7 sekúndum.
» Prentmiðlar áfram stærstir.
Tryggvi Freyr
Elínarson
eða jafnvirði 56 milljarða króna, en
var 597 milljónir dala í lok árs 2017,
eða rúmur 71 milljarður króna.
Eiginfjárhlutfall félagsins í lok 2018
er 32%.
Hörð samkeppni
Heildartekjur félagsins námu 1,5
milljörðum bandaríkjadala og jukust
um 7% á árinu 2018. Í tilkynningunni
segir Bogi Nils Bogason, forstjóri fé-
lagsins, að árið hafi verið erfitt.
„Rekstrarniðurstaðan var mun lak-
ari en lagt var upp með í byrjun árs
og endurspeglar harða samkeppni í
millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær
fargjöld og mikla hækkun elds-
neytisverðs.“ tobj@mbl.is
Ferðaþjónustufyrirtækið Icelandair
Group tapaði 55,6 milljónum banda-
ríkjadala á árinu 2018, eða 6,7 millj-
örðum íslenskra króna, samanborið
við 37,5 milljóna dala hagnað árið á
undan, eða 4,5 milljarða króna. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá félag-
inu.
Heildareignir félagsins í lok árs
2018 námu tæpum 1,5 milljörðum
bandaríkjadala, eða jafnvirði 175
milljarða íslenskra króna og jukust
þær um 3% milli ára, en í lok árs
2017 voru eignirnar rúmir 1,4 millj-
arðar dala, eða tæpur 171 milljarður.
Eigið fé félagsins dróst saman um
22% milli ára, en það nam 467 millj-
ónum bandaríkjadala í lok árs 2018,
Icelandair tapaði
6,7 milljörðum
Forstjórinn segir erfitt ár að baki
8. febrúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.94 120.52 120.23
Sterlingspund 155.41 156.17 155.79
Kanadadalur 90.86 91.4 91.13
Dönsk króna 18.297 18.405 18.351
Norsk króna 14.075 14.157 14.116
Sænsk króna 13.111 13.187 13.149
Svissn. franki 119.91 120.57 120.24
Japanskt jen 1.0932 1.0996 1.0964
SDR 167.09 168.09 167.59
Evra 136.62 137.38 137.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.37
Hrávöruverð
Gull 1313.35 ($/únsa)
Ál 1886.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.06 ($/fatið) Brent
Hagnaður Landsbankans fyrir árið
2018 nam 19,3 milljörðum króna, en
til samanburðar var hagnaður á
árinu 2017 19,8 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
bankanum. Heildareignir Lands-
bankans jukust um 133,2 milljarða
króna á milli ára og námu í árslok
2018 alls 1.326 milljörðum króna. Í
árslok 2017 námu eignir bankans til
samanburðar 1.193 milljörðum
króna. Eigið fé Landsbankans nam
239,6 milljörðum króna í árslok 2018
samkvæmt tilkynningunni, en það
var 246 milljarðar króna í árslok
2017. Eiginfjárhlutfall bankans var
24,9% af áhættugrunni. Þá kemur
fram í tilkynningunni að arðsemi eig-
infjár hafi verið 8,2% á árinu 2018.
Lagt verður til samkvæmt til-
kynningunni að 9,9 milljarða arður
verði greiddur til hluthafa.
Hlutdeild bankans á einstaklings-
markaði mælist nú um 38% og 34% á
fyrirtækjamarkaði.
Bankinn efldist á árinu
Lilja Björk Einarsdóttir, banka-
stjóri Landsbankans, segir í tilkynn-
ingunni að Landsbankinn hafi eflst á
árinu 2018. „Landsbankinn hefur
eflst á árinu 2018 – aukin markaðs-
hlutdeild, bætt rekstrarafkoma, auk-
in ánægja og traust viðskiptavina er
hvatning til að gera enn betur,“ segir
Lilja. tobj@mbl.is
Hagnaður LÍ 19,3
milljarðar króna
Eignir jukust um 133 milljarða
MS660/1(Svart/grátt)
55" 65" 75"
QLED Q7 +
Hægt að velja
á milli 2ja lita.
55" 65" 75"
QLED Q9 +
April 2018
Samsung QE65Q9FN ssssss
SOUNDBar
MS660/1
FYLgIr FrÍtt
með sjónvarpi
að verðmæti
kr. 69.900,-
ORMSSON
KEFLAVÍK
SÍMI 421 1535
ORMSSON
ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI
SÍMI 456 4751
KS
SAUÐÁRKRÓKI
SÍMI 455 4500
SR BYGG
SIGLUFIRÐI
SÍMI 467 1559
ORMSSON
AKUREYRI
SÍMI 461 5000
PENNINN
HÚSAVÍK
SÍMI 464 1515
ORMSSON
VÍK -EGILSSTÖÐUM
SÍMI 4712038
ORMSSON
PAN-NESKAUPSSTAÐ
SÍMI 477 1900
ORMSSON
ÁRVIRKINN-SELFOSSI
SÍMI 480 1160
GEISLI
VESTMANNAEYJUM
SÍMI 481 3333
TÆKNIBORG
BORGARNESI
SÍMI 422 2211
BLóMSTuRvELLIR
HELLISSANDI
SÍMI 436 6655
OMNIS
AKRANESI
SÍMI 433 0300
Greiðslukjör
Vaxtalaust
í allt að 12 mánuði
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
Opnunartímar:
Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-15.
Netverslun
nýr vefur
95
ÁRA
1922 - 2017
ORMSSON
KEFLAVÍK
SÍMI 421 1535
ORMSSON
ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI
SÍMI 456 4751
KS
SAUÐÁRKRÓKI
SÍMI 455 4500
SR BYGG
SIGLUFIRÐI
SÍMI 467 1559
ORMSSON
AKUREYRI
SÍMI 461 5000
PENNINN
HÚSAVÍK
SÍMI 464 1515
ORMSSON
VÍK -EGILSSTÖÐUM
SÍMI 4712038
ORMSSON
PAN-NESKAUPSSTAÐ
SÍMI 477 1900
ORMSSON
ÁRVIRKINN-SELFOSSI
SÍMI 480 1160
GEISLI
VESTMANNAEYJUM
SÍMI 481 3333
TÆKNIBORG
BORGARNESI
SÍMI 422 2211
BLóMSTuRvELLIR
HELLISSANDI
SÍMI 436 6655
OMNIS
AKRANESI
SÍMI 433 0300
Gr iðslukjör
Vaxtalaust
í allt að 12 mánuði
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
Opnunartímar:
Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-15.
Netverslun
nýr vefur
95
ÁRA
1922 - 2017 OrMSSON er eini viðurkenndi SaMSUNg Þjónustuaðilinn á Íslandi samsungsetrid
2018
hLjóðkErfi
fyLgir frítt mEð
tiLboð
500.000,-349.900,-249.900,-749.900,-500.000,-360.000,-