Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 19

Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 19
Norðvestur- kjördæmis þarf að bera skynbragð á málefni Suð- urkjördæmis. Saman til spjalls á heimavelli Þess vegna ætlum við þingmenn Sjálfstæðis- flokksins að fara öll saman í þessa hringferð um landið og leggja þannig áherslu á að þótt við séum þingmenn einstakra kjör- dæma, þá erum við líka og ekki síður þingmenn landsins alls. Þannig náum við öll betur saman, fáum betri skilning á því sem er að gerast á hverjum stað og landinu öllu. Það snýr bæði að þörfum og metnaði hvers byggðarlags, en ekki þó síður hvernig það styrkir land og þjóð sem heild. Íslendingar eru og eiga að vera ein þjóð í einu landi, þar sem menn eiga að njóta jafnræðis, jafnréttis og jafnra tækifæra til þess að efla hag sinn og hamingju, óháð búsetu, uppruna og öðrum að- stæðum. Á næstu dögum munu birtast aug- lýsingar um hvenær við komum á hvern stað og við viljum hvetja alla til þess að koma, hvort sem þeir nú fylgja Sjálfstæðisflokknum að mál- um eða ekki. Þetta verða óformlegir spjallfundir, þar sem okkur langar til að sem flestar raddir og ólík sjón- armið komi fram, því til þess er nú leikurinn gerður: Að hitta fólk á heimavelli og ræða það sem skiptir máli. Stundum er sagt að stjórnmálamenn eigi aðeins erindi við kjósendur rétt fyrir kosningar, en þess á milli sjáist þeir sjald- an. Það er vitaskuld rétt að það ber aldrei meira á stjórnmálamönnum en í kosningabaráttu, þá setja þeir mál sín fram og leggja í dóm kjósenda. Þess á milli er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn rækti sambandið við umbjóðendur sína, hlusti eftir sjónarmiðum þeirra, hlýði á áhyggjur þeirra og hagi störfum sínum í samræmi við það og þjóðarhag. Kjördæmavikan svonefnda er ein- mitt hugsuð til þess, að hlé sé gert á þingstörfum svo þingmenn geti farið út í kjördæmi sín og tekið púlsinn. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ávallt lagt áherslu á að nýta kjördæmavikuna vel og hefur hver þingmaður jafnan að mestu sinnt sínu kjördæmi, þar sem hann þekkir best til fyrir. Við viljum gera þetta öðruvísi nú. Fara áfram út í kjör- dæmin en gera það saman, svo allir þingmenn flokksins kynnist þeim málum sem mest brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þess vegna erum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins nú að leggja í sameiginlega hringferð um landið, sem standa mun yfir næstu vikur. Við ætlum að heimsækja um 50 bæi og byggðakjarna um allt land, hitta fólk á heimavelli og tala við það um stjórnmálin, atvinnulíf og mannlíf. Í því spjalli er ekkert undanskilið og þar verður bæði horft til þess sem stendur fólki næst og hins sem varð- ar landið allt. Það er auðvitað ekki nýtt að fólk eigi greiðan aðgang að þingmönnum sínum, í störfum okkar í þinginu og ráðuneytum hittum við auðvitað ákaflega marga. Þingmenn hafa við- talstíma og eru duglegir við að sinna kjördæminu með margvíslegum hætti. En betur má ef duga skal, því það er ekki þannig að á þingi séum við, hvert og eitt, aðeins að fást við málefni okkar kjördæmis. Þrátt fyrir að við séum kjörin á þing fyrir tiltekin kjördæmi, þá er- um við oftast að fást við mál, sem varða landið allt. Málefni höfuðborg- arsvæðisins varða líka fólk úti á landi, rétt eins og borgarbúana skiptir máli hvað er að gerast á landsbyggðinni. Hagsmunirnir fara, og eiga að fara, saman. Á Alþingi þarf þingmaður úr Reykjavík norður að vita og skilja hvað er á döfinni á Austurlandi og þingmaður Eftir Bjarna Benediktsson, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur Bjarni er fjármálaráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins. Þórdís Kolbrún er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna er formaður utanríkismála- nefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn á hringferð Bjarni Benediktsson » Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja nú í sameiginlega hringferð til um 50 byggðarlaga til þess að hitta fólk á heimavelli og ræða það sem skiptir máli á hverjum stað og fyrir landið allt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Í sáttmála ríkis- stjórnar Katrínar Jak- obsdóttur er tekið fram að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB. Þar er ekki að finna ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu, hvorki vegna nýrrar ESB- aðildarumsóknar né um framhald viðræðna sem var slitið í mars 2015. Ólíklegt er að efnt verði til baráttufundar 16. júlí 2019 þegar rétt 10 ár verða liðin frá því að alþingi samþykkti ESB-aðildarumsóknina að tillögu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna (VG). Þrátt fyrir þetta sjá stjórnmála- menn sér enn hag að því að stofna til umræðna um ESB. Í óund- irbúnum fyrirspurnum á þingi mánudaginn 4. febrúar sl. spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra (VG) spurninga varðandi ESB. Sigmundur Davíð sagði að Íslend- ingar hefðu slitið viðræðum við Evr- ópusambandið 12. mars 2015 og bætti við: „Ég fylgdi því svo eftir með bréfi og heimsóknum til Jean- Claudes Junckers [forseta fram- kvæmdastjórnar ESB] og Donalds Tusks [forseta leiðtogaráðs ESB] til að árétta að umsókn Íslands hafi endanlega verið dregin til baka, væri fallin úr gildi.“ Með þessari áréttingu svarar Sig- mundur Davíð gagnrýni þeirra sem halda því fram að hann og Gunnar Bragi Sveinsson, þáv. utanríkis- ráðherra, hafi alls ekki dregið um- sóknina til baka. Gagnrýnendurnir segja að alþingi hafi samþykkt umsóknina og þingið verði að sam- þykkja afturköllun hennar. Í spurningunni til forsætisráðherra boð- aði Sigmundur Davíð þingsályktunartillögu í tveimur liðum a) um að alþingi fagni að ESB- aðildarumsóknin sé úr sögunni og b) að ekki skuli sótt um að nýju án þjóðaratkvæða- greiðslu. Bað hann um álit forsætisráð- herra á þessari væntanlegu tillögu. Óvenjuleg tilmæli Ekki á hverjum degi stendur for- maður stjórnarandstöðuflokks upp á þingi, ræðir óframkomna eigin til- lögu og spyr forsætisráðherra álits á henni. Innan Miðflokksins er þörf á uppgjöri við ýmislegt. Eitt af því er greinilega viðskilnaður þeirra Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga við ESB. Líta má á lið a) í væntanlegri tillögu sem óbeina ályktun þingsins um að ESB- umsóknin sé úr sögunni. Þótt Sigmundur Davíð segðist ekki óska eftir stuðningi forsætis- ráðherra við óframkomna þings- ályktunartillögu sína gekk hann þó sérstaklega á ráðherrann með spurningu um hvort það væri ekki „mjög ánægjulegt“ að umsókn Ís- lands hefði verið dregin til baka. Hún væri ekki „hangandi yfir okkur núna“ á Brexit-óvissutímum. Í svörum Katrínar Jakobsdóttur kom skýrt fram að ætluðu Íslend- ingar að nálgast ESB að nýju yrði að gera það á grundvelli nýrrar um- sóknar. Hún er réttilega ekki í vafa um að gamla umsóknin er niður fall- in. Ráðherrann vék sér eðlilega undan óvenjulegum tilmælum fyrir- spyrjanda. Þjóðaratkvæðið Þegar Katrín svaraði b-liðnum í spurningu Sigmundar Davíðs sagði hún að það hefði ekki verið rétt af sér og öðrum stjórnarsinnum að fella tillögu um þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildarumsóknina á þingi 16. júlí 2009. „Það hefði verið öllum til góða að […] ráðast í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild,“ sagði forsætisráðherra. Rétt er að minna á að sjálfstæðis- menn fluttu tillöguna um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Þótti ESB- aðildarsinnum hún mesta fásinna. Á hinn bóginn blasti við öllum að póli- tískan þunga skorti að baki illa ígrundaðri umsókninni. Hún var raunar öðrum þræði flutt á nei- kvæðum forsendum til að ýta undir ágreining innan Sjálfstæðisflokks- ins. Hann birtist síðan í stofnun ESB-aðildarflokksins Viðreisnar. Í ljósi reynslunnar sagði forsætis- ráðherra í svari sínu til Sigmundar Davíðs: „Ég myndi telja óráð að ráðast í slíka umsókn á nýjan leik án þess að fram færi þjóðar- atkvæðagreiðsla.“ Og einnig: „Ég hef líka alltaf lýst þeirri skoðun að ég er reiðubúin að leita leiðsagnar þjóðarinnar ef vilji þingsins stendur til þess að fara aftur í þessa vegferð. Minn vilji stendur ekki til þess.“ Hér fer ekkert á milli mála. Afstaða Viðreisnar Eftir þessi orðaskipti lagði Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, for- maður Viðreisnar, spurningar fyrir forsætisráðherra um ráðagerðir rík- isstjórnarinnar vegna Brexit. Þorgerður Katrín sagði að að sjálfsögðu ætti „að treysta þjóðinni til að greiða atkvæði um samning en ekki eitthvert óljóst rugl eins og við sjáum í Bretlandi [með Brexit]. Ís- lenska þjóðin á skilið að fá samning um aðild að Evrópusambandinu og við eigum að treysta henni til að greiða atkvæði um slíkan samning“. Þarna talar formaður Viðreisnar eins og aðildarviðræður standi yfir milli fulltrúa Íslands og ESB. Ís- lendingar eigi „skilið“ að fá samning – hvers vegna og frá hverjum? Það er ekki undarlegt þótt forsætisráð- herra hafi sagt strax eftir að þessi orð Þorgerðar Katrínar féllu: „Ég átta mig ekki á því hvað hv. þing- maður er að fara.“ Ráðherrann taldi að sviðsmyndir hefðu verið gerðar meðal annars með hliðsjón af því að Bretar færu úr ESB án samnings 29. mars nk. Vandinn væri sá að enginn vissi enn hvað Bretar ætluðu að gera. Fiskað í gruggugu vatni Formaður Viðreisnar fiskaði í gruggugu vatni þegar hún lagði spurningar um Brexit fyrir for- sætisráðherra. Auðvitað veit Þor- gerður Katrín að íslensk stjórnvöld eru í jafnmikilli óvissu og aðrir um hvað verður. Miðvikudaginn 6. febrúar sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, að í „helvíti“ ætti að vera „sérstakur staður“ fyrir þá sem „hvöttu til Brexit án þess að gera svo mikið sem uppkast að áætlun um örugga framkvæmd“ úrsagn- arinnar. Katrín Jakobsdóttir sagði að Þor- gerður Katrín hlyti „að átta sig á því að við erum hér í samskiptum við ríki þar sem enn er töluverð óvissa um hvernig Brexit verður háttað. Augljóslega er íslenska rík- isstjórnin ekki með neitt eitt plan því að við vitum ekkert hver nið- urstaðan verður í Bretlandi“. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit stóð breska stjórnmála- og stjórnkerfið í svipuðum sporum og íslenska kerfið sumarið 2009. Prófessor við Háskóla Íslands taldi að vísu að það réðist á 10 mánuðum hvernig aðild Íslands að ESB yrði háttað. Innan stjórnkerfisins lágu hins vegar ekki fyrir neinar við- ræðuáætlanir. Allt fór síðan í handaskolum. Að formaður Viðreisnar vilji halda áfram aðildarferlinu eins og ekkert hafi ískorist en saki ríkis- stjórnina um ráðleysi vegna Brexit staðfestir enn einu sinni óraunsæið hjá ESB-aðildarsinnum. Tveir kostir Áður en Sigmundur Davíð birtir þingsályktunartillögu sína og grein- argerð með henni skal ekkert full- yrt um hvað knýr á um flutning hennar. Flest bendir til þröngra flokkshagsmuna. Viðreisn stjórnast af draumsýn. Samfylkingin gælir við ESB-aðild. Aðrir flokkar eru henni fráhverfir. Sætti menn sig ekki við núver- andi stöðu, aðildina að EES, eru að- eins tveir kostir; að hverfa aftur til fríverslunarsamninganna frá 1972 eða sækja um aðild að ESB. Eftir Björn Bjarnason » Ólíklegt er að efnt verði til baráttu- fundar 16. júlí 2019 þeg- ar rétt tíu ár verða liðin frá því að alþingi sam- þykkti ESB-aðildar- umsóknina. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Miðflokkurinn beinir athygli að ESB Í vetrarsól Hlýlega klædd kona sólar sig á setbekk á mjallhvítum Austurvelli. Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.