Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
fékk hjá Sigmundi Davíð í sjón-
varpsþætti fyrir nokkrum árum.
Seinna skaupið
Svo kom þetta árvissa skaup á
gamlárskvöld að vanda en til þess
hafði verið valið til handritsgerðar af
RÚV sanntrúað samfylkingarslekti
með í fararbroddi fyrrverandi hand-
bendi Dags B., sem er Ilmur Krist-
jánsdóttir. Og það var til þess að
auðvitað steingleymdist bragga-
málið, eitt mesta klúðursmál aldar-
innar. En því var reddað allsnarlega
og á síðustu stundu var handritið rif-
ið upp, ekki til að setja braggamálið
inn heldur Klausturdellumálið þar
sem Ilmur leikkona leiddi börn í
jólaösinni til að líta eftir jólasveinum
í glugga eins og börn hafa gaman af
en móðirin afvegaleiddi börnin sín
að glugga þar sem sjá mátti ofurölv-
aða menn að hrakyrðast. Það fer
ekki sögum af hátíðarrölti blessaðra
barnanna.
Í lögum um Ríkisútvarpið segir að
það skuli í starfsháttum sínum
ábyrgjast að sanngirni og hlutlægni
sé gætt í frásögn, túlkun og dag-
skrárgerð.
Nýjustu fréttir herma að Ríkis-
endurskoðun hyggist gera stjórn-
sýsluúttekt hjá RÚV og mun úttekt-
in ná til fjármögnunar, reiknings-
skila og samkeppnisrekstrar RÚV.
Þetta mun vera í fyrsta skipti í 24 ár
sem slík úttekt er gerð. Kannski
ekki vanþörf á?
Þar sem RÚV er hald-
ið gangandi með áskrift-
argjöldum landsmanna
og nokkrum milljörðum
króna að auki frá sömu
aðilum hefur það trúlega
þótt við hæfi að „gleðja“
þjóðina með tveimur
áramótaskaupum. Það
fyrra var nauðaómerki-
legur þáttur Gísla Mar-
teins föstudaginn 28.
desember, þar sem hann greinilega í
sínum þáttum reynir að apa eftir
stórgóðum þáttum í sjónvarpi Sím-
ans sem heita The Late Late Show
With James Corden. En Gísli Mar-
teinn kemst ekki með tærnar þar
sem Corden hefur hælana og munar
þar nokkrum metrum og vil ég því
benda fólki á þessa stórgóðu þætti
hjá James Gorden því hann er bæði
skemmtilegur og mjög góður þátta-
stjórnandi og fær til sín í viðtöl al-
vörufólk, þekkta leikara frambæri-
lega og gamansama, en er aldrei í
því að rægja fólk eða leggja í einelti.
Jóla- og áramótaboðskapur í þætti
Gísla Marteins var Klausturdellu-
málið fræga þar sem nokkrar lista-
spírur ásamt þáttastjórnanda, glott-
andi út að eyrum allan þáttinn,
rægðu menn og lögðu í einelti.
Fréttir herma að Sigurjón Kjartans-
son hafi í handriti farið ósmekk-
legum og ljótum orðum um Downs-
fólk og gert auðvitað mæður þessara
einstaklinga ævareiðar. Sigurjón
þessi var mjög stór-
yrtur um Klaust-
urfólkið. Það hefur
aldrei verið sama Jón
og séra Jón á Íslandi.
Í Klausturdellumál-
inu var um að ræða
ofurölvi menn, sem
aldrei kemur fram,
menn sem höfðu í
áfengisvímu látið sér
um munn fara miður
sæmilegt og í ein-
hverjum tilfellum
ljótt orðbragð um
samstarfsfólk. En sá yðar sem synd-
laus er kasti fyrsta steininum, er
haft eftir þeim sem allt veit og verð-
ur gaman að fylgjast með hvaðan
grjóthríðin heldur áfram. Þátturinn
endaði svo á yfirheyrslu Gísla Mar-
teins yfir Báru Halldórsdóttur,
þeirri sömu og hleraði samtalið hjá
þeim ofurölvuðu og kom því í fjöl-
miðla. Greiðsla? Einhverra hluta
vegna var leikkonan Steinunn Ólína
fengin Báru til halds og trausts við
yfirheyrsluna. Steinunn Ólína virk-
aði pirruð í þættinum og Gísli Mar-
teinn var eflaust ekki búinn að
gleyma rassskellinum sem hann
Eftir Hjörleif
Hallgríms
» Í lögum um Ríkis-
útvarpið segir að
það skuli í starfsháttum
sínum ábyrgjast að
sanngirni og hlutlægni
sé gætt.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari
á Akureyri.
Tvö áramótaskaup Sjónvarps
Lifandi Guð og frels-
andi lífgjafi!
Þú sem elskar, kannt
að hlusta og finna til.
Þú sem yfir okkur vak-
ir og berð raunveru-
lega umhyggju fyrir
hverju barni þínu í öll-
um kringumstæðum.
Þú sem lofaðir að yf-
irgefa okkur ekki!
Miskunna þú okkur nú í vanmætti
okkar og máttleysi er við í einlægri
bæn vonumst til að þú heyrir ákall
okkar og skynjir vonbrigði okkar og
umkomuleysi.
Í dag leyfi ég mér að minnast sér-
staklega frammi fyrir þér allra þeirra
allt of mörgu sem greinst hafa með
krabbamein eða einhverja aðra óáran
og þurfa því að heyja áður ófyrirséða
baráttu við erfiðar tilfinningar og von-
brigði. Og takast á við uppskurð og
eða meðferðir, geisla eða lyfja, sem
mörgum reynast erfiðar. Vertu ná-
lægur öllu þessu fólki, aðstandendum
þeirra og öðrum sem þau annast.
Uppörvaðu þau og styrktu og veittu
þeim von og baráttuþrek.
Hjálpaðu þeim að takast á við verk-
efnið, dagana og næturnar, vikurnar
og mánuðina og vonandi árin sem
framundan eru. Gefðu að meðferð-
irnar við meininu mættu takast vel og
aukaverkanir verði eins litlar og frek-
ast er kostur, – og gef að þau einangr-
ist ekki.
Þú veist hver okkar vilji er, því biðj-
um við þig um að gefa þessu fólki
heilsu og krafta á ný og hjálpaðu fjöl-
skyldum þeirra að tapa
ekki voninni og trúnni á
lífið. Hjálpaðu þeim að
fela sig þér á vald og leyf
þeim að finna fyrir nær-
veru þinni og að þau séu
leidd af þér í gegnum hið
krefjandi verkefni.
Veittu þeim uppörvun og
styrk, þrek, þrautseigju
og þolinmæði, bjartsýni
og von. Þrátt fyrir jafn-
vel langvarandi álag,
þreytu og svefnleysi.
Hjálpaðu þeim að huga
að sjálfum sér, gef að þau nái góðri
hvíld og gleymi ekki að nærast eðli-
lega.
Svo þökkum við þér fyrir læknavís-
indin og allt hið frábæra fagfólk sem
við höfum aðgang að. Blessaðu þau öll
einnig og uppörvaðu. Við þökkum fyr-
ir öll kraftaverkin og alla þá sigra sem
náðst hafa, sem fer sem betur fer
fjölgandi.
Þú eilífi lífgjafi
Þú eilífi lífgjafi! Veit okkur öllum
æðruleysi og leyfðu okkur finna fyrir
kærleiksríkri nærveru þinni. Þakka
þér fyrir að fá að hvíla öruggur, þrátt
fyrir allt, í þínum almáttugu, líknandi
og græðandi örmum sem ekkert fær
mig/okkur hrifið úr. Hvorki nú né síð-
ar.
Já og svo bara andvörpum við í ein-
lægri von til þín, því að við vitum ekki
um hvað við eigum að biðja, finnum
ekki réttu orðin en treystum því að
þú biðjir fyrir okkur og skynjir þrár
okkar og þarfir og munir vel fyrir sjá.
Gefðu okkur öllum þinn frið í
hjarta. Þann frið sem er æðri öllum
skilningi.
Þess bið ég/við, í nafni Jesú Krists,
okkar upprisna frelsara og eilífa líf-
gjafa.
Lof sé þér, kærleikans Guð, sem
ert sigurvegarinn í baráttunni við
hvers konar óáran og allt hið illa. Þér
sem gerir alla hluti nýja.
Lifi lífið!
Bæn fyrir þeim
sem glíma við
krabbamein
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Svo bara andvörpum
við í von til þín, því
við vitum ekki um hvað
við eigum að biðja, finn-
um ekki réttu orðin en
treystum því að þú mun-
ir vel fyrir sjá
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Svo merkilegt sem
það kann að hljóma þá
virðist það vera í huga
margra að þar sem
sjúkrahús er staðsett
þar skuli einnig vera
fullbúinn flugvöllur.
Víðast á Íslandi er
þetta þannig.
Einn staður sker
sig þó allhressilega úr,
með einn best útbúna
flugvöll á Íslandi en
einungis slitrur af heilsugæslustöð.
Flugvöllurinn er ekki grafinn milli
hárra fjalla, hann er með þægilegt
aðflug inn á báða enda og ekki er
sérstök þörf á að koma ILS-aðflugi
inn á þann enda, þá flogið er úr
norðri. Flugvöllurinn er malbikaður
og vegna aðstæðna í landslaginu er
hann sá flugvöllur sem sjaldnast er
ófær veðurfarslega séð, ef frá er
talinn Keflavíkurflugvöllur. Kefla-
víkurflugvöllur hefur nauman vinn-
ing, eingöngu vegna þess að þar
eru tvær flugbrautir. Ef Keflavík-
urflugvöllur væri einungis með eina
flugbraut stæði hann að baki þeim
flugvelli sem hér er til umræðu.
Heimabær umrædds flugvallar
er þannig í sveit settur að þar eru
allar gerðir af náttúruvá í lág-
marki, nema hugsanlega skógar-
eldar. Hverfandi áhætta er af
ágangi sjávar og hækkuð sjávar-
staða mun seint hafa áhrif þar.
Skriður, jarðskjálftar, eldgos, aur-
og snjóflóð eru nær óþekkt á svæð-
inu. Vatnsflóð hafa ekki teljandi
hættu í för með sér, þótt áður fyrr
hafi þau haft lítilsháttar truflandi
áhrif á dagleg störf íbúa svæðisins
en fráleitt lífshættu í för með sér.
Þakplötur hafa þar ekki fokið síðan
rifflaður þaksaumur var fundinn
upp. Staðurinn er þar
af leiðandi ekki ein-
ungis kjörinn til að
taka víð íbúum annara
svæða þegar fram-
angreindar hamfarir,
einar eða fleiri, hella
sér yfir heldur ætti
það að vera markmið
stjórnvalda að búa svo
um hnútana að íbúar
þessa lands ættu sér
athvarf þar þegar
náttúruvá knýr upp á
hjá þeim. En merki-
legt nokk – þar er ekkert sjúkra-
hús.
Stefna stjórnvalda, eins og allir
vita, er að koma allri stjórnsýsl-
unni, menntastofnunum, menning-
arstofnunum, heilbrigðiskerfinu, al-
mannavörnum o.s.frv. inn á eitt
eldvirkasta landsvæði á Íslandi.
Hver er rýmingaráætlun Reykja-
víkur og nágrennis ef til hamfara
kemur? Er það um Hvalfjarð-
argöngin einföld eða tvöföld? Er
það um flugvöllinn í Hvassahrauni?
Hvert á fólkið að fara?
Er ekki rétt að staldra ögn við í
þeirri vinnu að byggja nánast ein-
göngu upp í Reykjavík? Fram að
þessu hefur excel-sértrúarsöfn-
uðurinn haft það eina markmið að
færa allt til Reykjavíkur án þess að
fram hafi farið áhættumat á því
fyrir íbúa þess svæðis, fyrirtæki
eða stofnanir. Það má varla skipta
um þvottaefni á almenningssalerni
án þess að gera um það áhættu-
mat. Hvar er aðgengilegt áhættu-
mat fyrir Reykjavík og nágrenni?
Hvernig hefur það verið kynnt íbú-
um?
Hagkvæmni stærðarinnar er
gjarnan flaggað til að rökstyðja
samþjöppun valds og stofnana, en
aldrei er fjallað um neitt í víðara
samhengi, eins og aðgengi annarra
íbúa landsins að þjónustu á vegum
ríkisins. Þar eiga íbúar landsbyggð-
arinnar engan „kassa“ í excel-
skjölum, enda er ævinlega lagt upp
með fyrirframgefnar niðurstöður til
að fá „heppilega“ lausn. Ferða-
kostnaður eru fjármunir sem renna
beint úr vasa skattgreiðenda utan
höfuðborgarsvæðisins og ættu,
jafnræðisreglum samkvæmt, að
vera a.m.k. frádráttarbærir til
skatts, nema allar slíkar ferðir
væru greiddar af almannafé vegna
ferða í stofnanir sem ekki hafa
starfsstöð innan eitt hundrað kíló-
metra radíuss frá heimili íbúans.
Aftur að upphafi þessarar grein-
ar. Bæjarfélagið sem hér er um
rætt heitir Egilsstaðir. Flugvöll-
urinn er góður og væri enn betri ef
hann væri lengdur strax, eins og
áformað er, í tvö þúsund og sjö
hundruð metra, og breikkaður og
skráður sem sextíu metra breið
braut. Leitun er að betri aðstæðum
fyrir varaflugvöll á Íslandi, sem
jafnframt er í fullum rekstri. Með
markvissum hætti yrði lággjalda-
flugi frá Evrópu vísað þangað til að
minnka kolefnisspor ferðamanna á
Íslandi. Egilsstaðir yrðu auk þess
skilgreindir sem varahöfuðborg Ís-
lands og fengju þar af leiðandi sér-
staka meðhöndlun sem slík, t.d.
með fullkomnu sjúkrahúsi og út-
stöðvum fyrir helstu stofnanir rík-
isins.
Alþjóðaflugvöllur kallar
á hátæknisjúkrahús
Eftir Benedikt
V. Warén » Það má varla skipta
um þvottaefni á al-
menningssalerni án
þess að gera um það
áhættumat. Hvar er að-
gengilegt áhættumat
fyrir Reykjavík og ná-
grenni?
Benedikt V Warén
Höfundur er í 13. sæti M-listans
á Egilsstöðum.
ps@vax.is
Það var undarleg tilfinning, ef ein-
hver man það, að koma í fyrsta
sinn í kjörbúð. Átti að ryðjast í
hillurnar, grípa vörurnar, sí svona,
og eiga á hættu að fella allt um
koll og eyðileggja nosturlega upp-
röðun í búðinni? Þurfti maður svo
ekki að gera sig sem heiðarleg-
astan í framan, svo kaupmaðurinn,
sem beið við afgreiðsluborðið,
héldi ekki að eitthvað hefði farið í
frakkavasann sem átti að lenda í
körfunni?
Þetta vandist allt saman og öll-
um þykir sjálfsagt að vinna í búð-
um við að safna vörum í vagna og
fara svo á kassa. En mikið vill
meir og nú ýta kaupmenn á að
fólk skuli líka sjá um greiðsluna
og bera ábyrgð á henni. Þá er
hætta á að gamla tilfinningin komi
aftur að baka sér klúður og
ábyrgð.
Eins er það að t.d. dreifbýlis- og
sumarhúsafólk fyllir gjarna heilu
vagnana í stórmörkuðunum svo
það er til of mikils mælst að fólk
sjái um að skanna það allt og láta
í poka. Það verður að vera lág-
marksþjónusta. Svo þurfa versl-
unarmenn vinnu, ekki satt?
Sunnlendingur.
Í vinnu hjá kaupmönnum
Sjálfsafgreiðsla Nú á fólk líka að sjá um greiðsluna og bera ábyrgð á henni.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Allt um sjávarútveg