Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
✝ Eygló Boga-dóttir fæddist
11. desember 1945
á Djúpavogi. Hún
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
31. janúar 2019.
Móðir hennar
var Guðleif Magn-
úsdóttir, f. 12.
nóvember 1918, d.
6. mars 2006, og
faðir hennar var
Bogi Steingrímsson, f. 18. júní
1922, d. 12. júlí 1963.
Eygló bjó ásamt móður sinni
hjá Hildi ömmu sinni og Magn-
úsi afa sínum í Hamarseli í
Hamarsdal í Suður-Múlasýslu
fyrstu ár ævi sinnar. Hún bjó
um hríð með móður sinni og
eiginmanni hennar á Djúpavogi
og fóru þau þaðan til Vest-
mannaeyja, þar sem hún út-
skrifaðist sem gagnfræðingur
árið 1963.
Hún kynntist föðurfjölskyldu
sinni ekki fyrr en á táningsaldri
þar sem meginhluti hennar var
vestur í Dölum en hún skrif-
aðist á við þau um leið og hún
lærði að skrifa. Leið hennar lá
svo í Dalina þar sem hún hóf í
nám í Húsmæðraskólanum á
María, f. 4. apríl 1999. 2) Hild-
ur M., f. 29. júní 1972, gift
Björgvini Ingvasyni, f. 26. okt.
1977, börn úr fyrra hjónabandi
Daníel Þorsteinn, f. 27. sept-
ember 1990, á hann tvö börn,
Dómald D., f. 19. október 1994,
Sveinn Óli, f. 30. apríl 1996,
Magnús Stígur f. 10. september
2000, og Eyþór Burkni, f. 31.
ágúst 2003 Dómaldssynir, dæt-
ur með núverandi eiginmanni
Eygló Ásta, f. 30. júní 2012, og
Ingibjörg Anna, f. 24. mars
2014. 3) Þ. Una, f. 12. júní
1974, gift Gísla Páli Davíðs-
syni, f. 5.11. 1973, börn þeirra
Alex D., f. 3. janúar 1995, Þor-
steinn E., f. 18. júlí 1998, og
Sóley Rós, f. 3. júní 2003. 4)
Helgi, f. 11. nóvember 1977,
börn hans Filip Már, f. 29. febr-
úar 2000, Danía Margrét, f. 8.
júlí 2002, Loki, f. 16. desember
2004, og Sigurður H., f. 4.
ágúst 2009. 5) Leifur Már, f.
14. maí 1979, giftur Grétu
Gunnarsdóttur, f. 20. febrúar
1980, börn þeirra María Rún, f.
21. apríl 2005, Kristín Gyða, f.
27. maí 2007, og Gunnar Freyr,
f. 23. apríl 2011.
Lengst af bjó Eygló ásamt
eiginmanni og börnum í Reyni-
hvammi 12 í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Linda-
kirkju í dag, 8. febrúar 2019,
klukkan 15.
Staðarfelli.
Systur sam-
mæðra voru Jónína
Rebekka, f. 13.
apríl 1951, Dag-
björt Þ., f. 24. maí
1955, d. 3. október
2009, Gústa, f. 29.
apríl 1958, og
Magnhildur, f. 6.
okt. 1959, Hjör-
leifsdætur.
Systkini sam-
feðra voru Þuríður, f. 24. maí
1953, Steingrímur, f. 8. febrúar
1955, Jóhann, f. 7. janúar 1958,
Bergsteinn, f. 14. febrúar 1959,
d. 6. júní 1980, og Hjalti f. 29.
mars 1962. Móðir þeirra Una
Jóhannsd., f. 17. apríl 1934.
18 ára gömul kynntist Eygló
eiginmanni sínum, Þorsteini E.
Einarssyni, f. 20. maí 1946 í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Einar Geir Lárusson, f. 24. sept-
ember 1913, d. 22. ágúst 1997,
og Stígheiður Þorsteinsdóttir, f.
5. ágúst 1903, d. 30. ágúst 1999.
Eygló og Þorsteinn gengu í
hjónaband 29. desember 1968.
Börn þeirra eru: 1) Heiða, f. 8.
mars 1971, gift Sigurði B. Gil-
bertssyni, börn þeirra Gilbert
Arnar, f. 13. ágúst 1995, og Eva
Elsku mamma, hvernig eigum
við að trúa því að þú sért farin. Þú
sem varst okkur svo kær. Við er-
um klárlega betri manneskjur
vegna þín. Það var alltaf hægt að
leita til þín alveg sama hversu
stórt eða smátt vandamálið var já
þú varst alltaf til staðar, stundum
þurfti maður bara spjall og knús
og þá varð allt betra. Ætli ástæð-
an fyrir því að við vorum nú ekki
meiri villingar á unglingsárunum
sé ekki sú að maður vildi ekki
valda þér vonbrigðum, þú treystir
okkur alltaf til að taka eigin
ákvarðanir og ábyrgð á því sem
við vorum að gera. Öll erum við
sammála um að heyra rödd þína
þegar við erum að drífa okkur „ef
þú ætlar ekki að gera þitt besta
skaltu bara sleppa þessu“.
Lífið er svo skrítið og svo óút-
reiknanlegt, eina stundina erum
við að spjalla og hlæja og þá
næstu ertu farin, elsku mamma.
„Heilablæðing? Ha, hvað ertu
að segja?“ voru viðbrögð okkar
allra systkinanna þegar hringing-
in kom frá Spáni og vorum við öll
komin til þín eins fljótt og flogið
var. Hrædd en samt svo viss um
að þú mundir ná þér og þú varst á
svo góðri leið orðin svo spræk,
enginn hjólastóll, nei sleppum
bara þessari göngugrind og tókst
svo bara á móti okkur brosandi í
dyrunum um helgina, en ætli þau
hafi ekki þarfnast þín meira þarna
uppi. Við skulum passa upp á
pabba og hvert annað eins og þú
gerðir. Við komum alltaf til með
að elska þig og sakna þín.
Brosið og ástin sem skein í
gegnum þig. Augun sem sögðu
allt sem segja þurfti.
Oft hún reynist erfið mjög
brautin þyrnum stráða
en reyndu vina í lengstu lög
að láta hjartað ráða
(Eygló Bogadóttir)
Ólátabelgirnir þínir 5,
Heiða, Hildur, Una,
Helgi og Leifur.
Elsku Eygló, betri tengda-
mömmu er ekki hægt að hugsa
sér. Hjartahlýja, gestrisni og
hjálpsemi einkenndu allt þitt fas.
Frá fyrstu tíð var ég velkomin og
ein af fjölskyldunni. Minning þín
lifir um ókomin ár. Takk fyrir allt.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Gréta.
Elsku amma. Við viljum byrja á
því að þakka þér fyrir ástina, um-
hyggjuna og góðu tímana. Allar
sögunar sem munu halda áfram
að lifa með okkur í gegnum kyn-
slóðir. Eitt sem við öll frænd-
systkinin erum sammála um er
ástin og hlýjan sem þú veittir okk-
ur öllum. Við viljum þakka þér
fyrir að hafa verið alltaf til staðar
fyrir okkur þegar við þurftum á
þér að halda, þú varst alltaf tilbúin
með opinn faðm og að hjálpa þeim
sem á þurftu að halda.
Við munum öll eftir bakstrinum
þínum, mömmukökunum og
hjónabandssælunni eða eins og þú
sagðir stundum „hjónabands-æl-
unni“ – þessi litli brandari verður
alltaf með okkur og í hvert skipti
sem við sjáum kökuna munum við
hugsa til þín.
Þú varst góðhjörtuð, indæl,
gestrisin og hjálpsöm, þú gafst
alltaf bestu knúsin með þínum in-
dælu litlu ástarkossum.
Við munum vel eftir því hvernig
allt þurfti að vera spikk og span og
hvernig þú gast eytt mörgum
klukkutímum í að taka upp
mylsnu, þrífa vaskinn og allt hús-
ið.
Við hefðum öll óskað eftir að fá
meiri tíma með þér, guð tók þig of
snemma frá okkur, heimurinn
getur verið svo ósanngjarn stund-
um. Því hver dagur með þér var
ávallt hamingjuríkur og sendi
mann heim tilbúinn fyrir næsta
dag.
Þú hefur alltaf verið góð fyr-
irmynd fyrir okkur öll og þín verð-
ur svo sannarlega sárt saknað, við
vorum og verðum alltaf litlu lömb-
in þín.
Elskum þig endalaust Eygló
amma.
Hvíldu í friði.
Alexander, Eva María,
Eyþór Burkni, Filip Már,
Gilbert Arnar, Magnús,
Sóley Rós, Þorsteinn (Steini)
og Sveinn Óli.
Elskuleg frænka mín, hún
Eygló, er látin, hún veiktist úti á
Spáni og eftir heimkomuna var
hún flutt á Landspítalann í Foss-
vogi. Allt virtist ganga að óskum
og allir voru vongóðir um að hún
myndi ná sér en allt í einu dró ský
fyrir sólu og lést Eygló 31. janúar.
Við Eygló vorum systradætur
og jafn gamlar og miklar vinkonur
alla tíð alveg frá því ég man eftir
mér. Fyrstu árin bjó Eygló í
Hamarsseli í Hamarsfirði hjá
móður sinni og ömmu okkar og
afa, seinna fluttist hún í Álftafjörð
með móður sinni og manni hennar
Hjörleifi og þar sem ég bjó á
Djúpavogi fékk ég að fara til
þeirra á hverju sumri og dvelja
þar í nokkra daga. Þar gerðum við
ýmislegt skemmtilegt eins og að
búa til te úr íslenskum jurtum
sem við tíndum fyrir ofan bæinn
Melrakkanes þar sem þau bjuggu.
Þegar við vorum níu ára fórum
við til Akureyrar með ömmu okk-
ar og afa, móður minni og frænda
okkar en við fórum að heimsækja
frænda okkar á Kristnesi í Eyja-
firði þar sem hann dvaldi frá unga
aldri og síðar varð það hans heim-
ili. Ferðin norður tók tvo daga og
gist var á leiðinni á Möðrudal á
Fjöllum og á Grímsstöðum á
bakaleiðinni, við áttum fallega
minningu um þessa ferð.
Eygló kynntist ekki föður sín-
um fyrr en hún var orðin ungling-
ur og tóku allir í hans fjölskyldu
svo vel á móti henni enda var hún
einstaklega ljúf og góð. Skömmu
seinna lést faðir hennar sviplega
en konan hans var Eygló alla tíð
eins og besta móðir. Þó að sam-
skipti okkar Eyglóar hafi minnk-
að um tíma þegar barnauppeldið
stóð sem hæst töluðum við alltaf
saman í síma og alltaf á afmæl-
unum okkar töluðum við saman.
Takk fyrir samfylgdina elsku
frænka mín, guð blessi þig.
Innileg samúðarkveða til fjöl-
skyldunnar.
Þín frænka
Karen.
Við hjónin vorum svo ótrúlega
heppin að kynnast Eygló og
Steina fyrir 20 árum. Á þeim tíma
hefur ýmislegt verið brallað, ótelj-
andi ógleymanlegar veiðiferðir og
fjölmargar utanlandsferðir, alltaf
glatt á hjalla, mikið hlegið og alltaf
gaman.
Nú hefur Eygló kvatt okkur og
haldið í nýtt ferðalag til sumar-
landsins.
Með sorg í hjarta kveðjum við
þig, elsku vinkona, sem hafðir
hjarta úr gulli, alltaf boðin og búin
að aðstoða aðra og alltaf með
gleðina að leiðarljósi. Við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta þessara ára með þér, takk
fyrir allar góðu samverustundirn-
ar, þær verða vel varðveittar í
minningabankanum og þín verður
sárt saknað.
Elsku Steini og börn, okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
megi góður guð styrkja ykkur á
erfiðum tímum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíl í friði, okkar kæra vin-
kona.
Elín Snorradóttir
og Pálmar Einarsson.
Að kveðja kæra vinkonu er allt-
af erfitt og vantar oft orð til að tjá
hugsanir.
Nú er stórt skarð í vinahópnum
okkar. Munum við sakna hennar
mjög. Var hún virk í öllu sem gert
var, hvort sem var í leik eða störf-
um hvers konar.
Því kynntumst við Eldeyjar-
konur vel. Vann hún ómetanleg
störf í félagi okkar, stjórnarstörf
af ýmsu tagi. Til dæmis formaður í
tvö ár í röð, þar sem engin var til-
tæk í verkefnið. Alltaf gleði og
dugur, sem smitaði út frá sér.
Þökkum við allar fyrir ljúf og
ógleymanleg ár.
Samúðarkveðjur eru hér frá
hópnum til Þorsteins og fjölskyld-
unnar. Við hjónin söknum góðrar
vinkonu til margra ára. Þökkum
alla þá vináttu, sem geymd er í
hjartastað, í minningum okkar.
Elsku Steini og stórfjölskyldan
öll. Sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi góður
Guð styrkja ykkur um alla fram-
tíð.
Blessuð sé minning Eyglóar
Bogadóttur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Heiða og Valur.
Þegar við kveðjum Eygló vin-
konu mína til 58 ára þá kemur efst
í huga mér þakklæti. Þakklæti
fyrir allar góðu og dýrmætu
stundirnar með henni, Steina og
stórfjölskyldunni. Það eru góðar
minningar sem ávallt lifa.
Ég fór að lesa bréf sem hún
skrifaði mér á árunum ’69-’74 þeg-
ar ég bjó í Danmörku. Þetta var
skemmtileg lesning sem gaf góða
mynd af lífi okkar á þessum árum.
Við ungar, nýlega ráðsettar frúr í
hreiðurgerð, með nokkur smá-
börn og í fullri vinnu. Eygló þá
eins og alltaf síprjónandi á fjöl-
skylduna sína og líka fyrir aðra.
Hún var einstaklega vinnusöm og
dugleg og alltaf voru Steini, börn-
in og síðan barnabörnin henni efst
í huga. Þeirra velferð skipti hana
öllu.
Ég, eins og eflaust allir sem
þekktu Eygló, mun minnast henn-
ar og hennar léttu lundar með
gleði, hlýju og þakklæti. Hún mun
lifa áfram í hjörtum okkar og lýsa
upp með góðum minningum.
Innilegar samúðarkveðjur til
Steina og fjölskyldunnar.
Hvíl í friði kæra vinkona,
Ellen Maja og fjölskylda.
Eygló Bogadóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku tengdamamma,
takk fyrir allar minningarn-
ar.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sigurður B. Gilbertsson.
Elsku amma. Ég trúi því
ekki að þú sért farin og mig
langar það ekki. Ég bíð og
bíð eftir að vakna upp af
þessari martröð. Þú ert ein
af bestu, hlýjustu og
fallegustu persónum sem ég
hef þekkt. Þú hefur alltaf
verið og verður alltaf fyrir-
mynd mín, elsku amma mín.
Mér þykir svo vænt um þig
og minningar okkar, bara að
hugsa um þær lætur mig
brosa.
Ég elska þig amma.
Hvíldu í friði.
María Rún.
Ástkær frændi
minn og móðurbróð-
ir, Gylfi Guðmunds-
son, er látinn.
Á kveðjustund
koma fram minningabrot og mað-
ur áttar sig á að Gylfi var sannur
frændi og höfðingi heim að sækja.
Ein mín fyrsta minning er um lítið
tuskudýr, sem mér var sagt að
Gylfi hefði sent mér frá Þýska-
landi þegar hann frétti að Fríða
systir og Árni mágur hefðu eign-
ast dreng. Þetta tuskudýr var mér
mjög kært.
Gylfi var alltaf mjög ættrækinn
og hann átti stærstan þátt í ætt-
armóti móðurfjölskyldu okkar,
sem var haldið á Skjaldfönn við
Ísafjarðardjúp árið 1994. Þar kom
saman stór hópur frændsystkina
og skemmti sér saman, um miðjan
júlí í afskaplega fögru veðri. Hann
var þar hrókur alls fagnaðar. Ég
var með í nefndinni og oft ræddum
Gylfi
Guðmundsson
✝ Gylfi Guð-mundsson
fæddist 27. sept-
ember 1932. Hann
lést 28. janúar 2019.
Útför Gylfa fór
fram 6. febrúar
2019.
við saman um að gaman
væri að halda annað
svona ættarmót.
Frændi minn var
með ákaflega fallega
rithönd og var góður
penni. Hann hafði gam-
an af að skrifa. Nú í
seinni tíð átti hann til að
senda skemmtilegar
greinar um ættingja
okkar á tímamótum í lífi
þeirra. Ég kem til með
að sakna þeirra pósta.
Hann hringdi reglulega í mig og
við ræddum saman um málefni líð-
andi stundar. Hann hafði áhuga á
öllu sem viðkom fjölskyldunni og
fylgdist vel með hvað við vorum að
bardúsa.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Gylfa fyrir allar góðu stundirnar
sem við og fjölskyldur okkar höf-
um átt saman í gegnum árin og
áhugann sem hann sýndi mér og
minni fjölskyldu.
Elsku Ása, Monna, Milla, Jón-
ína og Solla, við sendum ykkur
hugheilar samúðarkveðjur á þess-
ari sorgarstundu.
Blessuð sé minning Gylfa Guð-
mundssonar.
Þorgrímur St. Árnason og
fjölskylda.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
að höndum og aðrar gagnlegar
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát