Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 ✝ Þóra C. Ósk-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. apríl 1940. Hún lést á Landspítala Foss- vogi 26. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundur Óskar Ein- arsson læknir, f. 13. maí 1893, d. 20. mars 1967, og Jó- hanna Dagmar Magnúsdóttir lyfsali, f. 22. júní 1896, d. 23. september 1981. Eiginmaður Þóru er Ari Ólafsson verkfræðingur, f. 6. október 1938, en þau giftu sig 2. mars 1963. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Sigurþórsson gjaldkeri, f. 22. febrúar 1908, d. 4. júní 1973, og Ragnheiður Ara- dóttir húsfreyja, f. 22. maí 1907, d. 1. janúar 1986. Börn Þóru og Ara eru: 1) Magnús, grafískur hönnuður, f. fræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Þóra starfaði sem bókavörður á Landsbóka- safni Íslands 1971-74, skólasafn- vörður í Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi 1981-85, aðstoðar- bókafulltrúi í menntamálaráðu- neytinu 1986-87, bókafulltrúi ríkisins frá 1987-97 og sérfræð- ingur í menntamálaráðuneytinu frá 1997-2006. Frá 2006-08 starfaði Þóra á Landsbókasafni Íslands við ýmis sérverkefni en lét þá af störfum vegna aldurs. Þóra sat í stjórn Bókavarða- félags Íslands, Kvenskátafélags Reykjavíkur, Kvenstúdenta- félags Íslands, Félags íslenskra háskólakvenna, Soroptimista- klúbbs Seltjarnarness, Sor- optimistasambands Íslands og Skólavörðunnar og þá var hún einnig formaður stjórnar Blindrabókasafns Íslands. Á starfsferli sínum sat Þóra einnig í ýmsum nefndum á vegum menntamálaráðuneytisins. Þóra skrifaði ýmsar greinar og rit- gerðir í sínu fagi, ýmist ein eða með öðrum. Útför Þóru fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 8. febr- úar 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. 30. júní 1964, kvæntur Áslaugu Jónsdóttur ferða- ráðgjafa, börn þeirra eru Svan- fríður Harpa, f. 29. janúar 1988, og Ari Þór, f. 23. mars 1993. 2) Ragnheið- ur, arkitekt, f. 2. maí 1967, gift Kára Steinari Karlssyni verkfræðingi, börn þeirra eru Kristín, f. 21. júlí 1995, Ari, f. 19. maí 1998, og Snorri, f. 13. júní 2003. 3) Óskar Ólafur, flugstjóri, f. 8. ágúst 1973, kvæntur Ingibjörgu S. Sigurðardóttur verkefnastjóra, börn þeirra eru Birgir Ari, f. 21. nóvember 2004, Þóra Sif, f. 25. janúar 2008, og Sigurður Torfi, f. 8. janúar 2012. Þóra ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1960. Hún lauk BA-prófi í bókasafns- Elsku amma, það koma svo margar góðar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Ef ég færi að telja þær allar upp myndu þær líklegast fylla heila bók. Þær sem standa helst upp úr eru meðal annars óteljandi ferðir upp í bústað með ykkur afa á Volvo-inum í Boggunni. Þar spiluðum við á hverju kvöldi margar umferðir af ólsen ólsen, veiðimanni og bingói þar sem ég trúði því aldrei að það væri komin nótt, enda ennþá bjart úti! Á hverju ári komstu líka með ný púsluspil sem þú hafðir keypt á ferðalögum þínum með afa og sátum við tvær tímunum saman að finna öll hornpúslin og kantana. Ég hlakkaði alltaf svo til að sjá hvaða púsluspil þú kæmir með næst og hvort við myndum ná að klára það á einni helgi. Þess á milli kennd- irðu mér að þurrka ýmis blóm og jurtir og svo kíktum við reglulega á trén tvö sem við höfðum gróðursett saman. Ég man svo vel eftir deg- inum sem við fórum á leiðinni upp í Skorradal og keyptum tvö tré sem voru jafn há mér og gróðursettum svo fyrir framan bústaðinn. Mér fannst alltaf jafn spennandi og ótrúlegt að sjá hvað þau voru orðin há í byrjun hvers sumars. Á Nesinu urðu líka yndisleg- ar minningar til. Piparköku- dagurinn var alltaf einn af há- punktum ársins ásamt kransagerð og ýmiss konar föndri sem þú gerðir með mér. Ekki er heldur hægt að minn- ast þín án þess að hugsa til allra óteljandi matarboðanna þar sem þú eldaðir í bland þína klassísku rétti og svo nýja og framandi rétti. Uppskriftirnar þínar munu fylgja okkur öllum þó að enginn geti alveg náð bragðinu sem þú náðir. Ég mun geyma allar þessar minningar í hjarta mínu að ei- lífu. Þín verður sárt saknað elsku amma. Svanfríður Harpa. Látin er í Reykjavík Þóra Óskarsdóttir bókasafnsfræðing- ur á 79. aldursári. Tíðindin um fráfall Þóru Óskarsdóttur voru bitur eins og frostið á þessum vetrardögum í byrjun þorra. Sjúkrahúsvistin var ekki langvinn sem betur fer og ánægjulegt að geta séð heið- ursfrúna eftir atvikum hressa og vel útlítandi um nýliðnar há- tíðar. Minningin um hana verð- ur því björt og í anda hinnar rísandi sólar. Þóra var traust og heilsteypt kona. Nokkuð var hún seintek- in en eftir að búið var að kom- ast inn úr skelinni reyndist hún góður vinur og farsæll félagi. Þá var grunnt á kímnigáfunni. Glaðvær var hún á góðum stundum og þægileg í um- gengni. Hún var traustur vinur vina sinna og góð heim að sækja. Hún var fróðleiksfús, góðum gáfum gædd og hinn mesti lestrarhestur þótt við höfum fyrir satt, að henni hafi þótt gott að láta lesa fyrir sig. Hún var nákvæm og hispurs- laus en á hinn bóginn hrein- skiptin og gat verið nokkuð beinskeytt. Tildur og hégóma- skapur var henni lítt að skapi og skapstór var hún nokkuð en kunni skap sitt vel að temja. Hún var hógvær og orðvör barst ekki á þótt hún væri af efnafólki komin. Hún var ein- lægur unnandi góðra lista og bókmennta. Þau voru samhent hjón Ari Ólafsson og Þóra í hverju, sem þau tóku sér fyrir hendur. Bæði voru einbirni, sem tak- markaði frændgarðinn nokkuð. Umhyggja Ara á síðustu dög- um hennar vegferðar verður í minnum höfð. Við áttum með þeim hjónum margar auðnustu- ndir í áratugi, sem ljúft er nú að minnast enda áttum við af- komendur á líku reki. Barnalán Ara og Þóru bætir nokkuð frændafátækt, sem hlýzt af því að vera einbirni. En lífið heldur áfram og með rísandi sól verður að horfa fram á veginn því dagar erfiðra veikinda eru að baki og gott að þeir urðu ekki fleiri. Við þökk- um liðnar samverustundir í þessari jarðvist. Megi almættið styrkja eiginmann og afkom- endur á komandi tímum. Björg Gunnlaugsdóttir, Sverrir Ólafsson. Við Þóra kynntumst fyrst í sex ára bekk í Ísaksskóla. Kennari okkar var Sigrún Að- albjarnardóttir frá Hafnarfirði og skólastjóri okkar var Ísak Jónsson. Einu sinni vetrarins var okk- ur í bekknum boðið í afmæl- isveislu hjá skólasystur okkar Þóru Camillu Óskarsdóttur í Iðunnarapóteki við Laugaveg. Móðir Þóru, Jóhanna Magnús- dóttir, var apótekari í Iðunna- rapóteki og faðir Þóru var Ósk- ar Einarsson læknir. Fjölskyldan bjó á efri hæð Ið- unnarapóteks. Tekið var vel á móti okkur og við fengum appelsín á flösk- um og rjómatertu. Allir krakk- arnir yfir sig hrifnir, að fá að drekka úr flöskum. Óskar faðir Þóru var líka búinn að setja saman þrautakóng fyrir hópinn og áttum við að fara eftir leið- beiningum frá Óskari og finna blaðið sem við áttum að nota til að finna fjársjóðinn sem falinn hafði verið einhvers staðar úti eða inni. Allir krakkarnir voru mjög spenntir og mikil tilhlökk- un að finna nú fjársjóðinn. Að lokum tókst okkur að finna hann og var mikil stemning og ánægja, hreint eins og við hefð- um fundið gull. Allir sammála um að þessi afmælisveisla væri sú besta og flottasta sem hóp- urinn hafði verið í um ævina! Við Þóra höfum haldið kunn- ingsskap í gegnum tíðina, sér- staklega eftir að við vorum báð- ar saman í Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness. Ég sakna henn- ar úr hópnum okkar, því okkur var vel til vina og stundum rifj- aðir upp gamlir tímar frá bernskuárunum og margt fleira. Blessuð sé minning þín, kæra vinkona. Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir. Haustið 1987 hóf ég störf hjá bókafulltrúa ríkisins sem þá var með skrifstofu á Hverfis- götu 26. Stefanía Júlíusdóttir og Þóra Óskarsdóttir réðu þar ríkjum en Stefanía lét brátt af stöfum og Þóra varð bóka- fulltrúi ríkisins og var hún sú síðasta sem gegndi embættinu, en það var lagt niður með nýj- um lögum um almenningsbóka- söfn 1997. Skrifstofa bókafulltrúa var hluti af lista- og safnadeild menntamálaráðuneytis og á skrifstofu menningarmála var einnig íþróttafulltrúi og æsku- lýðsfulltrúi. Þegar ráðuneytið sameinaðist á einn stað á Sölv- hólsgötu fengum við Þóra sam- an eina stóra skrifstofu. Þóra varð sérfræðingur í deildinni en árið 2003 fór hún í önnur verk- efni hjá Landsbókasafni. Það var mikið spjallað og skrifstofan okkar var nokkurs konar kaffistofa, þar sem fólk hittist með kaffibollann og síg- arettuna þegar það mátti, margt spjallað og minnisstætt er þegar Lára Inga uppfræddi okkur úr sínum viskubrunni. Þóra var greind og víðlesin, alltaf vel til höfð en hlédræg. Hún var mikil og vandvirk hannyrðakona, bókelsk og naut tónlistar og myndlistar. Við spjölluðum mikið saman, fylgdumst með fjölskyldum og áhugamálum hvor annarrar en vorum ólíkar í flestu en kom alltaf vel saman. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst einstakri konu og votta Ara, Magnúsi, Ragnheiði og Óla og fjölskyld- um þeirra innilega samúð við brottför hennar. Björg Ellingsen. Með þakklæti og söknuði kveðjum við Þóru vinkonu okk- ar í dag. Þóru, þessa glæsilegu konu til orðs og æðis. Fyrstu kynni okkar má rekja allt til barnaskóla, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans í Reykjavík, þannig að vináttan teygir sig yfir hartnær 70 ár. Á kveðjustundu sem þessari verður manni orða vant. Minn- ingarnar hrannast upp og hug- urinn leitar til horfinna tíma. Það var í fjórða bekk MR ár- ið 1957 sem við stofnuðum saumaklúbbinn sem er við lýði enn þann dag í dag. Eftir stúd- entspróf fórum við allar til frekara náms innanlands en þegar frá leið fór hluti til náms erlendis og fækkaði þar af leið- andi í hópnum. Þá var stofn- aður spilaklúbbur innan sauma- klúbbsins og var Þóra ein af þeim hópi. Við áttum einstaklega skemmtilegar samverustundir gegnum tíðina. Málefni líðandi stundar krufin til mergjar, skiptar skoðanir látnar fjúka og lausnir fundnar á ýmsum vandamálum. Til að byrja með voru hannyrðirnar ríkjandi í saumaklúbbnum og spruttu mörg listaverkin fram af liprum fingrum. Þar má segja að Þóra hafi verið fremst í flokki. Það var sama á hverju hún snerti, hvort sem var fatasaumur eða listsaumur, allt var unnið af vandvirkni, smekkvísi og dugn- aði. Þess ber vitni undurfagurt heimili fjölskyldunnar, búið mörgum fallegum munum og raðað saman gömlum og nýjum eðalgripum svo unun er að njóta. Eitt árið fór hún á nám- skeið og lærði að gera við og fegra gamla muni. Hún lét sig ekki muna um að gera upp gamla ættargripi og má þar nefna sérstaklega feiknafagurt skatthol sem Þóra pússaði upp og lakkaði sem nýtt væri. Einn- ig vann hún marga fallega kransa og blómaskreytingar úr íslenskum blómum sem hún tíndi úti í náttúrunni. Það kom ríkulega fram hversu mikill listakokkur Þóra var þegar við breyttum klúbbnum úr kaffi- boði í matarboð síðustu áratug- ina. Á þennan hátt minnumst við hennar. Með þakklæti fyrir vináttu til margra ára, virðingu og hlýju í huga kveðjum við Þóru. Blessuð sé minning hennar. Ara, börnunum þremur og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Áslaug Ottesen, Björg Þorsteinsdóttir, Elísabet Magnúsdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Kristrún Auður Ólafsdóttir. Kveðja frá Soroptimista- klúbbi Seltjarnarness Þóra Óskarsdóttir bóka- safnsfræðingur gerðist félagi í Soroptimistaklúbbi Seltjarnar- ness árið 1983 og var það æ síðan. Hún tók virkan þátt í starfi klúbbsins, var í stjórn oftar en einu sinni, meðal ann- ars gjaldkeri í fjögur ár. Hún tók að sér að gera yfirlit yfir starfsemi klúbbsins frá upphafi sem nýttist vel til frambúðar. Hún starfaði einnig á vettvangi Landssambands soroptimista og var ritari þess í tvö ár. Við minnumst þess með þakklæti þegar Þóra og Ari buðu klúbbsystrum ásamt eig- inmönnum í heimsókn í sum- arbústaðinn sinn. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja. Veður var yndislegt þennan dag og um- hverfið fagurt. Slíkar minning- ar er gott að staldra við. Þóra var hógvær í fram- komu, en hún var mjög áhuga- söm um þau mál sem unnið var að hverju sinni. Henni mátti alltaf treysta til að vinna fram- úrskarandi vel hver þau störf sem hún tók að sér. Við sökn- um hennar úr hópnum. Við sendum Ara og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd klúbbsystra, Björk Hreinsdóttir. Þóru Óskarsdóttur þekkti ég frá barnæsku þar sem mæður okkar voru æskuvinkonur. Þóra kom stundum heim til okkar í Reykholt í Borgarfirði og ég til Reykjavíkur og heimsótti þá fjölskylduna á Laugavegi 40a. Ég man að afi hennar, Magnús Torfason, átti heima á „mið- hæðinni“ þar, þá orðinn aldr- aður maður. Þóra var víðar í sveit en hjá okkur. Foreldrar hennar áttu sumarbústað þar sem hún var langdvölum, og oft var hún hjá ættingjum sínum í Bjólu á Rangárvöllum. Auk þess var hún skáti og var oft á sumrin á Úlfljótsvatni þar sem hún til- einkaði sér skátalistir. Þóra var einkabarn foreldra sinna, en þurfti ekki að kvarta undan fámenni á heimili sínu. Foreldrar hennar, þau Jóhanna Magnúsdóttir apótekari í Lyfjabúðinni Iðunni og Óskar Einarsson læknir, voru rausn- arleg og ungir ættingjar dvöldu oft langdvölum á heimili þeirra meðan þeir sóttu nám í Reykja- vík. Sjálf naut ég vináttu mæðra okkar og var boðið að búa hjá þeim á meðan ég var í menntaskóla. Þannig atvikaðist það að við Þóra urðum her- bergisfélagar í fjóra vetur og þarf minna til að kynni verði náin. Síðar, þegar ég kom frá námi erlendis, bauðst mér að deila húsnæði með Þóru á nýjan leik. Þá var búið að útbúa litla íbúð á efstu hæð hússins á Lauga- vegi og þar höfðum við Þóra hvor sitt herbergi. Þóra starf- aði sem flugfreyja hjá Loftleið- um en ég var að stíga mín fyrstu skref sem kennari. Ég á margar ánægjulegar minningar frá þeim tíma. Þegar Þóra og Ari voru í Danmörku við nám hittumst við sjaldnar, en eftir að þau komu heim tókum við aftur upp þráð- inn. Við vorum þá báðar búnar að stofna eigin heimili og áttum annríkt, hittumst aðallega í barnaafmælum. Þóra hafði þá lokið háskólaprófi í bókasafns- fræðum og starfaði lengst af í sinni grein í mennta- málaráðuneytinu, síðast yfir- maður bókasafnsmála þar. Svo heppilega vildi til að við fengum fljótlega tækifæri til að vinna saman að félagsmálum. Fyrst vorum við báðar í stjórn Félags háskólakvenna – mig grunar að við höfum verið fengnar í þau störf þar sem mæður okkar beggja voru í hópi stofnenda félagsins – en við gerðum okkar besta og störfuðum saman þar í nokkur ánægjuleg ár. Þóra og Ari áttu yndislegt heimili við Sæbraut á Seltjarn- arnesi. Þangað var gaman að koma og ég naut þess að sjá marga fallega húsmuni sem ég kannaðist við frá heimili for- eldra hennar á Laugaveginum. Ekki var síður skemmtilegt að heimsækja hana í sumarbústað- inn í Skorradal. Þar var mikil trjárækt og alger unaðsreitur. Við vorum báðar í Soroptim- istaklúbbi Seltjarnarness, hitt- umst þar reglulega og unnum saman. Mikilvægast fyrir mig var samstarf okkar árin 1988 til 1990 þegar ég var forseti lands- sambands Soroptimista og fékk Þóru sem ritara mitt kjörtíma- bil. Þar var ég heppin, betri rit- ara var ekki hægt að hugsa sér. Fyrir það góða samstarf verð ég ævinlega þakklát. Ég sendi fjölskyldu Þóru innilegar samúðarkveðjur. Steinunn Anna Einarsdóttir. Þóra C. Óskarsdóttir með okkur og gast setið tímunum saman að hjálpa okkur með heimanámið eða að spila, það voru fáir eins þolinmóðir og þú elsku amma. Þangað til við hittumst á ný, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, við vitum að þú ert með okkur í anda og heldur áfram að hvetja okkur áfram og passar upp á okkur. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. (Sigga Dúa) Helena Ósk, Einar Þór og Diljá Rún. Í dag kveðjum við elskulegu ömmu okkar. Gerða amma var einstök kona sem allt vildi fyrir alla gera, hún var mikil afrekskona, mikill dugn- aðarforkur og með stórt hjarta þar sem rúm var fyrir okkur öll. Góðar minningar streyma fram þegar kemur að kveðjustund og eigum við eftir að ylja okkur við þær lengi og segja okkar börnum frá Gerðu ömmu og afrekum hennar, hvort sem var í golfinu eða öðrum íþróttum, og ekki má gleyma öllum yndislegu stundun- um sem við áttum með ömmu og afa. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Farðu í friði elsku amma, Ingvar, Anton, Friðrik, Sigríður, Salome og Guðmundur Garðar. til Unnar og Halla og höfum við ósjaldan gist hjá þeim þegar farið var á íþróttamót eða þjóðhátíð. Halli var einstakur kokkur og hjá honum kynntumst við ýmsum réttum sem við höfðum ekki smakkað áður. Við minnumst einnig ferðanna á BSÍ þegar hann kom í bæinn þar sem keyptar voru kótelettur í raspi. Við nutum góðs af þeim og ýmsu öðru sem hann keypti þegar hann gisti á Fálkanum og gleymum við aldrei nammisendingunum í sveitina, enda ekki mikið um nammi þar. Það var iðulega mikill spenningar hjá okkur þegar jólapakkarnir komu frá Vestmannaeyjum, en hvert okkar fékk minnst tvo pakka frá þeim og stundum mátti opna aukapakka strax. Halli var ekki bara góður við okkur syst- kinin heldur hafa okkar börn einnig notið hans góðvildar og gjafmildi og fylgdist hann vel með lífi okkar og barnanna. Halli átti auðveldara með að gefa en þiggja og er það lýsandi dæmi um gjaf- mildi hans þegar hann rétti Magnúsi 6.000 krónur til að kaupa nammi handa sér og systkinum sínum fyrir kósíkvöld í síðustu ferð hans í bænum. Elsku Unnur, Dæja og Júlíana, við sendum ykk- ar okkar bestu samúðarkveðjur og við þessi skrif minnumst við systkinin margra góðra stunda með Halla og ykkur. Við hlökkum til næstu ferðar til Eyja. Baldur, Sæmundur og Selma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.