Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 30

Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 ✝ Jónína HelgaÞórólfsdóttir fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 8. janúar 1971. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 27. janúar 2019. Foreldrar henn- ar eru Þorbjörg Júlíusdóttir, f. 24. mars 1944, og Þór- ólfur Magnússon, f. 24. mars 1935. Systkini Jónínu eru Júlíus Björn, f. 3. janúar 1969, giftur Rebekku Rós Þorsteinsdóttur, og Aðalheiður Dóra, f. 1. októ- ber 1978, gift Ásgeiri Frey Ás- geirssyni. Eiginmaður Jónínu er Orri Hallgrímsson, f. 9. nóvember 1976, og börn þeirra eru Loftur Snær, f. 22. september 2007, og Lena Líf, f. 30. maí 2009. Foreldrar Orra eru Guðrún Ófeigsdóttir, f. 13. júlí 1945, og Hallgrímur Arason, f. 10. júní 1943. Systkini Orra eru Lena, f. 25. júlí 1964, gift Einari Steins- syni, Ari, f. 20. mars 1968, gift- ur Rut Viktors- dóttur, og Högni, f. 12. október 1973, giftur Perlu Kon- ráðsdóttur. Jónína gekk í Ölduselsskóla og fór í kjölfarið í Menntaskólann við Sund þar sem hún lauk stúdentsprófi árið 1992. Hún lauk BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún stundaði nám í Syracuse University í New York-ríki í Bandaríkjunum á árunum 1999-2001 og lauk þar mastersgráðu í alþjóða- samskiptum. Jónína ferðaðist víða um heim vegna starfa sinna, bæði sem flugfreyja og síðar sem starfsmaður UNI- FEM þar sem hún starfaði við þróunarvinnu. Jónína tók kennsluréttindi árið 2010 og hóf kennslu við Menntaskólann á Akureyri. Frá haustinu 2012 kenndi hún við Menntaskólann við Sund. Útför Jónínu fer fram frá Seljakirkju í dag, 8. febrúar 2019, klukkan 13. Ninna systir mín var einstök. Mikið sem ég leit upp til hennar og hvað mér fannst hún alltaf bera af öllum, segja allt rétt og vera vitrasta manneskja sem ég þekkti. Hún var svo hjálpsöm og góð við alla, hugsaði um að öllum liði vel og alltaf svo stutt í fallega brosið hennar og geislandi augu, þessi góðu augu sem gáfu manni svo mikla hlýju og öryggi. Hjá Ninnu leið manni vel, hún var bara þannig. Heimili Ninnu, Orra, Lofts og Lenu í Eikjuvog- inum var alltaf fullt af gleði og hamingju, krakkar úti um allt, kaka í ofninum, vatnsslagur úti í garði. Ninna að græja garðinn og hlaupandi að ná í alls konar fyrir alla. Ninna var dásamleg, þessi útgeislun og kraftur sem var magnaður. Ég á svo margar dásamlegar minningar. Þegar við vorum á ferðalagi með foreldrum okkar í einni af mörgum ferðum í kringum landið, við þá bara litlar, Ninna syngjandi eins og Julie Andrews í Sound of Music með þvílíkum tilþrifum. Ninna var svo skemmtileg, alltaf stutt í gleðina og hláturinn. Dansarnir í stofunni í Stuðlasel- inu, Forrest Gump-diskurinn skrúfaður í botn, mamma tak- andi splittstökk og við systur í hláturskasti. Ég man þegar Ninna fór til Grikklands sem skiptinemi, það var erfitt fyrir mig að sjá á eftir stóru systur í heilt ár. Við mamma og pabbi kíktum í heim- sókn, sem var rosalegt ævintýri, Ninna talaði grísku eins og inn- fædd. Þetta var byrjunin, eftir það var ævintýra-Ninna flogin um allan heim að breiða út gleði, upplifa, læra, þroskast og kynn- ast. Hún var fljót að kynnast fólki. Það vildu allir hafa Ninnu í kringum sig, hún var bara þann- ig. Þvílík gullkista af vinum hvert sem hún fór. Hún tók smáhvíld á ferðalögum, fór í háskólann og keypti sér íbúð. Hún lagði mikinn metnað í að gera heimilið sitt fal- legt sem síðar varð heimili þeirra Orra frá Akureyri, sem var stóra ástin, kletturinn í lífi Ninnu. Demantarnir þeirra, Loftur svo einlægur og góður fæðist og síð- an tveimur árum seinna falleg- asta stelpa sem ég hef augum lit- ið, svo lík mömmu sinni, elsku Lena Líf. Það var svo fallegt að sjá hvað Ninna var dásamleg móðir, alltaf að stússa eitthvað með ungunum sínum og við Ás- geir Óli fengum stundum að fljóta með, það fannst okkur dásamlegt. Ninna var ráðagóð og hafði einstaka hæfileika til að lyfta manni upp. Oft þurfti hún ekki að segja neitt, bara vera, svo mikil væntumþykja og ást. Hún dró mig með sér í alls konar og mér þótti svo vænt um það hvernig hún nennti að hafa mig með. Hún hvatti mig alltaf áfram og studdi mig í öllu. Hún var frá- bær, besta systir og vinkona sem nokkur getur hugsað sér. Þú hefur markað líf mitt sem og fjölda annarra og sá sem auðgar líf annarra hefur vissu- lega lifað góðu og þýðingarmiklu lífi. Elsku Ninna mín, með sorg í hjarta kveð ég þig, þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Takk fyrir samveruna, skiln- inginn og umhyggjuna. Þín systir Aðalheiður (Heiða). Ninna mín, ég á svo erfitt með að sætta mig við að þú sért farin frá okkur, við áttum eftir að gera svo margt með fjölskyldum okkar. Það eru margar góðar minn- ingar úr Stuðlaselinu frá upp- vaxtarárum okkar; við eignuð- umst litla systur þegar við vorum nýflutt, oft var mikið hlustað á músík og dansað. Við fylgdumst síðan mikið að í gegnum uppvaxt- arárin og vinir þínir og mínir urðu okkar vinir sem er alveg frábær hópur sem er búinn að reynast þér svo vel í baráttunni sem þú háðir við sjúkdóminn. Mér þótti ofboðslega gott að vinna með þér, það þurfti ekki að skiptast mikið á orðum, við unn- um sem eitt. Við fylgdumst alltaf að, ofboðslega var gott að hafa systur með í cabin-unni; ég frammi í og þú aftur í að láta öll- um líða vel og öruggum. Þú hafð- ir alveg einstakt lag á að hafa allt undir kontról, hvort sem það voru menn eða dýr, sérfræðingur í að láta öllum líða vel. Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér, ég sakna þess að heyra ekki í þér og taka spjallið, hvort sem það var að gefa hvort öðru ráð eða pepp. Þú birtist mér alltaf þegar ég heyri Stingum af með Mugison og minnist þess hvað þú varst mikil mamma þeirra Lofts og Lenu. Ég veit þú vakir yfir Orra og englunum þínum, Lofti og Lenu. Elsku Orri, Loftur og Lena, hugur okkar er með ykkur, ykk- ar missir er mikill. Júlli bró. Júlíus Björn. Ástkær tengdadóttir okkar hefur nú kvatt þennan heim. Sorgin er þung en hjartað er líka fullt af þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Strax við fyrstu kynni fundum við hve góða nærveru hún hafði. Hún var ein- staklega gefandi, hlý og um- hyggjusöm. Hún lét sér ávallt annt um aðra og þess nutum við tengdaforeldrarnir ríkulega. Ninna var einstök kona. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Orri og gullmolarnir okkar Loftur og Lena, megi englar vaka yfir ykkur. Minning- in um ástríka eiginkonu og bestu mömmu í heimi lifir. Elsku Ninna, takk fyrir allt. Hvíl í friði. Guðrún og Hallgrímur. Elsku bjarta og brosmilda Ninna er dáin. Góða og klára Jónína Helga, sú afburðamann- eskja til orðs og æðis svo hvar- vetna var eftir tekið. Ninna hefur verið aðalfrænk- an okkar síðan við munum eftir okkur. Af öllum í stóra og frá- bæra frændsystkinahópnum um- gengumst við systur mest Þór- ólfsbörnin. Hvort sem við vorum á leið til Reykjavíkur eða von var á þeim til Akureyrar var alltaf ískrandi tilhlökkun að hitta Ninnu og Júlla – og Heiðu eftir að hún bættist í hópinn. Því það var alltaf þvílíkt stuð. Hlaupið og dansað upp um alla veggi og út um öll tún, ótrúlegustu uppá- komur við matarborðið, enda- laust brallað og hlátursgusur í samræmi við það. Þetta voru góðar stundir og þessar yndislegu æskuminningar tengja okkur frændsystkinin órjúfanlegum böndum sem toga okkur alltaf saman á ný. Þegar við hressu krakkarnir urðum síð- an foreldrar urðu barnaafmælin upplögð tækifæri til reglulegs hittings. Og enn var stuð. Síðan varð Ninna veik. Þrátt fyrir það hvarf brosið ekki og alltaf var jafn stutt í hláturinn. Í veikindunum birtist okkur ný hlið á ljúfu Ninnu; þrjóski töff- arinn sem lét mótlætið ekki buga sig heldur tók á því með rögg og skynsemi. Dugnaðarforkurinn sem hífði sig yfir erfið veikindi er gesti bar að garði, bar fram veit- ingar og vildi allt fyrir alla gera. Það var alltaf sól þegar við kom- um í heimsókn í Eikjuvoginn. Eða er það bara í minningunni? Það var bara alltaf svo heiðríkt í kringum hana Ninnu. Alveg fram á síðasta dag. Nú er okkar dæmalaust fína Ninna farin og allir sem þekktu hana vita hvar hún er, enda hefur gullna hliðið staðið henni galopið. Elsku Orri, Loftur Snær, Lena Líf, Þorbjörg, Þórólfur, Júlli, Heiða og fjölskyldur. Guð og allir góðir gefi ykkur styrk til að takast á við þá miklu sorg sem ótímabært fráfall Ninnu er. Við systur og fjölskyldan öll sendum ykkur dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur og geymum minninguna um alveg einstaka frænku í hjörtum okkar. Hildur og María Loftsdætur. Elsku hjartans Ninna. Mig skortir orð, ég trúi ekki að það sé komið að kveðjustund. Ég minnist þín sem sterkrar konu sem kvartaði aldrei, þú varst alltaf tilbúin að hlusta og vera til staðar fyrir alla í kring- um þig. Kímnigáfan þín og gleði var áberandi og aldrei stóð ég þig að því að sitja með hendur í skauti. Þrátt fyrir veikindi þín léstu ekki bilbug á þér finna og þú hélst áfram, sama hvað gekk á. Þú ætlaðir ekki að láta þennan illvíga sjúkdóm sigra þig, þess vegna er þetta svo sárt að mann verkjar í hjartað. Þú afrekaðir margt í lífinu en stolt þitt voru englarnir þínir, Loftur Snær og Lena Líf. Ég lofa að halda minningu þinni á lofti og leyfa þeim að heyra um þá dásamlegu manneskju sem þú hafðir að geyma. Elsku Orri, Loftur og Lena, hugur minn er stöðugt hjá ykkur. Þið hafið misst mikið elsku fjöl- skylda. Nú ertu farin inn í ljósið elsku mágkona mín og mun ég minnast þín með hlýju og kærleika í hjarta. Ég kveð þig með þessu fallega ljóði eftir Jakob Jóhannesson Smára: Heiðríka nótt, þú horfir róleg niður á harma mannkyns, jarðarbarnsins tár. Í fylgd með þér, með dular dökkar brár, er drauma heimsins endalausi friður. Og allt, sem þjáist – allt, sem líknar biður, nú eygir fylling sinnar dýpstu þrár, og andvörp þaggast, sefast gervöll sár, er svefninn boðar: Friður sé með yður. Í draumsins löndum dýrð má nóga sjá, þar dvelur von og minning fjarskablá, og yfirskilvitlegan, ljúfan blæ þar leggur yfir himin, jörð og sæ. Eilífðin bíður bak við draumsins gler og birtu slær á allt er jarðneskt er. Þín mágkona, Rebekka Rós. Mjög skrýtið og óraunverulegt er að sitja hér með tárin í aug- unum að skrifa skjal sem heitir Ninna og á að innihalda minning- arorð um mína bestu og kærustu vinkonu, Jónínu Helgu Þórólfs- dóttur, alltaf kölluð Ninna. Við Ninna kynntumst sjö ára gamlar nýfluttar í Breiðholtið. Sálufélagar vorum við sannar- lega eiginlega frá fyrsta degi og tengingin á milli okkar var alltaf ótrúlega sterk. Ég þurfti ekki að segja mikið, það var nóg að líta bara á Ninnu á ákveðinn hátt og hún vissi nákvæmlega hvernig mér leið. Við brölluðum mikið saman. Við hlógum ótrúlega mik- ið og oft hafði mamma mín orð á því hvað við værum nú alltaf að þessu flissi. Við hringdum hvor í aðra en sögðum ekki endilega neitt, hlógum bara eða sögðum eitt af leyniorðum okkar sem við bjuggum til og skelltum upp úr. Ég dvaldi oft heima hjá þér í Stuðlaselinu og man eftir að hafa verið þar í ófá skipti í hádeginu á laugardögum þar sem alltaf var boðið upp á grjónagraut með smjörklípu og léttsúrsuðu slátri. Þá hefð hélst þú mikið upp á og ekki er nú langt síðan ég kom við í Eikjuvoginum og Lena þín og vinkonur hennar voru að gæða sér á grjónagraut. Orri sótti fyrir mig léttsúrsað slátur út í skúr og við Ninna rifjuðum upp gamla tíma. Við urðum ósjaldan samferða í og úr skólanum og gengum oftast „kindastíginn“ en það var sér- stök leið sem við kölluðum svo. Bæði af því að þetta var svona mjór stígur og eins þóttumst við sjá lambaspörð á leiðinni. Mjög oft fórum við heim til þín eftir skóla til að æfa nýjasta dansinn eða elda eða baka. Ég fékk alltaf vasapening á föstudögum sem þýddi að við fórum í sjoppuna að kaupa okkur flögupoka og Tab. Við deildum þessum gersemis- flögupoka oft í skjóli fyrir öðrum í stigagangi í blokk í Breiðholt- inu. Við fórum saman í Mennta- skólann við Sund, sem síðar varð þinn vinnustaður. Ég fór Í MS af því þú ákvaðst að fara. Ég fór sem skiptinemi af því þú ákvaðst að fara. Ég leit alltaf upp til þín. Í lífinu upplifðir þú meira en margir og lentir í mörgum æv- intýrum um heim allan. Þú fórst í nám til New York, þú bjóst í London, Ottawa og Afganistan og ég kom í heimsókn á marga þessa staði. Þegar þú hafðir feng- ið þinn skammt af ævintýrum og flakki um heiminn hittir þú hann Orra þinn. Ég sá mjög fljótlega hvað þú hafðir valið vel og ég sagði alltaf við þig að þú hefðir fundið maka eins og hann pabba þinn, hann Þórólf. Betri og traustari maka gastu ekki eign- ast og veit ég vel að það skipti þig ótrúlega miklu máli þegar þú sást fram á að treysta honum fyr- ir hjartagullunum þínum þeim Lofti og Lenu. Elsku vinkona, ég sakna þín svo sárt að mig verkjar beinlínis. Þú verður alltaf hjartagullið mitt, einstök manneskja, eiginlega ekki af þessum heimi. Ég lofaði þér að Loftur og Lena myndu fá að kynnast mömmu sinni í gegn- um mig. Það verður gaman fyrir mig að rifja upp allar sögurnar um okkur við þau. Ninna átti mjög stóran vina- hóp og einstaka fjölskyldu. Elsku Orri minn, Loftur og Lena, Þorbjörg og Þórólfur, Júlli og Heiða, minning hennar Ninnu okkar mun lifa. Esther Ósk Ármannsdóttir. Sumir sækjast eftir því að láta ljós sitt skína, Ninna þurfti þess ekki, henni fylgdi einfaldlega meira ljós en öðrum og nærvera hennar leyndi sér ekki. Nú þegar ég kveð kæra vin- konu eftir rúmlega 40 ára vin- skap koma ótal minningar upp í hugann en einnig orð eins og glaðværð, grallaraskapur, stuðn- ingur og ósérhlífni. Hún kenndi mér að stoppa á skíðum svo ég fótbryti mig ekki í Bláfjöllum, hún hljóp með mér síðasta spöl- inn í víðavangshlaupi þegar við vorum 12 ára, hvatti mig áfram og sá þannig til þess að ég endaði á verðlaunapalli. Hún átti þó eftir að hlaupa meira en ég alla tíð. Fyrir nokkrum árum gengum við saman á Esjuna. Ég í fyrsta sinn í mörg ár, hún alvön, kvik í hreyfingum eins og alltaf. Við fórum rólega svona mín vegna, teygðum vel á á eftir og hún fór í splitt! Aldrei skildi hún fólk útundan eða lét því finnast það vera ann- ars flokks, manngæskan ein- kenndi hana. Einstaklega barn- góð og nutu börn okkar vinkvennanna þess. Alltaf gaf hún sér tíma, veitti þeim athygli og hlýju enda sagði sonur minn við mig dapur í bragði yfir fráfalli hennar: „Mamma, ég hef líka misst vinkonu.“ Fallega vinkona, alla tíð hreystin uppmáluð, tók að sér ýmis hlutverk á leiksviði lífsins. Eiginkona, móðir, dóttir, systir, vinkona, mágkona, tengdadóttir, rækjupillari, leikkona, skipti- nemi, barnapía, flugfreyja, kenn- ari og ótal fleiri. Öll sín hlutverk tók hún alvar- lega og sinnti þeim vel. Húmor- inn aldrei langt undan. Það var ekki hennar vani að gefast upp þótt verkefnin væru erfið eða leiðinlegri en við mátti búast, ekki hennar stíll að telja sig hafna yfir ákveðna hluti. Réttindi og aðbúnaður kvenna og barna voru henni hugleikin og hún lét ekki sitja við orðin tóm. Hún var virk í UNIFEM og starfaði með- al annars á vegum íslensku frið- argæslunnar í Afganistan. Hún kenndi kynjafræði í MS, fylgdi sinni sannfæringu og fannst mik- ilvægt að kynna jafnréttishug- myndir fyrir ungmennunum sem hún kenndi. Verkefnið sem hún fékk í hendurnar í lok apríl 2017 var það erfiðasta og hvað ég hef ósk- að þess oft að hún hefði mátt af- þakka það. Eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur í líf- inu leysti hún það vel. Kvartaði aldrei, lét lengi vel engan bilbug á sér finna, vandaði sig sem mest hún mátti því þessa baráttu ætl- aði hún að vinna. Í Reykjavíkurmaraþoni í fyrra fannst mér komið að mér að fylgja henni og hvetja, ekki af því að hún þyrfti þess nauðsyn- lega með, ég vissi að í markið næði hún, ákveðnin var slík. Ég hugsaði þar sem hún gekk að markinu skælbrosandi með seigluna og jákvæðnina í bak- pokanum að þarna gengi ljósið fyrir Ljósið og fannst það svo vel við hæfi, en þangað hafði hún sótt mikinn stuðning. Ég votta Orra, Lofti, Lenu, foreldrum, systkinum og hennar nánasta fólki samúð mína. Mér er efst í huga þakklæti til dýr- mætrar vinkonu fyrir að vera sú sem hún var. Trú sjálfri sér og sínu, hrein og bein. Takk fyrir það sem þú varst mér og mínum. Kristín. Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði, þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. (Sigurbjörn Þorkelsson) Svona minnist ég kærrar vin- konu, hennar Ninnu. Ekki er hægt að hugsa sér kærleiksrík- ari og umhyggjusamari mann- eskju sem hlúði að öllu og öllum í kringum sig. Í garðinum hennar fengu litlir vaxtarsprotar alúð og umhirðu þannig að þeir áttu möguleika á að verða stæltar plöntur. Eins var með fólkið sem hún um- gekkst. Hvort sem um var að ræða konurnar í Afganistan þar sem hún vann að þróunaraðstoð, unga fólkið sem hún kenndi í framhaldsskólanum eða leik- félaga barnanna hennar. Í öllum sá hún möguleika til vaxtar og var tilbúin að gefa af sér til að svo mætti verða. Hún vildi að all- ir fengju tækifæri og gætu blómstrað á eigin forsendum. Ninna var sönn fyrirmynd í orði og verki. Hún var manna- sættir og hafði lag á að sjá nýjar lausnir í erfiðum málum, áræðin en um leið varfærin og kærleiks- rík. Það var unun að vinna með henni að verkefnum, drífandi, skapandi og skemmtileg. Hún var hugsjónamanneskja sem vildi gera samfélagið betra, rétt- látara og víðsýnna. Það er mikil gæfa að kynnast fólki eins og Ninnu og er ég óendanlega þakklát fyrir yndis- legan vinskap. Við höfum átt gef- andi og dýrmætt nágranna- og vinasamband þar sem við hjálp- uðumst að í lífi og leik. Við deildum áhugamálum og vorum samtaka í því að hlúa að börnunum okkar. Þótt við kynnt- umst á fullorðinsárum fannst okkur eins og við hefðum alltaf þekkst. Ninna var vinmörg og átti góða og kærleiksríka fjölskyldu sem stóð eins og klettur við hlið- ina á henni í veikindunum. Sjálf tókst hún á við breytta stöðu af hugrekki og festu og gerði sér far um að halda í gleðina, njóta góðu stundanna og sjá það fal- lega í lífinu. Elsku fjölskylda og vinir, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma, hennar verð- ur sárt saknað. Guðrún Áslaug Einarsdóttir (Rúna). Ninna, elsku Ninna mín, hefur kvatt. Ljúfa og fallega sálin með bjarta brosið og glettna svipinn er farin. Fyrstu kynni voru á flug- freyjunámskeiði vorið 1993. Á upper deck á 747-u á leið til Casablanca efldist vinskapurinn og hann var svo innsiglaður við sundlaugarbakka í Sádi-Arabíu. Við tóku endalaus ævintýri. Kandara, Kairó, Köben, kebab og kínastaðurinn. Khaled og Co- olio. Á M og M vorum við skytt- urnar fjórar, æfðum skyttud- Jónína Helga Þórólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.