Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 31

Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 ansa, borðuðum chilitómatsósu, héldum snyrtikvöld og fórum í brúnkukeppni. Gullkaup og skó- kaup. Það var verslað í London og siglt niður Níl. Svo var það há- skólinn, hytte-túrinn og hjóla- ferðirnar. Sokkapartí, síðkjóla- partí og náttfatapartí. Rætt var um alþjóðamál, stjórnmál og kvenréttindamál og þar, eins og annars staðar, fundum við alltaf samhljóm. Minningarnar eru margar og áttu að verða miklu fleiri. Af því verður ekki. Mikið er sárt að sjá á eftir þér elsku vinkona. Þú varst einstök. Ég sendi Orra, Lofti og Lenu mínar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur, sem og foreldr- um, systkinum og öllum öðrum ástvinum. Unnur Ýr Jónsdóttir. Nú er komið að kveðjustund, elsku hjartans Ninna mín. Þegar ég rifja upp okkar kynni fyllist ég gríðarlegu þakklæti fyrir hafa fengið að vera sam- ferða þér í gegnum lífið og vinátt- una sem við áttum sem ein- kenndist af einlægni, kærleika og gleði. Ég var svo lánsöm að kynnast þér þegar ég flutti í Seljahverfið og á unglingsárunum mynduðum við góðan vinahóp sem hefur haldið síðan. Fyrsta utanlandsferðin okkar var þegar við vorum 16 ára þegar við vinkonurnar fórum saman til Mallorca, við höfum í seinni tíð aldrei skilið hver gaf okkur leyfi til að fara einar til útlanda svona ungar. Þetta reyndist bara vera okkar fyrsta ferð saman til út- landa enda áttum við eftir að fara saman m.a. til New York og Berl- ínar. Elsku Ninna, mikið dáðist ég að því hversu fylgin þú varst þér og draumum þínum, ævintýra- gjörn, hugrökk og óttalaus og endalaust dugleg við að elta drauma þína víðs vegar um heim- inn. Mikið sem ég var lánsöm að eiga svona góða og gestrisna vin- konu sem var alltaf til í að fá mig í heimsókn og naut ég góðs af því þegar ég heimsótti þig til London og þegar við Svavar Örn fórum í ævintýraferð til Bishop Stortford eða Biskupstungurnar eins og við kölluðum bæinn, það var ynd- isleg stund þegar við fórum og heimsóttum Cambridge. Eftirminnileg er heimsóknin þegar við vinkonurnar heimsótt- um þig til Ottawa í Kanada þar sem þú starfaðir í sendiráðinu. Þú lagðir mikið á þig kæra Ninna til að fá okkur vinkonurnar í heimsókn, keyrðir frá Ottawa og náðir í okkur til New York þar sem við vorum í tvo daga. Bíltúr- inn til Kananda hafðir þú skipu- lagt af þinni einstöku snilld og eftirminnilegt var þegar þú sýnd- ir okkur Syracuse þar sem þú hafðir dvalið við nám. Dásamlegt var að fylgjast með hvað þú blómstraðir þegar þú kynntist honum Orra þínum og hvað móðurhlutverkið fór þér vel eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur í lífinu. Mikið erum við Steini þakklát fyrir yndislega samverustund með ykkur Orra síðastliðið vor þegar við fórum saman til Amsterdam þar sem við vorum bara að lifa og njóta. Takk fyrir samfylgdina í þessu lífsins ferðalagi hér á jörð og takk fyrir að vera alltaf þú sjálf, elsku Ninna. Elsku Orri, Loftur Snær og Lena Líf, Þórólfur og Þorbjörg. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. María, Sigursteinn og börn. Okkur vinkonur Ninnu frá há- skólaárunum langar til að senda hinstu kveðju til kærrar vinkonu. Það er þyngra en tárum taki að setja niður orð við hæfi. Hvernig kveður maður vinkonu sem er í blóma lífsins, sem á elskandi eiginmann og tvö ung börn? Lífið átti að blasa við Ninnu. Orða er vant. Ninnu okkar kynntumst við fyrir um 25 árum í Háskóla Ís- lands þegar við vorum að hefja vegferð okkar í átt til fullorðins- áranna. Vinátta myndaðist og saumaklúbbur var stofnaður. Við höfum tekið þátt í sigrum og sorgum lífsins hver með annarri síðan. Við héldum að við gætum skipulagt klúbbana okkar, jóla- gleðina og vorhátíðina áfram um ókomin ár, bara ef við fyndum tíma sem allar kæmust. Enga grunaði að við þyrftum að kveðja eina okkar á þessum tímapunkti, aðeins 48 ára gamla. Það er auðvelt að telja upp kosti Ninnu. Hún var gull af konu – falleg að utan sem innan. Ávallt traust og heiðarleg, rétt- sýn, jákvæð og skemmtileg. Hún heillaði fólk með hlýju sinni og þægilegri nærveru. Það var alltaf stutt í gleðina hjá okkar konu og hennar aðalsmerki var fallega brosið og glettnin í augunum. Hópurinn okkar verður aldrei sá sami án Ninnu okkar en við munum leggja okkur fram við að varðveita minningu hennar um ókomin ár. Það eru forréttindi að eignast vinkonu eins og Ninnu, konur eins hún gera annað fólk betra. Stærstur er missir Orra, Lofts og Lenu. Við sendum þeim sem og foreldrum Ninnu og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur og megi allar góðar vættir fylgja ykkur og styrkja á þessum erfiða tíma. Við elskum þig Ninna okkar. Hvíl í friði. Elín Bryndís, Eydís, Guðmunda, Hanna Björg, Inga María og Kristín Rut. Ninna varð hluti af fjölskyldu okkar frá því að við fluttum í Stuðlaselið, hún átti alla tíð ein- stakt sæti í lífi okkar og hjörtum í gegnum Esther. Margar minn- ingar tengjast Ninnu og hennar fjölskyldu, hvort sem var heima hjá okkur, þar sem hún var tíður gestur, eða úti að leika í hverfinu, að búa til snjóhús eða engla í snjónum. Að koma í heimsókn inn á heimili Þorbjargar og Þór- ólfs var alltaf svo hlýlegt og heimilislegt. Að vera í kringum Ninnu var alltaf gott, hún hafði einstaklega fallega og hlýlega nærveru. Hún var ætíð með bros á vör, bæði sem barn og svo sem fullorðin kona, hún lagði upp úr því að láta okkur líða vel. Sam- skipti við Ninnu voru alltaf ein- föld, einlæg og innileg. Þegar hún kom í veislur eða heimsóknir til Estherar var alltaf eins og hún lýsti upp stofuna með þessari fallegu orku sem hún sendi frá sér, og með þessari góðu tilfinningu að hún væri okk- ur tengd sterkum fjölskyldu- böndum. Ninnu verður sárt saknað og mun að eilífu lifa í hjörtum okkar. Við erum afar þakklát fyrir að Ninna hafi verið hluti af lífi Estherar og okkar. Elsku Orri, Loftur, Lena, Þor- björg, Þórólfur, Júlli, Heiða og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar. Lára, Íris og Ármann Fr. Sönn vinátta, þakklæti og gleði. Þessi orð koma upp í huga mér þegar ég hugsa til elsku Ninnu minnar sem var einstök perla. Við vorum 22 ára stelpu- skott þegar við kynntumst, báðar á leið til Sádi-Arabíu til að vinna sem flugfreyjur hjá flugfélaginu Atlanta. Okkur óraði hvoruga fyrir þeim ævintýrum og sprelli sem við áttum eftir að bralla saman næstu árin. Ninna snerti hjörtu allra sem á vegi hennar urðu, hún var falleg, brosmild, með fallega nærveru og sál sem geislaði svo sterkt að hún minnti á sólina og lýsti upp umhverfið hvar sem hún kom. Hún var trú sjálfri sér og óhrædd við að tala frá hjartanu og segja sinn sann- leik. Ninna var jarðbundin og blíð en alltaf til í að sprella og hafa gaman, en svo var hún líka staðföst og ákveðin þegar á þurfti að halda. Það sem mér þótti svo dásam- legt við Ninnu var hvað hún var mikill húmoristi og gat alltaf fundið eitthvað fyndið við það sem var ekki fyndið og þá var hlegið dátt á okkar bæ. Við sáum tækifæri í öllu sem við sögðum og gerðum, sama hvað. Eitt sinn datt okkur í hug að sækja um vinnu sem flugfreyjur hjá British Airways, jú við sótt- um um og fengum boð í viðtal og þá var næst á dagskrá að koma sér út til Bretlands. Vandamálið var að við áttum ekki pening fyr- ir flugmiða. Þá var tekið á það ráð að tala við Júlla bróður henn- ar Ninnu sem reddaði okkur og við enduðum á því að fá far með fraktflugvél Íslandsflugs sem var að fljúga með fisk út og úr varð að við fengum far með fiskikör- unum. Við tókum nánast engan farangur með okkur, hvorki sjampó né bursta en mjög virðu- legar dragtir. Við vöknuðum dag- inn sem viðtalið átti að fara fram og gátum ekki greitt okkur því enginn var hárburstinn. En það var ekki vandamál og því var brunað á næstu hárgreiðslustofu og beðið um létta greiðslu. Út komum við með þessa fínu pul- suhárgreiðslu þar sem heill pulsupakki hefði komist í, greiðslan hefði passað vel fyrir virðulegar heldri konur, en ekki skellibjöllur eins og okkur. Það var ekki tími til að taka greiðsl- una úr hárinu, svo næst var brunað í viðtalið sem stóð yfir í fjórar klukkustundir með leikj- um og viðtölum. Vinnuna fengum við ekki en okkur var alveg sama og viðkvæðið hjá okkur þegar eitthvað gekk ekki upp var „æ þetta hefði ekkert verið fyrir okkur hvort sem er“. Við vinkonur höfðum ægilega gaman af því þegar fólk var að rugla okkur saman og kalla mig Ninnu og hana Evu, við sögðum bara já og vorum ekkert að leið- rétta það því í okkar huga var ég pínu Ninna og hún pínu Eva. Við vorum líka spurðar að því oftar en einu sinni hvort við værum tvíburar, það fannst okkur æðis- lega sniðugt. Ninna var mikil fjölskyldu- kona og Orri, Loftur og Lena voru henni allt í lífinu. Ég kveð þig, mín dásamlega vinkona, með sorg í hjarta og þakkir fyrir allt sem við fengum að upplifa sam- an. Ég gæti skrifað bækur í mörgum bindum um ævintýri okkar saman, „Ninna og Eva bráðskemmtilegar“ myndi sú bók heita. Ég bið góðan guð að styrkja Orra, Loft, Lenu, for- eldra hennar systkini og tengda- fólk. Minning um einstaka perlu lifir. Þín Eva Arna. Það er svo óendanlega sárt að þurfa að kveðja yndislegu Jónínu sem var bæði samstarfskona okkar og góð vinkona. Jónína var alveg einstök á svo margan hátt. Hún var einstaklega hlý og góð manneskja sem gaf mikið af sér og bar umhyggju fyrir öllum í kringum sig. Hún var falleg jafnt að innan sem utan. Við þrjár byrjuðum að kenna í MS á svipuðum tíma, þá tillögu- lega nýútskrifaðir kennarar. Þá var Þorbjörg, mamma Jónínu, einnig að vinna í MS og það var einstakt að sjá hvað samband þeirra mæðgna var fallegt og innilegt. Þrátt fyrir að kenna hvert sitt fagið myndaðist fljótt mjög gott samband á milli okkar þriggja. Við vorum allar mjög uppteknar af faglegu starfi og duglegar að sækja fundi og námskeið sem í boði voru innan skólans. Í minn- ingunni var samvinnunámið sér- lega skemmtilegt tímabil þar sem við fórum á flug í alls konar frumlegum kennsluaðferðum. Það var alltaf svo gaman að hitt- ast í hádeginu og ræða þetta sam- eiginlega áhugamál okkar. Jónína var líka mikill húmor- isti og skemmtilegur grallari sem var alltaf til í sprell. Þar smullum við einnig vel saman og áttum marga góða spretti í alls konar undirbúningi að leikjum og skemmtiatriðum. Jónína stendur okkur svo ljóslifandi fyrir sjónum með glampann í augunum og kankvíslegt brosið eftir að hafa skellt einhverri firru fram og svo fylgdi „neeij djók“. Það sama var upp á teningnum þegar við fórum saman í starfs- mannaferðirnar til útlanda, London, Köben og Berlínar, þá var mikið hlegið og gantast. Við eigum óteljandi minningar frá þessum ferðum sem allar ein- kennast af gleði og hlýju. Í þess- um ferðum kom einnig vel í ljós sá meðfæddi eiginleiki Jónínu að passa upp á allt og alla í kringum sig; „eru ekki örugglega allir mættir“, „ég skal halda á tösk- unni fyrir þig“ og svo mætti lengi telja. Það er gott að eiga allar þessar dásamlegu minningar um Jónínu okkar, hennar verður sárt saknað í næstu ferð. Eftir að Jónína veiktist hitt- umst við oft í hádeginu á hverfis- staðnum okkar, Hafbergi. Þetta voru okkur mjög dýrmætar stundir þar sem við gátum glaðst saman og grátið. Við skildum allt- af léttari í lund eftir þessa fundi okkar því Jónína var alltaf svo bjartsýn og tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Við erum svo þakklátar fyrir allar fallegu, góðu og skemmti- legu minningarnar sem við getum yljað okkur við núna þegar ynd- islega vinkonan okkar er farin á nýjan stað. Blessuð sé minning elsku Jón- ínu, við söknum hennar mikið. Elsku Orri, Loftur, Lena, Þor- björg og Þórólfur, ykkar missir er mikill. Við sendum ykkur og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Dóra og Þóra. Kveðja til okkar yndislegu vin- konu. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Ninna okkar, lífið verð- ur tómlegt án þín. Þínir vinir, Anna María, Eva, Hildur, Júlíus (Júlli), Mímir og Unnur. Ung kona er kölluð brott í blóma lífsins. Kona með marg- þætt hlutverk sem hún sinnti af heilum hug og ræktarsemi. Hve sorglegt lífið verður þegar slík manneskja er tekin frá okkur. Hún átti svo margt eftir ógert, að koma börnum sínum til manns, njóta lífsins með manninum sín- um, fara í bústað með mömmu sinni og pabba, auðga samskiptin við systkini og tengdafólk og rækta áfram samband við vini og samstarfsfólk. Svo margt sem hún átti eftir og hefði gert svo vel! Missir fjölskyldu og ástvina er mikill en það er einnig harmur kveðinn að okkur samstarfsfólki Jónínu Helgu Þórólfsdóttur í Menntaskólanum við Sund. Ef við gætum þá myndum við gráta hana til lífs – en slíks er ekki von. Þess í stað munum við halda á lofti minningunni um lífsglaða og aðlaðandi konu og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Sjálf minnist ég Jónínu bæði sem samkennara og nemanda. Strax sem unglingur sýndi hún hve henni var lagið að skapa já- kvætt andrúmsloft í kringum sig. Ég man vel hvernig uppörvandi bros hennar og geislandi augna- ráð virkaði hvetjandi á mig sem kennara. Eins man ég vel aðdá- unarverðan leik hennar í verkinu Vorið kallar eftir Frank Wedek- end með Thalíu, leikfélagi nemenda MS. Hún var sannar- lega óskanemandi. Löngu síðar naut ég þess að Jónína varð samkennari minn en í millitíðinni kynntist ég Þor- björgu, móður Jónínu, sem vann á skrifstofu Menntaskólans við Sund í yfir 20 ár. Í gegnum hana fylgdist ég með Jónínu úr fjarska. Jónína var fjölhæf kona sem nýtti krafta sína og hæfi- leika við margvísleg störf áður en hún gerðist framhaldsskólakenn- ari. Hún var félags- og stjórn- málafræðingur, vann lengi sem flugfreyja og einnig starfaði hún við hjálparstörf í Afganistan. Styrkleikar Jónínu lágu ekki síst í léttri lund og bjartsýni og áhuga á lífinu. Það var gæfuspor þegar hún ákvað að gerast kenn- ari, hún var sveigjanleg, opin fyr- ir nýjum hugmyndum, var afar umhugað um velferð annarra og hafði til að bera alla helstu eig- inleika sem prýða góðan kennara – og þess nutu nemendur hennar sannarlega. Jónína kenndi fé- lagsfræði og kynjafræði og studdi nemendur með ráðum og dáð, meðal annars við stofnun femínistafélagsins Blæs/Blævar. Jónína var gjafmild, hlý og elskuleg við okkur samstarfsfólk- ið og áhugasöm um fagleg mál- efni og tók af heilum hug þátt í alls kyns þróunarverkefnum inn- an skólans, til dæmis starfenda- rannsóknum og samvinnunámi. Fráfall Jónínu er mikill missir fyrir marga en við í Menntaskól- anum við Sund munum reyna að hugsa á jákvæðum nótum í anda Jónínu. Við erum þakklátt fyrir að hafa fengið að kynnast henni og starfa með henni að menntun og þroska unglinga. Jónína gat sér hvarvetna góðan orðstír sem mun lifa áfram. Við samstarfs- fólk Jónínu í Menntaskólanum við Sund sendum ástvinum henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Sigurrós Erlingsdóttir. Í dag kveðjum við yndislega vinkonu sem fór frá fjölskyldu og vinum allt of snemma. Hún Ninna var einstök og heilsteypt kona, ein af þeim sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hún var einstaklega lífsglöð og sá ávallt það jákvæða við lífið, alltaf í góðu skapi og gleðigjafi alls staðar sem hún kom. Hún mikl- aði aldrei hlutina fyrir sér og hlutunum var bara reddað. Ninna var mjög réttsýn og voru jafnréttismál sem og mál- efni kvenna henni hugleikin. Eins og flestir vita sem hana þekktu vann Ninna á vegum ís- lensku friðargæslunnar í Afganistan og vann þar starf við að ná til innfæddra kvenna og hjálpa þeim. Það lýsir því vel hversu mikil kjarnorkukona hún var, að leggja á sig ferð yfir hálf- an hnöttinn til stríðshrjáðs lands og fylgja hugsjónum sínum eftir í verki. Nú er það okkar sem eftir er- um að tileinka okkur allt það góða sem hún kenndi okkur og miðla því áfram. Góðar minningar streyma fram, við þökkum þér fyrir þær kæra Ninna. Má þar nefna af- mæli barnanna, sumarbústaðar- ferðir og matarboðin sem við sex- menningarnir nutum í botn. Ekki má heldur gleyma óvænta New York-hittingnum þegar við áttum von á Friðriku. Við reyndum síð- ustu vikurnar og mánuðina að finna tíma sem hentaði fyrir mat- arboð, en því miður náðist það ekki. Hugur okkar er hjá Orra þín- um, Lenu og Lofti sem voru þér allt. Það sást langar leiðir hve samrýnd þið Orri voruð og ómet- anlegt fyrir ykkur að ná að gifta ykkur í desember. Það sýnir best hve sterk ást ykkar á hvort öðru var. Loftur og Lena voru auga- steinar þínir og þú varst yndisleg móðir og fyrirmynd okkar allra. Þau hafa misst mikið, en við sem eftir lifum gerum okkar besta í að halda utan um þau. Elsku Orri, Loftur, Lena og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, minningin um Ninnu mun lifa í hjörtum okkar. Ragnar og Lísa. Kveðja frá Menntaskólanum á Akureyri Í dag kveðjum við Jónínu Helgu Þórólfsdóttur, fyrrverandi félagsgreinakennara við Mennta- skólann á Akureyri. Jónína Helga kenndi við skólann 2010- 2012. Hún var góður kennari, næm á fólk, glaðleg og jákvæð. Hún varð fljótt virkur þátttak- andi í starfsmannahópnum og deildi með okkur fjölbreyttri lífs- reynslu sinni og áður en við viss- um af fannst okkur hún alltaf hafa verið. Við kveðjum vin og félaga með trega og sendum fjölskyldu hennar og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Jón Már Héðinsson skólameistari. Það var gæfuspor fyrir Menntaskólann við Sund þegar Jónína kom til starfa haustið 2012. Það var ekki bara það að þá fékk skólinn frábæran kennara og góða fagmanneskju því Jónína hafði svo margt annað ómetan- legt með í farteskinu. Þegar hún kom til starfa í MS fylgdi henni yfirvegun, fagmennska, jákvæðni og gleði. Hún hafði bæði getu og vilja til að láta gott af sér leiða, var afar lausnamiðuð og úrræða- góð. Það var greinilegt að þar var á ferðinni kennari sem hafði hag nemenda að leiðarljósi. Samtöl við hana voru alltaf þannig að mér þótti ég fara frá þeim örlítið fróðari og betri maður. Jónína hafði einstakt lag á því að sjá hið jákvæða og góða og þegar veik- indin komu tók hún þeim eins og þau voru og gerði eins gott úr stöðunni og hægt var. Jónína varð ekki gömul en hún afrekaði margt og verkefnin sem hún spreytti sig á báru þess merki að þar væri á ferðinni kona sem byggi yfir ríkri réttlætis- kennd, góðum skammti af sam- kennd og ómældu magni af góð- mennsku. Jónína fór ekki í manngrein- arálit. Hún kom eins fram við alla. Hún var hógvær, hlý og áhugasöm um vinnuna, lífið og tilveruna. Aldrei heyrði ég hana halla orði á nokkurn mann en hún hafði sínar skoðanir og gat fullkomlega fært rök fyrir þeim enda bráðgáfuð og skynsöm. Hún þröngvaði sínum skoðunum þó ekki upp á neinn og var afar góður hlustandi, víðsýn og um- burðarlynd. Jónína naut ómældrar virðing- ar meðal samstarfsfólks og við sem unnum með henni munum ætíð minnast hennar sem góðs vinar og frábærs samstarfs- manns. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna með Jónínu og hennar verður sárt saknað. Ég færi Orra, börnunum og fjölskyldunni allri mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.