Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
✝ BjarnveigKarlsdóttir
fæddist 22. janúar
1933 í Böðvarsholti
í Staðarsveit á
Snæfellsnesi. Hún
lést á Sólvangi
hjúkrunarheimili
27. janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristrún Þórarins-
dóttir, f. 10. desem-
ber 1910 á Hafnarnesi við Fá-
skrúðsfjörð, d. 2. september
1986, og Karl Bjarnason, f. 28.
maí 1908 í Böðvarsholti í Stað-
arsveit á Snæfellsnesi, d. 6.
febrúar 1991. Bjarnveig var
einkabarn.
Bjarnveig eignaðist dóttur
sína Eybjörgu, f. 1. janúar 1954,
með unnusta sínum Einari
Kristbirni Ólafssyni, f. 18.
febrúar 2018. Foreldrar hans
voru Jónína Helga Jónsdóttir, f.
29. desember 1910, d. 31. jan-
úar 1992, og Logi Eldon Sveins-
son f. 28. september 1907, d. 10.
maí 1986. Sonur þeirra er Karl
Rúnar, f. 16. nóvember 1964,
börn hans eru Oddný Rún, f. 10.
janúar 1994, Viktoría, f. 27.
nóvember 1998, Jón Karl, f. 19.
maí 2004, og Erika, f. 7. júní
2013. Fyrir átti Sigurbjörn Ás-
laugu Jónu, f. 13. ágúst 1954,
og Jón Loga, f. 19. maí 1956.
Bjarnveig ólst upp í Sand-
gerði og gekk þar í skóla. Flutti
hún með foreldrum sínum og
ungri dóttur til Reykjavíkur í
maí 1954. Nýtt heimili fjöl-
skyldunnar var í Mávahlíð 18. Í
Sandgerði bjuggu þau í Skelja-
bergi.
Í gegnum tíðina starfaði
Bjarnveig mest við verslunar-
störf, síðustu starfsárin vann
hún á leikskólanum Seljaborg í
Breiðholti.
Bjarnveig verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju í dag, 8.
febrúar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
desember 1933 á
Ísafirði, d. 16.
nóvember 1953 er
vélskipið Edda
fórst á Grundar-
firði. Foreldrar
hans voru Jóney
Sigríður Óladóttir,
f. 4. júlí 1893, d. 2.
mars 1971, og Ólaf-
ur Ólafsson, f. 18.
ágúst 1888, d. 3.
mars 1957. Maki
Eybjargar er Tryggvi Jakobs-
son, f. 4. maí 1949. Dætur
þeirra eru Telma, f. 1. mars
1975, og Teresa, f. 17. febrúar
1982. Synir Telmu og eigin-
manns hennar, Eiríks Baldurs
Þorsteinssonar, eru Kristófer
Tryggvi og Daníel Fannar.
Eiginmaður Bjarnveigar var
Sigurbjörn Eldon Logason, f. 8.
apríl 1934 í Reykjavík, d. 15.
Nú er elsku Badda amma okk-
ar farin.
Það er sárt að hugsa til þess að
amma sé ekki lengur hjá okkur.
En um leið erum við þakklátar
fyrir þann tíma sem við fengum
saman. Það eru margar fallegar
minningar sem koma upp í hug-
ann.
Við vorum svo heppnar að
amma bjó rétt hjá okkur í æsku.
Við tókum oft krók á heimleið eft-
ir skóla. Hjá ömmu fengum við
alltaf dekur, umhyggju og kær-
leik. Bestu pönnukökur Íslands
fengust í Staðarselinu ásamt blá-
berjasultunni úr berjum sem við
höfðum tínt með henni og afa. Við
reyndum að læra að baka pönnu-
kökur af henni, en okkur fannst
þær aldrei jafn góðar og hjá
ömmu.
Amma var mikill fagurkeri og
hafði gaman af að hafa fallegt í
kringum sig og halda fallegt
heimili. Margoft var setið við eld-
húsborðið og spilað eða lagður
kapall. Með hækkandi aldri okkar
systranna tóku svo spádómar í
bolla við. Amma hafði svo gaman
af að ráða í drauma og lesa í bolla.
Það voru ófáar samverustundirn-
ar yfir góðu kaffi. Amma sagði að
það yrði að vera eðalkaffi því það
væri betra að spá í framtíðina
með góðu og sterku kaffi.
Amma var gjafmild kona, þeg-
ar við bjuggum erlendis fengum
við nokkra pakkana frá ömmu og
afa með einhverju fallegu sem
gladdi. Okkur er sérstaklega
minnisstætt þegar við fengum
bleiku Duran Duran-jogginggall-
ana.
Amma hafði mikla kímnigáfu
og hafði gaman af að segja frá.
Stundum hló hún svo mikið sjálf
að sögunum að hún gat varla klár-
að þær. Við munum sakna ynd-
islegu samverustundanna með
ömmu.
Elsku amma, við kveðjum þig í
hinsta sinn með hlýju í hjarta og
þakklæti fyrir tímann sem við átt-
um með þér. Minningin um þig
verður ljóslifandi í huga okkar um
ókomna tíð.
Þínar ömmustelpur,
Telma og Teresa.
Amma Bjarnveig var ekki bara
venjuleg amma, hún var kona
sem gat gert allt. Þegar hún eign-
aðist barnabarn á sjötugsaldri tók
hún þá ákvörðun að þau afi skyldu
ganga þessu barni í foreldrastað.
Þau tóku barnið í „ömmu- og afa-
helgar“ aðra hverja helgi og bróð-
urpart af hverju sumri næstu 17
árin. Ég hlakkaði alltaf til að fara
til ömmu og afa, enda var ég
heimasætan á heimilinu.
Afi sótti mig annan hvern
föstudag og þegar við keyrðum
upp að Fannafold 66a vissi ég að
nú ætti ég yndislega helgi fram
undan. Amma tók alltaf á móti
mér með opinn faðminn og bros á
vör.
Ég heyri ennþá röddina henn-
ar bjóða mig blíðlega velkomna
„heim í heiðardalinn“, ég finn fyr-
ir mjúka faðmlaginu hennar og ég
mun aldrei gleyma lyktinni henn-
ar ömmu; blöndu af ilmvatni og
þvottaefni. Enda leið ekki á löngu
frá því ég steig inn þar til amma
lét mig þvo hendur og skipta um
föt, en hreinlátari konu var leit að.
Amma var húsfreyja af guðs
náð. Hún eldaði besta mat í heimi
og hvern dag sem ég var hjá þeim
var ég spurð hvað ég vildi í mat-
inn. Oftar en ekki varð kjötsúpa
fyrir valinu, en súpan hennar
ömmu bar af. Hverja helgi sem ég
var í Fannafoldinni fékk ég
pönnsurnar hennar ömmu, en
þær eru enn þann dag í dag það
besta sem ég fæ. Hún kenndi mér
ungri að baka þær og við eyddum
ófáum stundum saman í eldhús-
inu að tala um daginn og veginn
og baka pönnukökur.
Amma var þolinmóðasta kona
sem ég veit um. Það var ekkert
verkefni of tímafrekt þegar kom
að mér. Uppáhaldsmyndin mín
hjá ömmu og afa var með enskum
texta og áður en ég lærði að lesa
las amma allan textann í mynd-
inni fyrir mig meðan við horfðum
og jafnvel tvisvar á dag. Amma
gerði allt með mér. Við töluðum
svo mikið saman frá því að ég
man eftir mér að afi brá stundum
á það ráð að lækka í heyrnartækj-
unum sínum til að geta einbeitt
sér að golfinu í sjónvarpinu.
Amma huggaði mig alltaf þegar
eitthvað bjátaði á og ég vissi að í
henni ætti ég minn besta trúnað-
arvin.
Við lékum okkur saman með
dótið mitt og lásum bækur. Á
sumrin fórum við amma og afi
alltaf í sumarbústað og á ég
margar af mínum bestu bernsku-
minningum þaðan.
Þegar ég hugsa til baka til
bernskunnar sveipast allt bleik-
um og fölgulum ljóma og ég er
stödd hjá ömmu og afa. Það skipti
ekki máli hvort ég var að baka
með ömmu eða tefla við afa; bara
að fá að vera nálægt þeim gerði
mig hamingjusama.
Mér leið alltaf eins og ekkert
slæmt gæti gerst hjá ömmu og
afa. Þegar amma veiktist af þeim
sjúkdómi sem gleypir minni og
mátt komst ég að því að slæmir
hlutir geta gerst hvar sem er. Eft-
ir nokkurra ára tímabil þar sem
amma týndi huganum sínum og
festist annars staðar var dauðinn
líkn sem hún tók að ég held fagn-
andi.
Þótt missirinn að mínum bestu
vinum, afa í fyrra og ömmu núna,
sé mikill, veit ég að þau horfa nið-
ur til mín og verða tilbúin með út-
breidda faðma og stór bros þegar
minn tími kemur.
Takk fyrir að hafa verið besta
amma og vinkona í heimi, elsku
amma Bjarnveig.
Hvíldu í friði.
Elska þig.
Þín
Oddný Rún.
Bjarnveig
Karlsdóttir
✝ Helga Guð-mundsdóttir
fæddist á Akureyri
21. júlí 1931. Hún
lést 18. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Guðmundur Bald-
vin Sigurðsson og
Indíana Kristjáns-
dóttir.
Helga eignaðist
tvo bræður, Kristján Sigurð og
Jón Marinó, málarameistara,
hans kona var Friðfinna Jóns-
dóttir og eignuðust þau fjórar
dætur, Kristján var ókvæntur
og barnlaus. Jón Marinó og
Kristján Sigurður eru báðir
látnir.
Helga giftist Svan Ingólfs-
syni, f. 7.11. 1925, d. 23.10.
2017, 26. desember 1953. Helga
og Svan eignuðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Guð-
mundur, f. 1953,
börn hans eru Ing-
ólfur Freyr, Sunna,
Nikolaj og Vanja.
2) Hafberg, f. 1954,
hans kona er Arn-
heiður Ásgríms-
dóttir, dætur
þeirra eru Harpa,
Halla og Hildur. 3)
Ólafur, f. 1956,
hans kona er Cat-
harina Gros, börn þeirra eru
Ólafur Göran og María Cat-
harina, áður eignaðist Ólafur
Helgu og Jóhannes Svan. 4)
Svanhildur Indíana, f. 1961,
hennar maður er Filippus Þór
Einarsson. Börn þeirra eru
Lilja, Auður og Orri. Lang-
ömmubörnin eru 18.
Útför Helgu fór fram frá
Akureyrarkirkju 4. febrúar
2019.
Komið er að kveðjustund og
langar okkur systkinin að minn-
ast Helgu, sem var okkur svo
kær, með örfáum orðum.
Ekki er hægt að minnast
Helgu án þess að minnast eigin-
manns hennar, Svans Ingólfsson-
ar, en hann lést hinn 23. október
2017 og höfðu þau þá verið far-
sællega gift í 64 ár.
Helgu og Svan kynntumst við í
gegnum föðursystur okkar, Jónu
Steinbergsdóttur (Diddu), og
ömmu okkar, Sumarrós Snorra-
dóttur.
Helga og Didda fæddust sama
ár og voru mæður þeirra vinkon-
ur.
Stutt var milli heimilanna auk
þess sem þær stöllur gengu í
sama skóla. Þær fylgdust því að í
gegnum lífið allt frá barnæsku og
vinátta þeirra, sem aldrei bar
skugga á, varði ævilangt. Að
skólatíma loknum fóru þær sam-
an í vinnuna til mæðra sinna, sem
unnu saman í sláturhúsi KEA, og
hjálpuðu þeim að klára dagsverk-
ið.
Lífshlaup þeirra var þó um
margt ólíkt. Didda var ógift og
barnlaus og lauk farsælum
starfsferli sínum sem formaður
Félags verslunar- og skrifstofu-
fólks á Akureyri.
Helga giftist Svan, stofnaði
heimili og eignaðist stóran af-
komendahóp.
Við systkinin sóttum mikið í að
fara í heimsókn til ömmu og
Diddu og varð þá ekki hjá því
komist að kynnast sómafólkinu
Helgu og Svan.
Sáum við strax að þau voru
sérfræðingar í að njóta lífsins til
fulls alla tíð.
Ógleymanleg er sú stund er
við fyrst minnumst Helgu og
Svans í afmælisboði hjá ömmu en
hún átti afmæli snemma vors.
Talið barst að því að heldur væri
trjágróðurinn farinn að hindra að
sólargeislar bærust inn á lóðina.
Helga brá skjótt við og fékk okk-
ur systkinin út í garð og stjórnaði
spariklædd hvaða trjágreinar
mættu hverfa svo sólin nyti sín í
afmælisboðinu. Þannig var
Helga, drífandi og alltaf boðin og
búin að aðstoða, hress, indæl og
skemmtileg.
Í veikindum Diddu, en hún lést
eftir stutt veikindi síðla sumars
2010, kom vel í ljós sú djúpa vin-
átta og væntumþykja sem ríkti
milli þeirra.
Daglega komu Helga og Svan í
heimsókn og settust niður og
spjölluðu en þau voru ávallt vak-
andi yfir öllu því sem þau gátu
gert til hjálpar, hvort heldur inni
á heimilinu eða í garðinum.
Eftir að amma og Didda hurfu
af sjónarsviðinu yfirfærðist vin-
skapurinn til okkar systkinanna.
Greiðasemi Helgu og Svans átti
sér í raun engin takmörk. Þau
tóku til að mynda óumbeðin að
sér að fylgjast með húsinu fyrir
okkur, hreyfðu bílinn daglega og
svo mætti lengi telja.
Við eigum fjársjóð skemmti-
legra minninga frá samveru-
stundum með Helgu og Svan en
kvöldstund með þeim var nokkuð
sem alltaf kallaði fram hlátra-
sköll og skemmtilegar uppákom-
ur og voru óneitanlega toppurinn
á Akureyrarferð eftir að ömmu
og Diddu naut ekki lengur við.
Ferðin góða í Leyningshóla 2015
er minning sem ávallt mun verða
í hávegum höfð hjá okkur systk-
inunum. Traust vinátta þeirra
hjóna og einstök ræktarsemi í
okkar garð var og er okkur ómet-
anleg.
Um leið og við þökkum elsku
Helgu fyrir samfylgdina og ein-
læga og góða vináttu vottum við
fjölskyldu hennar okkar dýpstu
samúð.
Minning um góða konu lifir.
Reynir, Heimir, Hildur
og Steinberg Ríkarðsbörn
og fjölskyldur.
Þín deyr ekki minning, heiður, hrós,
því hátt yfir skýið svarta
þín trú og þín von, þau leiðarljós,
þér lýstu að drottins hjarta.
Þú lifir sem ung og indæl rós
í ódáins reitnum bjarta.
(Benedikt Einarsson)
Já, minningarnar lifa í hjört-
um fjölskyldu, ættingja og vina.
Þann sjóð skildi Helga eftir, sjóð
sem ekki verður metinn til fjár,
og tímans tönn nær ekki að eyða.
Við hjónin eigum margar ynd-
islegar minningar frá glöðum og
björtum samverustundum. Með-
al þeirra eru nokkrar ógleyman-
legar utanlandsferðir, samvera í
sumarhúsum víðs vegar um land-
ið ásamt allri annarri samveru á
liðnum árum.
Helga var mikill fagurkeri, það
bar hennar heimili vott um. Sama
hvort híbýlin voru stór eða smá
prýddu fallegir munir og gáfu
þann persónulega blæ sem Helgu
fylgdi. Sjaldan sást Helga í bux-
um, oftast klæddist hún fallegum
kjólum, pilsum og blússum og
ekki sakaði að smá skraut prýddi
flíkurnar.
Í október 2017 lést Svan, mað-
ur Helgu. Það var henni mjög
erfitt og söknuður hennar mikill.
Það var eins og eitthvað slokkn-
aði hjá henni þessari brosmildu
lífsglöðu konu, lífsneistinn varð
ekki samur.
Oft var Helga sárþjáð, en sjúk-
leiki í baki hrjáði hana. Við leið-
arlok þökkum við áralanga vin-
áttu og vitum að allar þrautir hér
í heimi eru að baki, og við taka
bjartir tímar og önnur verkefni á
nýjum stað.
Vandfundinn er vinur góður
vísan áttum hann í þér.
Nú er okkar hugur hljóður
hjartans þakkir sendum hér.
(E. Halls)
Guð blessi brottför þína, kæra
vinkona.
Börnum Helgu og fjölskyldum
þeirra sendum við hugheilar
samúðarkveðjur.
Erla og Guðjón.
Helga
Guðmundsdóttir
Hann Nonni
frændi er dáinn, við
höfum séð hvernig
dró af honum núna
síðustu mánuðina og nú er kallið
komið. Þegar við fengum þessar
fréttir vorum við í fríi á Kanarí.
Margs er að minnast frá liðn-
um árum, alveg frá barnæsku
eigum við góðar minningar um
Nonna, hann var skipstjórinn
frændi okkar sem sigldi um höfin,
sannkölluð hetja hafsins.
Þegar hann kom í Kambsmýr-
ina hlustuðum við á sögurnar frá
veiðiferðum hér og þar, eins og
þegar veitt var á Grænlandsmið-
Jón Pétur
Pétursson
✝ Jón Pétur Pét-ursson fæddist
5. mars 1934. Hann
lést 29. janúar
2019.
Útför Jóns Pét-
urs fór fram 7.
febrúar 2019.
um í 40 daga og
aldrei farið í land,
en það var sama
lyktin af öllum sagði
hann og hló.
Nonni var afar
bóngóður og versl-
aði oft í siglingunum
fyrir foreldra okkar
og það gladdi okkur
sannarlega þegar
hann kom með góð-
gæti til okkar, eins
og niðursoðna ávexti og jafnvel
Mackintosh til jólanna. Hann
keypti líka handa okkur dúkkur
og ekki má nú gleyma bláa kúlu-
tjaldinu sem fjölskyldan ferðaðist
með árum saman og entist fram á
okkar fullorðinsár.
Nonni var dýravinur og í
minningunni átti hann alltaf kött,
kettirnir hans voru sérstakir og
margar sögur urðu til af afrekum
þeirra, fyrst Gulla og svo Óskari.
Þegar hann þurfti að flytja á
Grund gladdi það hann að Óskar
kötturinn hans fór í fóstur til
góðrar nágrannakonu.
Nonni átti um tíma fallegt
hjólhýsi á Laugarvatni, þangað
fóru Óskar og Gulli með og
dvöldu langdvölum með Nonna,
sem tók alltaf einstaklega vel á
móti okkur hvenær sem við kom-
um.
Guðlaug móðir okkar og Nonni
voru góðir vinir og fóru saman í
þónokkrar ferðir bæði innan- og
utanlands, þau nutu samvista
hvort annars.
Það var okkur fjölskyldunni
mikið ánægjuefni þegar Nonni
valdi að sækja um á Grund til að
enda sína ævidaga.
Hann var einstakur stuðning-
ur við mömmu nú síðasta árið og
sérstök ánægja fyrir okkur fjöl-
skylduna að fá að njóta samvista
við þau bæði í einu. Þetta gaf okk-
ur líka tækifæri til að kynnast
Nonna frænda enn betur og
heyra frekar af hans lífi og störf-
um.
Góða ferð kæri frændi, þín
verður minnst með kærleika og
væntumþykju.
Elísabet og Sigurbjörg
Karlsdætur og fjölskyldur.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát