Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir
aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er
mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar
og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að
Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr.
• Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit með
hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir.
Velta 100 mkr. og góð afkoma.
• Hádegisverðarþjónusta þar sem bæði er sent í fyrirtæki og neytt á
staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta
100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna.
• Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum
og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug
undanfarin ár og jákvæð afkoma.
• Litlar heildsölueiningar sem henta sem viðbót við annað. Um er að
ræða snyrtivörur fyrir fagfólk, bætiefni og ýmsa smávöru.
• Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er
lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð
280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum
undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.
• Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og
fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjármálaeftirlitið (FME) setti árið
2011 reglur (700/2011) um kaup-
aukakerfi fjármálafyrirtækja.
Stjórn FME samþykkti svo nýjar
reglur um þau kerfi í apríl 2016.
„Með lagabreytingunum var m.a.
kveðið á um að samtala veitts kaup-
auka til starfsmanns, að meðtöldum
þeim hluta greiðslu sem fresta skal
skv. reglum Fjármálaeftirlitsins,
mætti á ársgrundvelli ekki nema
hærri fjárhæð en 25% af árslaunum
viðkomandi án kaupauka. Þá var
nýjum málsgreinum bætt við 57. gr.
a laganna sem m.a. fólu í sér að
óheimilt væri að veita stjórnar-
mönnum og starfsmönnum sem
starfa við áhættustýringu, innri
endurskoðun eða regluvörslu kaup-
auka,“ segir á vef FME.
Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfsfólks
fjármálafyrirtækja (SSF), bendir á
að taka þurfi út kaupaukann á
þremur árum. Fresta beri út-
greiðslu a.m.k. 40% af ákvörðuðum
kaupauka í a.m.k. þrjú ár. Óheimilt
sé að greiða kaupauka nema hagn-
aður sé af rekstrinum öll umrædd
ár.
100% heimild í ESB-ríkjum
Friðbert segir aðspurður að fyrir
efnahagshrunið hafi ekki verið tak-
markanir á kaupaukum til starfs-
manna fjármálafyrirtækja. Fyrstu
árin eftir hrunið hafi hins vegar ekki
verið umræður um kaupauka.
„Það er næsta víst að þau ár voru
kaupaukar ekki greiddir. Síðan er
farið að liðka til um slíkar greiðslur.
Það er í kjölfar þess að Evrópusam-
bandið var með lagasetningu sem
vakti umræðu. Innan ESB er nú
heimilt að greiða allt að 100% kaup-
auka sem er þá jafnvirði 100% launa
viðkomandi starfsmanns. Á Alþingi
var umræða um lagabreytingu sem
heimilaði að hluthafafundur gæti
samþykkt eitthvað umfram 25%
kaupauka en það hefur aldrei farið í
gegn. Hámarkið er nú stíft í 25 pró-
sentum,“ segir Friðbert og vísar til
reglna FME um fjármálafyrirtæki.
Slíkar takmarkanir gilda þó ein-
ungis um fjármálafyrirtæki.
„Rifja má upp að þegar stór hluti
af launum [Eggerts Þórs Kristófers-
sonar] forstjóra N1 var árangurs-
tengdur féll hann utan þessarar
reglugerðar FME. Þetta eru aðeins
sérreglur um fjármálafyrirtæki,“
segir Friðbert. Vísar hann til þess
að Eggert Þór hafði 5,9 milljónir í
mánaðarlaun 2017. Urðu launin til-
efni umræðna, m.a. innan verkalýðs-
hreyfingarinnar vegna hlutafjár-
eignar lífeyrissjóðanna í N1.
Vilja árangurstengingu
Friðbert segir aðspurður að
margir vilji frekar hafa árangurs-
tengd laun hærra hlutfall af heildar-
launum, ekki síst atvinnurekendur.
„Það er þó ekki almennt notast við
kaupaukakerfi hjá starfsmönnum
fjármálafyrirtækja. Þetta á aðallega
við þá sem eru í efstu þrepum hverju
sinni eftir að FME setti þessar regl-
ur. Ég veit ekki til þess að Lands-
bankinn hafi verið með slíkar árang-
urstengingar eftir hrun,“ segir
Friðbert. Athuganir SSF bendi til að
eftir styrkingu krónunnar gagnvart
evru frá árinu 2014 og launahækk-
anir undanfarin þrjú ár séu laun hjá
íslenskum fjármálafyrirtækjum
álíka há (í evrum) og í Noregi og Sví-
þjóð, hærri en í Finnlandi en lægri
en í Danmörku. Íslensk tekjublöð
bendi til að 2,5-5 milljónir séu algeng
mánaðarlaun hjá forstjórum 100-200
stærstu fyrirtækjanna. Meðallaun
forstjóra fyrirtækja sem skráð eru í
Kauphöllinni hafi verið 4,7 milljónir
2017.
Friðbert telur íslenska stjórn-
endur fremur bera sig saman við
innlenda kollega en erlenda. Þá taki
stjórnir fyrirtækja ákvarðanir um að
ráða menn á tilteknum launakjörum.
Stjórn Icelandair Group hyggst á
næsta aðalfundi, 8. mars nk., leggja
til þá breytingu á starfskjarastefnu
að kaupauki geti „ekki orðið hærri
en því sem nemur 25% af árslaunum
starfsmanns“.
Að sögn Ara Guðjónssonar, yfir-
lögfræðings Icelandair, var ekki áð-
ur getið um það í starfskjarastefn-
unni hvert þetta hámark gæti orðið.
Starfskjaranefnd hafi í lok hvers
árs ákveðið hversu háir kaupaukar
gætu verið. „Það var ekkert í stefn-
unni sem slíkri sem setti einhverjar
hömlur á þetta en þarna er búið að
gera það alveg skýrt,“ segir Ari.
Kaupaukinn mest 25%
Starfsfólk fjármálafyrirtækja fær mest 25% af árslaunum
Á ekki við aðra geira Icelandair takmarkar kaupauka
Morgunblaðið/Golli
Bónus Fjármálafólk getur fengið mest 25% af árslaunum í kaupauka.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sú ákvörðun Bjargs leigufélags að
flytja inn erlend hús og erlendar inn-
réttingar í íbúðir hefur valdið Sam-
tökum iðnaðarins miklum vonbrigð-
um, að sögn
Sigurðar Hann-
essonar, fram-
kvæmdastjóra
samtakanna.
Bjarg var
stofnað af ASÍ og
BSRB. „Það eru
sameiginlegir
hagsmunir at-
vinnurekenda og
launþega að
skapa sem flest störf og sem mest
verðmæti á Íslandi. Þess vegna er
það óskiljanlegt að launþegahreyf-
ingin skuli ekki standa við bakið á
sínum umbjóðendum, sem sagt laun-
þegum á Íslandi, heldur leita frekar
út fyrir landsteinana eftir þjónustu
starfsfólks í löndum þar sem laun
eru talsvert lægri en hér,“ segir Sig-
urður.
Vísar hann annars vegar til þess
að Bjarg hyggst nota innréttingar
frá IKEA og hins vegar til þess að
Bjarg mun flytja inn einingahús úr
timbri sem framleidd eru í Lettlandi.
Verða þau sett saman á Akranesi og
á Kirkjusandi í Reykjavík.
„Sérstaklega þykir okkur þetta
skjóta skökku við á landsbyggðinni
þar sem almennt séð er minna um
byggingaverkefni og störf en á
höfuðborgarsvæðinu.“
Skilar sér aftur í hagkerfið
Greiða þurfi fyrir aðkomu inn-
lendra aðila. „Það má líka benda á
skattsporið. Þegar skipt er við inn-
lenda aðila skilar það sér aftur í hag-
kerfið. Það eru 62 fyrirtæki á sviði
húsgagnaframleiðslu á Íslandi og
rúmlega 5 þúsund á sviði bygginga-
starfsemi og mannvirkjagerðar.
Byggingastarfsemi og mann-
virkjagerð ein og sér skilaði tæplega
200 milljörðum króna til íslensks
þjóðarbús á árinu 2017 og um 2/3
þess runnu til hinna rúmlega 14.000
launþega og sjálfstætt starfandi í
greininni. Þjóðhagslegt mikilvægi
greinarinnar er því töluvert.
Kanni betur möguleika
Við teljum að Bjarg gæti staðið sig
betur í því að kanna til hlítar þá fjöl-
mörgu möguleika sem þegar eru til
staðar innanlands. Þá er ég að vísa í
útboð eða að gefa innlendum aðilum
tækifæri í ríkara mæli til að bjóða í
verk. Til dæmis eru fyrirtæki víða
um land að sérhæfa sig í smíði á til-
búnum einingum. Slík fyrirtæki eru
á Vesturlandi, Norðurlandi og Suð-
urlandi. Ég er sannfærður um að
þau fyrirtæki geti vel annað stórum
verkefnum ef þau fengju tækifæri til
að bjóða í þau, auk þess sem slíkt
gæti hvatt til nýsköpunar í bygging-
ariðnaði en eftir því hefur verið kall-
að. Bjarg hefur hins vegar einhverra
hluta vegna ekki leitað til þeirra allra
með vel skilgreind verkefni í huga,
heldur frekar leitað út fyrir land-
steinana eins og dæmið uppi á Akra-
nesi sýnir. Þar er Bjarg að reisa 33
íbúðir sem verða í innfluttum timb-
urhúsum frá Lettlandi. Okkur finnst
það skjóta skökku við að sambæri-
legir möguleikar sem eru í boði hér á
landi skuli að minnsta kosti ekki vera
kannaðir til hlítar og þannig sköpuð
störf fyrir launþega hér á landi.“
Haft var eftir Birni Traustasyni,
framkvæmdastjóra Bjargs, í Morg-
unblaðinu á miðvikudaginn var að
innlendir aðilar hefðu sýnt lítinn
áhuga á verkefninu uppi á Skaga.
Sagði hann Bjarg mundu fagna
áhuga innlendra aðila í framtíðinni.
Spurður um þetta segir Sigurður
að það sé sitthvað að bíða eftir frum-
kvæði frá innlendum aðilum og að
leita til þeirra með vel skilgreind
verkefni. Þó hafi verið leitað til inn-
lendra aðila í einhverjum tilvikum.
Samtök iðnaðarins gagnrýna Bjarg
Teikning/Tendra arkitektar
Á teikniborðinu Fyrirhugað fjölbýlishús Bjargs leigufélags á Akureyri.
Framkvæmdastjóri SI segir það vonbrigði að Bjarg skuli nota erlend hús og erlendar innréttingar
Sú ákvörðun sé sérstaklega gagnrýniverð á landsbyggðinni þar sem minna sé um byggingaverkefni
Sigurður
Hannesson
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs, segir ráðið
vinna að endurútgáfu í ár á leið-
beiningum um góða stjórnar-
hætti. Þær hafi verið gefnar út
síðan 2004.
„Það hefur borið á góma hjá
okkur að taka upp þráðinn síðan
reglur um kaupauka voru síðast
til umræðu. Við hjá Viðskipta-
ráði horfum alltaf til þess að við
séum ekki að innleiða hér á
landi meira íþyngjandi reglu-
gerðir en gengur og gerist í
löndunum í kringum okkur.
Það gilda strangari reglur hér
á landi. Þá er kjörið tækifæri til
að taka upp þann þráð og ræða
hvaða áhrif það hefur á sam-
keppnishæfni fyritækja.“
Séu ekki of
íþyngjandi
REGLUR UM KAUPAUKA