Morgunblaðið - 16.02.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.02.2019, Qupperneq 24
AFP Múrinn Trump Bandaríkjaforseti á leið á blaðamannafund í gær. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í þeim tilgangi að tryggja meira fjármagn til mannvirkjagerð- ar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Allir vita að múrar virka,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína. Forsetinn hafði áður samþykkt málamiðlunartillögu sem þingmenn úr báðum flokkum stóðu að, þar sem demókratar féllust á að verja mætti tæplega 1,4 milljörðum bandaríkja- dala í nýjar girðingar á landamær- unum í stað þeirra 5,7 milljarða sem Trump og repúblíkanar vildu fá. Um leið þýddi málamiðlunin að hluti bandarískra ríkisstofnanna myndi áfram fá fjármögnun og þær þyrftu því ekki að loka, líkt og þær gerðu í desember síðastliðnum. Segja ákvörðunina valdníðslu Demókratar á Bandaríkjaþingi brugðust illa við ákvörðun Trumps. Sögðu Nancy Pelosi, leiðtogi demó- krata í fulltrúadeildinni og Chuck Schumer, leiðtogi þeirra í öldunga- deildinni, að ákvörðun Trumps bryti í bága við lög og stjórnarskrá Banda- ríkjanna, og að hún gerði Bandaríkin óöruggari, þar sem fjármagni sem ætlað væri her og landvörnum yrði nú beint í landamæragirðingar. Þá tilkynnti Letitia James, yfir- saksóknari New York-ríkis, að ríkið hygðist reyna að fá ákvörðun Trumps hnekkt fyrir dómstólum. Forsetinn sagði hins vegar að hann væri öruggur um að ákvörðunin yrði á endanum dæmd lögleg. Lýsti yfir neyðarástandi  Demókratar segja ákvörðun Trumps ólöglega og hóta að fá henni hnekkt 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Baldvin Ómar Magnússon Lögg. Fasteignasali Sími: 585 0101 – Gsm: 898 1177 baldvin@huseign.is Suðurlandsbraut 20, 2 hæð, Reykjavík | Sími: 585 0100 | www.huseign.is Glæsilegt einbýlishús við Miðskóga 14 á Álftanesi. Húsið er staðsteypt með fallegum garði, stórri verönd til suðurs, heitur pottur og fallegu sjávar- og fjallasýn frá húsi. 5 svefnherbergi. Eign sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar Magnússon í síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar í síma 585-0100. Miðskógar 14, 225 Garðabær Opið hús þriðjudaginn 19. febrúar kl. 17.30-18.00 Þessir leigubílstjórar biðu í röðum á Valentínusardaginn til þess að geta keypt eldsneyti á bílinn sinn á bensínstöð við landamæri Venesúela og Kólombíu. Viðvarandi eldsneytisskortur hefur verið í landinu, þrátt fyrir að það sé olíuframleiðsluríki, og bíða því margir bílstjórar tímunum saman til þess að geta fyllt á. AFP Valentínusardagur í Venesúela Beðið eftir eldsneyti Pedro Sanchez tilkynnti í gær að hann hygðist rjúfa þing og boða til nýrra kosninga hinn 28. apríl næst- komandi, eftir að fjárlagafrum- varp minnihluta- stjórnar hans var fellt á miðviku- daginn var. Þetta verða þriðju þingkosning- arnar á Spáni á síðustu fjórum ár- um, en ríkisstjórn Sanchez tók við fyrir átta mánuðum þegar ríkis- stjórn Mariano Rajoy hrökklaðist frá völdum eftir vantraust. Stjórn Sanchez þurfti að treysta á stuðning katalónskra aðskiln- aðarsinna á þingi, en þeir ákváðu að draga hann til baka í mótmæla- skyni við réttarhöld yfir tólf leið- togum aðskilnaðarsinna, sem hóf- ust í vikunni. Sanchez boðar til nýrra kosninga Pedro Sanchez SPÁNN Sajid Javid, inn- anríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann myndi reyna að aftra Shamimu Begum, tánings- stúlku frá Lond- on, frá því að snúa aftur til landsins, en Beg- um gekk til liðs við öfgasveitir Ríkis íslams í Sýr- landi ásamt tveimur vinkonum sín- um árið 2015. Þar giftist hún ein- um vígamanni samtakanna og ber barn hans undir belti. Sagði Javid að ef fólk hefði stutt hryðjuverkasamtök myndi hann ekki hika við að koma í veg fyrir að það gæti snúið aftur til Bretlands, þar sem það væri ógn við öryggi landsins. Richard Bar- rett, fyrrverandi yfirmaður MI6- leyniþjónustunnar sagði hins veg- ar að Begum ætti að fá að snúa aftur. Fær ekki að snúa heim frá Sýrlandi Sajid Javid BRETLAND Luigi Di Maio, varaforsætisráðherra og leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingar- innar á Ítalíu, tilkynnti í gær að flokk- ur sinn ætlaði að ganga til liðs við fjóra aðra flokka í Evrópu fyrir kosn- ingarnar til Evrópuþingsins, sem haldnar verða í maí næstkomandi. Sagði Di Maio tilganginn þann að gefa evrópskum kjósendum valkost við hina hefðbundnu stjórnmála- flokka. Með Fimmstjörnuhreyfingunni verða pópúlistaflokkurinn Zivi Zid frá Króatíu, Kukiz’15 frá Póllandi, Liike Nyt frá Finnlandi og Akkel-flokkur- inn frá Grikklandi. Sagði Di Maio að samstarfið væri einkum fyrir flokka sem teldu sig ekki vera hluta af hreyf- ingum hægrisinnaðra þjóðernisflokka eða þeim hefðbundnu flokkum sem ráðið hefðu ríkjum á Evrópuþinginu í tuttugu ár. Bætti hann við að þeir væru að leita að tveimur flokkum til viðbótar. Sendiherrann snýr aftur Tilkynningin kom sama dag og franska utanríkisráðuneytið tilkynnti að sendiherra landsins á Ítalíu myndi halda aftur til Rómar, en hann var kallaður heim í lok síðustu viku í mót- mælaskyni við endurteknar ögranir ítalskra stjórnvalda. Var það ekki síst heimsókn Di Ma- ios til fulltrúa mótmælahreyfingar- innar „gulu vestanna“ í Frakklandi sem olli ákvörðun Frakka, en Di Maio var meðal annars að leita hófanna hjá hreyfingunni um samstarf vegna Evrópuþingkosninganna. Sagði Di Maio að hann væri ánægð- ur að heyra að sendiherrann væri á leiðinni aftur til Rómar og að hann vildi eiga fund með honum. Sögðu sérfræðingar í alþjóðasamskiptum hins vegar óvíst að samskipti ríkjanna myndu skána á næstunni. Stofna nýja flokkaþyrpingu  Bjóða sig fram saman til Evrópu- þingsins í maí AFP Milliríkjadeilur Sendiráð Frakka í Róm hefur staðið tómt í heila viku. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði í gær að hryðju- verkahópar og bakhjarlar þeirra myndu þurfa að svara fyrir hryðju- verkaárás í Kasmír-héraði á fimmtu- daginn var, þar sem að minnsta kosti 41 maður lét lífið. Sökuðu indversk stjórnvöld nágranna sína í Pakistan um að skjóta skjólshúsi yfir íslamska vígamenn og lofaði Arun Jaitley, fjármálaráðherra Indlands, því að hann hygðist einangra Pakistana á alþjóðavettvangi. Stjórnvöld í Pak- istan höfnuðu hins vegar allri að- komu sinni að ódæðinu. Tildrög árásinnar voru þau að vörubíll hlaðinn sprengiefni sprakk í miðri bílalest, sem var að flytja ind- verska hermenn og lögreglumenn aftur úr orlofi. Tvær rútur urðu fyrir mesta tjóninu og lifði enginn af í fremri rútunni. Greint var frá því í indverskum fjölmiðlum að hryðju- verkasamtökin Jaish-e-Mohammed hefðu lýst yfir ábyrgð sinni á hryðju- verkinu. Hyggjast einangra Pakistan  Reiði í Indlandi eftir hryðjuverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.