Morgunblaðið - 16.02.2019, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Skattsvik hafa tíðk-
ast mun lengur en
elstu menn muna og
löngu áður en land
byggðist. Snjallir sí-
brotamenn stunda enn
sína iðju og spila á
veikleika eftirlitskerfa
og löggjafar.
Skattsvik vel yfir
100 milljarðar á ári
Skattsvik eru áætluð
vel yfir 100 milljarðar á ári eða
um 10% af skatttekjum og um
4-6% af vergri landsframleiðslu.
Skattsvikin eru mest í tengslum
við virðisaukaskatt, tekjuskatt og
tryggingagjald. Samtals nema
þessi þrír liðir a.m.k um 2/3 af
skatttekjum ríkisins. Þessi skatt-
stofnar vega þyngst í að halda
uppi okkar velferðarkerfi og sam-
félagsverkefnum.
Fjölmiðlar og
umfjöllun þeirra
Ráðherrar eru iðnir við að setja
í gang starfshópa til að greina
skattsvikavandann og enn á ný
hefur starfshópur greint hluta
vandans, nú undir formennsku
Jóns Sigurðssonar, fv. ráðherra og
seðlabankastjóra. Ásmundur Einar
Daðason félagsmálaráðherra á
þakkir skildar fyrir frumkvæði og
ákveðni í málinu, en nefndin
fjallaði m.a. um kennitöluflakk,
keðjuábyrgð verktaka og marg-
víslega brotastarfsemi. Nokkur
svipuð vandamál voru tekin fyrir
af nefnd sem þáverandi fjármála-
ráðherra skipaði árið
2017 og greinarhöf-
undur veitti for-
mennsku. Þar var
fjallað um skattsvik í
víðum skilningi og
hvernig ráðast má
gegn glæpastarfsemi
á þessu sviði. Meðal
tillagna starfshóps-
ins var að lögfesta
reglur um keðjuá-
byrgð, gera meiri
kröfur um hæfn-
isskilyrði til að
stofna hlutafélög og
stunda virðisaukaskattsviðskipti
og auka eftirlit með skilum virð-
isaukaskatts.
Mikilvægi fjölmiðla sýnir sig vel
í þessum málum, en tillögur nefnd-
ar Ásmundar hafa fengið góða
kynningu. Þá eru meiri líkur á því
að eitthvað gerist. En fáir muna
eftir tillögum nefndarinnar frá
árinu 2017 nema tillögu um að
taka 10.000 krónu seðilinn úr um-
ferð. Sú umfjöllun og grín sem
gert var að þeirri tillögu drap ein-
faldlega niður fjölmiðlaumfjöllun
um mikilvægari tillögur nefndar-
innar. Það hentar sumum að fjalla
háðslega um þetta, en ýmsir aðrir
en almenningur eða láglaunafólk
hefur gagn af notkun 10.000 krónu
seðilsins.
Hvers vegna eiga síbrota-
menn að reka fyrirtæki?
Nauðsynlegt er að herða hæf-
isskilyrði til að stofna hlutafélag
og almennt að stunda atvinnu-
rekstur, fá virðisaukaskattsnúmer
og gerast þannig innheimtumenn
ríkisins. Almenningur þarf að taka
bílpróf til að keyra bíl og löggild-
ingu til að sinna ýmsum verk-
efnum, en nánast hvaða skúrkur
sem er getur stofnað hlutafélag og
ráðið fólk í vinnu, greitt laun og
innheimt virðisaukaskatt. Ein-
staklingum sem hafa ítrekað brot-
ið af sér og sett fyrirtæki í gjald-
þrot ætti að vera óheimilt að taka
að sér innheimtu virðisaukaskatts.
Slíkir síbrotamenn geta ekki borið
ábyrgð á ráðningu starfsmanna, að
skila tilskildum launasköttum og
lífeyrissjóðsgreiðslum.
Skattsvikarar
eru á góðum launum
Refsingar fyrir skattalagabrot
hafa of lítinn fælingarmátt og gild-
ir það jafnt um fésektir sem fang-
elsisdóma. Fésektir innheimtast
illa og fangelsisdómar eru yfirleitt
skilorðsbundnir. Vel innan við
10%, jafnvel nálægt 5%, af fésekt-
um innheimtast og ótímabært að
fagna þegar við heyrum háar sekt-
artölur nefndar í fjölmiðlum.
Skortur á rýmum í fangelsum opn-
ar oft á þá leið að hinir sakfelldu
taka út refsingu með samfélags-
þjónustu, hvort sem það er fyrir
líknar- eða félagasamtök, t.d. með
þrifum eða viðhaldi í nokkra mán-
uði. Hvatinn er því mikill að
stunda skattsvik enda ávinningur
af því umtalsverður. Það eru fín
laun að hafa svikið undan skatti
fyrir tugi milljóna og taka svo að
sér að skúra opinberar byggingar
í þrjá mánuði.
Kjarasamningar snúast um
meira en laun
Í apríl 2018, fyrir bráðum ári
síðan, undirrituðu ASÍ og SA sam-
komulag um eftirlit með launum
og starfskjörum starfsmanna
starfsmannaleiga sem er hluti af
því vandamáli sem tengist skatt-
svikum og svartri atvinnu-
starfsemi. Loksins virðist þetta
mál ætla að tengjast kjarasamn-
ingum. Það er löngu tímabært að
taka á brotum á launafólki, hvort
sem það snýst um kjarasamninga,
skattsvik eða þvinguð óboðleg bú-
setuúrræði. Hér virðist tíðkast ný
tegund fjárkúgunar og þrælahalds
í tengslum við skattsvik og
kennitöluflakk.
Ríkisstjórn á réttri leið
Það er að myndast samstaða í
þjóðfélaginu um að taka á ýmsum
meinsemdum og segja má að
„metoo“ hafi verið gott fordæmi.
Í velferðarmálum mun mikið
vinnast ef tekið er á skattsvika-
málum og tryggja öllum, einnig
erlendum verkamönnum, almenn
mannréttindi, húsnæði og kjör
samkvæmt kjarasamningum. Það
er einstakt tækifæri núna, sem
ríkisvald, Samtök atvinnulífsins
og stéttarfélög hafa til að tryggja
þeim er verst standa í samfélag-
inu bætt lífskjör. Því ber að fagna
að í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar er áhersla lögð á samráð
við aðila vinnumarkaðarins um
keðjuábyrgð, unnið verði gegn
kynbundnum launamun, mansali
og kennitöluflakki, eins og segir
orðrétt í stjórnarsáttmála. Einnig
verði unnið að bættu aðgengi að
öruggu húsnæði og styðja við
ungt fólk og tekjulága inn á hús-
næðismarkaðinn. Þetta eru mikil-
væg velferðarmál sem eru von-
andi flest að raungerast nú á
síðari hluta kjörtímabilsins.
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson » Það er löngu tíma-
bært að taka á sí-
brotamönnum sem
stunda skattsvik, brjóta
kjarasamninga, stunda
kennitöluflakk og nú-
tíma þrælahald.
Þorkell
Sigurlaugsson
Höfundur er formaður velferðar-
nefndar Sjálfstæðisflokksins.
thorkellsig@gmail.com
Skattsvik, þrælahald og svört atvinnustarfsemi
Þórdís K.R. Gylfa-
dóttir ráðherra ferða-
mála sagði í grein í
Morgunblaðinu sl.
helgi að hækkun
virðisaukaskatts á
ferðaþjónustu væri
ekki lengur á dagskrá.
Aftur á móti sagðist
hún ekki afhuga því
að leggja önnur gjöld
á ferðaþjónustuna.
Þórdís spurði hvort
ekki væri eðlilegt að fyrirtæki
greiddu einskonar afnotagjald fyrir
að fá að nýta land í opinberri eigu
til að stunda þar ferðaþjónustu í
þeim tilgangi að stýra aðgangi að
takmörkuðum gæðum.
Tveir af hverjum þremur ferða-
mönnum fara um landið á bíla-
leigubílum. Vandséð er hvaða
„fyrirtæki“ á að borga fyrir komu
þeirra á „land í opinberri eigu“.
Þessi hugmynd gengur ekki upp
nema að ráðherrann sé að boða
kvótakerfi í ferðaþjónustunni. Að
fyrirtæki kaupi kvóta af ríkinu fyrir
aðgang að ferðamannastöðum, sem
þau síðan selji ferðamönnum. Er
þetta kannski náttúru-
passinn afturgenginn?
Hefur reynslan af út-
boði Isavia á aðstöðu
við flugstöðina á Kefla-
víkurflugvelli ekkert
kennt?
Ferðamenn eru
drjúgir skattgreið-
endur
Gróflega áætlað
höfðu ríkissjóður og
sveitarfélög um 100
milljarða króna í bein-
ar tekjur af ferðamönnum árið
2017. Þar af var virðisaukaskattur
um 46 milljarðar króna. Með fjölg-
un ferðamanna hafa tekjur ríkisins
af virðisaukaskattinum aukist stór-
lega. Kostnaður ríkisins af ferða-
mönnum er aðeins brot af þessum
tekjum.
Það vantar ekki fjármagn til að
vernda viðkvæma ferðamannastaði
og stýra umferð. Þar að auki eru til
margar betri og áhrifaríkari leiðir
til þess en að rukka á hverjum stað.
Því miður hafa margir ekki enn
áttað sig á því hvað ferðamenn skila
þjóðfélaginu miklum ávinningi. Þess
vegna spretta aftur og aftur upp
hugmyndir um að láta þá með ein-
hverjum hætti borga enn meira og
meira. Ferðaþjónustan er eina út-
flutningsatvinnugreinin sem inn-
heimtir virðisaukaskatt fyrir ríkis-
sjóð. Hann kemur úr vasa ferða-
manna, þannig að þeir eru nýir
skattgreiðendur hér á landi.
Röggsamur ráðherra
kemur á óvart
Þórdís Kolbrún hefur sýnt rögg-
semi í málefnum ferðaþjónustunnar
og ýtt mörgum góðum úrbótum af
stað. Hún hefur staðið einarðlega
gegn hugmyndum um hækkun virð-
isaukaskattsins á atvinnugreinina,
vitandi hvað sú hækkun gæti haft
slæmar afleiðingar fyrir þessa um-
svifamestu atvinnugrein landsins.
Þess vegna kemur þessi hugmynd
hennar um nýja óútfærða gjaldtöku
verulega á óvart.
Er verið að boða kvótakerfi
í ferðaþjónustunni?
Eftir Þóri
Garðarsson
Þórir
Garðarsson
» Það vantar ekki fjár-
magn til að vernda
viðkvæma ferðamanna-
staði og stýra umferð.
Höfundur er stjórnarformaður
Gray Line.
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Einbýli/tvíbýli. Húsið er á tveimur hæðum ásamt innréttaðri 2ja til
3ja herbergja séríbúð á jarðhæð og innbyggðum bílskúr.
Stærð alls 314,4 fm. Frábær staðsetning við lokaðan botnlanga.
Afhending fljótlega. Verð 119 millj.
Dan V. S. Wiium
hdl., lögg. fasteignasali.
s. 896 4013
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri
s. 896 4090
Þórarinn Friðriksson
lögg. fasteignasali
s. 844 6353.
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Seljugerði - 108 Reykjavík