Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
HRÖKKBRAUÐ
Við félagar í Lions hér á Húsavík ætlum á sunnudag fram íReykjadal og sjá þar leikritið Brúðkaupið eftir GuðmundÓlafsson; uppfærslu sem mér er nær að halda að hálf sveitin
komi að. Þetta verður ævintýri og gaman að halda upp á afmælið
svona,“ segir Jóhannes Sigurjónsson á Húsavík sem er 65 ára í dag.
Hann er Húsvíkingur í húð og hár; á að baki langan feril sem blaða-
maður og ritstjóri; fyrst sem útgefandi Víkurblaðsins frá 1979 og
fram yfir aldamót og svo Skarps, sem komið hefur út frá 2002.
„Oft gerist að til mín á skrifstofuna kemur fólk til að spjalla um
daginn og veginn. Einhverju sinni kom gamall bóndi austan úr Keldu-
hverfi, Þórhallur Guðmundsson, og sagði mér í óspurðum fréttum að
skyrtan sem hann klæddist þá væri orðin 50 ára gömul. Ég smellti
mynd af karli og birti frásögn um flíkina. Málið vakti mikla athygli og
Þórhallur, sem er löngu látinn, fékk þarna 15 mínútna frægð. Þetta er
minnisstæðasta fréttin á ferlinum,“ segir Jóhannes um störf sín.
Þegar starfinu sleppir segist Jóhannes sýsla við margt, enda þótt
áhugamál og vinna samtvinnist að nokkru. „Ég les mikið og svo hef ég
verið að dunda mér við skriftir; held til haga sönnum sem lognum sög-
um af Þingeyingum og bækur eru orðnar fjórar. Eins og íslenskra
karlamanna er háttur fylgist ég líka spenntur með enska boltanum og
með Manchester United hef ég haldið frá 1968,“ segir Jóhannes sem á
fimm börn, og barnabörnin eru sex talsins. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsvíkingur „Ég dunda mér við skriftir,“ segir Jóhannes í viðtalinu.
Þingeyingasögum
er haldið til haga
Jóhannes Sigurjónsson er 65 ára í dag
B
rynjar Halldórsson fædd-
ist 16. febrúar 1934 á
Gilsbakka í Öxarfirði.
Hann fluttist ársgamall
að Gilhaga og hefur átt
þar lögheimili síðan. „Foreldrar mínir
stofnuðu þá býlið Gilhaga sem er
helmingur að jörðinni Gilsbakka og af-
leggjarinn þangað er skammt frá
skólahúsinu Lundi. Það er þónokkuð
þéttbýlt þarna, ein sjö íbúðarhús auk
sumarbústaða.“
Brynjar var í barnaskólanum í
Lundi í Öxarfirði, tók landspróf frá
Héraðsskólanum Laugum í Reykjadal
og hefur setið allmörg námskeið, að-
allega í tölvubókhaldi og útskurði. „Ég
fór einnig út til Noregs að læra skóg-
rækt og þar kynntist ég konunni
minni.“
Brynjar var skólastjóri í Lundi í
Öxarfirði 1955-57 og á Kópaskeri 1960-
61. Hann var stundakennari við Mið-
skólann í Lundi í allmörg ár og síðan
reikningshaldari við sama skóla 1982-
91 og vann við reikningshald fyrir
nokkra bændur 1990-2005. Brynjar
var starfsmaður Kaupfélags Norður-
Þingeyinga á Kópaskeri 1962-64, síðan
sauðfjárbóndi á Gilhaga 2 sem hann
stofnaði og skógarbóndi þar frá 2003
Brynjar Halldórsson, skógarbóndi og handverksmaður – 85 ára
Hjónin Brynjar og Hildur fyrir um 20 árum en þau kynntust þegar Brynjar var í skógræktarnámi í Noregi.
Þúsundþjalasmiður
á Gilhaga í Öxarfirði
Ásamt dætrunum Sigrún, Brynjar og Laufey fyrir fimm árum.
Reykjavík Sigurður Matthías Kristjánsson Johannessen fæddist 16. janúar
2018 kl. 14.53. Hann vó 4.010 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Lísa
Margrét Sigurðardóttir og Kristján H. Johannessen.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is