Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
✝ Guðrún Sig-urðardóttir
fæddist á Brúnum
undir Vestur-
Eyjafjöllum 6. febr-
úar 1934. Hún lést
á 85 ára afmælis-
daginn sinn. 6.
febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Júl-
íana Björg Jóns-
dóttir og Sigurður
Vigfússon, ábúendur á Brúnum.
Albræður Guðrúnar voru Jón, f.
13. júlí 1925, d. 29. janúar 1992,
og Vigfús, f. 25. júní 1925, d. 18.
september 2005. Hálfsystkini
Guðrúnar, sammæðra og börn
Bjargar og Sigmundar Þorgils-
sonar, seinni manns hennar, eru
Halldóra Ingibjörg, f. 29. júní
1940, og Sigurður, f. 15. septem-
ber 1941.
Guðrún giftist 7. nóvember
1954 Hjalta Bjarnasyni frá
Strönd í Vestur-Landeyjum, f.
26. október 1928, d. 8. ágúst
2010.
1960, d. 2005, maki Anna Stein-
þórsdóttir, f. 1962. Börn: Víðir
Þór, f. 1980. Synir hans eru
Víðir Snær, f. 2006, og Kristinn
Dan, f. 2010. Halla Guðrún, f.
1981, maki Eiður Már Guð-
bergsson, f. 1977. Börn þeirra
eru Andri, f. 2003, Sunna, f.
2005, og Daníela Diljá, f. 2011.
Örvar Snær, f. 1990, maki Beata
Joanna Kusina, f. 1993. 4)
Brynja, f. 1968, maki Jón Berg
Sigurðsson, f. 1967. Börn
Brynju frá fyrra hjónabandi eru
Gunnar, f. 1989, maki Kristín
Fjóla Jóhannsdóttir, f. 1990.
Dætur Gunnars og Kristínar eru
Íris Björk, f. 2011, Rakel Sara, f.
2011, og Brynja Líf, f 2017.
Hjalti, f. 1995, maki Emma Lind
Guðmundsdóttir, f. 1996, og
Harpa Rún, f. 2003.
Guðrún ólst upp á Brúnum og
síðar á Ásólfsskála undir
Vestur- Eyjafjöllum.
1954 hófu Guðrún og Hjalti
búskap í Hólmahjáleigu Austur-
Landeyjum. 1976 brugðu þau
hjón búi og settust að á Hvols-
velli. Þar vann Guðrún um ára-
bil á saumastofunni Sunnu og
síðar kenndi hún á gítar við tón-
listarskóla Rangæinga.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Stórólfshvolskirkju í dag, 16.
febrúar 2019, klukkan 13.
Börn Guðrúnar
og Hjalta eru: 1)
Arnbjörg, f. 1954,
maki, Ámundi H.
Þorsteinsson, f.
1949. Börn: Guðrún
Ingibjörg, f. 1974.
Synir hennar eru
Sighvatur Bjarki, f.
1995, og Gabríel
Brynjar, f. 1998.
Björgvin, f. 1980,
Maki, Stefanía Guð-
björg Sigurbjörnsdóttir, f. 1980.
Björgvin og Stefanía eiga syn-
ina Marinó Mána, f. 2010, og Ás-
geir Örn, f. 2013. Fyrir átti
Björgvin Nökkva Baldur, f.
1999. Jökull Tandri, f. 1990,
maki Kristine Mærsk Verner, f.
1993. 2) Arnar, f. 1958, maki
Arna Ragnarsdóttir, f. 1961.
Börn, Elísa, f. 1985, maki. Þor-
gils Óttar Baldursson, f. 1984.
Þau eiga tvö börn, Írisi Evu, f.
2015, og Bastían Baldur, f. 2018.
Ragnar Ingi, f. 1988, og Eva, f.
1990, maki Davíð Örn Ingason,
f. 1986. 3) Sigurður Þröstur, f.
Elsku mamma.
Að ferðalokum finn ég þig,
sem mér fagnar höndum tveim.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig.
Þín,
Brynja.
Elsku tengdamamma.
Takk fyrir þessu stuttu en
yndislegu kynni sem gáfu mér
svo mikið.
Við hittumst aftur seinna.
Kveðja frá Jónsa þínum.
Jón Berg Sigurðsson.
Elsku besta ástkæra amma
mín. Þegar ég fæddist varðstu
amma í fyrsta skipti, ég var svo
lánsöm að vinna í ömmulottóinu,
þvílíkur heiður að eignast þig
sem ömmu. Ég fékk þann heiður
að gera þig líka að langömmu í
fyrsta skipti, synir mínir unnu í
stærsta langömmulottóinu þá.
Betri ömmu og langömmu er
varla hægt að hugsa sér. Amma
mín sýndi og gaf frá sér svo mik-
inn þokka, kærleika, hugrekki,
jákvæðni, umhyggju, styrk,
hversu einstök, dugleg, yndisleg
og falleg hún var. Amma mín
bakaði bestu kleinurnar, flat-
kökurnar og pönnukökurnar
sem til voru. Það voru ófá skipt-
in sem ég var í Litlagerðinu hjá
ömmu og afa, hvort sem það var
í pössun, með foreldrum mínum,
á jólunum, páskunum, um sum-
ar eða vetur, eða ein hjá ykkur
afa. Alltaf var amma að baksa í
eldhúsinu, að finna eitthvert
gotterí í gogginn, eða úti í garði
að huga að og hlúa að blómunum
sínum, já eða inniblómunum,
sem voru hennar líf og yndi.
Amma kenndi mér svo margt.
Þegar ég myndi eignast blóm
ætti ég alltaf að tala við þau, því
þá liði þeim betur. Þegar ég
byrjaði að búa, fékk ég fyrsta
inniblómið mitt frá þér, blóm
sem ég var búin að hafa auga-
stað á lengi, þegar ég var að fara
komstu askvaðandi með blómið
og sagðir „hérna, taktu það með
þér, þetta er orðið fyrir okkur
afa þínum, mundu svo að tala við
það reglulega“. Þetta blóm á ég
enn þann dag í dag 26 árum
seinna. Ég fékk þann heiður að
fá að fara með ömmu margoft á
saumastofuna sína, sem hún var
að vinna á þegar ég var lítil
stelpa, sem mér fannst mjög
spennandi. Þegar ég eignaðist
frumburðinn minn kom amma
færandi hendi með teppi af
saumastofunni sem hún átti í
fórum sínum og sagði: „Settu
þessa teppalufsu í botninn á
vagninum, það heldur góðum
hita og þá sefur litli Sighvatur
Bjarki miklu betur.“ Þetta teppi
hefur fylgt vagninum síðan þá
og gerir enn.
Amma mín kunni að spila á
gítar, orgel og harmonikku, ég
var dáleidd af hæfileikum henn-
ar að kunna á öll þessu hljóð-
færi. Amma gat allt, alveg sama
hvað það var. Eitt skipti bað ég
ömmu um hvort hún gæti sett
saman nokkrar línur, við eitt-
hvert skemmtilegt lag um okkur
æskuvinkonurnar, því mig lang-
aði að koma Björgu vinkonu á
óvart í 20 ára afmælinu hennar.
Amma hélt það nú, 30 mínútum
seinna hringdi hún í mig og söng
textann í gegnum símann og
spilaði á gítarinn. Sagði svo við
mig: „Þú rúllar þessu upp í af-
mælinu hennar, Inga mín.“ Já,
ég rúllaði því upp og söng text-
ann þinn fyrir framan fullt af
fólki, öllum til mikillar gleði.
Þegar við Björg og Sonja hitt-
umst rifjast alltaf upp afmælið
þar sem ég söng textann þinn
við lagið „Tvær úr Tungunum“
fyrir 25 árum núna í júní næst-
komandi.
Við stöllurnar eigum margar
góðar minningar úr Litlagerð-
inu. Það er svo margs að minn-
ast, það er svo margt að þakka, í
gegnum þessi 45 ár sem ég fékk
að vera í kringum þig, takk fyrir
að leyfa mér að drullumalla úti í
garðinum, takk fyrir að vera til
staðar fyrir mig og veita mér öll
ráðin þín, takk fyrir að leyfa
mér að vera til staðar fyrir þig,
takk fyrir að vera amma mín og
langamma peyjanna minna.
Þín dótturdóttir
Guðrún Ingibjörg.
Okkur langar að senda þér
erindi úr sálminum sem verður
sunginn í útförinni þinni í dag.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson)
Hvíldu í friði, elsku amma.
Gunnar, Hjalti og
Harpa Rún.
Friður, gleði og kærleikur
eru mér fremst í huga þegar ég
minnist elsku ömmu minnar.
Það var alltaf létt yfir heimilinu
þegar við heimsóttum ömmu og
afa í Litlagerði á Hvolsvelli í
gegnum árin. Amma tók alltaf
vel á móti okkur, knúsaði, kyssti
og bauð okkur velkomin. Alla
jafna voru allskyns kræsingar á
boðstólum, nýbakaðar pönnu-
kökur, vöfflur og kökur og iðu-
lega ís í eftirrétt sem gamli afi
borðaði mest af.
Amma var glaðlynd, jákvæð
og talaði aldrei illa um nokkurn
mann. Hún fylgdist vel með og
þegar ég heimsótti hana í seinni
tíð og ætlaði að færa henni ýms-
ar fréttir fór það oft á hinn veg-
inn að hún sagði mér hvað frétta
væri af fjölskyldunni og í frétt-
um almennt. Ömmu þótti afar
vænt um fjölskylduna sína og
fólk fann fyrir væntumþykjunni
og kærleikanum sem frá hjarta
hennar geislaði. Hún var bar-
áttukona mikil og þrátt fyrir að
vera búin að berjast við veikindi
um nokkurt skeið kveinkaði hún
sér ekki og sýndi að mér fannst
mikinn styrk og æðruleysi.
Amma var mjög hæfileikarík;
skrifaði texta og samdi ljóð eins
og enginn væri morgundagur-
inn. Einnig spilaði hún á gítar
og stýrði söng eins og herfor-
ingi. Amma hafði mjög gaman
af blómum og plöntum og ég
man það í æsku að hún var oft
að dunda sér við að hlúa að
plöntunum um leið og hún
spjallaði við þær.
Amma varð fyrir áfalli árið
2005 þegar sonur hennar (og
pabbi minn) Þröstur lét lífið eft-
ir erfið veikindi, það tók mikið á
hana og alla fjölskylduna. Afi
lést svo fimm árum síðar.
Amma kvaddi þennan heim á 85
ára afmælisdaginn sinn en hana
langaði að eyða honum með afa
og pabba enda er lífið hér á
jörðinni bara stoppistöð í eilífri
hringrás sálarinnar. Amma fór
einfaldlega aftur heim, þangað
sem leið okkar allra liggur.
Ég kveð ömmu mína að sinni
með söknuði. Ég er mjög hepp-
in að hafa átt svo góða ömmu í
gegnum árin og er þakklátur
fyrir umhyggjuna og ömmuást-
ina sem hún sýndi mér.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu,
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða
djúp sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir.)
Þar til við sjáumst næst,
elsku amma.
Víðir Þór Þrastarson.
Elsku langamma.
Margs er að minnast, margs
er að sakna. Langamma okkar
lést á afmælisdaginn sinn, 6.
febrúar síðastliðinn. Hún mun
alltaf verða amma okkar í Litla-
gerðinu.
Við bræðurnir viljum þakka
henni fyrir samfylgdina með
okkur, elsku ástkæra langamma
okkar. Takk fyrir öll faðmlögin
þín, knúsin, kossana, væntum-
þykjuna, kærleikann. Takk fyr-
ir að leyfa okkur að leika í stóra
garðinum ykkar afa, fá að
hjálpa þér að slá túnið og raka,
hreinsa beðin, rústa gangstétt-
inni fyrir framan húsið með
Bjögga frænda og laga hluti,
klifra í trjánum þínum. Takk
fyrir bestu og uppáhaldsflat-
kökurnar, kleinurnar og allar
pönnukökurnar þínar. Takk fyr-
ir að smita okkur bræðurna af
tónlistarhæfileikunum þínum.
Langafi sótti þig á afmælis-
daginn þinn svo þú gætir klárað
að halda upp á afmælið, með
honum, Þresti frænda, Göggu
frænku og öllum hinum, við
biðjum að heilsa þeim öllum.
Ég er kominn heim.
Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim,
því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já, ég er kominn heim
(Jón Sigurðsson/
bróðir langömmu okkar)
Það er stórt skarð í hjörtum
okkar, þín er sárt saknað af
okkur öllum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
Minning þín er ljós í lífi okkar,
sem við munum varðveita um
ókomna tíð, Guð blessi minn-
ingu þína.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þínir langömmustrákar,
Sighvatur Bjarki
og Gabriel Brynjar.
Í dag kveðjum við yndislega
konu, Guðrúnu föðursystur
okkar.
Henni frænku okkar var
margt til lista lagt, hún var hag-
mælt, handverk lék í höndunum
ám henni og spilaði hún bæði á
gítar og harmonikku. Reyndar
spiluðu þau systkinin, Vigfús,
Jón og Guðrún öll á nikkuna og
mjög líklega verður slegið upp
balli hjá himnaföðurnum nú
þegar systkinin eru sameinuð á
ný. Guðrún var góð heim að
sækja, en hún og Hjalti maður
hennar bjuggu á Hvolsvelli þar
sem þau áttu fallegt heimili og
fallegan garð sem Guðrún hafði
mikið yndi af. Það var alltaf
eitthvað til með kaffinu þegar
maður kom í heimsókn, sér-
staklega voru flatkökurnar
hennar í miklu uppáhaldi hjá
okkur og þegar maður kvaddi
þá átti hún alltaf sterkt og hlýtt
faðmlag og ávallt fór maður
með hlýju í hjartanu frá henni.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sendum við börnum og
barnabörnum Guðrúnar og eft-
irlifandi systkinum, Sigurði og
Halldóru, og fjölskyldum
þeirra.
Blómin falla
fölskva slær á flestan ljóma,
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Hulda, Sigrún og
Trausti Jónsbörn.
Í dag verður jarðsett kær
söngsystir Guðrún Sigurðar-
dóttir og langar okkur að minn-
ast hennar með örfáum orðum.
Guðrún söng með okkur um ára-
bil og orti marga texta fyrir kór-
inn ásamt skemmtivísum við
ýmis tækifæri. Við minnumst
hennar með virðingu og þakk-
læti og kveðjum með þessum
texta, Sólarsöng Ljósbrár, sem
hún samdi fyrir kórinn:
Þegar húmar hausta fer og hjartað
birtu þráir,
kátar Ljósbrár sína söngva syngja
fyrir þig.
Bjartir, blíðir ómar,
bænaþrungnir hljómar,
stefin stríð og lipur,
stæla, gleðja þig.
Ef að þrautir þyngja,
þá er ráð að syngja,
lyfta örmum eða taka ofurlítil spor.
Flétta söngvaseið um vetur, sumar,
haust og vor.
Loks er koma langir dagar,
ljómar vorið blítt,
þá mun Ljósbrá sólarsöngva
syngja létt og þýtt.
Þegar húmar hausta fer og hjartað
birtu þráir,
kátar Ljósbrár sína söngva syngja
fyrir þig.
(Guðrún Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning Guðrún-
ar, gott er að eiga góðs að minn-
ast.
F.h. Kvennakórsins Ljósbrár,
Margrét Harpa
Guðsteinsdóttir.
Guðrún
Sigurðardóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
i ll i undirbúnings og
framkvæmd útfar r ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu o umhyggju
að leiðarljósi og f fa legum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Í dag er dagur-
inn sem ég kveð
þig, elsku hjartans
systir mín. Í ein-
lægni og með nístandi sár í hjart-
anu sit ég hér og skrifa minn-
ingargrein um þig.
Ég velti því fyrir mér hvað
það er mikið rangt, aðeins 39 ára
gömul í blóma lífsins, ástfangin
af Pétri þínum og strákunum
hans þremur.
Mér þykir það svo sárt að ég
get ekki hugsað þetta til enda en
samt í leiðinni finn ég fyrir
óendanlegu þakklæti fyrir hve
við vorum hreinskilnar og ein-
lægar hvor við aðra.
Elsku systir, takk fyrir allt.
Lífið er eins og stórsjór og öldu-
gangurinn oft mikill en alltaf féll
allt í lygnan sjó aftur.
Við eigum margar fallegar og
góðar minningar saman og börn-
in mín misstu mikið þegar þau
misstu þig og það er eins með
okkur öll hin.
Í sorginni huggum við hvert
annað með allri þeirri ást sem þú
Harpa Lind
Pálmarsdóttir
✝ Harpa LindPálmarsdóttir
fæddist 22. ágúst
1979. Hún lést 6.
febrúar 2019.
Útför Hörpu
Lindar fór fram 15.
febrúar 2019.
áttir svo auðvelt
með að deila, ég
held minningu þinni
á lofti alla daga,
alltaf.
Ég elska þig út í
geim og aftur heim.
Sé þig í sumar-
landinu þegar minn
tími kemur.
Sigrún.
Elsku Harpa frænka.
Ég kveð þig núna eftir rúm 20
ár með brotið hjarta. 39 ára er
enginn aldur til að fara, en ég er
engu að síður svo þakklátur fyrir
tímann sem ég fékk með þér og
met hans svo mikið, öll faðmlög-
in, ráðin, stuðningurinn og ástin.
Ég gleymi því seint þegar ég
fékk símhringingu frá þér eftir
önn í skólanum þegar ég ströggl-
aði verulega í náminu, ég hunsaði
þá svona nokkurn veginn það
sem mamma hafði að segja um
það, en þitt álit á mér hafði svo
mikil áhrif á mig að ég fór að
standa mig á ný. Ég lærði svo
mikið af þér en það sem stendur
upp úr er hvað þú varst góð
manneskja og vildir gera allt fyr-
ir hvern sem er og varst alltaf
svo yndisleg og hlý. Þú ert hetj-
an mín.
Þinn
Eiður Smári Guðmundsson.