Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 34
34 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Ég hitti Karólínu
verðandi mágkonu
mína fyrst í London
1974. Ég hafði ný-
lokið stúdentsprófi og var á heim-
leið eftir útskriftarferð til Mal-
lorca og Karólína og Clive höfðu
boðið mér að dvelja hjá sér í
nokkra daga í úthverfi London.
Fjölskyldan tók mér opnum örm-
um og þarna fékk ég í fyrsta sinn
indverskan mat, sá lokaleik HM í
fótbolta í beinni útsendingu og fór
í verslunarleiðangur með Karól-
ínu. Þarna kynntist ég líka börn-
unum þeirra Clive, Stephen og
Samantha, og var grundvöllur
lagður að ævalangri vináttu okkar
allra. Við Lúðvíg nutum gestrisni
þeirra í tvígang á jólum og ára-
mótum og fengum þá ánægju að
kynnast jólahaldi í Bretlandi, m.a.
tókst okkur að baka frægt pipar-
kökuhús, mér og börnunum til
mikillar ánægju. Eitt kvöldið sát-
um við Lúðvíg og Clive og horfð-
um á kvikmynd í sjónvarpinu.
Karólína var nálægt með trönur,
sem yfirleitt voru alltaf innan seil-
ingar. Allt í einu segir hún bróður
sínum að hann verði að sitja kyrr
og áður en við vitum af er hún bú-
in að fullgera portrett af Lúðvíg
okkur öllum að óvörum. Portrett
sem ávallt síðan hefur skipað
heiðurssess á okkar heimili. Yfir-
leitt þegar ég heimsótti Karólínu í
Bretlandi fórum við út að versla
saman. Hún elskaði svartar
dragtir og fallegar hvítar blússur.
Þegar heim var komið voru nýju
fötin mátuð og áður en við vissum
af var hún komin með pensil í
hendurnar og byrjuð að mála. Að
kvöldi dags voru nýju fötin því
ekki lengur svarthvít, heldur búin
að taka lit af afrekum dagsins.
Þannig var Karólína, ótrúlega
atorkusöm, vandvirk og full af
húmor, sem oft er eins og rauður
þráður í verkunum hennar. En
myndirnar hennar geyma einnig
alvarlegri hliðar, fullar af yndis-
legum englum sem örugglega
hafa tekið vel á móti henni núna.
Eftir að við Lúðvíg fluttum
heim frá Danmörku og Karólína
fór að vera meira á Íslandi, jókst
samgangur okkar. Henni þótti
gott að hittast og ræða gamla
daga og var þá oft hlegið að ýms-
um uppákomum. Það gladdi hana
mikið þegar Stephen og Louise
fluttu til Íslands með Boyd og
eignuðust síðan tvíburana Elis og
Ida hér á landi. Einnig voru sam-
skipti hennar við Samantha og
Chris og börnin þeirra tvö, Abi-
gail og Owen, mjög góð og voru
þau dugleg að heimsækja Ísland.
Karólína var afkastamikill
listamaður og prýða verk hennar
fjölmörg heimili bæði hér á landi
og erlendis. Þannig verður hún
áfram með okkur á hverjum degi
um ókomna tíð. Að leiðarlokum er
mér efst í huga þakklæti fyrir
góða vináttu og kærleik sem aldr-
ei bar skugga á. Ég votta börnum
hennar, tengdabörnum og barna-
börnum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Margrét Guðmundsdóttir.
Elsku Karólína, föðursystir
mín, er nú látin. Mér hefur alltaf
þótt einstaklega vænt um hana og
ávallt fundið að þessi mikla vænt-
umþykja væri gagnkvæm. Alveg
fram undir það síðasta glöddumst
við báðar svo innilega þegar við
hittumst.
Það er gott að vita til þess hvað
Karólína var ánægð á Sóltúni og
hversu vel var séð um hana þar.
Karólína
Lárusdóttir
✝ Karólína Lár-usdóttir fædd-
ist 12. mars 1944.
Hún lést 7. febrúar
2019.
Útför Karólínu
fór fram 15. febr-
úar 2019.
Mér þykir vænt um
það að fjölskylda
hennar, vinir og vin-
konur heimsóttu
hana reglulega enda
bar herbergi Karól-
ínu þess merki en
það var stútfullt af
konfektkössum og
fallegum fjölskyldu-
myndum.
Karólína var allt-
af umkringd lista-
verkum sínum og þótti mér afar
spennandi að sjá verk sem hún
var að vinna við þá stundina.
Karólína var með eindæmum
fær og einlæg listakona sem mál-
aði lífið og gæddi verk sín falleg-
um litum og tilfinningum. Það er
einstakt að geta horft á listaverk
og þekkja strax persónur og leik-
endur úr eigin fjölskyldu og fá
innsýn í líf pabba og fjölskyldu
hans á árum áður. Þetta eru
ómetanlegar fjölskylduminningar
en einnig minningar heillar
þjóðar.
Karólína var hörkudugleg og
einstaklega hæfileikarík. Það þarf
kraft, þor og einskæran vilja til að
láta drauma sína rætast. Hún
hafði þetta allt og mun um aldur
og ævi verða dáð listakona. Nafn
Karólínu mun aldrei gleymast
heldur mun minningin um þessa
einstöku konu lifa áfram í lista-
verkum hennar sem við og svo
margir hafa unun af á degi
hverjum.
Ég lít til baka með þakklæti
fyrir yndislegar samverustundir í
gegnum árin. Karólína var alltaf
svo hress, stórskemmtileg og
fyndin. Það var stutt í glottið og
stríðnishláturinn sem pabbi hefur
örugglega heyrt ótal sinnum. Það
var alltaf gaman hjá okkur.
Ég sakna þín elsku besta Kar-
ólínan mín. Ég mun ávallt hafa
myndina sem þig langaði að mála
af litlu stelpunni að dansa í huga
mér og minninguna um þig í
hjarta mér. Hvíl í friði.
Edda Lára Lúðvígsdóttir.
Allt er í heiminum hverfult.
Allt er ákveðið fyrirfram og eng-
inn getur flúið örlög sín. En nú er
komið að leiðarlokum.
Karólína var litríkur persónu-
leiki, hugmyndarík og lét sér
detta ýmislegt í hug og þá varð að
framkvæma það strax. Hún hafði
dásamlega kímnigáfu sem birtist
svo oft í myndum hennar. Í lista-
manninum leyndist einnig við-
skiptaáhugi. Hún hafði áhuga á
fasteignamarkaðinum og naut sín
vel í að kaupa og selja og áttum
við margar skemmtilegar stundir
við þá iðju. Á sínum fyrstu hjú-
skaparárum í Bretlandi, skiptu
þau hjónin nokkrum sinnum um
húsnæði og kom það alltaf í hlut
Karólínu að gera húsnæðið upp.
Hún flísalagði, veggfóðraði, mál-
aði og saumaði. Hún var einstak-
ur fagurkeri, allt var vandað og
fallegt í kringum hana. Hún heill-
aðist af fábrotnum og einföldum
hlutum og voru hýbýli hennar
aldrei yfirhlaðin en ávallt smekk-
leg.
Listagyðjan fór svo sannarlega
ekki fram hjá Karólínu og frá
unga aldri var hún ákveðin í að
feta þá braut. Eftir menntaskóla
fór hún til Bretlands og hóf list-
nám með styrkri aðstoð ömmu
sinnar og nöfnu, sem hún segist
standa í eilífri þakkarskuld við.
Sennilega hefur enginn listamað-
ur á Íslandi upplifað við opnun
sýningar að löng röð myndast og
allt selst upp, nema Karólína Lár-
usdóttir. Hún kunni þá list að
skapa listaverk sem þúsundir
fengu að njóta og eiga. Ég ætla að
láta öðrum eftir að gera hennar
farsæla listaferli skil.
Karólína var falleg persóna,
bæði að utan sem innan. Hún
mátti aldrei neitt aumt sjá og var
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl.
11. Tónlistin er í höndum Sönghópsins
Synkópu, Kristjáns Edelstein og Ey-
þórs Inga Jónssonar. Prestur er Svavar
Alfreð Jónsson. Sunnudagaskóli í
Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón
Sonja Kro og Jón Ágúst Eyjólfsson.
AKURINN kristið samfélag | Sam-
koma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og
bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta á
léttu nótunum kl. 11. Sigríður Thorla-
cius söngkona kemur í heimsókn og
syngur nokkur lög, Kór Árbæjarkirkju
syngur undir stjórn Krisztinu Kalló
Szkléanár organista. Sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Sunnudagaskólinn er á sama
tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu
Sigríðar Helgadóttur og Aðalheiðar
Þorsteinsdóttur.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11 í umsjá Kristnýjar Rósar Gúst-
afsdóttur djákna, Benjamíns Hrafns
Böðvarssonar guðfræðinema og sr.
Sigurðar Jónssonar.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir
stjórn Keiths Reed. Prestur er Kjartan
Jónsson. Sunnudagaskóli á sama
tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guð-
finnssonar. Hressing og samfélag á
eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í safnaðarheimilinu
Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Sigrún
Ósk, Guðmundur Jens og Þórarinn Kr.
Ólafsson. Messa kl. 17 í Bessastaða-
kirkju. Sérstök gestahljómsveit er
Mandólín. Ástvaldur organisti, Margrét
djákni og sr. Hans Guðberg leiða
stundina.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjón-
ar. Kór Breiðholtskirkju syngur, org-
anisti er Örn Magnússon. Sunnudaga-
skóli á sama tíma. Ensk messa kl. 14
Sr. Toshiki Toma þjónar.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Hólmfríður, Jónas Þórir og
Pálmi leiða samveruna. Foreldrar og
afar og ömmur hvött til þátttöku með
börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Kór
Bústaðakirkju syngur, Jónas Þórir við
hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða.
Prestur er Pálmi Matthíasson. Heitt á
könnunni og spjall eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er Gunnar Sigurjónsson.
Gospelkór Smárakirkju sér um söng.
Stjórnandi er Matthías Baldursson.
Veitingar í safnaðarsal að messu lok-
inni.
Dómkirkja Krists konungs, Landa-
koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á
pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á
pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga
kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl.
16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Séra Elínborg Sturlu-
dóttir, Kári Þormar dómorganisti og
Dómkórinn. Barnastarfið á kirkjuloft-
inu. Æðruleysismessa kl. 20, Kristján
Hrannar sér um tónlistina og sr. El-
ínborg og sr. Díana Ósk leiða stund-
ina.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta og barnastarf kl. 11. Sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson þjónar og kór
kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arn-
hildar Valgarðsdóttur. Hulda Jónsdóttir
og Guðný Jónsdóttir syngja einsöng.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Erna
Blöndal. Kvöldvaka kl. 20. Kór og
hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn
undir stjórn Arnar Arnarsonar.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur
Magni Jóhannsson leiðir stundina.
Barnakór Fríkirkjunnar, hljómsveitin
Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina
leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn-
arssyni, organista. Söngvaskáldið
Svavar Knútur spilar og syngur fyrir
gesti. Við hvetjum fjölskyldur ferming-
arbarna til að mæta og vera með börn-
um sínum í guðsþjónustunni. Kaffiveit-
ingar í safnaðarheimili að
guðsþjónustu lokinni.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf
í messu. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir
þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng
undir stjórn Valmars Väljaots org-
anista. Umsjón með sunnudagaskóla:
Sunna Kristrún djákni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjón-
ar og kór Grafarvogskirkju syngur. Org-
anisti er Hákon Leifsson. Sunnudaga-
skóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11.
Dans, söngvar og sögur. Pétur Ragn-
hildarson hefur umsjón og Stefán
Birkisson leikur á píanó.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Messa kl. 13. Sr. Grétar
Halldór Gunnarsson þjónar og Vox Po-
puli syngur. Organisti er Hilmar Örn
Agnarsson.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. María Ágústsdóttir, Ásta Haralds-
dóttir organisti og félagar úr Kirkjukór
Grensáskirkju þjóna ásamt messu-
hópi og fermingarbörnum vorsins.
Kaffi á undan og eftir messu. Sunnu-
dagaskólinn er í Bústaðakirkju. Kyrrð-
ar- og fyrirbænamessa kl. 12 á þriðju-
dag. Tekið er á móti bænaefnum í
síma 528 4410. Núvitundariðkun á
fimmudag kl. 18.15-18.45.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11.
Prestar eru Karl V. Matthíasson og
Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er
Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðar-
kirkju syngur. Barnastarf í umsjá Böðv-
ars og Bryndísar Böðvarsdóttur. Kirkju-
vörður er Lovísa Guðmundsdóttir.
Kaffisopi í boði eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Þorvald-
ur Karl Helgason messar. Hilmar Örn
Agnarsson leikur á orgelið. Félagar í
Barbörukórnum syngja. Bylgja Dís leið-
ir fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskól-
anum. Hressing á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Sr. María Ágústsdóttir
fjallar um prédikanir sr. Sigurbjörns
Einarssonar. Messa og barnastarf kl.
11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi
Ásgeirssyni. Hópur messuþjóna að-
stoðar. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Hörður
Áskelsson. Umsjón barnastarfs Inga
Harðardóttir. Bænastund mánud. kl.
12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta
þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa mið-
vikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl.
12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Kvennakórinn Léttsveitin sér um
messusöng. Stjórnandi og organisti er
Gísli Magna Sigríðarson. Prestur er Ei-
ríkur Jóhannsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur undir
stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur
organista. Prestur er Karen Lind Ólafs-
dóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í
safnaðarheimilinu, Markús og Heið-
björt leiða hann.
HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 14.
Kór Útskála- og Hvalsnessókna syngur
undir stjórn Keiths Reed. Sameiginleg
messa fyrir báðar sóknir prestakalls-
ins.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma með lofgjörð og fyrirbænum
kl. 13. Börnin byrja inni á sal með for-
eldrum/forsjáraðilum, en á meðan
samkoman varir verður sérstök
fræðsla fyrir þau. Ólafur H. Knútsson
prédikar. Kaffi að samverustund lok-
inni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudag kl.
11. Ukulele-messa, Arnór leiðir okkur í
tónlist og söng, takið ukulele-in ykkar
með. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar
ásamt messuþjónum. Sunnudaga-
skóli á sama tíma. Eftir messu bjóða
sóknarnefnd og foreldrar ferming-
arbarna upp á súpu og brauð.
Miðvikudagur 20. feb. kl. 12. Kyrrðar-
stund í kapellu vonarinnar, súpu og
brauð eftir stundina.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson,
héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir
stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj-
unnar. Sunnudagaskólinn í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 11.
KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í
Neskirkju við Hagatorg klukkan 20.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédik-
ar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur
einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir
stjórnar söng og leikur á píanó. Á eftir
verður kaffi í safnaðarheimilinu.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Org-
anisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.
Barna- og unglingakórar við kirkjur á
höfuðborgarsvæðinu taka þátt í at-
höfninni. Aðalsteinn Guðmundsson
kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða
við helgihaldið. Hafdís Davíðsdóttir
leiðir sunnudagaskólann á sama tíma.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimili
eftir stundina.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Erla Rut Káradóttir organisti og
Kór Laugarneskirkju. Sr. Davíð Þór
Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudaga-
skóli á meðan. Kaffi og samvera á eft-
ir. Íhugunarguðsþjónusta kl. 20. Sr.
Hjalti Jón Sverrisson og sr. Henning
Emil Magnússon.
Mán. 18.2. kl. 20. Félagsheimili
Sjálfsbjargar, Hátúni. Gospelkvöld.
Þri 19.2. kl. 20 Kyrrðarbæn.
Fim 21.2. kl. 9.30-11.30 Foreldra-
samvera á Kaffi Laugalæk. Kyrrðar-
stund og opið hús í Áskirkju kl. 12.
Hásalurinn Hátúni 10. Helgistund kl.
16.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Óskar
Einarsson stjórnar kór Lindakirkju. Sr.
Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónustan
kl. 11. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir
Linn leiðir helgihaldið og prédikar.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir
stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Meðhjálp-
ari er Hildur Backman.Sunnudagaskóli
kl. 13. Umsjón Berglind og Þórður.
Mosfellskirkja í Grímnesi | Guðs-
þjónusta kl. 17. Egill Hallgrímsson
sóknarprestur annast prestsþjón-
ustuna. Organisti er Jón Bjarnason.
NESKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Safnast saman í kirkjunni
og eftir sameiginlegt upphaf fara börn-
in í safnaðarheimilið þar sem Gunnar
Thomas Guðnason, Ari Agnarsson og
sr. Skúli S. Ólafsson sjá um stundina.
Í messunni syngur Háskólakórinn und-
ir stjórn Douglas Brotchie organista.
Prestur er Steinunn Arnþrúður Björns-
dóttir. Að loknum stundunum er létt
hressing, kaffi og samfélag á torginu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-
Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Hjálmar Jónsson þjónar og kirkjukór-
inn leiðir söng undir stjórn Stefáns H.
Kristinssonar organista. Meðhjálpari
er Pétur Rúðrik Guðmundsson. Sunnu-
dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11.
Umsjón hafa Heiðar Örn Hönnuson og
Regína Rósa Harðardóttir.
SALT kristið samfélag | Sameigin-
legar samkomur Salts og SÍK kl. 17
alla sunnudaga í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf.
Túlkað á ensku.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11.
Kirkjukórinn syngur, organisti er Ester
Ólafsdóttir, prestur er Guðbjörg Arn-
ardóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma,
umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
ásamt leiðtogum. Súpa og brauð eftir
messu. Messa kl. 20, Kór Mennta-
skólans á Laugarvatni syngur, stjórn-
andi er Eyrún Jónasdóttir. Prestur er
Guðbjörg Arnardóttir.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11, ávaxtahressing í lokin. Guðsþjón-
usta kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir
þjónar, Kór Seljakirkju leiðir söng og
lofgjörð, organisti er Tómas Guðni Egg-
ertsson, kaffi og kökusneið í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Spjall um
mannúðarmál. Gunnar Kvaran selló-
leikari talar. Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason
þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er
organisti. Þórdís sér um sunnudaga-
skólann. Félagar úr Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar
og samfélag eftir athöfn í safn-
aðarheimilinu.
Kyrrðarstund á miðvikudag kl. 12.
Súpa eftir stundina.
Bænastund föstudag kl. 9.30. Kaffi
og spjall eftir stundina.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Prestur er Egill Hallgrímsson.
Organisti er Jón Bjarnason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Henning Emil Magnússon verður sett-
ur í embætti í Garðaprestakalli af sr.
Halldóru Þorvarðardóttur prófasti í af-
leysingum. Jóhann Baldvinsson org-
anisti stjórnar kór Vídalínskirkju.
Sunnudagaskóli í umsjá Jónu Þórdísar
Eggertsdóttur og fræðara sunnudaga-
skólans. Veitingar að athöfn lokinni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar
Guðmundsdóttur. Prestur Bragi J. Ingi-
bergsson. Sunnudagaskóli kl. 11 í
umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing í
safnaðarsalnum á eftir.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Baldur, Sirrí og Guðmundur.
Messa kl. 14. Fermingarbörn lesa. GB
prédikar.
Orð dagsins: Verka-
menn í víngarði.
(Matt. 20)
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSaurbæjarkirkja á Rauðasandi.