Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019
Framkvæmdastjóri
IKEA á Íslandi sem
mun vera menntaður
bakari skrifaði grein
hér í Morgunblaðið
síðastliðinn þriðjudag
og skaut þar nokkrum
föstum og lítt dulbún-
um skotum að mér og
minni stétt. Tilefnið
er væntanlega gagn-
rýni mín á forystu
verkalýðshreyfing-
arinnar í tengslum við innkaup fyr-
ir íbúðarfélagið Bjarg. Hvergi í
mínum málflutningi er vegið að
fyrirtæki framkvæmdastjórans
heldur er verið að hvetja til vand-
aðra vinnubragða við inn-
kaupaferla. Framkvæmdastjórinn,
sem hefur getið sér gott orð við að
kenna bændum að vinna sín störf
og veitingamönnum að reka sín
fyrirtæki, sér nú ástæðu til þess að
gerast málsvari verkalýðshreyfing-
arinnar og senda inn grein til að
svara gagnrýni minni.
Þrátt fyrir að málflutningurinn
sem hann kynnir til sögunnar sé
með nokkrum ólíkindum verður
ekki komist hjá því að svara hon-
um. Margt sem þar kemur fram er
svo yfirlætisfullt, langsótt og rangt
að erfitt er að gera upp við sig
hvar skuli byrja. Rétt þykir að
rekja sig í gegnum greinina og
svara því sem þar kemur fram
jöfnum höndum.
Framkvæmdastjórinn stærir sig
af góðum árangri við markaðs-
setningu og sölu á eldhúsinnrétt-
ingum til einstaklinga og teflir
fram tölfræði því til stuðnings.
Þrátt fyrir að vera þekktur fyrir
að vera talnaglöggur verður ekki
séð hvar hann nær í þessar tölur
því hvergi opinberlega kemur fram
hjá innlendum framleiðendum
hversu margar eldhúsinnréttingar
þeir selja til einstaklinga. Gott og
vel, ekki ætla ég að deila við hann
um að honum gangi vel að selja
einstaklingum eldhúsinnréttingar.
Hann kvartar þó yfir því að bygg-
ingarverktakar vilji ekki kaupa af
honum eldhúsinnréttingar eins frá-
bærar og hann segir þær vera og
gerir þeim upp þær hvatir að þeir
vilji kaupa dýrari innréttingar og
með því hækka íbúða-
verð. Einstaklingar
kaupa eldhúsinnrétt-
ingu einu sinni til
tvisvar á lífsleiðinni.
Verktakar sem byggja
íbúðir vinna við að
kaupa innréttingar í
miklu magni aftur og
aftur. Er hugsanlegt
að þar finnist skýr-
ingin á því að þessir
aðilar versli ekki við
framkvæmdastjórann,
þ.e. að reynsla þeirra
af vörunni eða þjón-
ustunni sé ekki nægjanlega góð?
Það er að mínu mati yfirlætisfullt
að kvarta yfir að ákveðinn hópur
manna kaupi tiltekna vöru og úti-
loka fyrirfram að það hafi eitthvað
með vöruna eða þjónstuna að gera.
Því næst fer framkvæmdastjór-
inn í að lýsa tilgangi og hlutverki
Bjargs en um hann hefur ekki ver-
ið deilt. Undirritaður styður heils-
hugar viðleitni við að byggja ódýrt
fyrir láglaunafólk. Gagnrýni mín
snýr að gagnsæi og vöntun á út-
boðum.
Í greininni er jafnframt lýst
framkvæmd verðkönnunar sem
fram fór um innréttingar. Athygli-
vert er að nú eru aðilar farnir að
tala um verðkönnun í stað þess að
tala um útboð áður. Á þessu er
grundvallarmunur varðandi leik-
reglur. Útboð leggur skyldur á
bjóðanda að gæta fullkomins jafn-
ræðis, s.s. varðandi undirbúning,
gögn, að opna tilboð að viðstöddum
bjóðendum, greina frá niðurstöðu
o.s.frv. Í litlum verkum þar sem
menn telja slíkt íþyngjandi fara
menn í verðkönnun og gæta yfir-
leitt að ofangreindum skilyrðum
engu að síður. Það var hins vegar
ekki gert í þessari verðkönnun og
það hef ég gagnrýnt, sagt að slík
vinnubrögð séu ekki verkalýðsfor-
ystunni sem stendur á bak við
íbúðafélagið Bjarg til sóma. Við
framkvæmd þessarar verðkönn-
unar má gera margar athugasemd-
ir en ég læt nægja að nefna hér
þrjú atriði:
a) Verkönnun á innréttingum
sem unnin var af þriðja aðila
tiltók eitt ákveðið fjölbýlishús.
Nokkru seinna kemur frétta-
tilkynning frá Bjargi um að
samið hafi verið um innrétt-
ingar í öll verkefni Bjargs
sem líklegt er að telji 1.400-
1.500 íbúðir á næstu 4-5 ár-
um.
b) Fyrirskrifuð var vara frá ein-
um bjóðandanum í útboðs-
gögn. Það var reyndar ein-
mitt aðilinn sem samið var
við síðar í ferlinu. Það bendir
a.m.k. til að verkkaupi hafi
verið búinn að kynna vörur
eins bjóðandans fyrr og betur
heldur en annarra.
c) Niðurstaða verðkönnunar-
innar hefur ekki ennþá verið
birt mér sem þátttakanda, 14
mánuðum eftir að hún fór
fram. Ég hef bæði munnlega
og skriflega óskað eftir því
við framkvæmdastjóra Bjargs
að mér verði kynnt nið-
urstaðan úr þessari verðkönn-
un sem varð grundvöllur
stærsta innréttingasamnings
Íslandssögunnar.
Í grein sinni segir framkvæmda-
stjóri IKEA „er þetta ferli eins
heilbrigt og frekast má vera“. Bet-
ur hlýtur að hafa verið staðið að
málum gagnvart honum til þess að
hann komist að þessari niðurstöðu.
Í fyrrgreindri grein eru upp-
runalönd þessara innréttinga talin
upp handahófskennt. Ekki get ég
verið að deila um það því ég hef
engar upplýsingar um þetta atriði.
Það hefur hins vegar verið yfirlýst
stefna fyrirtækis framkvæmda-
stjórans að leita þangað sem fram-
leiðslukostnaður er lægstur til
hagsbóta fyrir viðskiptavini fyrir-
tækisins. Ég hef ekkert út á þá
stefnu að setja en framleiðslu-
kostnaður er oftar en ekki lægri
þar sem laun eru lág.
Framkvæmdastjórinn segir í
grein sinni að 51% af kostnaði við
innréttingarnar sé innlendur kostn-
aður og nefnir nokkra kostnaðarliði
í því samhengi. Flestir þessir liðir
geta ekki vegið þungt utan vinna
við samsetningu og uppsetningar-
vinna. Þeir sem til þekkja telja
þessa tölu með hreinum ólíkindum
þ.m.t. undirritaður því almennt er
uppsetningarkostnaður um 20% af
innréttingum. Sé þetta rétt verður
almenningur að taka þetta til sín,
þ.e. að uppsetningarkostnaður um-
ræddra innréttinga sé svona miklu
hærri en hjá öðrum og verður að
taka það með í reikninginn þegar
keypt er innrétting. Láta má nærri
að innrétting sem keypt er fyrir
500.000 kr. hjá framkvæmdastjór-
anum endi þá í kostnaði upp á
1.000.000 með uppsetningu á með-
an 500.000 kr. innréttingar frá öðr-
um endi í kostnaði upp á 600.000
kr með uppsetningu. Ég held að
framkvæmdastjórinn verði að
endurskoða útreikninga sína og
kanna hvort villa hafi verið gerð.
Í lok greinarinnar koma fram
ósmekkleg orð í garð íslenskra
framleiðenda sem verður að svara.
Lagst er svo lágt að halda því fram
að til þess að íslenskir
framleiðendur gætu framleitt inn-
réttingar í þetta verkefni þyrfti að
flytja inn vinnuafl og koma þeim
fyrir í einhvers konar þrælabúðum.
Hann spyr „hvort það sé betra að
Pólverji vinni þessa vinnu á heima-
slóðum eða hér á Íslandi þar sem
honum stendur til boða að deila
sameiginlegu rými með 15 sam-
löndum sínum á okurleigukjörum“.
Þarna spyrðir hann íslenska fram-
leiðendur saman við fréttir af
glæpalýð sem stundað hefur það að
safna saman erlendu vinnufólki í
óboðlegt húsnæði á óboðlegum
kjörum til þess eins að bæta sinn
málstað. Þetta er ósmekklegt. Að
gefnu tilefni vil ég taka fram að
mitt fyrirtæki hefur ekki átt við-
skipti við starfsmannaleigur, hefur
ekki flutt inn vinnuafl eða ráðið
farandverkamenn. Allir starfsmenn
hafa á Íslandi fasta búsetu, flestir
eru Íslendingar en mér finnst
ósmekklegt að gera upp á milli
starfsmanna minna eftir því í
hvaða landi þeir eru fæddir. Ég
kannaði það sérstaklega og komst
að því að 92% starfsmanna minna
búa í eigin húsnæði. Mér finnst í
þessari umræðu allri hafa verið tal-
að niður til útlendinga sem starfa
hjá íslenskum fyrirtækjum og hafa
hjálpað til við uppbyggingu á Ís-
landi. Slíkir starfsmenn greiða
skatta og skyldur á Íslandi, þ.m.t.
félagsgjöld til verkalýðsfélaganna,
og taka þátt í samneyslunni. Það á
ekki við um Pólverjann í dæmisögu
framkvæmdastjórans sem best er
að láta vinna á heimaslóðum.
Í niðurlagi umræddrar greinar
er talað um tapsára bjóðendur sem
reyni að hindra þetta göfuga verk-
efni og þar virðist hann vera að
tala um undirritaðan sem er sá eini
sem gagnrýnt hefur vinnubrögðin
opinberlega. Eins ómálefnaleg og
þessi athugasemd er verður ekki
komist hjá því að svara henni. Fyr-
irtæki mitt tekur þátt í hundruðum
útboða á hverju ári. Við vitum fyr-
irfram að við fáum ekki öll þessi
verkefni en útboðsfyrirkomulagið
tryggir samkeppni sem hjálpar
okkur að þróa fyrirtæki okkar sem
starfrækt hefur verið í meira en 80
ár án þess að hafa nokkurn tíma
þurft að hlaupa undan skuldum eða
þiggja afskriftir vegna rekstrarerf-
iðleika. Við verðum því ekki „tap-
sárir“ þegar við verðum undir í út-
boðum enda tryggir útboðsfyrir-
komulagið sanngirni. Ef við teljum
óeðlilega staðið að verki teljum við
það vera rétt okkar og skyldu að
gagnrýna það sem betur má fara
og vonandi verður það til þess að
slíkri gagnrýni verði tekið mál-
efnalega og aðilar noti hana til að
bæta vinnubrögð sín. Skætingur og
smjörklípur leysa engan vanda.
Að lokum skal tekið fram að ég
hef ekkert út á fyrirtæki fram-
kvæmdastjórans að setja og viður-
kenni hér með að ég versla þar
stundum og vonast til að verða þar
áfram velkominn. Ég ítreka að ég
hef ekki verið að gagnrýna
þátttakendur í verðkönnuninni
heldur fyrirkomulag hennar og
ákvarðanatöku hjá Bjargi íbúða-
félagi sem hlýtur að vera fram-
kvæmdastjóranum óviðkomandi.
Ég skil því ekki tilefni greinaskrifa
hans og hvers vegna hann kýs að
tala niður íslenska byggingaverk-
taka og innréttinga- og húsgagna-
framleiðendur. Ég óska honum og
fyrirtæki hans hins vegar alls hins
besta.
Eftir Eyjólf
Eyjólfsson »Ég skil ekki tilefni
greinaskrifa hans og
hvers vegna hann kýs að
tala niður íslenska
byggingaverktaka og
innréttinga- og hús-
gagnaframleiðendur.
Eyjólfur
Eyjólfsson
Höfundur er stjórnarmaður
í félagi húgsgagna- og innréttinga-
framleiðenda og framkvæmdastjóri
Axis húsgagna.
Bakari hengir smið
Umræða um far-
símanotkun barna og
unglinga virðist vera
komin af leið. Það má
ekki banna börnum að
vera með síma í skól-
um segja sumir. Á
sama tíma tala margir
foreldrar um hvernig
börn hafa ánetjast
tölvum og símum og
erfitt sé að ná athygli
þeirra eða búa til tímaramma um
notkun. Hvers vegna skólinn er
undanskilinn þeirri umræðu er
ómögulegt að skilja.
Hlutverk og skyldur foreldra er
margþætt en í grunninn snýst
þetta um að gæta að hag og heilsu
barnanna. Við fylgjum viðmiðum
um að svefnþörf sé á bilinu 9 til 12
klukkustundir og að þau sæki
skóla, sem er að meðaltali 5 til 6
klukkustundir á dag. Að undan-
skildum þessum tveimur grunn-
þáttum hafa börn um 6 til 10
klukkustundir á virkum dögum til
frístundar, þ.m.t. til að nýta í skjá-
tíma. Ein helsta áskorun foreldra í
dag er að gæta þess að skjátími
raski ekki svefni, líkamlegri virkni
og annarri hegðun sem styður við
góða heilsu. Á meðan flestir for-
eldrar horfa til skjátíma innan
urnar. Hvað eru þau að gera sem
ekki getur beðið þar til eftir að
skóla lýkur? Það er skólaskylda og
það er mikilvægt að barnið læri,
hlusti og taki þátt í kennslunni
óháð hvaða dóm það leggur á það.
Við vitum öll hve truflandi síminn
getur verið og það mikilvægasta er
að barnið hefur ekki endilega
þroska til að meta hvenær það er
betra að fylgjast með í tíma en að
vera í símanum.
Ný tækni færir okkur áskoranir
og það tekur tíma að finna jafn-
vægið á nýjan leik. Við fögnum því
þegar kennarar virkja nemendur
til náms með tækninýjungum en
þeir eiga líka að fá óskipta athygli
nemenda meðan á kennslu stendur.
Það er kennara að ákveða hvernig
skal nota tækni við kennslu, hvar
og hvenær. Það er engin ástæða til
þess að börn séu með farsíma í
tímum þó að það kunni að vera
gott að þeir hafi hann í skápnum
eða ofan í tösku án þess að það
trufli kennslu eða nám barnsins.
Það gilda alls konar reglur í sam-
félaginu og það má líka setja regl-
ur um notkun síma á skólatíma.
Verkefnið um skjátíma barna er
ekki bara foreldra heldur er það
verkefni samfélagsins í heild. Við
erum enn að þróa hvernig sam-
félagið nýtir og vinnur með nýja
tækni. Eins og svo oft þá tekur
tíma að finna hvaða form á að vera
á því. Börn fá nægan tíma í tölv-
um, þau hafa aðlagast nýrri tækni
og nýta sér hana óspart, bæði
heima og í skóla. Þau hafa hins
vegar ekki endilega vit á því hve-
nær það er viðeigandi og hvenær
ekki. Breytum viðhorfi til takmörk-
unar á símanotkun í skólum, bæði
til að efla nám og félagsvitund
barna.
veggja heimilis mætti líka bæta við
skjátíma þeirra á meðan skóla
stendur.
Æskilegur skjátími barna á aldr-
inum 2 til 5 ára er ein klukku-
stund. Minna er um viðmið fyrir
eldri börn þó almennt sé ráðlagt að
stilla skjátíma grunnskólabarna af
og setja þeim mörk. Rannsókn Há-
skólans í Michigan í Bandaríkjun-
um segir að lengd tímans sem var-
ið er í tölvu skipti ekki öllu máli
heldur hvað sé gert í tölvunni.
Hvernig börn nota skjátíma hefur
meira spágildi um vandamál á sviði
tilfinningagreindar eða félagsfærni
en lengd hans. Því er mikilvægt að
huga bæði að því hvað börn gera í
símum og tölvum og hve lengi.
Því er gott að velta því fyrir sér
hvaða gagn börn hafa af því að
hafa síma meðferðis í skólastof-
Þurfa börn síma í skólastofum?
Eftir Valgerði Sig-
urðardóttur og
Völu Pálsdóttur
»Hvaða gagn hafa
börn af því að hafa
síma meðferðis í skóla-
stofurnar? Hvað eru
þau að gera sem ekki
getur beðið þar til eftir
að skóla lýkur?
Valgerður
Sigurðardóttir
Valgerður er borgarfulltrúi.
Vala er formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna.
Vala
Pálsdóttir
Morgunblaðið/Hari
Sími í tíma „Það mikilvægasta er að barnið hefur ekki endilega þroska til
að meta hvenær það er betra að fylgjast með í tíma en að vera í símanum.“